Þjóðviljinn - 02.08.1944, Page 2
2
ÞJÓPVJLJINN
Miðvikudagur 2. ágúst 1944„
Aðvörun vegamálastjóra
Vegamálastjóri hefur áminnt bif
reiðarstjóra að aka varlega yfir
Ölfusárbrú, jafnframt er lagt bann
við því að bifreiðar þyngri en
6000 kg„ að meðtöldum farmi, aki
yfir brúna. Þá er bifreiðarstjór-
nm er aka stórum farþegabifreið-
um skipað að láta farþegana
ganga yfir hana.
Þessar varúðarreglur stafa af því
að talið er engan veginn hættu-
laust að aka yfir brúna og óttast
menn að hún þoli ckki mikinn
þunga.
Styrking brúarinnar mun verða
framkvæmd svo fljótt sem við verð
ur komið, cn þangað til er von-
andi að þeir, sem leið eiga um
Ölfusárbrú fylgi settum fyrirmæl-
um vegamálastjóra út í æsar.
Ölfusárbrúin er sem kunnugt er,
með elztu brúm á landinu, og er
því sízt að furða þótt h.ún sé orð-
in léleg, var hún þó traustlega
byggð og mikið mannvirki á sín-
um tíma.
Er það nú citt af mest aðkall-
andi verkefnum í samgöngumál-
um okkar, að byggð verði ný brú
á Ölfusá og er vonandi að það
verði ekki látið dragast þar til
slys hefur hlotizt af urrfferð um
gömlu brúna.
Sumarferðalög og gistihús
Það hefur áður verið minnzt á
gistihúsin hér í Bæjarpóstinum. Nú
hafa Reykvíkingar haft tækifæri
til að kynnast þeim af eigin raun,
núna í sumarleyfunum, og hafa
sjálfsagt frá mörgu að segja um
þau, t. d. um matinn sem var
femgt frá því að vera góður,
minnsta kosti stundum, en þó oft-
ast sá sami. Þá var einhver að
kvarta yfir of stuttu rúmi og enn-
þá styttri sæng, sem hafði vald-
ið honum andvöku og annarra
næturhrellinga. En flestir kvarta
yfir þrengslum á gistihúsum og
hafa ratað í allskonar ævintýri við
að komast í húsaskjól á gististöð-
unum.
Þetta fólk hefur rétt að mæla,
það er yfirleitt mjög þröngt á
gististöðum út um land þessa sum-
armánuði, enda er það ekki nema
eðlilegt, og það jafnt þó mikið
hafi verið gert til að bæta úr því
t. d. í höfuðstað Norðurlands, þar
sem nýlega hafa verið opnuð tvö
gistihús. En ferðalangar utan af
femdi sem koma til Reykjavíkur,
sem gestir, geta þó ekki annað en
brosað að þessum harmatölum
Beykvíkinga, því hvergi á landinu
mun ástandið í þcssum efnum vera
verra, en einmitt hér í Reykjavík.
Tekur það engum breytingum eft-
ir árstíðum.
Fokið í flest skjól
Get ég ekki stillt. mig um að
segja hér frá einu slíku ævintýri,
er ferðamaður utan af landi rataði
í hér í höfuðstaðnum, er hann
. kom hingað ókunnugur og ætlaði.
að hafa fárra daga viðdvöl:
Ferðamaðurinn kom hingað
seint um kvöld, og byrjaði þegar
að ganga á milli allra gististaða
höfuðborgarnnar, er hann vissi um,
en fékk alstaðar sama svarið: „Ekk
ert rúm laust“. Fór hann þá að
brjóta heilann um, hvort hann
myndi ekki eftir neinum er væri
búsettur hér í bænum og hann
þekkti það mikið, að vogandi væri
að biðja liann um gistingu eina
nótt. Mundi hann þá allt í einu
eftir nafnkunnum hjónum hér í
bænum er liann vissi hvar áttu l
heima og höfðu heimsótt hann 1
þegar hann var bóndi í sveit, lát-
ið þá mjög vinalega og boðið hon-
um að heimsækja sig, ef hann
kæmi einhverntíma til Reykjavík-
ur.
Kunningsskapur sem var
gleymdur
Ilugsaði ferðamaðurinn sér að
Ieita nú á náðir þessara hjóna
og vita hvort þau gætu ekki léð
sér húsaskjól eina nótt. Hringii'
hann dyrabjöllunni og húsmóðir-
in keinur til dyra. Opnai' hún að-
eins örlitla rifu, milli stafs og hurð
ar, og stendur tilbúin að skella í
lás. Kastar aðkomumaður kveðju
á konuna þarna í dyrunum og seg-
ir deili á sér og það með, hverra
erinda hann sé kominn. Ilúsmóð-
irin virðist ekkert við manninn
kannast, kveður ekkert gistihús
vera hjá sér, og skellir þar með í
lás.
