Þjóðviljinn - 21.05.1944, Qupperneq 7
ÞiÖ®VILJINN
7
Sunnudagur 21. maí 1944.
Halvor Floden:
PMYLLIS BeNTLEY:
ARFUR
ÞEGAR ÉG VAR TÖFRAMAÐUR.
ekki fara með hana eins og gömlu hrífuna. Þá var mér
sama hvað aðrir sögðu.
Þegar ég var háttaður um kvöldið, kom mamma til
að bjóða mér góða nótt. Það var langt síðan ég hafði lagt
hendurnar um hálsinn á mömmu. Mér fannst ég eigin-
lega orðinn of stór til þess. En nú gerði ég það.
Mamma horfði á mig. „Ætlaðirðu að segja eitthvað“,
spurði hún.
„Nei, það var svo sem ekkert“.
„Segðu mér það, ef þig langar til“, sagði mamma.
„Eg var ekki að bera hrífuna á nefinu, þegar ég
braut hana“.
„Jæja. Hvernig brotnaði hún þá?“
„Eg — ég lamdi frosk með henni — og hún brotnaði“.
„Er þetta satt, Halli? Ertu ekki hættur að vera vond-
ur við froskana? Það er ljótt“.
Eg fór að gráta. „En — mamma, ég hef aldrei gerf
það.síðan. Er ég afskaplega vondur?“
„Nei, ég hugsa að þú sért ekki afskaplega vondur,
fyrst þú ert hættur því“, sagði mamma og breiddi ofan
á mig.
Það var dimmt inni, en mér fannst glaða sólskin í
kringum mig. Eg var svo glaður.
KARTAFLAN OG KRAKKARNIR HENNAR
(Lauslega þýtt)
Stór og ljót kartafla lá í kjallaranum innan um allar
hinar, sem voru fínar og fallegar.
Þegar einhver kom niður í kjallarann til að sækja kart-
öflur, fleygði hann ljótu kartöflunni til hliðar og þá hlógu
hinar kartöflurnar, sem voru vel vaxnar og þunnklædd-
ar.
Ritarinn tók enn til nuHs:
j „Jonatan Bamforth! Þér hafið
heyrt úrskurð réttarins. Getið þér
borið fram einhver fullgild mót-
mæli gegn því, að rétturinn hefur
dæmt yður til dauða?“
„Ekki sekur“, svaraði Joe ró-
j lega.
„Lygari!" hugsaði Will.
Dómarinn ávarpaði nú fangana
hátíðlega og Will hlýddi óþolin-
j móður á langa prédikun um hve
1 óguðlegt það væri. að drýgja morð |
og sverja óleyfilega eiða.
Loks hljómaði sá boðskapur, sem
Will beið eftir með óþreyju:
„Því dæmist rétt að vera, að
þið þrír fangar verðið liéðan flutþ-
ir til sarna staðar og þið komuð
frá, og þaðan færðir til aftökustað-
arins næstkomandi föstudag, þar
sem þér verðið hengdir. Lík yðar
skulu samkvæmt landslögum af-
hendast sáralæknum til rannsókn-
ar. Guð veri sál yðar náðugur“.
Snemma morguns í hörku frosti
voru fangarnir leiddir út úr klefa
sínum. Þeir gengu i röð út að fang-
elsisdyrunum og fóthlekkir þeirra
glömruðu við gólfið. Þeim var sagt
að nema staðar í dyrunum. Varð-
mennirnir biðu einhvers yfirmanns. !
Þeir viku frá um stund og létu
fangana afskiptalausa.
„Jæja, félagar“, sagði Thorpe
glaðlega. „Nú er þessu loksins lok-
ið“.
„Já, því er lokið", svaraði Joe
„Dramb er falli næst“, sagði ljóta kartaflan. „Það fer
illa fyrir ykkur, en ég gæti bezt trúað að eitthvað merki-
legt eigi eftir að koma fyrir mig“.
rólega.
Joe var þó engan veginn ótta-
laus. Hann var ekki hræddur við
dauðann, heldur hitt, að sig brysti
þrek. Iíann langaði til að sýna öll-
um, að óbreyttur verkamaður frá
A. : Hvað þýðir orðið eilífð?
B. : Það er eftir því, hver seg-
ir það. Á máli elskenda þýðir það
þrír mánuðir. Á máli móður-
sjúkrar konu þýðir það fimm
mínútur. Og í ræðu prestsins
hefur það enga þýðingu.
Einstöku menn hafa á síðari
tímum tekið sér fyrir hendur
að leita þeirra fjársjóða, sem
sögur fara af að sjóræningjar
fyrri alda hafi falið í Vestur-
Indíum og víðar þar um slóðir.
