Þjóðviljinn - 21.05.1944, Page 5

Þjóðviljinn - 21.05.1944, Page 5
Sunnimagur 21. mai 1944 — ]>.| Ó4>\ IUINN I'JÓÐVILJINN — Sunr.u. igur 21. mai 1944 (HÚÐVILJINi) Dtgefandi: Sameirnngarjlokkur alþýðu — Sósíalirtajlokkurirtn. Eitstjóri: Sigurður Guðmundssnv.. Stjórnmálantsijóra.': Eirtar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarekritstofa: Austurstrœti 12, simi 2270. Afgreiosla og auglýsingar: Skólavörðustig 19, sími 218i. Askriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 8.00 á mánuði. Uti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Pi-entsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17. Góðu landar. jur, sem sýnt hefur dug og með Sum ykkar kunna ef til vill að Uttu má Öázt sZ, en Danakonung- „Miklii dæmalEUSÍr! »r hafa fyrir oss Islendingum hing- Verndarar níðingsskaparins Það eindæma óþokkabragð hefur verið framið í baráttu þeirri, sem nú fer fram fyrir stofnun lýðveldis á íslandi, að reynt hefur verið að saurga minningu beztu frelsisfrömuða þjóðar vorrar með því að reyna að bendla þá við þann fjandskap, sem fram kemur gegn sjálfstæðismálinu hjá einstaka klíkum. Það er ritstjóri Skutuls á ísafirði, Hannibal Valdimarsson, sem fremur þetta níðingsverk gagnvart dánum brautryðjendum sjálfstæðis vors, sem ekki geta lengur borið hönd fyrir höfuð sér. í ritstjórnar grein í Skutli segir hann í greinarlok þessi orð um lýðveldis- stjórnarskrána: „Stjórnarskrárlappinn er að öllu auðvirðilegri en uppkastið 1908 og því^ er enn heitið á ísfirðinga að snúast gegn honum allir sem einn. Mótmælið allir. Setjið kross við nei á seinni kjörseðlinum. Með því er þó gerð tilraun til að halda í heiðri minningu Jóns Sigurðssonar og Skúla. Það mun vart finnast dæmi um rætnari áróður en þennan, um meira virðingarleysi fyrir sannleikanum en þegar stjórnar- skrá fyrir frjálst íslenzkt lýðveldi er talin verri en uppkastið 1908, sem átti að gera ísland að ævarandi hluta af danska ríkinu. En út yfir tekur þó, þegar níðst er á minningu Jóns Sig- urðssonar og Skúla Thoroddsens og skorað á ísfirðinga að greiða atkvæði gegn frelsi íslands, til að heiðra minningu þeirra. Líka var í sömu grein reynt að telja Magnús Torfason andstæðan lýðveldisstofnuninni. Magnús Torfason er enn á lífi,- svo hann gat mótmælt lyg- um Hannibals sjálfur og gerði það. Jón Sigurðsson gat ekki borið hönd fyrir höfuð sér og á enga afkomendur, — en íslenzka þjóðin mun svara í nafni þjóðhetju sinnar, er á hana er ráðist. Skúli Thoroddsen er og látinn, en kona hans og sonur gátu varið minningu hans gegn svívirðingu af hendi Alþýðuflokks- broddsins á ísafirði. Frú Theodóra Thoroddsen gaf út ávarp til ísfirðinga. Og sonur Skúla, Sigurður Thoroddsen, hreinsaði minn- ingu föður síns af áburði Hannibals, frammi fyrir allri þjóðinni í fyrrakvöld og veitti ódrengnum á ísafirði þá ofanígjöf, er hann verðskuldaði. En það var ekki nóg með að Hannibal svívirti þjóðhetjur íslands. Hann var líka sjálfur með verki sínu að svíkja gerða samn- inga þingflokkanna um að standa saman í sjálfstæðismálinu og beita öllum blaðakosti flokkanna til að sameina þjóðina á þess- ari úrslitastund sjálfstæðismálsins. Þess