Þjóðviljinn - 20.06.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 20.06.1944, Blaðsíða 8
Lýð veldí sháf í dí n: Flntning|ar Tjaldborgin Hjálparstarf TJALDBORGIN. Áætlað er að a. m. k. 12 þús. manns hafi búið í tjöldum á Þing- völlum á lýðveldishátíðinni og þakti tjaldborgin svo að segfa alla vellina. Haraldur Norðdahl var „borg- arstjóri“ tjaldborgarinnar og skýrði hann Þjóðviljanum frá á þessa leið. Við fóruni austur eftir hádegi á miðvikudag til þess að skipuleggja tjaldborgarsvæðið. Tókum upp girðingar og mældum svæðið í göt- ur. Þjóðhátíðarnefndinni bárust um 2000 beiðnir um tjaldstæði, og meðan fólksstraumurinn var ekki allt of ör var tjaldað mjög skipu- lega og númeruðum við fyrstu þúsund tjöldin við göturnar, en að- faranótt laugardagsins urðum við að láta hvern tjalda eins og hann vildi, því þá var komin rigning og menn urðu því að tjalda strax, en tjaldborgarskipulaginu var haldið ,þótt nokkrir tjölduðu þó utan vallanna. Alls munu um 3000 tjöld hafa verið reist á Þingvöllum, og sé reiknað með 4 mönnum í tjaldi að meðaltali hafa 12 þúsund manns búið í tjöldum. Nokkur byggðarlög höfðu sín sérstöku hverfi í tjaldborginni, t. d. Borgfirðingar, Skagfirðingar og Eyfirðingar og skildu yfirleitt all- ir mjög vel við tjaldstæði sín. Neðan vegarins ofan úr Al- mannagjá voru veitingatjöld, póst- ur og sími og lögreglustöð. Neðst í tjaldborginni á Völlunum var tvöföld röð stórra tjalda fyrir starfsmenn og íþróttamenn, síðan hófst almenningstjaldborgin er þakti alla vellina, auk þess tjöld- uðu allmargir úti í hrauni. Við rigninguna á laugardags- nóttina tvöfaldaðist vatnsmagn Oxarár og flæddi hún yfir gjár- barminn á einum stað og niður á vellina og varð að taka upp 10 tjöld vegna vatnsflóðsins er olli nokkrum skemmdum á farangri. Fólkið, sem var í þessum tjöldum, fékk rúm í öðrum tjöldum, nokkr- ir tjölduðu annarsstaðar, en þrátt fyrir rigninguna voru allir hinir á- nægðustu, menn létu veðrið ekki á sig fá, hvergi heyrðist æðruorð, alstaðar ríkti samhugur og fögn- uður. Fæstir tóku tjöld sín niður fyrri Á íþróttavellnium Framh. af 5. síðu. Bjarni Benediktsson borgarstjóri ræðu. Kvennaflokkur Ármanns, undir stjórn Jóns Þorsteinssonar, sýndi fimleika og 16 manna úr- valsflokkur karla, undir stjórn Davíðs Sigurðssönar. Öðrum atriðum mótsins varð að fresta og hélt það áfram í gær. en 18. júní. Farfuglar, skátar og allmargir fleiri munu hafa ætlað sér að dvelja þar eitthvað áfram. FLUTNIN G AR.NIR. Á vegum þjóðhátíðarnefndar- innar voru flutt 9. þús. manna, að því er Vilhjálmur Ileiðdal skýrði Þjóðviljanum frá, en hann stjórnaði þeim flutningum. Þann 16. voru 3 þús. manna flutt austur, en 6 þús. þann 17. — Farangui' þeirra sem tjölduðu fyrir austan var á 23 þriggja tonna bíla. Gamli Þingvallavegurinn varð ófær snemma þann 17. og varð þá að taka upp tvístefnu- akstur á nýja veginum, en einka- bílarnir fóru Sogsveginn. Flest var fólkið flutt heim að kvöldi 17. og fóru flestir bíl- stjórarnir 3—4 ferðir heim um kvöldið — sumir jafnvel 5 — og var fólk að fara að austan til kl. 2 um nóttina. IIJÁLPARSTARFSEMI RAUÐA KROSSINS. Engin alvarleg slys áttu sér stað við hina miklu mannflutninga til og frá Þingvöllum þjóðhátíðardag- ana, að því er Bjarni Jónsson lækn- ir skýrði Þjóðviljanum frá,' en hann stjórnaði hjálparstarfsemi Rauða Krossins. Rauði Krossinn hafði aðalstöð sína á barmi Almannagjár. Voru þar 5 læknar og hjúkrunarlið og voru 2 læknar alltaf á vakt í einu allan tímann. Aðra stöð hafði Rauði Krossinn á Svanastöðum og var þar einn læknir. Skátar voru Rauða Krossinum til aðstoðar og einnig á hverri lögreglustöð til að veita fyrstu hjálp, ef á þyrfti að halda. Sérstakt símasamband var milli allra þessara stöðva og hafði Rauði Krossinn 5 bíla til flutninga og eftirlitsferða í