Þjóðviljinn - 23.05.1944, Qupperneq 5
ÞTOl'VILJINN — Þriðjuclagur 23. maí 1914
Þriðjuáagur 23. maí Íö44 — IÓÐ'.UI 'tiNN
(IIÓÐVILIIHN
Ctgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistajlokkurinn.
Ritstjóri: Sigurður Ouðmundsson.
Stjórnmálaritsi.jórai’: Einar Olgdrsson, Sigfús Sigurhjartarson.
Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270.
Afgreiðsla og augiýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 218ý.
Askriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði.
Uti á landi: Kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœtí 17.
Þjóðin svarar öll
Þjóðaratkvæðagreiðslan fer langt fram úr öllu því, sem hinir bjart-
sýnustu bjnggust við. 1 mörgum tugum hreppa út um sveitir og í mörg-
um götum kaupstaðanna hefur þegar hver einasti kjósandi greitt at-
kvæði, Sumar sýslur eru nú eins nærri 100% og hægt er að búast við
að komist sé. Og augljóst er að þátttakan verður yfir 90%.
Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla er íslenzku þjóðinni til sóma! Hún
sýnir að þjóðin hefur öll áhuga á því stórmáli, sem hér er verið að út-
kljá. Hún sýnir að meðvitundin um hvað er að gerast er ríkari en nokk-
ur hafði þorað að vona. Gagnvart öðrum þjóðum, — þeim þjóðum, sem
sjálfar standa í fórnfreku stríði fyrir sínu þjóðfrelsi, er það ómetanlegt
að íslendingar sýna allir vilja sinn til að ákvarða stjórnarfar sitt. Ein-
mitt svona almenna tjáningu viljans þurfti til að aðrar þjóðir skildu
til fulls, hver hugur fylgir máli hjá þjóð, sem kúguð hefur verið í 7 aldir.
Þátttakan í þjóðaratkvæðagreiðslunni sannar líká annað. Ilún
sannar, að einmitt þessi aðferð, sem þingflokkarnir ákváðu 1942, var
rétt. Nú lætur svo að segja hver einasti maður á landinu uppi skoðun
sína urn hvort hann vill lýðveldi á Islandi. Ef kosnir hefðu verið full-
trúar á þjóðfund, hefði þátttakan ekki orðið líkt því eins mikil og kjós-
endurnir verið sviptir möguleikanum til þess að láta upp persónulega
skoðun sína beinlínis, og orðið að fá öðrum mönnum umboð til að
tjá vilja sjnn. En nú velur hver kjósartdi eða hafnar sjálfur.
Það hefur skapazt heilbrigð keppni milli hinna einstöku hreppa,
sýslna og bæja um að komast sem fyrst upp í 100% eða m. a. að komast
sem lengst. — Það er langt síðan svo ánægjtdeg samkeppni hefur farið
fram á Islandi.
Hve stoltir og glaðir myndu ekki hundruð og aftur hundruð af
gömlum brautryðjendum íslenzks frelsis vera, ef þeir mættu nú líta
upp úr gröf sinni og sjá niðja sína rækja skylduna við þá, skylduna
við sjálfa sig, — skylduna við fortíðina og framtíðina í senn?
Hve stoltir og klökkir munu þeir ekki hafa verið margir íslending-
arnir undanfarna daga, er þeir fengu tækifæri. til þess að vinna það
verk með atkvæðagreiðslunni einni saman, sem þúsundir af undan-
gengnum áum vorum hefðu viljað fórna lífi sínu til að vinna: skapa
sjálfstætt lýðveldi á íslandi?
Og þér, sem enn eigið eftir að greiða atkvæði, gerið það í
dag.
Rækið skyldur yðar við þjóðina! Krossið við bæði já-in á
kjörseðlinum.
Þér Reykvíkingar, sem enn eruð eftir!
Munið að ekki má höfuðborgin láta sitt eftir liggja. Ekki má
hún standa hreppum eða smábæjum að baki.