hefði mátt vænta að einmitt blað Alþýðuflokksins í Reykjavík hefði átalið hvort- tveggja í senn, svik Hannibals við samkomulag flokkanna og níðingsskap hans gagnvart frelsisfrömuðum íslands. En hvað skeður? Alþýðublaðið ræðst svívirðilega á Sigurð Thoroddsen fyrir að vernda föður sinn í gröfinni gegn lygum og óhróðri. — Al- þýðublaðið gerist verndari níðingsskaparins og svikanna. Það var alltaf við því að búast úr þeirri átt. Það' er í fullu samræmi við þá hvíslinga-herferð, sem nokkrir broddar Alþýðu- blaðsklíkunnar hafa skipulagt undanfarið. Alþýðublaðsklíkan reynist kvislingseðli sínu trú. & En íslenzka þjóðin mun sýna það að hún héldar í heiðri minn- ingu brautryðjendanna í frelsisbaráttu sinni með því að full- komna í dag verk þeirra — gera ísland að frjálsu lýðveldi. hugsa sem svo: „I aulabárðar halda þeir að við sé- um, þessir menn sem kvöld eftir kvöld og hver eftir annan klifa á þessu sama máli, máli, sem allir hljóta að vera einhuga og sam- mála um“. Það er nú að vísu svo, að langflestir íslendingar standa í þessu mesta alvörumáli voru sem einn maður, skilja hvc mikilsvert það er, að þjóðaratkvæðagreiðsla sú, sem nú fer í hönd sýni samhug þjóðarinnar og vita, að því meiri sem þátttakan verðúr og því glæsilegri úrslit sem atkvæða greiðslan sýnir, því betur stönd- urn vér að vígi gagnvart umheim- inum og því síður verður réttur vor, til að ráða sjálfir málum vor- um, véfengdur eða af oss tekinn En því verður, á hinn bóginn, held ur ekki neitað að komið hafa fram nokkrar hjáróma raddir, til að draga úr mikilvægi málsins og leggja jafnvel á móti því að lýð- veldismálið fái þá lausn, sem stjórn málaflokkarnir og Alþingi urðu sammála um. Að vísu hafa þessar raddir ekki verið háværar, af ótta við almenningsálitið, þar til nú ný- verið er atburðir hafa gerzt á ísa- firði, er ég mun víkja að siðar. Enn eru aðrir, sem eru það sljóir fyrir velferð þjóðarinnar og rétti hennar að þeir telja þess ekki þörf að ómaka sig á kjörstað og ætla sér að sitja hjá. að til, verið umboðsmenn þess valds, sem oss hefur kúgað og rænt, einskonar samnafn þeirra, sem oss hafa illt unnið. Nú eru aðstæðurnar oss íslend- ingum svo hliðhoílar, að þetta vald er máttlaust og má oss ekki fram- ar vinna mein, né skerða rétt vorn, en það er eftirtektarvert, að fram hafa komið erlendis ummæli, þar sem vald þetta er viðurkennt og réttur vor véfengdur. Á ég hér við ummæli sænsku afturhaldsblað- anna. Ummæli þeirra vega sig þó sjálf, því þar er aðgerðum íslend inga helzt líkt við aðgerðir Norð- manna 1905. Þegar þessir sænsku íhaldsmenn eru undan skildir sem með þessu ef til vill sýna Norðmönnum sinn rétta hug, er varla til nokkur maður sem gæti réttlætt það og mælt því bót, ef Norðmenn hefðu látið undan leggj- vakir, enda er ég bess vís að haiui er manna ódómbærastur á það, hvar í flokki þeir Jón Sigurðsson og faðir minn, Skúli Thoroddsen. hefðu skipað sér nú og því allra manna minnst bær til að fræða íslenzku þjóðina um það. Hún eit betur sjálf. En til ykkar, ísfirðingar, vil ég beina þessum orðum: Ef þið viljið smána minningu Jóns Sigurðssonar og Skúla Thor- oddsen þá farið að ráðum ritstjór