Þjóðviljinn - 27.06.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 27.06.1944, Blaðsíða 8
■yWWWWU'tfWWWWWVWVSArfVWVWWWWVW.VWWVJWWVAj Þess hafði lengi verið beðið með óþreyju að innrásin sprytti upp af jarðvegi hinnar hernumdu Evrópu. Aðalfundur S. I. S. Næturlæknir er í laeknavarðstof- unni, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkurapó teki. Næturakstur: Bifröst, sími 1508. Útvarpið í dag: 130.00 Messa í Dómkirkjunni. Setn- ing prestastefnu. (Prédikun: séra Óskar Þorlákson prestur á Siglufirði. — Fyrir altari: séra Jon Þorvarðsson prófast- ur í Vík og séra Sigurbjörn Einarsson prestur í Reykjavík. 19.25 Hljómplötur: Lög úr ópérett- um og tónfilmum. 20.30 Synódus-erindi í Dómkirkj- unni (séra Benjaniín Kristjáns son prestur í Grundarþingum) 21.05 Hljómplötur: a) Kirkjutónlist. b) 21.25 Lagaflokkur nr. 17 eftir Mozart. Fulltrúaráð verkalýðsfél. heldur fund fimmtudag 29. júní kl. 8Y2 að Skólavörðustíg 19. Mörg áríðandi mál á dagskrá. Myndlistarsýningin í Listamanna- mannaskálanum verður opin til föstudagskvölds í þessari viku. Rúm lega 3000 manns hafa sótt sýning- una. 45 ára afmæli átti Peter Wige- lund skipasmíðameistari, á sunnu- daginn. Trúlofun. 25. júní opinberuðu trú lofun sína ungfrú Helga Tryggva- dóttir frá Þórshöfn og Pétur P. Hraunfjörð, Sogablett 17. Trúlofanir: 17. júní opinberuðu trúlofun sfna á Norðfirði ungfrú Guðrún Sigurjónsdóttir og Stefán Þorleifsson íþróttakennari; ungfrú Guðveig Ragnarsdóttir og Sveinn Guðmundsson bifreiðarstjóri; og ungfrú Lára Bjömsdóttir og Sigurð- ur ísaksson sjómaður. Hjúskapur. Síðastliðinn laugar- dag voru gefin saman í hjónaband ungfrú Steinunn Guðmundsdóttir, Bræðraborgarstíg 4 og Guðmundur Ragnar Jósepsson prentari. Heim- ili ungu hjónanna verður að Brekku- götu 25 Hafnarfirði. FLOKKURINN TILKYNNING FRÁ SÓSÍALISTA FÉLAGI REYKJAVÍKUR. Fundinum, sem verða átti með trúnaðarmönnum félagsins í kvöld, er frestað til annars kvölds (mið- vikudags) kl. 8]/>. Konur kveðja sér hljóðs Framh. af 1. síðu. fram og voru báðar samþykktar. Fyrst, að upp í tillögurnar á eft- ir orðunum: Sameiningarflokk- ur alþýðu — Sósíalistaflokkur- inn, komi: „sem þó telur sig vilja aðhyllast samvinnustefn- una“ og í niðurlaginu í stað orðanna, „sem tekið hefur upp“, komi: „og annarra sem tekið hafa upp.“ Þóroddur Guðmundsson, Sig- fús Sigurhjartarson, ísleifur Högnason, Magnús Kjartansson og Ottó Jörgensen, báru fram svohljóðandi dagskrártillögu: „Vegna þess að framkomin til laga felur í sér hættu á sundr- un samvinnusamtakanna, tel- ur fundurinn ekki rétt að taka afstöðu til hennar og tekur fyr- ir næsta mál á dagskrá.“ Dagskrártillagan var felld. að viðhöfðu nafnakalli, með 53 atkvæðum gegn 10, 7 greiddu ekki atkvæði og 7 voru fjarver- andi. Síðan var aðaltillagan samþykkt með 45 atkvæðum gegn 8. að rýra samheldni innan sam- vinnuhreyfingarinnar, þannig, að hún hljóti tjón af og beinir því til sambandsstjórnar að koma í veg fyrir að tímaritið verði framvegis notað til stjórn málaáróðurs, en lögð meginá- herzla á sérmál samvinnu- manna.“ Tillöguna flut-tu ísleifur Högnason, Sigfús Sigurhjartar- son, Þóroddur Guðmundsson og Ottó Jörgensen. Ekki fengust aðr ir KRON-fulltrúar en ísleifur og Sigfús til að flytja tillöguna. Einar Árnason bar fram svo- hljóöandi dagskrá: Með því að greinar þær í Sam vinnunni sem bent er til í tillög- un'ni eru varnir gegn árásum á S.I.S. og samvinnufélögin, sér fundurinn ekki ástæðu til að gera um þær ályktun og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.“ Dagskrártillagan var sam- þykkt með 45 atkvæðum gegn 8 og veitti lið Eysteins og Her- manns á fundinum Jónasi þarna sem oftar óbrigðult fylgi. Fraxnh. af 5. síöu. ustu forustumanna ávarpaði þjóð sína á hinni miklu hátíðisstund síð- astliðinn sunnudag: „Konur og menn“ sagði hann. Eru konur þá ekki menn? Það má vel vera að hliðstæð ávörp'tíðkist í erlendum tungumálum, en mér finnst það eigi að síður málvilla í íslenzkunni. Mín ósk er sú til handa okkar nýstofnaða lýðvehli að það beri giftu til að eignast réttláta og vit- urlega löggjöf sem verndi lífsmögu leika hvers einstaklings og öllum fái skilist að konan er maður og fyrst og fremst maður. AUGLÝSIÐ I ÞJÓÐVILJANUM EYSTEINS- OG HERMANNS- LIÐIÐ VEITIR JÓNASI TRAUST Eins og kunnugt er, sam- þykkti aðalfundur KRON í vet- ur að fela félagsstjórn að bera fram mótmæli við stjórn S.