Fyrir hundrað árum var þessi bær danskur smábær. — Fyrir
baráttu og starf íslendinga heila öld er hann orðinn íslenzk höf-
uðborg.
Haldið uppi heiðri hinnar komandi höfuðborgar íslenzka
lýðveldisins!
Sækið þjóðaratkvæðagreiðsluna í dag, hver einasti einn!
í dag eru síðustu forvöð!
m
íslendingar, karlar og konur!
Dansk-norski rithöfundurinn
Aksel Sandemose gerði nýlega grein
fyrir því í sænsku blaði, hvernig
það væri að flytjast úr hinum strið-
andi, blæðandi veruleika Noregs,
og í hinn friðsæla hversdagsleika
Svíaveldis.
„Við bjuggumst við að koma
heim, en gerðum það ekki. Við
ásökum. engan fyrir það. En ég fór
að hugsa um“, segir hann, „að
skilyrði þess að einn aðili geti skil-
ið annan, er að annaðhvort hafi
hann lifað samskonar atburði sjálf-
ur, eða þá að hann hafi mikið
hugmyndaflug, því að hugmyndá-
flugið er einmitt hæfileikinn til
þess að setja sig inn í tilfinningar
og hugsanir annarra, eða skilja
eigin aðstöðu í stærra samhengi“.
Marga skortir þennan liæfileika,
og sá skortur er alveg jafnalgeng-
ur meðg.1 einstaklinga hjá hvaða
þjóð sem er.
Mér virðist oft sami skortur á
skilningi koma fram í afstöðu
kynjanna, hvors til annars, og þar
sem mér sem íslenzkri konu oft
hefur fundizt liinar norrænu skála-
ræður ofurlítið minna á kvenna-
minni þau, sem haldin eru hér á
héraðsmótum, get ég ekki látið hjá
líða að draga fram skyldleikann.
Karlmaðurinn hyllir konuna sem
hina rómantízku mynd yndisleik-
ans, jafna sér og sjálfstæða á allan
hátt. En um leið og hún sýnir citt-
hvert ytra tákn því til sönnunar,
segir hann oftast: Uss, þetta er
svo ókvenlegt, góða mín.
Norrænu frændþjóðirnar hylla
ísland sem Sögueyjuna, þar sem
býr frelsiselskandi þjóð eins og
þær sjálfar. En um leið og íslend-
ingar hyggjast að lögfesta sjálf-
stæði sitt og stofna liér fullvalda
lýðveldi — berst okkur svipað
svar frá sumum frændum vorum:
Dæmalaust er þetta ónorrænt,
elskurnar mínar.
Eitt af sænsku blöðunum sagði,
að það væri sýnilegt að ísland
hyggðist halda fast við ákvörðun
sína um að skilja við gamla „móð-
urlandið“.
Mér clatt í hug sagan um Adam
og rifið. Það er alveg sami skortur
á landfræðilegri og sögulegri þekk-
ingu að kalla Danmörku móður-
land íslands — eins og það er ó-
fyrirgefanleg fáfræði í lífeðlisfræði
að telja karlmenn fæða af sér kon-
ur.
Og andsvör hinna misskildu að-
ila eru ákaflcga áþekk. ísland ætl-
ar sér að afneita íhlutunarvaldi
danskra stjórnarvalda um utanrík-
ismál sín, og Kristjáni konungi,
sem höfði þjóðarinnar af guðs náð.
A nákvæmlega sama hátt og hin
nýja kona vill hafa fullkomið lög-
legt og athafnalegt frelsi, geta val-
ið sér starf og rekið þannig eigin ut-
anríkispólitík. Ilún afneitar einnig
hinni guðfræðilegu arfsögn um að
maðurinn sé höfuð konunnar, án
þess þó að henni nokkurntíma
detti í hug að hætta að vera kona
eða umgangast karlmenn.
Island ætlar sér ekki heldur að
hætta að vera norrænt ríki þó það
Rannveig Kristjánsdóttir.