ans. Nei, leggið ekki eyra við skoðun slíkra manna heldur sýnið þ’eim verðskuldaða fyrirlitnjngu. Samþykkt stjórnarskrárbreyt- ingarinnar er jafnveigamikil og samþykkt sambandsslitanna. Breytingarnar eru einungis þær, sem varð að gera svo að stofnun lýðveldis yrði möguleg. Eftir lýð- veldisstofnunina má svo deila urn stjórnarskrána og um liana verða sízt allir* sammála, þá má þeim ÁsliildarmýrarsamSiykkt LJtvarpsávarp, flutt af Sigurði Thor- oddsen alþingismanni 19. mai 1944 ast að neyta réttar síns þá og slíta sambandinu við Svíþjóð. í boðskap sínum til vor lét kon- Ungur svo um mælt að hann myndi framvegis sýna oss íslendingum mildi og efla hag landsins af beztu Meðan svo er ástatt um nokk- getu. Vér íslendingar þörfnumst vera það frjálst, sem fyrir alla muni vilja hafa konung, að beita sér fyrir því og takist þeim þá að koma þeirri breytingu sinni á, ætti ekki að skorta konungsefnin, því gera má ráð fyrir að á þeim verði frekar lággengi um það er styrjöldinni líkur. En fyrir alla muni notið tæki- færið sem nú býðst til að vinna þjóð yðar og sjálfum yður gagn. Hugsið til þess hvernig yður yrði innanbrjósts eftir nokkra tugi ára þegar litlu hnokkarnir, börnin eða barnabörnin yðar, fara að spyrja yður um þá merkisdaga þjóðar- innar, sem þér eruð svo gæfusam- ur að lifa og þér vissuð ifkeð sjálf- um yður að þér,hefðuð ekki gert skyldu yðar þá, heldur brugðist þjóð yðar. Hver mælir því nú bót, að til voru íslendingar 1908 sem vildu greiða ]>ví atkvæði að Island yrði óaðskiljanlegur hluti Danaveldis og afsala með því um aldur og ævi rétti vorum til sjálfstæðis? Hve hreyknir mega þeir íslend- ingar ekki vera, sem þá báru gæfu til að hafa framsýni og réttsýni til að hafna þeim kostum? Ilve mörg konan er mér ekki í barns minni, sem harmaði það þá að vera ekki atkvæðisbær og ég efa ekki, hvar í fylkingu þær kónur skipa sér núna. Nú eigið þið íslenzkar konur at- kvæðisrétt. Látið ekki ykkar eftir liggja. Þið sem hikandi kunnið að vera athugið það, að ennþá er hægt að sjá sig um hönd. Nú gefst yður tækifærið. Notið það! Eftir dauðann er of seint að iðrast. Góðu landar, gerið skyldu yðar! Bregð- ist ekki ættjörðinni! Framh. af 2. síðu. komur á ári hverju, haust og vor, til að styrkja samheldnina. Það er óvíða í sögu vorri að félagslund fólksins kemur skýrar og fagurleg- ar fram en hún gerir í samþykkt þessari, og samþykktin er merki- leg m. a. af þeim sökum. Sam- þykktin sýnir að Islendingar, þrátt fyrir sundurlyndisorðið, sem af þeim hefur farið, gátu verið sam- taka þegar þeir þurftu að verja réttindi sín. Árnesingar hafa ekki farið að halda þessa samkomu og efna til þessara samtaka án þess að sér- stakt tilefni hafi gefizt til þess, og það má ráða það af samþykktinni sjálfri, hvert tilefnið var. Það er fyrst og fremst að fundarmönnum þykja eigi heitorð konungs við landsmenn hafa verið haldin svo sem skyldi. Þess vegna rifja þeir þau upp, er þeir endurtaka gamla sáttmála í bréfi sínu, og minna Alþingi á þau og þar með á að krefjast efnda á þcim. Þeir gera samþykkt sína landsréttindunum ^il verndar. Hún er viðnám þeirra gegn hinu erlenda valdi í landinu. En jafnframt liafa