Þjóðviljinn - 10.11.1944, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN
Föstudagur 10. nóvember 1!)44.
Framkvæmdir í hafnarmálum
Ólafsfjarðar
Nohbrar athugasemdír víð greínar Pór. Kr, Eídjárns í „Degí“
4« maí og Krístjáns Eggertssonar í sama blaðí 8. maí
Fyrri hluti greinar þessarar birtist í 217. tbl. Þjóðviljans 28.
sept s.l. Síðari hlutinn varð að bíða birtingar þar til nú, af á-
stæðum sem lesendum blaðsins munu kunnar.
í fyrsta lagi: Sýslunefnd vill
ekki ræða við hreppsnefnd óð-
ur en hún fellir málið.
í öðru lagi: Sýslumaður svar-
ar ósk hreppsnefndar Ólafsfjarð
arhrepps um 2 daga bið í ræðu
inni á Akureyri og ætlar lög
reglustjóra að flytja þennan
ræðustúf heim til Ólafsfjarðar,
en hann er ekki greinilegri en
það, að lögreglustjóri getur
„skilið á annan veg“.
í þriðja lagi: Það virðist að
sýslunefnd hafi ætlað oddvita
sínum að senda orðsendingu um
þetta, en hún hefur „sennilega
fallið niður“, því hreppsnefnd
fékk hana aldrei.
Ef þörf er á að gera ráð fyrir
miklu meira skeytingarleysi um'
þetta mál, sem viðurkennt er af
sömu aðiljum að vera ,.lífs-
nauðsynjamál" eins hreppsins í
sýslunni.
I grein niinni gerði ég með fáuni orðmn
saniaiilnirð á afgreiðslu sýslunefndar Eyja-
fjarðarsýslu á hafnarmálum Svarfdæla
1937 og hafnarmálum Ölafsfjarðar 1041,
og vegna þess, að Þórarinn Kr. Eldjárn
ræðir þennan samanburð af miklu kappi,
mun ég bæta við hann nokkrum orðum.
I>að skal þé> greinilega tekið fram, að það
er ekki sagt til þess að kasta steinum að
þessu náuðs.vnjafyrirtæki Svarfdæla, sem
]>eir hafa sýnt dugnað og atorku við að
framkviema, ]>eir hafa eflaust haft sína
þörf eins og Olafsfirðingar —heldur hef
ég tekið þetta dæmi einungis til þess að
sýna hlutdrægni sýslunefndarinnar. 1 þess-
um tveim hliðstæðu málum hefur hún lát-
ið bé>ka sýnishoni af hlutdrægni sinni milli
einstakra Sireppa sýslunnar.
Eins og segir í tilliigu sýslumanns frá
1937, sem ég tilfærði orðrétt í áðurnefndri
grein, telur hann í 4 liðum skort á undir-
búningi hafnarmáls Svnrfdæla (það hefur
ekki verið véfengt af Þórami Kr. Eldjárn)
og leggur þessvegiia til að kjósa nefnd til
að rannsaka málið, „áður en endanleg af-
staða sé tekin til þess". En sýslunefnd þarf
hér ekkert að rannsaka. Það virðist vera
fyrirfram ákveðið að sam]>ykkja ]>að og
þá er ekki þörf rannsóknar. Gagnstæð þessu
er afgreiðslan á hafnarmáli Olafsfjarðar
1044. I'ar liggur einnig fyrir tillaga eða ósk
frá viðkomandi aðiljum um frestun á loka-
afgreiðslu málsins til frekari athugunar, en
sýslunefnd telur ó]>arfa að athuga það mál
nánar. I>að virðist vera „eins og allt er í
pottinn búið“, ákveSið að fclla það og þá
þarf hehlur engrar rannsóknar við. Það má
reyndar athuga um það (>ar á eftir ef ein-
hver kærir sig um það.
