Þjóðviljinn - 10.11.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 10.11.1944, Blaðsíða 3
Föstudagur 10. nóvember 1944. ÞJÓÐVILJINN 3 íþróttir og keppni fyrirtækja Um mörg undaníarin ár hefur nokkuð borið á því að hin og þessi fyrirtæki hafa verið að keppa í íþróttum. Sérstaklega hefur það verið knattspyman, og þvínær eingöngu. Flestir þessara leikja hafa farið fram samkvæmt ,,áskorun“. Þó munu til vera árlega skipulagðar keppnir t. d. milli bank- anna. Yfirleitt er þessi keppni og fyrirkomulag hennar of los- aralegt. Þessi starfsemi gæti orðið sterkur þáttur í því að út- breiða íþróttir, vekja menn til áhuga um þær. En þótt knattspyrna sé ágæt íþrótt, þá eru margar fleiri íþróttir góðar. Það væri t. d. eðlilegt að fyrirtæki byrjuðu keppni í boðsundi þar sem ákveðinn fjöldi keppenda er í sveit, t. d. 6 eða fleiri og sund ákveðin. Þá mætti keppa í frjálsum íþrótt- um, t. d. 60 m. hlaupi eða 100 m., langstökki og boðhlaupum o. fl. Er yfirleitt hægara að ná saman fámennari flokkum en knatt- spyrnulið er. Að sjálfsögðu hefur vallarleysi^ dregið mjög tír þessari starfsemi, að ég tali nú ekki um að æfingar vilja verða heldur takmarkaðar, en öll keppni þarfnast undirbúnings til þess að maður hafi gott af hreyfingunni, og gaman af að vera með. Ef til vill rætist úr þessum vallarvandræðum á næstunni. Eg er sannfærður um að t. d. sundmót í Höllinni milli starfs- rnanna Landsbankans, .Rafveitunnar, bæjarskrifstofunnar, Ham- ars og Héðins mundi vekja mikla athygli, og hugsum okkur þann fjölda þátttakenda, sem annars mundi hvergi koma fram eða hafa æft, sem þarna yrði með og sama yrði í öðrum greinum. Eg hef íyrir nokkrum árum vakið máls á því að þessa íþrótta- starfsemi þyrfti að glæða og styðja, og þá skipuleggja svipað eg gert er í íþróttahreifingunni. Svíar hafa komið auga á þá miklu möguleika sem felast í þessu gamni starfsfólks fyrirtækjanna. í maí s.l. var stofnað í Stokkhólmi fyrirtækjaíþróttasamband. Að því stóðu hvorki meira né minna en 50 fyrirtæki. í greinargerð um tilgang þessara sam- taka segir: Að styðja æfingar fyrirtækja og' hressingaríþróttir í Stokkhólmi og nágrenni með því að vinna að því að fyrirtæki og flokkar iðki íþróttir, hjálpa til að útvega húsnæði og velli til afnota fyrir íþróttir fyrirtækjanna. Hafa örvandi áhrif á íþróttir kvenna meðal fyrirtækjanna. Koma á heppilegu keppnisfyrirkomulagi fyrir keppnir. Sjá um meistarakeppni meðal þessa fólks og koma á auglýsinga- mótun í þessu augnamiði. Útvega starfsmenn. örfa áhuga fyrir útilífi. Auk þessa hefur þetta samband sótt um samstarf við íþrótta- samband Svíþjóðar. Á þessu má sjá að Svíar taka þessa keppni og þessa starf- semi alvarlega, og væri æskilegt að hér yrði líka tekið á móti þessum áhuga og hlynnt að honum eftir megni. Þess má geta að þessi fyrirtæki sem nefnd voru frá Stokkhólmi, hafa allar mögulegar iþróttír á stefnuskrá sinni. Eg skora nú á íþróttaforustumenn hvers fyrirtækis að nota veturinn, til að undirbúa skipulagða keppni og skipulagðar æf- ingar eftir því sem vellir og aðstæður leyfa. Með því vinnið þið sjálfum ykkur heilbrigði og skemmtun, og íþróttahreifingunni mjög mikið gagn. Frá félögunum Knattspyrnufél. Reykjavíkur Aðalfundur Knattspyrnufé- lags Reykjavíkur var haldinn 26. okt. s.l. í byrjun fundarins minntist formaður, tveggja látinna félaga þeirra Antons B. Björnssonar íþróttakennara og Árna Einars- sonar verzlunarmanns. Stjórn félagsins gaf ítarlega skýrslu