þeir annað til- efni til samþykktarinnar, atvik, sem vörðuðu þá sjálfa og hérað þeirra sérstaklega. Þeir segja, að um nokkurn tíma hafi átt sér stað þar í sýslunni laga- leysi, ofsóknir og griðarof, „ómögu- legar óreiðir“ þ. e. ofbeldisferðir heim á heimili manna, og nóglegar fjárupptektir og manna. Það er auðséð á þessu, að margt sögulegt hefur gerzt í Árnessýslu árin næstu fyrir samþykktina. Þar hafa verið róstur og vígaferli, ránskapur og annar ójöfnuður liefur verið hafð- ur í frammi. En heimildirnar eru svo fáskrúðugar, að vér kunnum ekki nú að segja frá neinum ein- stökum atburðum, sem gerzt hafa i þessum róstum. Það er nú allt gleymt, en lýsing samþykktarinn- ar sýnir, hversu stjórnarfarinu gat verið hagað hér á landi á þeim tím- um. Héraðsbúar vildu ekki þola þetta og úr samþykktinni má lesa það, hverja þeir töldu eiga sök á þessu og gegn hverjum þeir beindu samtökum sínum fyrst og fremst. Það sjáum vér af því, að fyrsta atriðið í samtökum þeim er að þeir segjast ekki vilja hafa neinn léns- mann yfir sýslunni utan íslenzkan. Þeir vilja, að valdsmaður héraðs- ins sé íslenzkur maður, og þeir bindast samtökum um að taka menn og vandræðamenn, hafa ver- ið betur fallnir til annars en að stjórna löndum og ríkjum og eiga að halda þar uppi lögum og lands- rétti, en af þessu sauðahúsi virð- ast fleiri af umboðsmönnunum, sem Danakonungur sendi hingaö af sinni hálfu á síðari liluta 15. og fyrra hluta lö. aldar, hafa verið. Samþykktinni var beint gegn slík- um valdsmönnum. Hún stefnir því með tfonnum hætti gegn hinu er- lenda valdi. Hún er liður í sjálf- stæðisbaráttu þjóðarinnar. Það má spyrja,* hvort þessi sam- þykkt hafi nokkurntíma orðið annað en orðin tóm, hvort nokkurn tíma hafi reýnt á samtök Árnes- inganna í verki og hversu traust þau hafi reynzt. Iíér eru heimild- irnar enn svo fáskrúðugar, að vér getum ekki svarað spurningu þess- ari mcð öruggri vissu. En ég vil benda á tvo atburði, sem gerðust þar í héraðinu eftir að samþykkt- ekki við neinum útlendum mannilin var gerð. Sex árum eftir fundinn í þá stöðu. Mér virðist, að með, kom útlendur fógeti konungs, sem wvvwuv; ★ EFTIR urn íslending er þess sízt vanþörf, já alls ekki vanzalaust, ef ekki er ekki mildi Danakónunga framar og þökkum fyrir umhyggjuna, en gripið hvert hugsanlegt tækifæri minna mættí á frændþjóð voia til að brýna þá og forða þeim frá Færeyinga í þessu sambandi, \ ilji villu þeirra vegar. Saga okkar sýn- ir, eins og saga annarra þjóða, sem frelsisbaráttu hafa háð, að alltaf hefur verið við tvö öfl að etja. Hið erlenda vald sem kúga vildi þjóð- ina og þau innlendu þý, sem beint eða óbeint studdu þetta vald. Svo ekki sé lengra leitað, getum vér íslendingar í þessu sambandi minnst þjóðfundarins 1851 og upp- kastsins 1908. Nú eins og áður hefur bólað á þessu, þessum tveimur öflum. Vér höfilm heyrt boðskap Kristjáns konungs tíunda, þar sem hann fyr- irmunar oss rétt vorn og vér höf- um heyrt þær undirtektir sem boð- skapur konungs og réttlætismál vort hefur fengið sumstaðar er- lendis. Og vér höfum heldur ekki farið várhluta af þeim innlendu öflum sem torveldað hafa oss þennan lokaþátt í