Sér nú ferðamaðurinn ekki ann-
að ráð vænna, en að rangla um
göturnar til moi'guns,en þá ætlaði
hann að fara úr bænum, austur
í sveitir. Er nokkuð liðið á nóttu,
er hann hittir lögregluþjón ér þyk-
ir maðurinn grunsamlegur og stöðv
ar hann, segir hann lögregluþjón-
inum sínar farir ekki sléttar og
það með, að hann sjái ekki ann-
að ráð vænna, en láta fyrirber-
ast á götunni til morguns.
Lögregluþjónninn kveðst ekki
geta útvegað honum rúm á gisti-
húsi, en hinsvegar hafi lögreglan
vistarveru fyrir ölvaða menn og
þar geti hann fengið að' vera til
morguns. Lítið gat ferðamaðurinn
sofnað um nóttina, vegna liávaða
í drukknum mönnum er voru í
næstu klefum og um morguninn
gengur hann í eitt gistihús bæjar-
ins og pantar rúm næstu nótt, og
telur sig þannig fyrirbyggja að
sama sagan endurtaki sig kvöldið
eftir. Fer hann svo úr bænum og
kemur ekki aftur fyrr en um kvöld
ið.
Aðeins fyrir dæmda menn
Ætlar hann þá að ganga að vís'ri
gistingu, en það fór á annan veg.
í gistihúsinu var þegar hvert rúm
skipað. Gengur ferðalangurinn mi
sömu píslargönguna og kvöldið
áður, án árangurs. Hyggst hann
nú leita á náðir lögreglunnar í
annað sinn, og fer beina leið á
lögreglustöðina, en þá var fokið
í það skjól líka. Lögreglan kvaðst
því miður ekki geta léð honum gist
ingu, því ölvun á almannafæri
hefði verið með meira móti um
kvöldið og væru nú allir klefar
fullskipað.ir. Ilinsvegar kvaðst
hún hafa á öðrum stað húsnæði
fyrir dæmda menn,og spurði þá
ferðamaðurinn hvort hann gæti
ekki fengið þar inni um nóttina,
en lögreglan kvað það ekki geta
komið til mála, því/sá staður væri
aðeins fyrir dæmda inenn.
Spyr nú lögreglan ferðamann-
inn, hvort hann muni alls ekki,
eftir einhverjum hér í bænum, er
muni geta skotið yfir hann skjóls-
húsi. Man hann loks eftir einum
manni úr sínu byggðarlagi, sem
hann þckkir þó mjög lítið, en tel-
ur þó ekki vonlaust að hann muni
vilja rétta sér hjálparhönd. Hring-
ir nú lögreglan til þessa manns og
lofar hann að talca við ferðamann-
inum.
Þessi saga er ekki lengri, en hún
er sjálfsagt ekkert einsdæmi. Marg
ir sem komið hafa hingað til bæj-
arins á síðustu árum, munu hafa
svipaða sögu að segja. En ef þetla
vansalaust, fyrir höfuðstað lands-
ins?
Sjéferð á árabát íyrir 46 árum
Að öllum jafnaði verða sumir
dagar í lífi hvers einasta vinnandi
manns honum minnisstæðari öðr-
um dögum fremur.
Það eru þeir dagarnir sem öðr-
um fremur skilja eftir sögulegar
minningar í hugum þcirra er hafa
verið þátttakendur í baráttunni,
er hver vinnandi maður verður
ýmjst sjálfrátt eða ósjálfrátt að
heyja fyrir lífsafkomu sinni eða
sinna.
Einn slíkra minnisstæðra daga
í lífi mínu er 28. febrúar 1898.
Eg var þá háseti á sexrónum bát
sem gekk frá Ilnífsdal við ísa-
fjarðardjúp. Þessi bátur var frek-
ar lítið far, en var þannig lagaður,
að hann var freklega hár á vatn-
inu, borið saman við aðra stærð
sína. Var hann nokkuð erfiður und-
ir árum, en varðist vel fyrir á-
gjöfum, þó risjótt væri í sjóinn.
