Þjóðviljinn - 02.08.1944, Page 1

Þjóðviljinn - 02.08.1944, Page 1
9. árgangur. Miðvikudagur 2. ágúst 1944. 169. tölublað. Baríel í jaðrí Praga, lífborgar Varsjár Stalín marskálkur tilkynnti í gær að hersveitir Tsernikofskis hershöfðingja hefðu tekið Kovno (Kaun- as) fyrrverandi höfuðborg Lítúvu eftir harða bardaga í marga daga á götum borgarinnar. Pólskar og rússneskar hersveitir berjast nú þegar í útjaðri Praga, sem er iðnaðarborg áföst Varsjá. Rauði herinn hefur tekið bæinn Tukkum, 12 km. frá Rigaflóa og þar með endanlega rofið allar undan- haldsleiðir Þjóðverja frá Lettlandi og Eistlandi. Þjóðverjar höfðu fyrir nokkru síðan tilkynnt, að þeir hefðu yfirgefið Kovno, en sú fregn var ósönn. Stalín lýsti Kovno sem mik- ilvægri samgöngumiðstöð og öfl- ugu virki Þjóðverja. Kovno var höfuðborg Lítúvu á meðan Vilnius var í höndum Pólverja. Hún hafði 110000 íbúa fyrir stríð. Borgin er á eystri bakka Nje- menfljóts. Rauði herinn var áður kom- .inn 50 'km. vestur fyrir Kovno. — Tók hann yfir 300 bæi og þorp skammt fyrir austan landa mæri Austur-Prússlands í gær. Stórskotalið Rússa heldur uppi skothríð á varnarvirki Þjóð- verja innan landamærann^, Rauði herinn hefur í hraðri sókn tekið bæinn Tukkum, 50 'km. fyrir norðvestan Jelgova, sem tekinn var í gær. Tukkum er aðeins 12 km. frá Rigaflóa, og hefur rauði herinn .nú endanlega rofið allar sam- gönguleiðir þýzku herjanna í 'Lettlandi og Eistlandi til Aust- ur-Prússlands á landi. Teknir voru yfir 100 bæir og þorp í þessari sókn í gær. Rauði herinn tók í gær bæinn Ralussin, fyrir austan Varsjá, auk fjölda annarra bæja og þorpa. Á þessum vígstöðvum var í gær tekinn höndum þýzkur hers höfðingi með foringjaráði sínu. Herfræðingar segja, að víst megi telja, að Þjóðverjar geti ekki varizt lengi eftir að Ro- kossovski hefur gefið skipun um að hefja áhlaupið á hana. Varsjá var fyrsta höfuðborg Bandamanna, sem Þjóðverjar gerðu loftárásir á, og sú fyrsta, sem þeir drottnuðu í með sín- um hætti. Fer vel á því, að hún verði fyrst frelsuð úr höndum þeirra. Milli Pskoff og Dvinsk voru yfir 200 bæir og þorp tekin í gær. Samtals tók rauði herinn yfir 1000 þorp og bæi í gær. Verkfali IÐiU Engar sáttaumleitanir voru gerðar í gær í kaupdéilu þeirri, sem verksmiðjufólk í Reykjavík og Hafnarfirði á nú í við at- vinnurekendur. Hvergi er nú unnið hjá þeim atvinnurekendum, sem deilan nær til. Verksmiðjuslys í Bandaríkjunum Á síðast liðnu ári fórust 18400 verkamenn í verksmiðj- um í Bandaríkjunum, 1700 urðu algerðir öryrkjar, 108000 urðu varanlega bæklaðir og 2 225000 voru 15 daga frá vinnu að með- altali hver. - ‘ - 1 Halldúr Guðmundsson Suðureyri, vann verð- laun vikunnar Halldór Guðmundsson frá Suðureyri, Súgandafirði, hlaut verðlaun vikunnar í samkeppn inni „Úr lífi alþýðunnar“, fyr- ir grein sem hann nffnir „Sjó- ferð á árabát fyrir 46 árum“. í bréfi til Þjóðviljans segir Halldór: „Eg er nú 71 árs, og skrift- in farin að stirðna. Að sönnu var ég aldrei lipur skrifari, enda naut ég lítillar menntun- ar, aðeins tólf vikna barna- skóla fyrir fermingu. Það var ekki verið að kosta mikið upp á andlegu hliðina á okkur krakkagörmunum í þá daga“. Greinin er prýðilega skrifuð og hvað efnið snertir munu lesendur verða ritstjórninni sammála um að þetta sé með merkustu verðlaunagreinunum sem birzt hafa. Þakkar Þjóð- viljinn Halldóri kærlega þessa góðu sendingu. Hér á myndinni sjást íbúar bortjarinnar Vitebsk i Hvita- Rússlandi jagna komu rauða hersins, sem tók borgina 26. júní s. I. Borgin hafði verið í höndum nazistanna frá því í byrjun stríðsins og höfðu þeir lagt mikið kajrp á að víggirða hana. Mliirjir llrta á na li. ililíii i liniiði Þjóðverjar eru á hröðu undanhaldi