frelsisbaráttu vorri. Um boðskap konungs get ég ver- ið fáorður, en vík í því sambandi að þeim reginmisskilning, sem ýms ir hafa gert sig seka í, að blanda saman persónunni, Kristjáni kon- ungi, sem vissulega hefur komið fram sem karlmenni, í hörmung- um þeim sem þrjú síðastliðin ár hafa hrjáð Dani, og konungi þeim sem sendi oss fyrrnefndan boðskap, eða konungum þeim sem áður hafa gert oss boð og sett oss kosti, ó sæmandi og óviðunandi og undir- strikað vald sitt til að ræna oss og kúga með herafla og ofbeldis- verkum þegar því var að skipta. þeir finna mildi sinni stað. Eg læt svo útrætt um boðskap konungs, en þess er að vænta, að það sýni sig, að nú eins og áður, verði erlend íhlutun um málefni vor til þess eins að þjappa oss bet- ur saman, og hvetja oss til að standa fastar á rétti vorum, og það gerum vér bezt með almennri, jákvæðri þátttöku í þjóðarat- kvæðagreiðslunni. Eins og ég drap á í upphafi hefur sú skoðun verið látin uppi, bæði á Isafirði og Akureyri, að rétt væri að segja já við sambandsslitunum en greiða atkvæði gegn stjórnar- skrárbrey tingunni. Nú í gær birtist fádæma óþokka- leg ritstjórnargrein, í blaðinu Skutli á Isafirði, þar sem skorað er á ísfirðinga að setja, alla sem einn, kross við nci á kjörseðilinn um stjórnarskrárbreytinguna og gera með því tilraun til þess að halda í heiðri minningu Jóns Sig- urðssonar og Skúla Thoroddsen. Ritstjórinn telur stjórnarskrána vera að öllu leyti auðvirðilegri en uppkastið 1908, en í því átti að lög- festa, eins og menn muna að ísland yrði um aldur og ævi óaðskilj- anlegur hluti Danaveldis. Eg ]>arf ekki að ræða það, sem öllum er ljóst, að ef farið væri al- mennt að ráðum hans, væri lýð- veldisstofnun á íslandi úr sögunni um ófyrirsjáanlegan tíma. Eg legg mig ekki niður við að elta ólar við ritstjóra Skutuls eða gera mér grein fyrir, hvað fyrir Ólaí Lárusson prófessor Persónan Kristján tíundi er mað- honum og öðrum kóngsþrælum Myndin er sýnishom aj tóflum, sem hafðar vcrða til sýnis víðsvegar um hœ- inn. I>œr eru til þcss gcrðar að gcfa hcildar- yfirlit yfir lcjörsókn í einstökum kjördecm- um. <r Út. frá hringnum í miðju, sem umlykur ísla/id og hefur áletrunina „Lýðveldiskosn- ingamar 20.—23. maí 1944“ stafar geislum í allar áttir, en við ytri enda gcislanna eru nöfn cinstakra kjördœma í réttri röð. Á milli gdslanna cru rcitir með fjóruni þverstrikum. Geislamir eru til þess gerðir að lita þá jafn óðum og kosningu rniðar áfram, þann- ig að byrjað er að lita. innst og litað út- eftir, cjtir þvi sem kjörsóknin vex. Ilringurinn utan við „Lýðveldiskosning- arnar 20.-23- maí 1944" túlcnar 50%. Fyrsta þvcrstrykið 60%, annað þvcrstryk- ið 70% og þannig ájram 80% og 90,% en hringurinn innan við nöfn kjördccmanna táknar 100% þátttöku. Byrjað vcrður að lita gcisIaiUL þegar kjörsókn í einhvcrju kjördcemi er komin upp fyrir 50% og geislarnir lcngjast svo smámsaman eftir þvi sem kjörsókninni miðar ájram, og markmið- ið œtti að vera, að allir geislarnir nái út að 100% hringnum. Eftir kosningar hcr lengd hinna ein- stöku geisla vitni um það, hve kjörsókn hcfur vcrið milril hlutfallslega í einstökum kjördœmum. llelgi Sigurðsson