(Myndin tekin í ræðustólnum).
verði frjálst lýðveldi, og íslending-
ar munu ekki heldur hætta að um-
gangast liinar Norðurlandaþjóð-
irnar.
Við íslendingar eigum nú innan
fárra daga að sýna heiminum hinn
ódrepandi vilja smáþjóðarinnar til
þess að vera sjálfstæð þjóð. Við
þurfum aðeins að ganga til at-
'kvæða og vera sammála.
Slík atkvæðagreiðsla kann að
virðast Iítilfjörleg í samanburði við
allar þær blóðfórnir, sem smáríki
Evrópu nú færa á altari þjóðfrels-
isins. En þeir sem líða og liðið hafa
undir oki erlendrar þjóðar munu
skilja afstöðu íslands í þessu máli,
og svo þeir, sem ekki hafa gert
það, en hafa hugmyndaflug, eins
og Sandemose segir.
★
íslendingar góðir! Látum ekkur
ekki skorta hugmyndaflug til þess
að skilja okkar eigin sögu og mæta
á kjörstað við lýðveldiskosningarn-
ar 20.—23. maí.
Eldri kynslóðin þarf ef til vill
ekki á því að halda, því að hún
man svo vel sjálfstæðisbaráttuna
og veit svo vel, hve mikla þýðingu
það hafði, að stjórn allra innan-
landsmála fluttist inn í landið —
og hlýtur því einnig að skilja að
síðasta sporið verður að stíga ó-
hikað áfram.
En við, sem alin erum upp eftir
1918, höfum ekki lifað hina raun-
verulegu erlendu kúgun. Við höf-
um oft á tíðum ekki gert okkur
grein fyrir, hvílík stakkaskipti hafa
orðið á högum þjóðarinnar síðan
allt vald í innanlandsmálum flutt-
ist inn í landið sjálft. Við höfum
oft varla gert okkur grein fyrir, að
enn var ekki allt fengið.
Persónulega varð mér þetta t. d.
ekki ljóst fyrr en ég dvaldist með
erlendri þjóð, og reyndi að sann-
færa kunningjana um að ísland
væri sjálfstætt ríki. Það tókst
sjaldan. Þá fórnmér sem mörgum
landa, og Sigurður Nordal hefur
lýst svo vel í innganginum að arfi
íslendinga. — Ég byrjaði að meta
afstöðu mína sem íslendings gagn-
vart öðrum þjóðum, og komst að
þeirri niðurstöðu m. a., að fyrr en
sjálfstæði íslands — innlend stjórn
þess og lýðveldi á íslandi væri
fullkomlega viðurkennt í orði og
verki , gætum við ekki án stöðugr-
ar viðkvæmni og vanmetakenridar
tekið þátt í samvinnu við aðrar
þjóðir, allra sízt hinar norrænu
þjóðir sem næst okkur stóðu.
Þetta má kalla hinn mannlega
skilning málsins og hann er cngan-
veginn auvirðilegur. Það er hin
óstöðvandi sefga, sigrancli barátta
undirokuðu smáþjóðanna stöðugt
að sýna okkur.
Þegar svo öll aðstaða út á við
hin síðustu ár hefur lagt allt það
vald, sem íslendingar ennþá áttu
óheimt, í hendur þeirra sjálfra,
getum við ekki lengur efazt um
hvað gjöra skuli.
★
Og nú beini ég máli mínu sér-
staklega til kvennanna.
íslenzku konunum ber, ef mögu-
legt væri, að vera ennþá ákveðn-
ari en karlmönnunum, af því að
konan ætti að hafa ennþá skarpari
skilning á því hvað skerðing frelsis
er, en nokkurntíma karlmaðurinn.
Islenzku konurnar hafa heldur
ekki verið afskiptalausar í sjálf-
stæðisbaráttu þjóðarinnar.