um starf félagsins á liðnu félagsári, sem hafði verið óvenju viðburðaríkt og íþrótta- starf félagsins sjáldan verið meira. Einnig var árið mjög sigursælt á íþróttasviðinu fyrir félagið. fljaldkeri gaf skýrslu um fjárhag íélagsins, sem var góður, en bein útgjöld félagsins til íþróttastarfseminnar voru komin upp í nær 40 þús. krón- ur (kennaralaun, húsnæði o. þ. h.). Formaður félagsins, Erlendur Pétursson, var endurkosinn í einu hljóði. Meðstjórnendur voru kosnir: Baldur Jónsson, Haraldur Matthíasson, Ólafur Þ. Guðmundsson, Þorsteinn Ein arsson. Fyrir eru í stjórninni: Brynja Guðmundsdóttir, Einar Sæmundsson. Ásgeir Þórarins- son, Haraldur Guðmundsson. Framkv.stj. KR.-hússins var end urkosinn í einu hljóði, Kristján L. Gestsson. Endurskoðendur voru kosnir: Eyjólfur Leós og Sigurjón Pétursson. Á fundin- Keppni fyrir unga drengi Á Íþróttasíðunni 1. seþt. s.l. gerði ég nokkuð að umtalsefni námskeið og keppni félaganna hér 1 bæ fyrir unga' drengi í írjálsum íþróttum. Varaði ég við því að etja ungum drengj- um of fljótt til keppni í ein- menningsíþróttum. Var þessi aðvörun byggð á áliti sérfróðra manna um þjálfun og líkams- byggingu manna á öllum aldri, og hafa verið leiðandi menn meðal þjóða siima á þessu sviði. Þessir menn leggja yfirleitt til að æfingar ungra drengja og stúlkna séu sem mest byggðai upp í leikformi og þar komi flokksleikir oft í góðar þarfir. Á næst síðustu Íþróttasíðu kem ur svo svar við þessari grein minni frá Sigurði Ólafssyni. í grein þessari virðist mér hann misskilja mig allverulega, og ekki laust við að mér sé borið það á brýn að ég sé hér að draga taum flokkaíþrótta á kostnað frjálsra íþrótta. Eg hef aldrei litið á afskipti mín af íþróttum sem sérstakan áróður fyrir ákveðna íþrótt, heldur hef ég hvatt menn til íþróttaiðkana hverju nafni sem nefnist og hugurinn beinist að. Þá tekur hann það strangt upp að ég fordæmi frjálsar íþróttir meðal drengja, en það er heldur ekki rétt með farið, ég er að- eins að benda á að ef ekki sé rétt að því staðið, geti illa far- ið, og dreg þá í efa að vinnu- aðferðimar séu heppilegar. En fyrst þetta mál er nú komið á dagskrá aftur, er rétt að gefa fleirum orðið um þetta efni. J'yrir nokkrum árum ritar Olympíumeistarinn í tugþraut, Norðmaðurinn Helge Lövland, greinarflokk um þjálfun í blað norsku íþróttasambandstjómar- innar „Þjálfun“. í einum kafl- anum ræðir hann þetta atriði. Hann segir: „Unga íþróttamann inum má líkja við bíl, hann verður að „tilkeyrast“ með um- hyggju og varfærni. Ending bíls um var kosin laganefnd, til að athuga lög félagsins fyrir næsta aðalfund. Fundurinn var mjög fjölmenn ur og almennur áhugi að efla gengi og sigur K.R. í framtíð- inni. Ármann. Fyrir nokkru hélt Glímufélag- ið Ármann aðalfund sinn. í stjórn voru kosnir: Jens Guð- bjömsson, formaður, kosinn í 19. sinn. Varaform. Sigurður, Norðdahl, Sigríður Arnlaugs- dóttir, ritari, Gunnlaugur Briem gjaldkeri, Baldur Möller bréfrit Framhald á 8. síðu. ins er undir því komin hvern- ig honum er ekið fyrstu 600 míiurnar, svipað er það með drenginn. Íþróttaframtíð hans byggist á meðferð, þjálfun og umhyggju til 18,—20. ársins. Höfuðatriði við þjálfun ungl- inga er stöðug varfærni. Það er líka sérlega mikilvægt að forðast ofkælingu og hlaup á hörðum brautum. — í fyrsta lagi verður að taka þær æfingar sem miða að þroskun stærri vöðvasamstæðna. Til þess svo síðar að geta orðið mikill íþróttamaður verð- ur drengurinn að iðka nokkuð hlaup