verkfrœðingur gerði þennan uppdrátt. þessu sé gefið nægilega í skyn, að óöld sú og lagalfeysi, sem við hafði gengizt þar í sýslunni að undan- förnu, liafi stafað af útlendum léns- mönnum. íslendingar gengu ófúsir undir konungsvald árið 1262. Þeir vissu að það var crlent vald og hafa ekki vænt sér neins góðs af því. Þeir issu og að konungur hlaut að fela öðrum mönnum að fara með vald sitt hér á landi, og þeir gera snemma þá kröfu, að umboðsmenn konungsins skuli vera íslenzkir menn, og á þeirri kröfu var jafn- an haldið fast síðan, er gamli sátt- máli var endurnýjaður, og megin- áherzla á hana lögð. Sagan sýnir líka að það var ekki gert að ástæðu lausu. Þetta heitorð konungs var ekki alltaf haldið. Konungur fól þrásinnis útlendum mönnum um- boð sitt héi' á landi, og viðskipti landsmanna og þessara útlendu valdsmanna voru tíðum allt ann- að en vinsamleg og friðsamleg, enda máttu margir hinna útlendu umboðsmanna, er konungur sendi hingað, fremur teljast að vera ræn- ingjar en verðir laga og réttar. Á síðari hluta 15. aldar voru oft send- ir hingað útlendir hirðstjórar. Vér vitum fátt um flesta þeirra og um viðskipti þeirra við landsmenn. Um það bil, sem fundurinn var haldinn á Áshildarmýri, var maður að nafni Pétur Truelsson hirðstjóri, Af honum fara litlar sögur. Þó er til saga um það, að endalok hans hafi orðið þau, að menn sjálfs hans hafi drepið hann, og fyrst hann var ekki betur þokkaður af sín um eigin mönnum má fara nærri um vinsældir hans hjá landsmönn um. Hann er stundum nefndur Pétur skytta, og þetta auknefni hans gefur til kynna hverskonaf maður þetta hefur verið. Hann hefur verið hermaður úr málaliði konungs, sem af einhverjum ástæð- um hefur komizt til þeirra met- orða að verða landsstjóri á íslandi. Slíkir menn, leiguhermenn 15. ald- ar, sem flestir hafa verið harka- hét Lénharður, austur í Árnessýslu og fór þar mcð ránum og grip- deildum. Landsmenn fóru að hon- um og drápu hann á Ilrauni í Olf- usi. Þrjátíu og sjö árum síðar fékk annar útlendur fógeti og menn hans, sem líka voru orðnir berir að ránskap, sömu örlög í Skálholti. Það var Diðrik af Mynden. Þessir atburðir báðir sýna, að Arnesingar áttu bæði dug og djörfung til þess að verjast ýfirgangi hinna útlendu embættispianna konungs, að and- inn frá fundinum á Áshildarmýri lifði ]>á enn meðal héraðsbúa. Samþykktin á Áshildarmýri er allt þetta tímabil. Oss ber ckki hvað sízt að minnast þessara manna með þakklæti nú, er vér erum að slíta síðustu ieifarnar af þeim tengslum, cem knýtt vóru 1262. Hefðu þeir ekki staðið svona dyggilega á verðinum er óvíst, að vér værum komin þangað, sem vér stöndum nú. í þessum hópi voru bændurnir og aimúginn, sem sarnan var kom- inn á Áshildarmýri vorið 1496. Síðan þeir gerðu samþykkt sína er bráðum hálf fimmta öld liðin. Fundarstaður þeirra er ekki leng- ur samkomustaður héraðsmanna. Mannfundir hafa ekki verið haldn- ir þar um langar stundir. Fáir þckkja hann og engir sýna honum neina rækt. Fundarmennirnir eru fyrir löngu gengnir til moldar. Vér vitum um nöfn aðeins 12 þeirra, vegna þess að þeir urðu til þess að se.tja innsigli sín fyrir sam- þykktarbréfið. Vér vitum ekki