Þessi hlutdræga valdbeiting verður
hvorki réttlætt né afsökuð í augum þeirra
manna, sem allt sitt eiga undir framgangi
viðkomandi mála.,
Um samanburð á tekjum til hafnarsjóðs
Olafsfjarðar og hafnarsjóðs Dalvíkur, má
geta þess, að í hafnarlögum Olafsfjarðar
er að sjálfsögðu gert ráð fyrir hvernig
tekna skuli aflað til • hafnarinnar, um
þetta munu vera svipuð ákvæði í öllum
hafnarlögum. En hafi eitthvað skort af
upplýsingum um framleiðslu og útflutning
frá Olafsfirði (sem eg hef ekki aðstöðu til
að dæma um) mundi sýslunefnd hafa get-
að fengið þær upplýsingar, ef hún hefði
ekki heldur viljað vera laus við þær, með
því að afgreiða málið áður en hægt var*
að veitii ]>ær.
Þá er það tilraun Þórarins Kr. Eldjárns
til að réttlæta talnadæmið sem hann setti
upp í fyrri grein sinni svohljóðandi: 2/ö
af 5% eru 1 og ef hann er svo dreginn
frá 5)4 kemur út fjórir og hálfur.
Eg taldi þennan talnagrunn ekki rétt
vel hreinan og Eyfirðinga, sem einkum
var a'llað að byggja á honum, karlmenni
ef þeim tækist ]>að. Reyndar fellur Þór-
arinn frá útkomunni og að nokkru leyti
hinum tölunum, en hann eyðir þó allmiklu
dálkarúmi til að réttlæta ]>etta einkenni-
lega dæmi og hirðir ]>á ekki um þó hann
geri öðrum Iílinn greiða í Ieiðinni. Hann
viðurkennir að hafnarlög Dalvíkur hafi
verið hækkuð um 200% að krónutali og
telur að ]>etta sanni. að hafnarmannvirki
Dahíkur hafi farið 200% jravi úr áœtlun.
Orðrétt segir hann: „En hvað sannar þetta“
(200% hækkunin á hafmu-lögum Dalvíkur)
„Það sannar |>ettji, sem ég sagði í fyrri
grein minni, að áætlanir hafa til að stand-
ast. ekki, fara oft langt fram úr því, sem
gert var ráð fvrir". Eg geri ráð fyrir, að
Þórarni Kr. Eldjárn verði það Ijóst, ef
hann hugsar málið, að hér er uin rökvillu
j að ræða, sem ekki getur réttlætzt af öðru
en því, að tekin hafi verið ábyrgð á verð-
gildi ]>eirra peninga, sem áætlað var að
byggja höfnina íyrir, þvi það eitt hvorki
leiðréttir eða rangfærir neina áætlun að
verðgildi peninga fellur eða stígur frá því
áætlunin var gerð og ]>angað til hún var
framkvæmd, ef krónutalan aðeins breyt-
ist í hlutfalli við verðgildi peninganna.
Það eru staðreyndir, sem viðurkenndar
eru af þeim. sem Iiugsa nokkurnveginn
raunhæft, að verðgildi ]>eninga nú sé að-
eins lítill hluti af verðgildi þeirra 1939. I
hafnarlögum Olafsfjarðar er gert ráð fyrir,
að þeir séu fallnir um ca. 77% eða að
verðgildi þeirra nú sé aðeins 23% af því
sem það var 1939. Þess vegna hafa þeir
menn, sem gert hafa áætlun að liafnar-
mannvirkjum Olafsfjarðar, gert ráð íyrir
að ]>au geti kostað 1,215 millj. — 5,25
millj. — allt eftir því hvaða raunverulega
gildi þeir peningar hafa sem varið verður
til framkvæmdanna, þó miðað við að verð-
vísitala hafnarmannvirkja falli en stígi
ekki frá því sem áætlunin er miðuð við
hæst.
Olíklegt verður að telja það, að þeir,
sem gerðu áætlanir að hafnarmannvirkjum
Dalvíkur vilji viðurkenna að hækkunin
á hafnarmannvirkjunum þar — 200 pró-
I sentin — séu öll fyrir ranga áætlun, en
ekkerl af því fyrir minnkandi verðgildi
peninganna.