Okkur eru minnistæð dæmi eins
og Grundar-Helga, sem lét safna
liði og drepa Smið hirðstjóra, í-
mynd hinnar erlendu kúgunar.
— Við vitum, að þær frænkur
Þorbjörg Sveinsdóttir og Ólafía
Jóhannsdóttir börðust af eldmóði
miklum bæði í ræðu og riti fyrir
endurheimtu sjálfstæði íslendinga.
Af núlifandi konum má t. d. nefna
Theodóru Thoroddsen og Guðrúnu
Pétursdóttur, sem báðar hafa lifað
sjálfstæðisbaráttuna fyrir 1918, og
sem ennþá eiga hugmyndaflug til
þess að vera eldheitar í málinu.
Ungu íslenzku konur!
Látið ykkar ekki eftir liggja.
Bregðizt ekki landi ykkar og þjóð
og sjálfum ykkur.
Látið sjá að þið hafið öðlazt
hinn tvöfalda skilning sem aðstaða
konunnar og hugmyndaflug æsku
ykkar á að veita ykkur.
Fylkið ykkur á kjörstað.
Takmark okkar er, allir á kjör-
stað og ísland lýðveldi 17. júní.
Gjafir til vinnuheimilissjóðs S.Í.B.S.
Hallgrímur Benediktsson og Co.
hefur gefil Vinnuheimili S. í. B. S.
10 þús. kr. Einnig hefur KEA gefið
10 þús. kr. Auk þess hafa eftirtald-
ar gjafir borizt nýlega í vinnuheim-
ilissjóðinn: Frá Jón Helgasyni, frú
og tengdasyni, Hafnarfirði kr.
400.00, Til minningar um Valgerði
Kapraksíusdóttur kr. 300.00, Frá
Einari Eyjólfssyni Sigluf. til minn-
ingar um veru hans á Vífilsstöðum
kr. 1000, H. J. kr. 1500, Frá starfs-
fólki í Ingólfsapóteki kr. 360.
Ræða
Rannveigar Kristjánsdóttur á æskulýðsfund-
inum við Austurvöll
vvwvwvuwwwwvwwvwwwuw
Fyrsti sigur minn
Niðurlag greinar eftir TERJE WOLD, dómsmálaráðherra
norsku stjómarinnar, er birtist hér í blaðinu 18. maí s. 1. undir
sömu fyrirsögn.
IIVERJIR ERU
STRÍÐSGLÆPAMENN ?
En þetta er ekki einu erfiðleik-
arnir í sambandi við stríðsglæpa-
mannamálið. Það, sem að mínu
áliti verður erfiðast að ráða fram
úr, er, hvort draga eigi fyrir dóm-
ara alla þá, sem hafa verið við-
riðnir glæpina, eða hvort þörf sé
fyrir takmörkun. Ég nefni sem
dæmi líflát gisla. Sá glæpur er
drýgður í öllum hernumdu löndun-
um. Eiga Bandamenn að refsa öll-
um þeim, sem átt liafa þátt í líí-
látinu, frá þeim, sem ber ábyrgð
á fyrirskipuninni til hermannanna
í aftökusveitinni?
Ennfremur eru það fjöldabrott-
flutningar Gyðinga frá hernumdu
lÖndunum með eftirfylgjandi ger-
eyðingu þeirra í fangabúðum og
Gyðingahverfum í Póllandi og
annars staðar.
Það er augljóst, að þetta er ekki
gert án þess að meiri hluti opin-
berra embættismanna og starfs-'
manna þýzka ríkisins hafi verið
við þetta riðinn. Þeir hafa af fús-
um vilja látið nota sig sem verk-
færi til að vinna þessa svívirðilegu
glæpi. Þeir eru allir glæpamenn og
eiga hegningu skilið.
Svo er það Gestapo. Við þekkj-
um aðfarir hennar }>ví miður of
vel. Ilún er heill her, sem í mörg
ár hefur myrt og kvalið saklaust
fólk í öllum hernumdu löndunum
í Evrópu. Allir meðlimiruir eru
glæpamenn. Heilir bæir og þorp
hafa verið lögð í auðn og íbúarnir,
—■ karlar, lconur og börn, myrtir.