þjónustu sinni. Aðalviðfangsefni okkar var kuldi aðfaranótt hins 17., sagði Bjarni Jónsson. Við tókum nokk- uð af því fólki sem hraktist í rign- ingunni um nóttina og hituðum því. Einnig fluttum við heim fólk sem veiktist eða þurfti endilega að komast heim. Alls munu hafa verið gerðar lið- lega 50 aðgerðir að meiðslum, öll- um minni háttar. Er það að þakka góðri umferðastjórn lögreglunnar og aðdáanleguhi akstri atvinnu- bílstjóra, að engin veruleg slys skyldu koma fyrir. ÞÁTTUR SKÁTANNA. Jón Oddgeir Jónsson skýrði svo frá um þátt skátanna hátíðardag- ana. Lögreglu- og hjálparstöðvar voru 6 og yoru skátar þar alstað- ar. Opnuðu þeir stiiðvar sínar á '--sxcrtrs’ Leikfélag Reykjavíkur „Paul Lange og Thora Parsberg” Sýning annað kvöld kl. 8. SÍÐASTA SINN Aðgöngumiðar seldir frá kl. 4 til 7 í dag. wwwvuvuviwuvvvusMnwríuwvvvuvvvvvvvwwvs/vvtfwvww hádegi á föstudag. Auk aðalstöðv- anna á Þingvöllum og Svanastöð- um liöfðu skátar stöðvar sínar á Brúarlandi, Geithálsi og Vegamót- um gamla og nýja Þingvallaveg- arins. Á milli allra þessara stöðva var símasamband og ein stöðin hafði talstöð. Á þessum stöðvum veittu skát- arnir allskonar hjálp sem þurfti og sinntu þeir talsverðu af beiðn- um. Mest var um innkuls og tals- vert af brunasárum eftir heitt vatn eða kaffi, en engin stærri slys. 6 ára telpa týndist, um kvöldið á Þingvöllum, en kom brátt í leit- irnar, hafði farið heim með kunn- ingjafólki. Unl 30 skátar voru lögreglunni til aðstoðar við umferðastjórn og allskonar upplýsingastarfsemi. Þá voru skátarnir og við fánahylling- una á Völlunum. HREYFANLEG BÍLAVERKSTÆÐI. Þrír viðgerðabílar frá verkstæði Eigils Vilhjálmssoriar störfuðu á Þingvallaveginum. Hafði einn að- setur á Geithálsi, annar við vega- mót gamla og nýja Þingvallaveg- arins og einn á Svanastöðum og hafði hann krana er notaður var til að draga upp bíla er fóru út af veginum. Alls drógu þeir um 30 bíla upp, sem ekið höfðu út af, þar af voru 3 á livolfi. Engin stærri meiðsli hlutust af útafakstrinum. Aðeins tveir bílai' lentu í árekstri. Mest vár um bilanir á hjólbörð- um. ’Þessi hreyfanlegu verkstæði höfðu benzín, smurolíu og birgðir af varahlutum og gátu í öllum til- fellum bætt úr því sem bilað hafði. Nætúrlæknir er í læknavarðstöð- inni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Laugavegsapó- teki. Næturakstur: Litla bílstöðin, sími 1380. Hjónaband. 17. júní gaf séra Árni Sigurðsson saman í hjónaband Ing- jnni Sigurðardóttur, Austurbæjar- skólanum, og Pál Björgvinsson. Heimili þeirra er á Efra-Hvoli í Rangárvallasýslu. DIXIE Amerísk músikmynd í eðlilegum litum BING CROSBY DOROTHY LAMOUR MARJORIE REYNOLDS BILLY de WOLFE Sýníng á sunnudag kl. 5-7-9 Engin sýning 16. og 17. júní Sögusýning -vcrður opnuð í Menntaskólanum í dag kl. 4 jyrir almenning, en kl. 3 jyrir boðsgesti. Prójessor Olajur Lárusson opn- ar sýninguna með rœðu. Sýningin verður opin næstu daga frá kl. 1—10 e. h. NÝIA BÍÓ Ættjörðin umfram allt („This above AU“) Stórpynd með TYRONE POWER og JOAN FONTANE Sýnd sunnudag 18. júní kl. 6,30 og 9 Syngiö nýjan sðng (Sing another Chorus) Jans og söngvamynd með JANE FRAZEE, MISCHA AUER. Sýnd sunnudag 18. júní kl. 3 og 5. Sala hefst kl. 11. Lýðveldishátíðin Leikfélag Reykjavíkur biður blað- ið að geta þess, að af alveg sérstök- um ástæðum verði hægt að hafa sýningu á Paul Lange og Tora Pars- berg annað kvöld, en það verður áreiðanlega sú allra síðasta. — Að- göngumiðasala hefst kl. 4 í dag. — Síðast, þegar leikið var, urðu marg- ir frá að hverfa vegna mikillar að- sóknar. Húsið var troðfullt. Frú Gerd Grieg leikur hlutverk Thoru Parsberg. Framh. af 5. síðu. sjá það sem fram fór á pallinum, vegna brattans. Formaður þjóðhátíðarnefndar, dr. Alexander Jóhannesson prófess- or, flutti ávarp. Fulltrúi Vestur- íslendinga, prófessor