á 100 km. langri víglínu, sem nær frá svæðinu fyrir sunnan Caen til svæðisins fyrir sunn- an Avranches. Bandaríkjamenn eru þegar komnir á mörgum stöðum yfir ána See fyrir sunnan Avranches. Amerískir framherjar náðu nokkrum vöðum yfir ána á sitt vald og seinna tókst meginhern um að komast yfir hana sem áður er sagt. Bandaríkjamenn fóru svo hratt yfir, að þeir gátu hernum ið tvær stíflur, áður en Þjóð- verjum gafst tími til að sprengja þær. Er fjær dregur ströndinni er mótspyrna Þjóðverja harðari. Bandaríkjamenn hafa tekið 18700 fanga frá sóknarbyrjun. Þeir hafa nú farið á hlið við Villedieu og er barizt á götun- um þar. Er lokið hafði verið við að uppræta innikróað lið Þjóð- verja á einum stað, var gizkað á, að 4500 þeirra- lægju þar dauð ir. Bretar hafa í hraðri sókn suð ur fyrir Caumont tekið bæinn Bocage. Var kappakstur til bæj- arins milli brezks og þýzks skriðdrekaliðs. Framhald á 8. síðu. Björn Bjarnason, formaður Iðju: Um hvað er deilt Breytingar á launum vinnandi fólks hafa verið mjög ör- ar á undanförnum tíma, vegna mikillar eftirspurnar eftir vinnuafli. Félög, sem hafa haft bindandi launasamninga til eins árs í senn, eða lengur, hafa því á ýmsum tímum orðið aftur úr öðrum hvað kaupgjald snertir. Þetta hefur, sem eðlilegt er, orsakað óánœgju hlutaðeigandi, og óhjákvæmi- lega, ef um langt tímabil hefur verið jtð ræða, orðið til þess jj að viðkomandi atvinnugrein hefur misst bezta fólkið yfir til annarra, sem betur hafa borgað. Félögin hafa því reynt, þegar aðstæður leyfðu, að sam- ræma kaupgjaldið hvert við annað, og skapa þannig nauð- synlegt jafnvægi milli sín og hinna einstöku atvinnugreina. Hinn 30. júlí 1943 undirritaði „Iðja“, félag verksmiðju- fólks, samning við Félag íslenzkra Iðnrekenda, er bindandi var um eitt ár, uppsegjanlegur með þriggja mánaða fyrir- vara, miðað við 1. ágúst. Pegar nokkuð var liðið á samningsárið, urðu breytingar á kaupgjaldi ýmissa félaga, sem sambœrileg mega teljast, og var því samningnum sagt upp á tilsettum tíma í því augnamiði að fá launin samræmd. Kröfur Iðju verða á engan hátt taldar ósanngjarnar, þar sem ekki er farið fram á annað og meira en að starfsfólk iðnaðarins verði eftir eins árs starf álíka launað og almennir verkamenn og verkakonur. En þrátt fyrir þessar hógværu kröfur gerast þau undarlegu tíðindi, að samninganefnd F. 1. I. telur sig ekki geta rætt um neinar kjarabœtur, hvað þá orðið við þeim, og ber aðallega fyrir sig skýlausa neitun verðlagsstjóra og viðskiptaráðs við því að nokkur hækkun fáist á framleiðsluvörum iðnaðarins þrátt fyrir hækkandi framleiðslukostnað, er stafi af hækkuðu kaupgjaldi. Þessi neitun verðlagsstjóra verður ekki skilin á annan hátt en þann, að það sé tilgangurinn að reyna að framkvæma það í gegnum verðlagseftirlitið, sem ekki tókst með gerðar- dómnum, sœllar minningar, — AÐ LÖGBJÓÐA KAUP- GJALDIÐ. — En það mega þeir herrar vita, er að þessari tilraun standa, að eins og samtök verkalýðsins sprengdu af sér fjötra gerðardómsins, eins munu þau fara með þessa aftur- göngu. Og vel mœtti svo fara, eins og þjóðsögurnar segja að stundum hafi farið fyrir þeim gáldramönnum, er litlir voru fyrir sér, að sendingin yrði þeim sjálfum að tjóni, er hana sendú. Verkfall það, sem nú er hafið, stendur því raunverúlega ekki um það, hvort iðnverkafólkið eigi að hafa kaup í sam- rœmi við aðra launþega, HELDUR UM ÞAÐ, HVORT RÍKISSTJÖRNINNI OG HANDLÖNGURUM HENNAR EIGI AÐ TAKAST AÐ HERÐA SNÖRU GERÐARDÓMS- LAGANNA, ÞÓ í ANNARRI MYND SÉ, AÐ HÁLSI VERK- LÝÐSHREYFINGARINNAR. Um það verður barizt. *AWJLWJL*Mjlu*~M-^iiftfliw#wwwvtfvw\flftnAftrwvwwtftfwvvwvw'wviuiiAiwiii

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.