Allir, háir sem lágir, er hafa tekið
þátt í þessum grimmdarverkum,
eru stríðsglæpamenn. En er mögu-
legt að draga þá fyrir dómara?
Ekki má gleyma loftárásunum á
borgir eins og Varsjá og Rotter-
dam, sem eingöngu voru fram-
kvæmdar í því skyni að drepa íbú-
ana og valda skelfingu og eyði-
leggingu.
Öll þessi dæmi munu sýna greini-
lega, hvaða erfiðleikar bíða Banda-
manna. Það er auðséð, að ekki er
hægt að sigrast á þessum erfið-
leikum með því að hvert einstakt
land glími við þá út af fyrir sig án
samvinnu við hin Iöndin.
Þegar rætt hefur verið um strjðs-
glæpi á seinni árum, hefur laga-
lega hliðin verið lögð til gruncl-
vallar. Þessar umræður hafa verið
mjög gagnlegar, en allir þeir örð-
ugleikar, sem fram koma viðvíkj-
andi framkvæmdaratriðum, stefnu
og lögum, verða ekki leystir ein-
göngu á stjórnmálalegum grund-
velli.
Losar t. d. fyrirskipun yfirmanns
undirmanninn við alla ábyrgð á
glæp sínum? 1 einræðisríki gæti
hver maður sagt, að hann hefði
ekki drýgt glæp, heldur aðeins
framkvæmt fyrirskipun. Ef það
ætti að fara eftir þessari reglu, yrði
Hitler sjálfur einasta ábyrga per-
sónan, og jafnvel hann gæti kraf-
izt ábyrgðarleysis sér til handa
með þeim rökum, að hann sé þjóð-
höfðingi og sé því ekki ábyrgur
samkvæmt alþjóðalögum. Allir
munu vera sammála um, að svona
rökfærsla sé vitlaus. Það er til-
tölulega auðvelt að ákveða, hvaða
þýðingu fyrirskipanir yfirmanna
eiga að hafa, þegar um er að ræða
héraðsstjóra, lögreglustjóra, hátt-
setta herforingja o. s. frv., en hvað
skal segja, þegar í hlut eiga ó-
breyttir hermenn i aftökusveitun-
um?
ERAMKVÆMDAR-
ÖRÐUGLEIKAR.
Við þetta bætast allir þeir örð-
ugleikar, sem sjálf réttarhöldin yf-
ir stríðsglæpamönnunum munu
hafa í för með sér. Hugsið ykkur
hvað það þýðir í rauninni að draga
hundruð þúsunda ákærðra fyrir
dómstóla. Taka verður hvert mál
fyrir út af fyrir sig, kalla menn
til að bera vitni, yfirheyra o. s.
frv. Það er auðskilið mál, að þetta
er næstum óframkvæmanlegt, jafn-
vel þótt við notum bæði innlenda
og alþjóðlega dómstóla. Það hlýt-
ur að taka tíma, og eins og 1918
er hætta á að málin dragist á lang-
inn. En ég er sannfærður um, að
hinar sameinuðu þjóðir munu ekki
sætta sig við, að málin dragist á
langinn í þetta skipti.
En jafnvel þótt fjöldi stríðs-
glæpamanria valdi því, að ekki sé
hægt að draga þá alla fyrir dóm-
ara, er á hinn bóginn ekki nóg að
refsa aðeins foringjunum og þeim
sem bera aðalábyrgðina. Við verð-
um að framkvæma þetta sam-
kvæmt einhverjum meginreglum,
sem gera sameinuðu þjóðirnar á-
nægðar og sannfæra þær alveg um
það, að réttlætinu sé fullnægt að
svo miklu leyti sem í mannlegu
valdi stendur, og að það gerist
fljótt og með góðum árangri.