ÖIl áhöfn bátsins þennan vetur
voru fimm menn. Báturinn var
hverfur upp á bakborðshlið, og var
mönnum þannig jafnað undir árar,
að þrír þeirra sem taldir voru
lélegir ræðarar var raðað á það
borðið sem báturinn var hverfur
upp á, en hinir tveir betri ára-
mennirnir voru á léttara borðið.
bað var heiðskírt veður og frost
aðfaranótt þessa dágs. Um kl. 2
að nóttu gætti formaður til veð-
urs og er hann hafði athugað
loftslag og, veðurútlit, kom hann
aftur inn og kallaði til okkar há-
seta sinna, að'mál væri að rísa
úr rekkju. Skýrði hann jafnframt
frá því, að nú væru þegar flestir
formenn búnir að láta beita, og
myndu verða albúnir til sjóferða
á venjulegum tíma.
Á þeim tímum er hér um ræðir,
var í gildi héraðssámþykkt. Sam-
kvæmt henni mátti ekkert skip
fara til sjóferða frá vör sinni
fyrir kl. 3 að nóttu til, enn setja
máttu*menn skip sín á flot fyrir
þann tíma og jafnvel snúa þeim
í áttina til miða. Varðaði 10 kr.
sekt cf út af var brugðið. Sömu-
leiðis var bannað að hausa eða
slægja fisk á miðum úti eða skilja
eftir lóðir í sjó þó ekki væri nema
næturlangt, og varðaði þctta einn-
ig 10 kr. sekt ef út af var brugð-
ið.
Við kall forrmanns brugðu allir
blundi, og höfðu hraðann á að
koma sér í fötin. Var þá hlutar-
kona tilbúin með kaffið, sem drukk
ið skyldi áður en gengið væri til
beitingár.
Þegar því var lokið byrjaði beit-
ingin, og var gengið að því verki
af kappi. Vorum við allir sammála
um, að við værum óheppilega sein-
ir á tímanum, þar sem sjáanlegt
þótti, að við kæmumst ekki af
stað fyrr en mun síðar en aðrir
bátar. En hvað um það, Jiá var
þýðingarlaust að fást um slíkt úr
Jíví sem komið var, heldur gera |
sér far um að hraða bcitingunni til
að geta komizt sem fyrst á sjóinn.
Ekkí man ég nákvæmlega hve |
langan tíma Jiað tók okkur að
ljúka við að beita. Við vorum
venjulega D/2 tíma að beita 24
lóðir’ (85 króka á lóð og hver lóð
90 faðmar) en beitingin var pjanka
beiting að vestfirzkum sið þeirra
tíma, og varð að hringa alla lóð-
ina í smá hringi hvern ofan á ann-
ann, og var ein lóð í hvorum
pjanka.
Þegar lóðin var fullbeitt var
pjankinn krossbundinn svo ekki
væri hætt við að niðurlagningin
raskaðist, að því loknu var sá
pjanki lagður frá sér, en hann var
þá b'kastur í laginu stóru glóðar-
brauði. Var svo tekin fyrir næsta
lóð og henni gerð sömu skil og svo
koll af kolli.
Við höfðujn þennan vetur tölu-
vert orð á okkur fyrir hraða við
beitingu, og mun beitingin að
Jiessu sinni hafa sízt gengið lakar
enn venjulega.
Að beitingu lokinni var borðað
og drukkið kaffi áBrfr en lagt væri
á hafið. Að því loknu klæddust
menn skinnklæðum sínum, brók
og skinnstakk, og Jiví næst voru
lóðirnar bornar að skipinu ásamt
blöndukút og ljóskeri. Mat liafði
enginn með sér á sjóinn á þeim
árum, varð Jiað ekki almennur sið-
ur fyrr en möi'gum árum síðar.
Nú var skipinu vent upp, far-
viðurinn, mastur, segl og árar á-
samt stýrisveif og austurfærum
látið upp í Jiað, einnig lóðhjól,
uppihöld og fiskigoggar. Að Jiessu
loknu raðacþ skipshöfnin sér á
báðar hliðar skipsins hver að sín-
um tiltekna keip. Þegar allt var
tilbúið til ofansetningar, kallaði
formaðurinn „fram })á, í ilrottins
nafni“, og tóku aðrir bátsverjar
iindir Jiað. Var svo skipið sett á
flot og setzt undir árar. Var skip-
inu fyrst róið öfugu fram úr vör-
inni þar til óhætt þótti að snúa Jiví,
vegna þeirrar hættu að Jiað stæði
á grunni, en þá var þvi snúið rétt-
sælis og stefnan tekin út og fram
á Djúpið.
