Þjóðviljinn - 12.07.1944, Side 8

Þjóðviljinn - 12.07.1944, Side 8
Vegleg gjð! NÆTURVÖRÐUR er í Ingólfsapóteki. NÆTURAKfel UR annast bifreiðastöðin „HreyfiH“, sími 1633. ÚTVARPIÐ í DAG lO.að Hljómplötur: Óperusöngvar. 20.30 Utvarpssagan (Helgi Hjörvar). 21.00 Minning um Emil Thoroddsen. Tón leikar (plötui-): a) Lög eftir tónskáldið. b) Píanóleikur. c) Syrpa af íslenzkunx þjóðlögum. 21.30 Erindi fyrir unglinga: Túnfífillihn (Guðmundur Davíðsson. — Þulur flytur). FERÐAPÉLAG ÍSLANDS biður þátltakcndur í Þórsmerkurför er verður farin um næstu lielgi og fyrri Óræfa- ferðina er hefst 18. ]>. m. um að taka far- miða á skrifstofu Kr.'Ó. Skagfjörðs, Tún- götu 5 fyrir kl. 6 á fimmtudaginn 13. þ. im. verða annars seklir þeim næstu á bið- lista. PERÐAFÉLAG ÍSLANDS fer gönguför á Keili og Trölladyngju næstkomandi sunnudagsmorgun. Lagt á stað kl. 9 frá Austurvelli og ekið að Ivúa- gerði, en gengið þaðan á Keili og Trölla- ■dyngju og þá i Stóra-Vatnsskarð og að Kleifarvatni. Ekið heimleiðis hinn nýja Krýsuvíkurveg. — Farmiðar seldir á skrif- stofu Kr. O. Skagfjörðs til kl. 6 á föstu- dag. 2 íslandsmet Fr&mhald af 1. bíöu. HÁSTÖKK 1. Skúli Guðm. K R 1,92 m. 2. Oliver Steinn F H 1,75 m. 3. Jón Hjartar K. R. 1,70 m. Skúli er í sérflokki sem hástökkv ari. Þegar Oliver féll úr var liækk- að í 185 og fór hann það léttilega. Þá var hækkað í 190 og felldi hann í fyrsta stökki, í öðru fór hann yfir. Þá er hækkað í 1,92, hefði betur verið hækkað í 1,95 því hann fór vel yfir í kröftugu stökki en þegar hækkað var í 1,95 felldi hann alltaf og stuna leið frá fólkinu í hvert sinn. KÚLUVARP 1. Gunnar Huseby K R 15,50 m. 2. Jóel Sigurðsson í R 13,65 m. 3. Bragi Friðriksson K R 12,61 m. Gunnar Huseby er einnig í sér- flokki eins og Skúli og er þetta glæsilegur árangur að bætá metið nú aftur svona mikið úr 15,32 m. Þessir tveir menn eru komnir í flokk beztu manna í Evrópu í þess um greinum. Huseby setti einnig met í kúluvarpi beggja handa og kastaði 26,78 m., en eldra metið var 26,71. Þessi árangur Jóels er líka á- gætur og er persónulegt met. 110 m. GRINDAIILAUP 1. Skúli Guðmundss. K R 17 2. Brynjólfur Jónsson K R 18 3. Finnbj. Þorvaldss. í R 18,3 Þessi tími Skúla er mettími og með æfingu hefur hann mögu- leika til að bæta metið. B-sveit K. R. og sveit Ármanns áttu að keppa um 3. sætið í 1000 m. boðhlaupinu, en þar sem sveit Ármanns mætti ekki til leiks var K. R. dæmt 3. sætið. 1. maí afhenti Grímur Kr. Andrésson sundlaugarráði 2 bikara, sem hann hefur gefið til keppni í 20Ó metra surídi karla og kvenna. Gjöf þessa hefur hann gefið í tilefni vígsludags laugarinnar, og er gjafarbréf það er fylgdi gjöfinni svohljóðautidi: „Gjafarbréf til Sundlaugar Hafnarfjarðar 1. mai 1944. Gjöfin er tveir sundbikarar (farandbikarar) með nafninu Hlífarbikar, gefnir til minning- ar um vígsludag Suradlaugar- innar 29. ágúst 1943 af ’ Grímii Kr. Andréss., sem var fulltrúl Vjnf. Hlíf í sundlaugamefnd.. Tilgangur gjafarinnar er sái að efld verði sundkunnátta í Hafnarflrði þar sem bikararnir verða verðlaun þeirra sepi' fram úr skara og efla því heilbrigðan metnað á sviði sundlistarinnar:. Sundkeppni skal fram fara: um bikarana 29. ágúst ár hvert eða fyrsta sunnudag eftir 29. ágúst, ef hann ber ekki upp & sunnudag. Keppendur skul’u minnst hafa verið búsettir í Hafnarfirði 1 ár, ef handhafi bikarsins eða bikaranna flytjá úr bænum verður hann eða hún að skila bikurunum til Sbnd- laugarráðs bæjarins. Sá eða sú sem fyrstur er á 200 metra sundi frjálsri aðferð vinnur bikarinn til