Ef þetta verður ekki gert, er
áreiðanlegt, að fólkið tekur hefnd-
ina í sínar hendur og afleiðingin
verður óeirðir og aftökur án dóms
og laga. Muncli það vera í and-
stöðu við þann grundvöll, sem sið-
uð þjóðfélög verða að byggja á.
Og verstu glæpamennirnir mundu
bara fá tækifæri til að forða sér.
ÞÖRF FYRIR SAM-
EIGINLEGAR GRUND-
VALLARREGLUR.
Hin rétta lausn hinna mörgu
vandamála í sambandi við stríðs-
glæpina þarfnast fremur stjórn-
málalegs mats en lögfræðilegs, og
verða hinar sameinuðu þjóðir að
framkvæma það í sameiningu.
Auðvitað dettur engum í hug
að skipta sér af réttarfari hinna
frjálsu, sjálfstæðu ríkja, en á hinn
bóginn cr bráðnauðsynlégt, að við
komum okkur saman um vissar,
sameiginlegar grundvallarreglur
um meðferð stríðsglæpamannanna.
Við höfum háð þetta stríð saman
fyrir frið, frelsi og réttlæti. Eftir
stríðið verður friður og frelsi að
vera mál, sem kemur öllum sam-
Framh.af 3. síðu
sagði hæðnislega: „Jæja, drengur-
inn er hneigður fyrir tónlist, —
drengurinn semur lög. Stórmerki-
legt!“ Svo opnaði hann hurðina
inn í riæstu kennslustofu, kallaði
á kennarann þar og sagði við hann:
„Hér er dálítið að skoða. Þessi
litli snáði er tónskáld“. Báðir
kennararnir flettu blöðunum i
nótnabókinni minni með áhuga.
Allir stóðu í báðum bckkjum. Ég
var viss um stórsigur, en það ætti
maður aldrei að vera of fljótt. Því
að hinn kennarinn var ekki fyrr
farinn, en kennarinn minn breytti
skyndiíéga um aðfcrð, greip svo
fast í hárið á mér, að mér sortn-
aði fyrir augum og sagði með
ruddalegum málróm: „Næst kem-
urðu með þýzku orðabókina eins
og vera ber, en skilur þessa vit-
leysu eftir heima“. — Vei! að vera
svona nærri tindi gæfunnar og
steypast svo allt í einu niður í
hyldýpið! Hversu oft hef ég ckki
orðið fyrir því seinna á ævinni!
Og alltáf hefur mér dottið fyrsta
skiptið í hug.
Andspænis skólanum bjó ungur
liðsforingi, sem var ástríðufullur
tónlistarunnandi og góður píanó-
leikari. Iljá honum leitaði ég hælis
og færði honum tónsmíðatilraunir
mínar, en hann varð svo hrifinn
af þeim, að ég varð alltaf .að gefa
honum afrit af þeim. — Það var
sigur, sem ég var ekki lítið lirif-
inn af. Sem betur fór tókst mér
seinna a& fá afritin aftur hjá hon-
um til að fleygja þeim í bréfa-
körfuua, þar sem þau áttu heima.
Ég hef oft hugsað með þakklæti
til vinar niíns, liðsforingjans, sem
seinna varð hershöfðingi, fyrir þá
uppörfandi viðurkenningu, sem
hann veitti fyrstu tilraunum mín-
um á listabrautinni. Tilfinningum
unglingsins var hún hugljúf mót-
setning við allt það andstreymi,
sem mætti mér í skólanum.
O
Um þetta leyti datt mér aldrei
í hug, að ég kynni að verða lista-
maður. Ég hugsaði ckki svo hátt.