Þegar skipinu hafði v'erið snúið
í áttina tóku skipverjar ofan höf-
uðföt sín, eftir boði formanns, og
lásu sjóferðabænina lágt fyrir
munni sér ;
Þegar nokkuð var komið frá
landi, kom á blásandi byr. Var
Jiað suðaustanvindur út Djúpið,
og varð eftir Jiví skarpari sem
lengra dró frá landi. Var fyrst
siglt út og fram þar til komið var
nokkurnveginn til miða út og
fram af Hnífsdal, mun formaður
hafa ætlað sér í fyrstu að leggja
þar lóðirnar, en af því varð Jió
ekki vegna þess, að á Jieim miðum
öllum yar Jiegar svo þéttskipað,
að engar líkur voru til að hægt _
væri að koma jiar lóð í sjó svo
hún gæti verið frí frá lóðum ann-
arra skipa. Þetta sást meðal ann-
ars af því, Iivað Jiétt voru ijósirf
hjá þcim skipum sem Jiegar höfðu
lagt lóðir sínar.
Þegar Jiað var séð; að ekki
myndi hægt að leggja lóðirnar á
innmiðum vegna þrengsla, var
breytt horfi og stefna tekin út
Djúpið. En alstaðar voru sömu
þrengslin svo ekki voru tiltök að
koma lóð niður.
Þannig var þá haldið á að sigla,
og vorum við eftir svo sem þrjá
tima komnir út á opið haf, þar
sem kallað er Kvíarauga, en það
er 13 sjómílur innan frá HnífsdaL
Þegar hér var komið var orðið
nokkuð bjart af degi, og virtist þá
sem útvindinn væri að lægja, og
taldi formaður enga tvísýnu á að
leggja lóðirnar, með því að Jiarna
sýndist vera sæmilegt rúm vegna
skipa, enda Jiótt skip sæist í öll-
um áttum frá okkur.
Var nú gengið að því að leggja
lóðirnar, og gekk það greiðlega að
vanda, Við liöfðum í þetta sinn
með meira móti af lóðum, 27
stykki með 90 krókum hvert.
Þegar lokið var að leggja lóð-
irnar var gefin legan, sem kallað
var, þ. e. beðið við duflið í hálf-
tíma áður en dráttur skyldi haf-
inn.
Að hálftímanum liðnum var
byrjað að drága, og kom þá strax
í ljós að mikill afli var í vændum,
glaðnaði Jiá mjög yfir öllum við
aflavonina, og settu menn Jiað ekki
fyrir sig þótt erfið kynni að revn-
ast ferðin til lands. Allt var undir
því komið að hægviðri yrði á
Djúpið, því oft var hvasst út um
þennan tíma árs og hafði margur
komizt í hann krappan að taka
baráttu með báðum hlíðum alla
leið irin í Hnífsdal, en ef afli var
góður, séttu menn það ekki fyrir
sig, því þá var til einhvers að
vinna. í Jietta sinn fór veður batn-
andi og mátti heita komið logn
og sléttur sjór.
Það kom nú í ljós að eftir því
sem I'engra var dregin lóðin, var
fiskurinn þéttari á hana, og Jiegar
hálfnað var að draga, Jiótti sýnt
að ekki myndi skipið fært til lands
með allt það fiskmagn sem á lóð-
irnar væri, ef jafn rnikið væri á
síðari helminginn og þann fyrri.
Þegar hér var komið fórum við
hásetar að tala um Jiað okkar á
milli, að ckki myndi skipið bera
fiskinn af öllum lóðunum, og hvað
ætti til brágðs að taka ef svo færi.
Ekki gaf formaður sig neitt að
því, en lialdið var hiklaust á að
draga. Þannig var fiskurinn allur
innbyrtur, þar til eftir voru 10
lóðir ódregnar. Mátti þá heita að
skipið væri orðið þrauthlaðið. Lét-
um víð hásetar Jtá formanninn
skilja Jiað, að ekki væri forsvar-
anlegt að hlaða skipið meira, eink-
anlega þar sem langt væri til lands
og farið að líða á daginn og ekki
líkur til, að við ýrðum komnir til
lands áður cn niýrkt yrði.
Eftir nokkurn áróður af okkar
hálfu gaf formaður þann úrskurð,
að draga þann fisk sem vera kynni
á þær lóðir sem ódregnar væru, á
seil. Á þeim tínium hafði hver bát-
ur sem gekk til fiskjar, meðferðis
svokallað seilarband. Það var 5—
6 faðma langur kaðall, frekar mjór,
og 'var stór hausanái ýmjst úr
hvalbeini eða eik fest vió annan
enda bandsins. Var svo fiskurinn
dreginn u pp á Jictta band jafn-
óðum og hann var tekinn af lóð-
---EFTIR -------------------------
Halldór Gaðmundsson
Saðareyrl I Súgandaflrði