með vissu neina frekari grein á þessum 12 mönnum, að einum undanskyld- um, Ilalldóri Brynjólfssyni. Hann var bóndi í Tungufelli í Hruna- mannahreppi og varð kynsæll mað- ur. Fjöldi núlifandi Islendinga get- ur rakið kyn sitt til hans. En þótt þcir, sem samþykktina gerðu, hafi gengið veg allrar veraldar, þá lifði sá andi, sem á samkomu þeirri ríkti eftir þá, og lifir enn. Þess- vegna valdi ég mér fund þeirra og samþykkt að Umtalsefni í kvöld því samþykkt þeirra á sígilt erindi til þjóðar vorrar, og ekki sízt um þessar mundir. Mér þótti rétt að minna einmitt nú á þessa tjáningu þjóðarsálar vorrar frá einum af þeim öldum, sem myrkastar^ eru taldar og nútímamönnum eru minnst kunnar. Hún mætti verða oss hvöt og áminning. Samheldni þessara manna og samtakavilji, ást þeirra á frelsinu, persónulegli frelsi og }>jóðlegu frelsi, getur ver- ið oss fordæmi verðugt til eftir- breytni. Islendingar gengu á sínum tíma úottur þess, að vilji landsmanna til þess, að veita hinu erlenda valdi nauðugir undir konungsvald, og í viðnám, var enn algerlega ólam- rauninn'i munu þeir í hjörtwm sín aður í lok 15. aldar. Um tímabil- ið allt frá 1262. er íslendingar gengu undir konung, og til 1550, er Jón biskup Arason og synir hans voru leiddir á höggstokkinn, má segja, að eitt af því, sem einkenn- ir það öðru fremur, er hið sífellda viðnám landsmanna gegn konungs- valdinu, og mætti gjarnan kenna þetta tímabil Sögu vorrar við það. En þetta breyttist, er siðaskiptin voru gengin í garð. Þá urðu alda- hvörf i sögu þjóðar vorrar. Oheilla- vænlegustu tímamótin í henni má með meiri rétti marka við árið 1550 en við upphaf 15. aldar. Þá festist það vald í landinu, sem varð þjóðinni skaðvænlegra en allar drepsóttir, eldgos og hafísár. Viðnámsaldirnar létu síðari tím um eftir mikla arfleifð, sem varð grundvöllur sjálfstæðisbaráttunnar á 19. og 20. öld. Frá viðnámstím- unum eru þjóðréttarskjöl vor kom in, en þau urðu sá sögulegi og laga legi grundvöllur, sem Jón Sigurðs- son byggði réttarkröfur þjóðarinn- ar á. Fyrir þessa arfleifð er oss skylt að gjalda forfeðrum vorum þakkir, þakka þeim tryggð þeirra við réttindi landsins og viðnám þeirra gegn ásælni hins erlenda valds, viðnám, sem var svo öflugt, að segja má að konungsvaldið næði aldrei föstum tökum á þjóðinni um hafa lotið því nauðugir alla tíð síðan. Segja má, að sjálfstæðisbar- átta þeirra hafi hafizt upp úr at- : burðunum 1262. Markið, sem I landsmenn settu sér i þeirri bar- i áttu, var jafnan háð því, hverju þeir á hverri stundu töldu sér fært að ná og fært að standa undir, ef það fengist, og það var að sjálf- sögðu mismunandi eftir öllum at- vikum. Stundum gat aðeins verið um vörn að ræða, stundum var hægt að hefja sókn. En livort sem um var að ræða vörn eða sókn, þá beindist baráttgn ávallt gegn hinu erlenda valdi. Erlenda valdið, sem drottnaði yfir oss, var tvíþætt. Þótt landsmenn í fyrstu aðeins ját- uðust undir Noregskonung per- sónulega, þá fór þó svo, að önnur uorsk stjórnarvöld, svo sem rík- isráðið, og séinna dönsk stjórnar- völd, ríkisráð, ráðherrar og ríkis- þing. tóku sér vald yfir málum vor- um, og meðan þau höfðu þau völd lutum vér