Amerískur ævintýramaður að
nafni Brown, leitaði með þraut
seigju og þolinmæði í fimmtán
ár að gulli og gersemum, sem
hann þóttist vita að væru fólgn
ar á strönd eyjarinnar Isle of
Pines. Á kvöldin var hann van-
ur að ganga niður að sjónum og
sitja á ryðgaðri fallbyssu, sem
komin var hálf í jörð. Seinast dó
hann úr malaríu, vonbrigðum og
ÞETEA
drykkjuskap. Nokkru eftir að
hann var dauður átti annar mað
ur ferð um ströndina. Hann sá
gömlu fallbyssuna og honum
þótti það undarlegt að kalki var
troðið í byssuhlaupið. Hann
braut byssuna og þar fann hann
fjársjóðinn, sem gamli maður-
inn hafði lifað og dáið fyrir, en
aldrei fundið.
Amerísk kona kom til málara
í París og bað hann að mála
mynd af sér. En hún sagði, að
myndin yrði að vera svo lík, að
hundurinn sinn þekkti hana,
annars neitaði hún að borga
hana. Listamaðurinn var ekki
ráðalaus. Hann málaði myndina
og bar á hana kjötflot. Þegar
konan kom, til að sækja hana,
hafði hún hundinn með sér og
henni til mikillar ánægju hljóp
hundurinn strax að myndinni og
sleikti hana.
Iredalnum gæti orðið vel og drengi-
lega við dauða sínum, eins og hetj-
ur sögunnar.
„Nú er úti um allt", stundi
Mellor í örvæntingu.
„Það tekur því ekki að setja það
fyrir sig. Við getum alveg eins dáið
hlæjandi, úr því ekki verður hjá
því komizt“, sagði Thorpe.
„Þú átt ekki konu og börn“.
„Blessaður farðu ekki að ræða
um það“, sagði Thorpe i aðvörun-
artón. „Þá verðurðu veikur eins
og í nótt — og nú duga engar
bænir'*.
Mellor sneri sér að Joe með tár-
in í augunm. „Það vár mér að
kenna, að þú lentir í þessu. Viltu
fyrirgefa mér?“
Joe féll illa að hlusta á þetta.
Ilann vildi heldur hafa það á til-
finningunniy að hann gengi út í
dauðann af frjálsum vilja. Að vísu
hafði hann ekki skotið á Oldroyd
og aldrei ætlað sér það. Hann
hafði líka reynt að fá hina til að
hætta við það. Frá lagalegu sjón-
armiði var hann saklaus. Hann
hefði getað varið sig og verið sýkn-
aður. En hann kaus heldur að
fylgja félögum sínum í dauðann.
Hann hafði gengið í hreyfingu
þeirra vegna málefnis, sem hann
taldi vera rétt, og fyrir þennan
málstað treysti hann sér til að
deyja.
„Vertu rólegur. Georg“, sagði
hann vingjarnlega. „Við höfum
verið nágrannar í mörg ár. Ég er
fús til að deyja með þér og Tom“.
„Það gleður mig, að Ben Walker
er ekki hér“, sagði Thorpe.
„Það segi ég með þér“, sögðu
báðir hinir.
Varðmennirnir voru á leiðinni
til þeirra.
„Þá er það búið". sagði Thorpe
blátt áfram.
„Við skulum takast í hendur,
áður en við skiljum“, sagði Mellor.
Þeir réttu hver öðrum hlekkjaðar
hendurnar.
Mellor hélt- áfram: „Það var
slæmt að við skyldum neyðast til
að myrða Oldroyd. Hann var í
rauninni bezti karl. En hann var
að berjast fyrir hagsmunum sínum
og við fyrir okkar".
1 sama bili komu hermennirnir,
opnuðu fangelsishliðið og gáfu
föngunum skipun um að halda á-
fram. Hermenn gengu í röðum til
beggja handa. Joe varð hressari.
þegar hann kom út og kalt loftið
lék um andlit hans og háls. Og
honum óx kjarkur, þegar hann sá
mannfjöldann. Þeir voru innan
skamms komnir á áfangastaðinn.
Joe hafði aldrei séð gálga fyrr, en
horfði rólega á hann. Hvað þetta
var undarlegt! Eftir tvær mínútur
yrði hann dáinn. í dag var föstu-
dagur, á morgun laugardagur. En
hann átti ekki eftir að sjá laugar-
dag framar.
Mellor var leiddur burt. Hann
leit á félaga sína í síðasta sinn.