Í.S. útaf hinum flokkspólitísku skrif um Jónasar í Samvinnunni, og ef það bæri ekki árangur, þá að leggja málið fyrir aðalfund S.f.S. Stjórn S.Í.S. lét fulltrúa KRON vita, aC ekki væri að vænta aðgerða frá hennar hendi í málinu, og var því eftirfarandi tillaga borin fram á aðalfundi S.Í.S.: „Aðalfundur S.Í.S. telur að ýmsar greinar eftir Jónas Jóns- son, er birzt hafa í tímaritinu Samvinnan, séu til þess fallnar Manntalið í Reykjavík s.l. ár Bæjarbúar vorH yfir 44 þús. Blaðinu hefur borist skýrsla um íbúafjölda við götur í Reykjavík, samkv. manntali 1944. Bæjarbúar voru þá 44089 alls, þar af eru 20738 karlar, en 23351 kona. Af þeim sem skýrslan telur, eiga 1274 manns lögheim- ili utanbæjar (636 karlar — 638 konur). Hér skulu taldar upp 10 fjöl- mennustu göturnar, íbúatalan í svigum: Laugavegur (2238); Hring- Á íæpasta vaði (Background to Danger) Spennandi mynd um við- ureign njósnara ófriðar- þjóðanna í Tyrklandi. GEORGE RAFT BRENDA MARSHALL SIDNEY GREENSTREET PETER LORRE Bönnuð börnum innan 16 ára FRÉTTAMYND: Innrásin í Frakkland, inn- reið Bandamanna í Róm, páfi ávarpar mannfjöldann, Sýning kl. 5, 7 og 9. Rómantísk ást („You Were never Lovelier“) Dans og söngmynd. Aðalhlutverk: FRED ASTAIR, RITA HAYWORTH, ADOLPHE MENJOU, XAVIER CUGAT, og hljómsveit hans. Sýnd kl. 5, 7 og 9. KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN IJarðarför sonar míns og bróður okkar MAGNÚSAR SVEINSSONAR, fer fram miðvikudaginn 28. þ. m. og hefst með , húskveðju að heimili okkar, Ásvallagötu 69, kl. 2Vz e. h. — Jarðað verður frá Dómkirkjunni. Sigríður Magnúsdóttir, Axel Sveinsson, Kjartan Sveinsson. Bandamenn í hraðrí sókn á Ilalín Hótspyrna ítölskn þjúðarinnar vaxandi Sókn Bandamannaherjanna á vesturströnd ítaliu er mjög hröð, og tóku þeir í gær hafnar- bæinn Piombino, sem er 60 km. suður af hafnarborginni Livorno Einnig inni í landi og á Adria hafsvígstöðvunum hefur Banda- mönnum orðið vel ágengt. Víða á Norður-Ítalíu hafa Þjóðverjar orðið að senda skrið- dreka gegn liðssveitum ítalskra ættjarðarvina. í Genova er verk fallsalda að rísa og er talið að hún muni brátt ná til énnarra borga Norður-ítalíu. Flugvélasveitir Bandamanna frá Ítalíu gerðu i gær og fyrri- nótt harða árás á herstöðvar og verksmiðjur í nágrenni Vínarog í Búdapest. Fundur Færeyinga að ■ i Kolviðarhóli Félag Færeyinga í Reykjavík fór skemmtiferð í Hveragerði og að Kolviðarhóli á laugardag- inn. Var það í tilefni þess að þann dag er hátíð haldin á Suð- urey í Færeyjum er nefnist „Jóansvaka“. Að Kolviðarhóli var skemmt- un um kvöldið, var þar borð- hald og ræður fluttar. Ræðu- menn voru: Dánjal Dánjalsson, einn af forustumönnum ung- mennafélaganna í Færeyjum; Peter Wigelund skipasmíða- meistari, formaður Færeyinga- félagsins hér; Knut Wang, rit- stjóri Dagblaðsins í Færeyjum og Sámal Davidsen blaðamaður. Þátttaka var ágæt og skemmtu menn sér við söng og færeyska dansa til miðnættis. Þetta er í annað sinn sem Fær eyingar hafa „JóansvÖku“ á ís- landi. braut (2104), Hverfisgata (1599) Njálsgata (1360), Grettisgata1 (1275), Bergstaðastræti (1259), Laufásvegur (910), Vesturgata (901), Ásvallagata (841), Ránar- gata (690). Heillaóskir senðar Al- þingi og íslenzku hjóðinni Út af lýðveldisstofnuninni hafa forseta sameinaðs Alþing- is., Gísla Sveinsyni, borizt mörg heillaskeyti, m. a. frá eftirtöld- um, er senda Alþingi og ís- lenzku þjóðinni hamingjuóskir: Ludvig Storr, aðalræðismaður í Rvík; Ole Kiilerich, blaða- fulltrúa í Reykjavík; Félaginu „Dannebrog“ Rvík; Norðmönn- um á íslandi; Hans A. Djurhus, Færeyjum; Martin Gabrielson, Gautaborg; Helga P. Briem, að- alræðismanni, New-York; Guð- mundi Thorsteinsson, Portland, Oregon. Blum, Daladier og Reynaad fluttir til Þýzkalands Brezkt blað birtir þá fregn að þrír fyrrverandi forsætisráð- herrar Frakklands, Leon Blnm, Daladier og Reynaud hafi ný- lega verið fluttir úr fangelsi því er þeir sátu í í Suður-Frakk landi til Þýzkalands og séu nú fangar í hóteli nokkru við Stam bergvatn, skammt frá Munchen.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.