Ef einhver spurði mig, hvað ég
ætlaði að vera, svaraði ég Kik-
laust: „Prestur“. Ég ímyndaði
mér, að svartklæddi sálnahirðir-
inn væri dýrlegasti maðurinn. Mér
einuðu þjó'ðunum við, og sama
verður að gilda um réttinn. — Við
höfum ekki barizt fyrir norskum,
pólskum, júgoslavncskum cða
brezkum rétti. Við höfuin barizt
fyrir réttarfari hinna sameinuðu
þjóða, og þær reglur, sem við fylgj-
um um meðferð stríðsglæpamann-
anna í þessu stríði, er því mál,
sem kemur okkur öllum við. Við
verðum að móta sameiginlega
stefnu, sem ákveður meginreglurn-
ar, er fylgja verður í réttarhöld-
unum gegn glæpamönnunum.
Að mínu áliti er áríðandi, að
fulltrúar hinna sameinuðu þjóða,
með nauðsynlegt umboðsvald,
komi saman til að útkljá öll þessi
víðtæku, pólitísku vandamál. Hér
er um mál að ræða, sem hinar
hátíðlegu yfirlýsingar sameinuðu
þjóðánna eru samhljóða um.
Þar sem okkur cr ljóst, hvað
það ,er mikilsvert fyrir framtíð
menningar okkar, að þetta mál
verði leyst, er ástæða til að halda,
að hægt sé að ákveða sameiginlega
stefnu núna og framkvæma hana.
fannst það vera mjög háleitt að
geta prédikað eða talað frammi
fyrir hlustandi mannfjölda. Að
vera spámaður, boðberi. það lang-
aði mig til að vera. Og hvernig
ég þuldi yfir aumingja foreldrum
mínum og systrum! — Ég kunni
öll kvæðin í lestrarbókinni utan
að. Og þegar faðir minn ætlaði að
fá sér dálítinn blund í hæginda-
stólnum eftir miðdegisverð lét ég
hann ekki í friði, heldur fór á bak
við stólinn, sem var prédikunar-
stóll minn og þulcli kvæðin mis-
kunnarlaust. Allan tímann hafði
ég gát á honum, sem virtist blunda,
en hló stundum dálítið, og þá var
ég ánægður, — það var viðurkenn-
ing! —: Og hvernig ég gat kvalið
hann endalaust. — „Ó, aðeins eitt
stutt kvæði enn“. „Nei, þetta er
nóg“. „Aðeins eitt!“
Lok skólaáranna og um leið
brottför min að heiman kom fyrr
en ég bjóst við.
Ég var næstum 15 ára, en hafði
ekki verið lengi í efsta bekk. En
svo vildi til, að einn sumardag
þeysti reiðmaður á stökki upp veg-
inn til Landaas. Hann kom í hlað,
tók taumana á gæðing sínum og
stökk af baki. — Það var hann, —
álfakóngurinn, sem mig hafði
dreymt um, en aldrei séð. Það var
Ole BuII.
Mér líkaði það ekki vel, að þessi
guðdómlega vera fór blátt áfram
af baki og kom fram eins og vana-
legt fólk, kom inn í stofuna og
heilsaði brosandi okkur öllum. Ég
man vel, að um mig fór eitthvað,
sem líktist rafstraumi, þegar hann
tók í hönd mína. En þegar þessi
guð gat lagt sig niður við að segja
skrýtlur, varð mér Ijóst, mér til
hryggðar, að hann var bara mað-
ur, þegar allt kom til alls. — Því
miður hafði hann ekki fiðluna sína
með sér, en hann gat talað, og það
gerði hann ósvikið.
Við hlustuðum öll orðlaus á hin-
ar furðulegu sögur af Ameríkuför
hans. Það var sannarlega nokkuð
fyrir hið barnslega ímyndunarafl
mitt. — En þegar hann heyrði, að
ég hefði fengizt við tónsmíðar,
varð ég að setjast við píanóið, —
öll undanbrögð mín voru árang-
urslaus.
Nú get ég ckki skilið, hvað Ole
Bull gat þá séð við æskuverk mín.