erlendri þjóð. Þessi völd heimtum vér úr hiindum hinna er- lendu stjórnarvalda að mestu leyti á árunum 1874—1918, en þó ekki öll. Meðan sambandslögin voru í gildi voru utanrikismálin í hönd- um danskra stjórnarvalda, og í þeim málum lutum vér því stjórn- arvöldum dönsku þjóðarinnar. Afstaða konungsvaldsins var að lögum önnur en afstaða hinna norsku og dönsku stjórnarvalda. Að lögum fór konungurinn með vald sitt í islenzkum málum, sem handhafi íslenzks stjórnar^alds, ekki sem konungur Noregs eða Danmerkur. En þó mun aidrei neinn íslendingur hafa verið í vafa um, að í reyndinni væri kon- ungsvaldið erlent stjórnarvald, og sú skoðun hefur mótað afstöðu ís- lendinga til konungsvaldsins á öll- um öldum. Enginn konungur hef- ur nokkru sinni verið eða getað verið neitt sameiningarmerki þjóð- ar vorrár, eins og konungar hafa oft verið öðrum þjóðum og eru enn. Til þessa hafa þær eðlilegu orsakir legið, að allir konungarnir hafa verið erlendir menn. Þeir hafa ekki tilheyrt þjóð vorri heldur ann- arri þjóð. Þessvegna hafa þeir all- ir verið útlendingar í augum vor Islendinga og vald þeirra erlent vald. Nú er að því komið, að nema úr lögum síðustu leifarnar af valdi danskra stjórnarvalda í íslenzkum • málum, og nú er komið að því, að taka upp nýtt stjórnarform, lýð- veldi í stað konungsstjórnar. ís- land hefur liaft konungsstjórn í nærri sjö aldir, og það verður að segja hverja sögu eins og hún geng- ur, konungdóminum hefur aldrei á öllum þeim langa tíma tekizt að verða hjartfólginn þjóðinni. Er á- stæða til að ætla, að honum muni takast það í framtíðinni? Er reynslutíminn, 682 ár, ekki orðinn nógu langur? Er ástæða lil að halda þeirri árangurslausu tilraun lengur áfram? Þessar spurningar verða lagðar fyrir þjóðina um næstu helgi. og í tilefni af þeirri atkvæðagreiðslu hafa bændurnir, sem gerðu Áshild- armýrarsamþykktina orðsendingu að flytja yður, íslenzku kjósendur. Hún er þessi: Sýnið þér nú, íslend- ingar, sömu samheldni og vér gerð- um. Standið öll saman sem einn maður. Vér fylgdumst allir til að verja réttindi vor. Sækið þér öll jafn einhuga, yður sjálfum og niðj- um vðar til handa, þann rétt. sem guð hefur ætlað hverri frjálsbor- inni þjóð. Hdnnibal setur met Framh. af 1. síðu. Þessu næst verður leitað samþykk- is og viðurkenningar erlendra ríkja á lýðveldinu (til þessa hefur nefni- lega gleymzt að gera það). Hinar sameinuðu þjóðir hljóta vegna framkomunnar við konung Dana, sem eru í fylkingu og fóstbræðra- lagi sameinuðu þjóðanna, að svara þeirri beiðni með því afí kalla sendiherra sína heim. Rússar við- urkenna lýðveldið vegna framtíð- ardrauma sinna um Malta Atlanz- hafsins og verður því sendiherra Rússa kyrr í Reykjavík þótt hin- ir fari. Þannig verður Island við- skila við öll nágrannalönd sín í Evrópu. En hvað gera þá Banda- ríkin? Þau bregðast ekki samein- uðu þjóðunum. Þau viðurkenna ekki lýðveldið.en þau kallaþóekki sendiherra sinn heim. Bandaríkin hafa nefnilega tekið að sér her- vernd íslands. Hana verða þeir að framkvæma, ekki sízt vegna þess að ella væri eyvirkið mikilvæga í raun réttri afhent Rússum“.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.