eins árs; í Sðgusýningin Framh. af 5. síðu. uð. En græðgi hins fégjarna tekur aldrei enda. Hann etur altíð og er altíð soltinn. Hann óttast ekki guð, og eigi skammast hann sín fyrir mönnunum. Hann undir þrykkir ekkjuna og hinn föður- lausa. .... Það er satt, sem Páll segir, að fégirndin sé rót alls hins illa. Vilji menn uppræta illgresið af akrinum, þá skulu menn rótina einnveginn burttaka“. Nýr veitingastaður Skenuntifélag góðtemplara aug- lýsir í blöðunum, að salarkynni Listamannskálans séu opin dag- lega frá kl. 2,30—6 e. m. Verður þar selt kaffi og aðrar síðdegisveit- ingar. Eins og allir vita, er í Lista- inannaskálann hafa komið, eru húsakynni þar mjög vistleg og skemmtileg. Er þess að vænta, að fjölsótt verði í Listamannaskálann um nónbilið. Stig félaganna standa nú svo, áð K. R. hefur 64, 1. R. 53, F. II. 36 og Á. 23. Mótið heldur áfram í kvöld kl. 8,30 og verð'ur þá keppt í 4x100 m. boðhlaupi, þrístökki, 5000 m. hlaupi og sleggjukasti. t senn og skal sá eða sú bera ; sæmdarheitið Sundkóngur Hafn arfjarðar, samkvæmt áletrun bikaranna, og skal nafn vinn- andans skráð á fót bikarsins. Æskilegt væri: að Sundlaugar- ráð léti fylgja í hvert sinn verð- launapening er keppt er um bikarana. i Dagurinn sem' keppnin um | bikarana fer fram,. þarf að vera fjáröflunardagur fyrir sundlaug i ina með merkjasölu eða öðru i því sem Sundlaugarráð, eða j nefnd er um það^ fjjaHar, telur heppilegt. Sundlaugarráðii eða þeirri nefnd er bærinn skipar á hverj- um tíma, er skyft að sjá um sundmótið þegar keppnin um 1 bikarana fer fram. Sundlaugar- ráði eða nefnd skal skylt að , sjá um að handhafar bikaranna skili þeim ógölluðum eigi síðar en hálfum mánuði fyrir sund- mótið og skulu bikararnir þá sýndir almenningi.. Þetta gjafarbréf skal innritað i í gerðabók er sundlaugin held- ur yfir sundkeppni um bikar- ana. Hafnarfirði,. I. maí 1944. Grímur Kr. Andréssoy ". Grímur Efr. Andrésson heíur frá fyrstu tíð haft óbilandi á- : huga á sundlistinni, enda var hann einn fyrsti sundkennari þessa bæjar. Verkamannafélagið Hlí'f valdi | hann sem fulltrúa sinn í sund- laugarnefnd þá er hún var mynduð 1934, og var það vel i valið, því Grímur reyndist trúr sínu hugðarmáli og hélt ótrauð- ur þeirri stefnu er hann fylgdi frá byrjun í sundlaugarmálinu, þrátt fyrir erfiða aðstöðu og harðvítuga aðstöðu, enda fékk hann að sjá ávöxt sinna verka hin fullkomna sjólaug við Kross eyrarveg talar sínu máli þar um. Eins og áður er sagt hefur Grímur gefið þessa tvo bikara í tilefni vígsludags laugarinnar, og hann hefur tengt þessa gjöf sína Verkamananfélaginu Hlíf með því að gefa bikurunum nafnið Hlífarbikararnir. Þökk sé Grími Kr. Andrés- syni fyrir störf hans í þágu sundlistarinnar í þessum bæ, og þökk sé honum ' fyrir hug- kvæmnina í garð Verkamanna- félagsins Hlíf. (Úr „Hjálmi“, blaði ,,Hlífar“). TJARNARBIO | Gifi fólk á glspstigum (Let’s Face It’) Bráðskemmtilegur amerískur gamanleíkur. BOB HOPE, BETTY HUTTON. Sýning kl, 5, 7, og 9. Allsherjarmótið Mótið hófst með þvf a& íþrótta menn gengu fylktu lifii ínn á völlinn. Að vísu voru þeir að- eins 32 af þeim 70 keppendum sem á skrá voru. Er þetta óaf- sakanlegt þar sem skrúðgangan er auglýst og fólk hefur yfir- leitt mjög gaman af hópgöng- um... Þetta átti líka að setja sinn svip á mótið ef það færi: vel fram, og frjálsum íþróttum veit ir sannarlega ekki af því að allt sé gert til þess að glæða á- huga almennings fyrir þeim. Þetta gefur fólki tilefni til að vantreysta og draga upp ljótari mynd af þessum málum en nauðsyn er. Eftir gönguna * setti forsetii Í'S'J.T Ben. G. Waage, mótið með ræðu og stóðu íþróttamennirniir í röðum fyrir stúku á meðan. Félögin sem þátt taka í mót- ihu eru: Ármann, Í.R. og K.K. úr Reykjavík og F.H. úr Hafn- arfirði og U.m.f. Skallagrímur úr Borgarnesi. Öneitanlega hafði verið gam- arr að sjá íþróttamenn frá Vest- mannaeyjum á þessu móti og vonandi fá Reykvíkingar að sjá þá síðar í sumar. Lúðraflokkur lék á undan og eins undir göngunni. Knattspyrnufélag Reykjavík- mr ser um mótið. 