Eg geri ráð fyrir, að Þórarinn Kr. Eld-
járn telji ekki „samigjarnt" að Olafsfjarð-
I arkauptún gjaWi þess að eilífu, að það
var nokkrum árum á eftir Svarfaðardals-
hreppi að hefja framkvæmdir i sinum
hafnarmálum og þarf m. a. þess vegna
miklu fleiri og smærri krónur til sinna
byrjunarframkvæmda (meira en 400%
hærri krónuupphæð fyrir svipaðar fram-
kvæmdir) og leiði ]>essvegna hjá mér að
gera samanburð 4 heildarverði þessara
tveggja mannvirkja.
Meðal annars í talnahugleiðingunum
segir Þörarinn Kr. Eldjáni „að sýslunefnd-
in taldi eftir reynslu og viðhorfi timanna
nú að upphæðin. sem talin var dýrtfðar-
tala, 5)4 milljón. mundi verða sú raun-
verulega".
Hér er um að ræða að ómerkja orð
þeirra fræðimanna, sera gert. hafa áætlun
að hafnarmannvirkjum Olafsfjarðar, að
|>eir hafi gefið upp meira eða minna rangar
tölur, því gera verður ráð fyrir að ]>eir séu
að minnsta kosti jafnoki sýslunefndar Eyja-
fjarðarsýslu í þekkingu á málum þessum.
Eg vísa þessari véfengingu á heimildum
mínum til réttra aðila. Eg viðurkenni, að
ég hel' álitið verkfræðinga Vitamálaskrif-
stofunnar öruggari heimildir í þessu máli
en sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu, að með-
töldum Þórarni Kr. Eldjárn hrep]>stjóra,
en mun að fengnum dómi reynslunnar hafa
]>að heldur er sannara reynist.
Þá vil ég mega benda á ]>á tilgangslausu
endurteknu röksejnd Þórarins Kr. Eldjánis
og annarra sýslunefndarmanna í Eyjafjarð-
arsýslu, að Olafsfirðingum sé ofraun að
byggja sér höfn — okkur skilst meiri of-
raun en vera hafnarlausir í framtíðinni. —
Þetta skilja Olafsfirðingar ekki. Þeim finnst
iniklu meiri ofraun að vera hafnlausir, en
þó þeir verði að leggja eitthvað á sig til
að eignast höfn. Ut af þessari röksemd hef
ég heyrt marga sjómenn hér efast um, að
hreppstjóramir, sem skrifað hafa, og aðr-
ir bændur í sýslunefnd Eyjafjarðarsýslu,
þekki af reynslu hvað hafnarleysi þýðir
fyrir menn, sem byggja alla sína lífsaf-
komu á fiskiveiðum á smábátuni.
Sú hlið þessarar röksemdar, sem snýr að
sýslufélaginu skilzt mér vera í stuttu máli
á þessa leið: Sýslunefnd stöðvar fram-
kvæmdir í hafnarmálum Olafsfjarðar með
því að synja um ábyrgð. (Það er ekki
sýslunefndinni að þakka þó að sú stöðvun
stæði skamma hrið). Það var svo mikil á-
hætta að leggja þessa ábyrgð á sýslufélag-
ið, að það var „siðferðilegá“ óverjandi, i
einnig kcmur til greina umhyggja i'vrir ■
pyngju Olafsfirðinga sjálfra. Það er viður-
kennd lífsnauðsyn Olafsfirðinga að fá hafn-
arbætur og þar með líka viðurkennt, að
afleiðingar af aðgerðaleysi í hafnarmáli
]>eirra, geti bakað atvinnulífi þeirra „hinn
alvarlegasta hnekki“. Olafsfjarðarhreppur
gæti farið á vonarvöl í framtíðinni af ]>ess-
um orsökum. En yrði sá gangur málanna
þá muudi alltaf verða réltlætanlegra „sið-
ferðilega" að. leggja fé t'rá sýslunni til
lirep’ps sem orðinn væri ómagi fyrir at-
hafnaleysi. heldur en að leggja áhættu-
saina ábyrgð á sýslufélagið, ábyrgð sem
í framtíðinni liefði getað orðið undirstaða
blómlegs atvinnulífs, ef ekki steðjuðu ó-
fyrirsjáanleg óhöpp að.
Þessi „siðferðis“-ri>k leyfði ég mér að
kalla skálkaskjól í áðurnefndri grein minni
og ég hef ekki enn]>á fundið heppilegra
orð yfir ]>etta hugtak.
