Þjóðviljinn - 02.08.1944, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 02.08.1944, Qupperneq 8
NÝJA BÍÓ Nœturvörður: Lyfjabúðin Iðunn. Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturakstur annast í nótt B.S.R. sími 1720. ÚTVARPIÐ í DAG. 8.30 Morgunfréttir. 19.25 Hljómplötur: Óperusöngvar. 20.30 Útvarpssagan: „Silfurnælan“ eftir Þórunni Magnúsdóttur (Höfundur les). 21.00 Takið undir! (Þjóðkórinn. — Páll ísólfsson stjórnar). Sextugur er í dag Þórarinn Kr. Guðmundsson, Reykjavíkurvegi 9 Hafnarfirði. Þórarinn hefur lengi starfað innan sjómannasamtakanna í Hafnarfirði og á nú sæti í mið- stjórn Alþýðusambands íslands. S. 1. li. S. hafa nýlega borizt eftirtaldar gjafir: Frá skipshöfninni á Fjallfossi 1325 kr. Frá skipshöfninni á Þórólfi 1110 kr. Frá starfsmönnum hjá Söginni h.f. 1010 kr. Frá Friðjóni Jenssyni 1000 kr. Frá N. N. (áhei,t) 50 kr. Frá M. G. E. (áheit) 100 kr. Frá Guðmundi Péturssyni, m.s. Esju, 100 kr. Frá Ilarakli Lárussyni o. fl. 110 kr. Áheit 25 kr. Áheit 20 kr. Áheit frá gamalli konu 10 kr. Safnað af S. Sörensen, Fáskrúðsfirði, 275 kr. Safnað af Fr. Bernd- sen, Skagaströnd, 255 kr. Safnað af Þórði Einarssyni, Neskaupstað, 170 kr. Áheit frá S. 10 kr. Safnað af Jónínu Hermanns- dóttur, Flatey, 705 kr. Safnað af Ragn- heiði Jónsdóttur. Dalvík, 700 kr. Safnað af Olafi Hermannssyni, Eskifirði, 1550 kr. Frá Líknarféalginu Einingu. N.-Múlasýslu, S00 kr. Afhent Kaupfélagi Skagstrendinga -50 kr. Áheit frá N. N. 10 kr. BezLu þakkir. Fimmtugsafmæli Fimmtug er í dag frú Ingi- gerður Þorsteinsdóttir, Jónsson- ar frá Hrafnatóftum, til heimil- is á Hverfisgötu 90. Hún er gift Eiríki Þoysteinssyni verkamanni og eiga þau 4 börn. Vafalaust verður gestkvæmt hjá þeim í dag, því að Ingigerður er vin- sæl kona og vel látin af öllum þeim, sem hana þekkja. Fimmtarþraut meistara- mátsins fer fram jí kváfd í kvöld kl. 6.30 fer. fimmtar- þraut meistaramóts I. S. f. fram á íþróttavellinum. Keppendur í fimmtarþraut- inni eru 8. Meðal þeirra eru Jón Hjartar, núverandi meistari, Skúli Guðmundsson, Einar Þ. Guðjohnsen. Allir keppendurnir eru úr K.R. Aðgangur er ókeypis. Eins og kUnnugt er af fréttum hafa Bandaríkjamenn fengið flugbækistöðvar fyrir sprengjuflugvélar í Sovét- ríkjunum. Hér sjást nokkrar rússneskar Jak—9 o'rustuflug- vélar, sem fljúga bandarísku flugvélunum til verndar í ár- ásarferðum þeirra á bækistöðvar nazista. TJARNARBÍÓ Hitaveita (The Heat’s On’.) Ámerísk músík- og gaman- nynd. ÚUagar („They Dare Not Love“) MAE WEST, George Brent, VICTOR MOORE,' Martha Scott, WILLIAM GAXTON, Paul Lukas. XAVIER CUGAT og hljóm sveit hans. Sýnd kl. 5, 7 og 9. Sýnd kl. 5, 7 og 9. r Aki Jakobsson héraðsdómslögmaður og Jakob J Jakobsson Skrifstofa Lækjargötu 10 B< Sími 1453. Málfærsla — Innheimta fteikningshald, Endurskoðua cxis^jprrcri Sverrir Til Breiðafjarðar samkvæmt áætlun. Vörumóttaka til Sands, Ólafsvíkur og Búðardals til há- degis í dag. Mannerheim orðinn fnrseti Finnianls í gær var opinberlega tilkynnt í Helsinki, að Ryti forseti hefði sagt af sér og Mannerheim yfirhershöfðingi finnska hersin* tekið við embættinu. Jarðarför móður okkar KRISTÍNAR JÓHANNSDÓTTUR fer fram frá heimili hennar Lokastíg 19, fimmtudaginn á. þ. m. kl. 1.30 e. h. • Sigurlaug Einarsdóttir. Skafti Einarsson. Gísli Einarsson. Tyrfcír fcalla heítn sfcíp sín frá Búlgarin og Rúmeníu Mannerheim var ekki kosinn forseti. eins og venja er. heldur útnefndur af forsætisráðherra. Linkomis forsætisráðherra gegnir sumum af störfum for- seta. í Stokkhólmi er talið, að þessi atburður boði, að Finnar ætli sér að lýsa samvinnusamning þann við Þjóðverja, sem Ryti undirritaði nýlega, ógildan. Ætla þeir sennilega að bera það fyrir sig að samningurinn hafi ekki hlotið fullkomlega lög lega meðferð, áður en hann var undirritaður. Hitt er auðvitað ástæðan, að finnsku fasistarnir eru nú loks- ins orðnir sannfærðir um að nazistar séu búnir að tapa stríð- inu. ísfirzku síúlkurnar kvaddar ísfirzku stúlkurnar fóru heim á leið með Esju í