Hermaður hvíslaði einhverju að
honum og Mellor hrópaði:
„Séu einhverjir fjandmenn mín-
ir staddir hér. fyrirgef ég þeim og
vona að þeir fyrirgefi mér“.
Joe leit i aðra átt til þess að sjá
ekki það sem fram fór. Hann sá
Ouscfljótið. Það var grátt og
kuldalegt. En vatn Irefljótsins
rann í því og meir að segja vatnið
úi' læknum frá Scape Scare — það
var eins og kveðja að heiman.
Röðin var koniin að Thorpe.
I Hann kallaði hárri, glaðlegri röddu:
! „Félagar. Ég vona, að þið lend-
ið aldrei í mínum sporum".
Joe Ieit vfir mannfjöldann. Hann
var að reyna að koma auga á ljóst
hár Wille og ávalan vanga Maríu.
Hermaður lagði hendina á öxl hans
og sagði vingjarnlega: „Þú mátt
segja eitthvað, ef þú vilt“.
Hvað átti hann að segja? Hann
hefði viljað óska vinum sínum ein-
hvers góðs, en gat ekki hugsað og
vissi ekki hvernig hann átti að orða
það.
„Lifið heilir. félagar", hrópaði
hann.
íi
/ '
Will sneri sér við og ruddi sér
braut gegnum mannfjöldann.
„Hvað er að manninum? Líttu
i kringum þig. Þú ruddir konunni
um koll“, sagði einhver maður og
gáf honum olbogaskot.
„Hvað kemur mér það við? Get-
ið þið ekki vikið úr vegi?“ hróp-
aði Will. Hann ruddi sér braut
með valdi gegnum manngrúann og
komst að kastalaveggnum. Hann
hallaði sér upp að veggnum og
honum lá við yfirliði.
Ilann engdist af áköfum upp-
sölum, og tilfinningin. sem greip
hann, var líkust því, að hann væri
að spúa allri ævi sinni. Tuttugu
og- þriggja ára ævi hans var að
engu orðin. Ekkert var eftir-------
Joe, Joe, hvernig gaztu--------
Mannfjöldinn dreifðist og Will
heyrði háðsglósur þeirra, sem
gengu framhjá honum.
„Þetta var ekki fyrir börn að
horfa á“, sagði einn.
„Hann hefur verið magaveikur,
síðan hann var krakki", sagði ann-
ar.
Will sárnaði þessi lítilsvirðing.
Hann drógst af stað, strauk svit-
ann at' enninu og reikaði heim að
gistihúsinu, þar sem hann hafði
verið. Hann greiddi gestgjafanum
reikninginn og sagði honum að
senda flutning sinn með vagiiin-
tim. „Ég ætla að ganga dálítinn
kfók. Segið þér ökumanninum að
ég verði í vegi fvrir vagninum ein-
hversstaðar á þjóðveginum og
hann geti tekið mig þar".
Það var hörku frost. Tennurnar
glömruðu í munni hans, þegar
hann ráfaði af stað. Loftið vár ís-
grátt og hrannað. vegurinn var
stálfrosinn, grasið hrímað.
Allt var horfið — horfið — horf-
ið! Faðir hans, María, Joe-------
Hann hafði séð Joe liðið lík. Gat
það verið. að það hefði verið Joe?
Joe, sem honum þótti svo vænt
um. Joc, sem hafði kennt honum
að blístra og líkja eftir kvaki fugl-
anna á heiðinni. þegar þeir voru
drengir. — Já, Joe hafði blístrað
í Emsley — kránni. kvöldið sem
faðir hans var að berjast við dauð-
ann. Faðir hans---------
Allt var liðið. Ekkert kom aftur.
Aldrei.
Hann leit upp í loftið. „Nú fer
að snjóa", sagði hann ósjálfrátt.
Will hafði varla sleppt orðinu,
fyrr en snjókorn féllu til jarðar,
fyrst eitt og eitt, en urðu brátt
að þéttri logndrífu, sem byrgði
alla útsýn.
Einstæðingstilfinningin gróf
dýpra um sig í hjarta hans. Hann
heyrði ekki einu sinni fótatak sitt
í mjúkri mjöllinni. Hún féll hljóð-
laust til jarðar, eins og hún vildi
ekkert af honum vita. Snjór hlóðst
í föt hans og hann varð að þurrka
frá augunum öðru hvoru. Hvert
var hann annars að fara? Hvar
var vegurinn? Hann nam staðar.
Lögnin var djúp og óviðfelldin.
Hann gat næstum því þreifað á
henni, heyrt hana og séð.