Þá i il ég minnast á það, sem ég kalla
dylgjur: I áðurnefndri grein drap ég á, að
■]>að hefði kostað' sýslunefndina 3 auka-
fundi að samþykkja 150 þús. króna á-
byrgðina fyrir Garðsárvirkjunina í Olafs-
firði. Þórarinn Kr. Eldjárn tekur þetta
mjög óstinnt u]>]> af mér. En þar sem
]>eltu mál ]>arf nokkurrar greinargerðar
sérstaklega úr ]>\í sem komið er, kýs ég
heldur að blanda ]>ví ekki hér í, en birta
aðeins að ]>essu sinni eftirfarandi yfirlýs-
ingu frá rafveitunefnd Olafsfjarðar:
„/ grcin eftir Þórarinn Kr. Eldjám, ccm.
birti.it í Degi 4. maí sl. eru eftirfarandi
ummœli: ,.Er það sýslunefndarinnar sök
a'ð rafveitumál OlafsfjarSar er svo laus-
lega undirbyggt að ekki er unnt að taka á
því, og endurteknar hœkkandi ábyrgSar-
beiðnir frú Olafsfirðingum knýja fram
aukafund í sýslunefndinni? Á virkilega að
líta svo á, að gott málcfni í sjálfu sér,
sé svo ilfa á vegi statt um frambœriley
r'ók, að sœkjendur þess v'erði aS gripa til
og berjast með þeim vopnum i sókn
sinni, er snúa banvœnurn eggjum að þeirra
eigirl málstað?'1
I tilefni af ummælum þessum vill raf-
veitunefnd Olafsfjarðar (sem hafði með
höndum framlcvcemd rafveitumálsins lOJfl
—ÍHU) taka fram, að henni er eklci kunn-
ugt um á hverju þetta er byggt og óskar
því eftir að Þórarinn Kr. Eldjám gcrr
nánari grcin fyrir téðum ummœlum.
Olafsfirði !). júní 1944-
Magnús Gamalíclsson, Kristinn Sigyrðs-
son, Agúst Jónsson".
< Eiginhandarundirskriftir).
Eg vil þá drepu á þau varnarrök Þór-
arins Kr. Eldjárns, sem ég tel Iionum
minnst sæmd að og lélegasta vörn fyrir
málstað sýslunefndarinnar, en ]>au eru eft-
irfarandi:
„Ölafsfirðingar tala um ábyrgð' á 400
þúsund krónum. Það sé allt og sumt er
þeir biðji um og hafi verið neitað. Þetta
er blekking, ]>að vita Olafsfirðingar sjálf-
ir. Fjögur hundruð þúsund voru aðeina
byrjun á langtum stærri upphæð. Hvaða
vit er að vera að blekkja sjálfau sig og'
aðra með þessu? Sýslunefndinni var full-
ljóst, að el’ sýslan á annað borð sligi inn
í ábyrgðina, væri hún knúin til. að fylgja
Framhald á 5. síðu.
Tvær nýjar, skemmlllegar bæknr
Hiiilnnr Sliuiðar iritn ti Hðlar sfinr eftlr Mrl lergsstn
Sigurður Briem er einn af elztu og vinsælustu embættismönnum þessa lands. Hann er viðurkenndur fyrir skemmtilega frásögn
og alúðlega framkomu. í minningum sínum segir hann frá mörgum ævintýrum, sem fyrir hann hafa komið á langri ævi og fjöl-
breyttri. Þar eru margar skemmtilegar sögur og lýst gamansömum atvikum, sem allir hafa ánægju af. Lesið bókina. Það leiðist
engum, sem les Briem. iÉtóeg.^. r.v ; . , ,
Þórir Bergsson er einn af vinsælustu rithöfund-
um landsins. Smásögur hans eru með því bezta
í íslenzkri skáldsagnagerð og sumar þeirra eru
perlur. Þessi nýja bók Þóris Bergssonar mun
vekja athygli og þar sem upplagið er lítið ættu
bókamenn að tryggja sér eintak sem fyrst. —
Bókaverzlun ísafolclar
og útíbúíd La gavegí 12