gær. Voru þaér hinar ánægðustu með för- ina og máttu það, því öllum kom saman um að frammistaða þeirra hafi verið hin prýðileg- asta, þó ekki tækist að ná meist aratitlinum að þessu sinni. Þeir sem sáu leikina telja víst að þessi flokkur verði skæður að sumri, ef hann fær skilyrði til að æfa vel í vetur. Stúlkurnar voru gestir í. R. meðan þær dvöldu hér, og voru kvaddar í fyrrakvöld með kaffi drykkju að Kolviðarhóli og gekkst stjóm í. R. og Vestfjarð- arfarar félagsins frá í vor fyrir hófinu. Var hverri stúlku af- hent eintak af bókinni „ísland í myndum“ með nafni og kveðju frá í. R. áletrað gylltum stöfum. Á sunnudaginn fóru gestirnir að Gullfossi og Geysi í boði bæjarstjómar Hafnar- fjarðar. Ameriskar r sprengju- flugvélar frelsa rússneska fanga Margir rússneskir stríðsfang- ar sluppu nýlega frá Þjóðverj- um í nánd við La Hay du Puis á meðan'stóð á amerískri loft- árás, sem varð nokkrum þýzk- um varðmönnum að bana og truflaði flutninga Þjóðverja. Brezkur blaðamaður sá 8 Rússa stuttu eftir að þeir sluppu. Voru þeir allir í borg- arakæðum, en amerískir her- menn voru að gefa þeim að borða í byrgi sínu á meðan skot j hríð dundi allt í kring. Rússarnir höfðu verið teknir höndum í Minsk fyrir þremur árum síðan og settir í nauðung arvinnuflokka. Tveir voru hermenn frá Odessu og Moskvu, hinir voru óbreyttir borgarar, — tveir þeirra skæruliðar frá Minsk. Fjórir þeirra voru um fimmt- ugt. BARNI BJARGAÐ Einn fanginn, Nikolai Rati- vek, bar franskt barn í fanginu á flótttanum og lézt vera Frakki. „Verið var að flytja 2000 Rússa til Lessay, þegar flóttinn tókst“, sagði Ratinek. „Við átt- um að vinna að virkjagerð fyrir Þjóðverja í Normandí“. Gerizt áskrifendur Þjóðviljans. Tyrkneska ríkisstjórnin sat á i fundi í dag. En á morgun kem- ur þjóðþingið saman. Tyrkir hafa kallað heim öll skip sín, sem eru stödd í búlg- örskum og rúmenskum höfnum. Tyrknesk skip, sem voru ferð- búin til þessara landa, hafa ver- ið kyrrsett. Bosporussundi hefur verið lokað. Þótt einkennilegt virðist, hef- ur ekkert heyrzt um tilefni til hinna væntanlegu sambands- slita við Þýzkaland. Tyrkir eru í bandalagi með Bretum og hafa fengið hergögn frá þeim og Bandaríkjunum. — Hafa þeir þó oft verið Bretum mjög óþjálir og farið sínu fram um viðskipti við Þjóðverja. Eftir Teheranfundinn í fyrra- sumar áttu þeir Roosevelt og Shurchill viðræður við Ivonu, forseta Tyrklands. Stóðu þær í 3 daga, og var álitið, að lagt hefði verið að Tyrkjum, að segja Þjóðverjum stríð á hendur þá. „ Heíl Hifler K " Ilitler hefur fyrirskipað að þýzk- ir liermenn skuli hcetta að nota hina görrýtu hcrvmnn akve ðju og hér eftir heilsa foringjum sínum með nazistakveðju. Sagðist hann gera þetta sam- kvæmt ósk frá ölluin hlutum hers- ins. Tilskipun þessi bendir til, að nazistar ætli að sýna herforingjun- um, hver sé húsbóndinn á liéimil- i inu. Flokkur úr sundfél. ,Ægís fer em Norður- og Ausfurland Sundfélagið „Ægir“ leggur af stað í sýningaför um Norður- og Austurland í dag. í förinni talca þátt 22 manns, piltar og stúlkur. Fararstjóri verður Þórður Guð- mundsson formaður „Ægis“, en ' með i förinni verða sundkennarar „Ægis“ þeir Jón Pálsson, Jón D. Jónsson og Einar Kristjánsson. Tilgangur fararinnar er að auka áhuga almennings í þeini héruðum er farið verður um, fyrir sundí- þróttinni, og sýna nýjungar í sundi. Fyrsta sýning flokksins verður á Akureyri á föstudagskvöld. Það- au verður haldið áleiðis til Mý- vatnssveitar og gist að Laugum í Reykjadal. Næsta sýning verður svo að Litluá í Kelduhverfi á sunnudag. Gist verður í Möðrudal. Þaðan verður farið að Eiðum og sýnt þar, síðan farið um Ilallormsstað og til Norðfjarðar og Fáskrúðsfjarðar, verða sundsýningar á báðum stöð- um. Sýnt verður á fleiri stöðum ef tími vinnst til. kV esturvígstöð varnar Frh. af 1. aíðu Sótt var fram fyrir sunnan iTorígny. Kanadamenn tóku Tilly- Campagne. Fréttaritarar eru farnir að tala um endurtekningu á „Tún- isósigrinum“.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.