En hánn var mjög alvarlegur og
talaði lágt við foreldra mína. —
Umræðuefnið var alls ekki óþægi-
legt fyrir mig, því að allt í einu
kom Ole Bull til mín, hristi mig
til á sinn hátt og sagði: „Þú átt
að fara til Leipzig og verða tón-
Iistarmaður“. — Allir horfðu ást-
úðlega á mig, og ég skildi, að heilla-
dís hafði snortið mig, og ég var
sæll.
Og blessaðir foreldrar mínir!
ekki augnabliks mótspyrna eða
hik. — Öllu var komið í kring, og
mér virtist þetta vera sjálfsagður
hlutur. ;— Ég sá ekki skýrt fyrr
en seinna, hvað ég stend í mikilli
þakklætisskuld við þau — og Ole
Bull.
Ég var sem heillaður, og ekkert
annað komst að. — Og þá, —
metnaður var líka til, — því get
ég varla neitað. Og metnaðurinn
virðist vera eitt af aðalefnunum,
sem mynda málmblendu þá, sem
kallast „listamaður", því að ósjálf-
10
Framh. af 1. síðu.
Úr Vestur-Húnavatnssýslu:
Torí'astaðahreppur fremri
Torfastaðahreppur ytri
Úr Austur-Húnavatnssýslu:
Áshreppur
Sveinsstaðahreppur
Svínavatnshreppur
Úr Skagaf jarðarsýslu:
Fellshreppur
Rípurhreppur
Staðahreppur
Úr Eyjafjarðarsýslu:
Árskógsstrandarhreppur
Grímsey
Hrafnagilshreppur
Öngulsstaðahreppur
Öxnadalshreppur
Úr Suður-Þingeyjarsýslu:
Aðaldalshreppur
Bárðdælahreppur
Ljósavatnshreppur
Reykdælahreppur
Svalbarðsstrandarhreppur
Tjörneshreppur
Úr Norður-Þingeyjarsýslu:
Axarfjarðarhreppur
Fjallahreppur
Kelduneshreppur
Úr Norður-Múlasýslu:
Loðmundarfjarðarhreppur
Úr Suður-Múlasýslu:
Breiðdalshreppur
Norðfjarðarhreppur
Helgustaðahreppur
Mjóafjarðarhreppur
Geithellnahreppur
Úr Austur-Skaftafellssýslu:
Bæjahreppur
Nesjahreppur
Úr Vestur-Skaftafellssýslu:
Dyrhólahreppur
Hvammshreppur
Hörglandshreppur
Leiðvallahreppur
Skaftártunguhreppur
Kirkjubæjarhreppur
Álftavershreppur
Úr Rangárvallasýslu:
Djúpárhreppur
Austur-Eyjafjallahreppur
Austur-Landeyjahreppur
Hvolshreppur
V estur-Landey jahreppur
Landmannahreppur
Rangárvallahreppur
Úr Ámessýslu:
Gaulverjahreppur
Sandvíkurhreppur
Grafningur
Skeiðahreppur
V illingaholtshreppur
Þingvallahreppur
Hraungerðishreppur
Eyrarbakkahreppur
rátt hvíslaði eitthvað inni í mér:
„Sigur“. — En hvað segir lesari
minn um það? Hef ég unnið sigur?
— Mér finnst það a. m. k. sjálfum,
með réttu eða röngu.
Og hér lýk ég skrá minni yfir
hina virðulegu og síður virðulegu
sigra bernsku minnar.
í söfnun handa hjónum í Mos-
fellssveit er misstu eigur sínar við
húsbruna, hefur Þjóðviljanum bor-
izt 50 kr. frá Guðmundi frá Mið-
dal, áður höfðu borizt 100 kr.
Gjafir í barnaspítalasjóð Hringsins:
Frá A. f. L. kr. 1000.00, frá G. R.
(afh. Vísi) kr. 100.00, frá Guggu
Káradóttur (10 mán.) Mánagötu 4,
kr. 500.00. Áheit: Frá Stjána Bláa
kr. 20.00.