100 m. hlaup. I þessa grein voru skráðir' 24 menn en aðeins 11 mættir til leiks. Er furðulegt að þessi van- höld skuli geta átt sér stað á aðalíþróttamóti landsins. Oliver hljöp í undanrás á 11,3 Keppn- in milli Olivers og Finnbjörns í úrslitum var mjög hörð, og á síðustu skrefum tókst Oliver að komast fram fyrir Finnbjörn. 800 m. hlaup. .Hlaupið var mjög skemmti- legt. Tók Kjartan forustuna þegar í stað og hélt henni alla leið, þó lá Sigurgeir Ársæls á hælum hans mestan hluta leið- arinnar. Hörður Hafliða gerði ágæta tilraun til að ná Kjartani en tókst ekki. Brynjólfur skauzt líka'fram úr Sigurgeir rétt við markið. Þetta er bezti tími sem náðst hefur hér á landi, eða sami tími og Sigurgeir hefur náð, en metið á Ólafur Guðm., K.R., en það er sett í Svíþjóð. Fjórði í þessu hlaupi varð Óskar Jónsson, Í.R., á 2.05.6 mín. og er það drengjamet. Sigurgeir er ekki í sínu gamla góða formi, hvað sem því veld- ur. Langstökk. Árangur Olivers er nýtt ís- NYJA BÍO „Pittsburgb" Sþennandi og viðburðarík stórmynd. Aðalhlutverkin leika: MARLENE DIETRICH RANDOLPH SCOTT JOHN WAYNE Bnnuð.börnum yngri en 14 ára. Sýnd kl. 7 og 9. Tónar tilhugalíf („Strictly in the Groove“) Dans og söngvamynd með LEON ERROL, OZZIE NELSON og hljómsveit hans. Sýnd kl. 5. lenzkt met, eldra metið var 6.82, sett af Sigurði Sigurðssyni 1937. í fyrsta stökki fer haxm 6.45 m., en fyrsta stökk Skúla misheppnast. í öðru stökki nær Skúli 6.70 í fallegu stökki. Annað stökk Olivers var svo metstökkið. Eftir það lækkuðu þeir sig báðir. Þriðja stökk Oliv- ers var 6.72 m. Þessir tveir 'menn ei’u r' sér- flokki í þessari grein, , Stangarstökk. Það eru of fáir þátttakendur í þessari skemmtilegu íþróttar grein og má þó segja að Hafn- firðingar séu þar vel l'iðtækir en höfuðstaðarbúar eru sérstak- Iega slappir. Vestmannaeyjngar eru snjallastir, en þeir áttu eng- an í mótinu. Sigurður felldi í 3.10, þá var hækkað í 3.25 og fór ÞorkeR léttilega yfir það, en þegar hækkað var í 3.35 felldi hann. Er Þorkell langefríilegasti stangarstökkvarinn hér nú. Kringlukast. Huseby er ósigrandi þó hann sé ekki í þeirri beztu æfingu sem hann getur verið. Bragi ætti að geta kastað mun lengra, með góðri kennslu og æfingu. 1000 m. boðhlaup. Fyi;st hlupu Í.R., F.H. og Ár- mann. Á fyrsta sprettinum eru þau nokkuð jöfn. Á 300 m. gef- ur Hannes svolítið eftir á síðari hluta sprettsins, en Finnbjörn nær því upp. Á fyrri beygjunni „tekur“ hann Oliver (þreyttur í langst.?) og á næstu beygju Hörð Hafliðason og gefur Kjart- ani nokkra dýrmæta metra. Sævar ætlar sýnilega að freista alls til að ná Kjartani en fór ógætilega hratt af stað, sem ef til vill hafði af F.H. þriðja sæt- ið, en Kjartan hélt forustunni í mark. í síðari riðli hlupu A- og B- sveitir K.R. Var það ekki sér- lega „spennandi" nema tveir fyrstu sprettirnir, þar sem B- sveitin var á undan, en úr því dró í sundur með þeim. Mótið gekk heldur vel. Óvenjufátt inni á vellinum nema starfslið og keppendur.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.