Richard Beck, hélt snjalla ræðu, og var mjög fagnað af áheyrendum. Á eftir ræðu prófessors Beck lék ; lúðrasveit „Þótt þú langförull legðir“. Inn á milli atriða kom tilkynn- l ing, er vakti mikla athygli. IIEILLAÓSKIR KRISTJÁNS X. OG SVARKVEÐJA RÍKISSTJÓRNARINNAR. Klukkan 17.15 gekk forsætisráð- herra Björn Þórðarson fram á ræðupall og kvaðst hafa orðsend- ingu að færa. Ríkisstjórninni hefði borizt skeyti frá Hans Hátign Kristján X. Danakonungi, og liefði konungur í orðsendingu sinni látið í ljós beztu árnaðaróskir sín- ar um framtíð íslenzku þjóðarinn- ar og vonir um að tengsl þau, (bönd þau) er tengja ísland öðr- um Norðurlöndum, mættu styrkj- ast. Mannfjöldinn tók boðskapnum með miklum fögnuði. Ríkisstjórnin sendi frá Þingvöll- um eftirfarandi kveðju til Kristj- áns konungs: „Ríkisstjórnin færir Hans Há- tign Kristjáni X. hjartanlegar þakkir fyrir þær heillaóskir til ís- lenzku þjóðarinnar, sem bárust 17. júní. Forsætisráðherra las kveðj- una þegar í stað í heyranda hljóði að Þingvöllum fyrir miklum mann- fjölda, sem fagnaði boðskapnum með innilegu þakklæti. Þegar for- sætisráðherra bar fram óskir um heill og blessun fyrir konung, drottningu og fjölskyldu konungs, tók mannfjöldinn undir með mikl- um fögnuði“. Utanríkisráðherra tilkynnti einnig milli dagskrárliða, að bor- izt hefðu hlýjar kveðjur og hcilla- óskir frá Lögþingi Færeyinga og ríkisstjórn Belgíu. Þakkaði ráð- herrann kveðjur þessai' og tók mannfjöldinn undir. Ágætur dagskrárliður þótti „Þjóðkór“ Páls ísólfssönar, en hann bað allan mannfjöldann að taka undir, og varð úr því mikill söngur, á sumum lögunum að minnsta kosti, enda ekki ónýtt að fá að syngja opinberlega með ann- an eins stjórnanda og Pál ísólfs- son sveiflandi taktstökknum með slíku afli að öll brekkan kvað við af söng. v Þjóðhátíðarkór Sambands ís- lenzkra karlakóra vakti mjög mikla hrifningu mcð söng sínum. Stjórnendur hans voru Jón Ilall- dórsson (aðalsöngstjóri), Sigurður Þórðarson, Hallur TÞorleifsson og R. Abraham. Til hafði verið ætlazt að kórinn syngi tvisvar, cn vegna 'þess hve dagskráin breyttist var ákveðið að kórinn syngi öll lög sín í einu. Þessi lög voru sungin: Ilver á sér fegra föðurland (lag Emils Thoroddsen við verðlaunakvæði Huldu), Móðurmálið (Sveinbjörn Sveinbjörnsson), Ár vas alda (Þór- arinn Jónsson), Lýsti sól (Svein- björn Sveinbjörnsson), Þú álfu vorrar yngsta land (Sigfús Einars- son), Vorvísur (Jón Laxdal), Land míns föður (Iag Þórarins Guð- mundssonar við verðlaunaljóð Jó- hannesar úr Kötlum), Ég vil elska mitt land (Bjarni Þorsteinsson), Heyrið vella (Björgvin Guð- mundsson), í því lagi söng Pétur Á. Jónsson einsöng, og var framúr- skarandi vel tekið og var lagið end- urtekið, og loks ísland ögrum skor- ið (Sigvaldi Kaldalóns). Ekki urðu áhorfendur heldur fyrir vonbrigðum með 170 manna fimleikasýninguna undir stjórn Vignis Andréssonar. Tókst hún mjög vel, enda þótt pallurinn væri rennandi blautur. 'Íslandsgtímunni og sýningum úrvalsflokkanna varð hinsvegar að aflýsa, og þótti mörg- um það illt. | Benedikt Sveinsson, hinn kunni sjálfstæðisleiðtogi flutti ,ræðu, og rakti þar aðallínurnar í sjálfstæð- isbaráttu íslendinga. Fannst það á, að öllum þótti vænt um að ein- mitt hann skyldi standa þarna á Þingvelli þennan dag, flytjandi ræðu sem gat endáð svo vel, með hamingjuatburði þessa dags og árnaðaróskum til hins unga ís- lenzka lýðveldis. Þarna voru verðlaunaljóðin, sem nú munu flestum íslendingum kunn orðin, flutt. Brynjólfur Jó- hannesson leikari flutti verðlauna- kvæði Huldu, en Jóhannes úr Kötlum flutti sjálfur kvæði%sitt. Var þeim báðum vel fagnað. Um kvöldið var dansað á í- þróttapallinum. (Margar fregnir varðandi hátíð- ina verða að bíða næsta blaðs).

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.