og stökk, kasta knetti, leika , knattspymu, synda, fara c. skautum, og yfirleitt venja sig á æfingar án áhalda. Allt það sem drengurinn er látinn gera, skal vera, eftir því sem hægt er, í leikformi. Leikur er 1 sannleika sagt bezta þjálf- aðferðin fyrir unga drengi. Vinnulag leiksins hefur stóra þýðingu fyrir bæði áhugann og svo líkamann „Rólega, öruggt og létt sem leikur,“ segir sænsk-amerík- anskur þjálfari. Ágætt ráð fyrir iðkendur. Kappið í leiknum hefur yfir- burði yfir kappið í keppninnr Frelsistilfinningin. Engl. aðhyll- ast mjög leikkappið og vissu- lega er það ástæðan til þess að þeir sýna oft það sem vert er að veita athygli. í leiknum læra þeir, þegar svo til keppni kem- ur, að það varðar ekki líf eða dauða, tapi maður er ástæðu- laust að örvinglast af þeirri á- stæðu. Áhyggjulausir og glaðir ganga Englendingamir til keppni, á meðan Ameríkumað- urinn, Þjóðverjinn og Norðmað urinn em þjakaðir af ábyrgðar- tilfinningu sem gefur þeim of lítið olnbogarúm. — í fám orð- um sagt: Á drengjaaldrinum eiga íþróttaæfingarnar að sam- anstanda af margþættum leik og leikfimi í leikíormi þannig, að starfsleiði hverfi. Auk þess verður að taka tillit til árstíða, veðurs og heilsu. Æfingar á þessu aldursskeiði eiga aldrei að vera of erfiðar.“ Þetta segir Lövland. Nú skulum við heyra hvað prófessor E. Hohwú-Christensen við 'Gymnastika centralinstitut segir, 1 grein er hann nýlega ritar og nefnir ..þjálfun og keppni í skólum.“ „Hverfi maður frá leikfiminni oe ræði um leiki og knattleiki, má taka það fram að vissir leikir og knattleikir hafa mikið þjálfgildi. Kostir knattleikja em áreynslu- og hvíldarstundir er skiptast á þar sem í sjálfum ileistarar frá byrjun 10 km. hlaup. 1927 Enginn sigurvegari. 1928 M. Guðbjörnss. KR. 37,255 1929 Sami 37,490 1930 Bjarni Ólafsson ÍR. 35,552 1931 Karl Sigurhans K.V. 35,20,1 1932 Sami 34,183 1933 Sami 34.256 1934 Sami 35.51,9 1935 Gísli Alberts. ÍR. 35,76,3 1933 Ekki keppt 1937 Jón Jónsson KV. 36.02,4 1938 Bjarni Bjarnas. KV. 36,391 1939 Indriði Jónsson KR. 35,45,7 1940 Sami 37,498 1941 Jón Jónsson KV. 35,40,0i 1942 Har. Þórðarson Á. 35.29,6 1943 Indriði Jónsson.KR. 36,19,8 1944 Sami 36,46.8 110 m. grindahlaup 1927 Ekki keppt. 1928 Helgi Eiríksson, ÍR. 19,7 1929 Ekki keppt. j 1930 Stefán Bjarnason, Á. 19,6 1931 Ingvar Ólafsson, KR. 19,4 1932 Sami 17,4 1933 Jón Ólafsson, KV. 21,5 í 934 Karl Vilmundars., Á. 18,9 1935 Jóh Jóhannesson, Á. 18.2 1936 Ólafur Guðm. K.R. 17,8 '1937 Sami. 17,6 1938 Jóhann Jóhanness. Á. 18,2 1939 Sveinn Ingvarss., KR. 17,2 1940 Jóhann Jóhanness., Á. -18,0 1941 ' Sami 18,5 1942 Sami 19,0 1943 Oddur Hel^ason, Á. 19,8 1944 Skúli Guðm.s., KR. 17,4 leiknum koma fyrir hvíldir að vissu marki. — Það m,á líta á það sem kost að flestir knatt- leikir eru ekki nein einmenn- ingskeppni, það er liðið sem sigrar eða tapar. Knattleikimir hafa því upp- alandi gildi án tillits til gildis þeirra sem líkamsæfing. Það væri vinningur ef knattleikjum væri ætlað meira rúm í sænsk- um skólum. — Æfingar þeirrar tegundar (stökk, köst og stutt hlaup sem taka 10—20 sek.) geta þjálfað vöðvastyrkleikann. og samæft og aukið viðbragðsflýti. Per- sónulega get ég þó ekki séð að þessar æfingar eigi að fá meira rúm í dagskrá skólanna, sér- staklega ekki yngri árganganna. Eg held því að skólanir eigi ekki að gefa þessum greinum of mikið rúm, jáfnvel þó þær séu vinsælar meðal þeirra vöxnu. Vinsældirnar eru vissu- lega mikið sprottnar af keppn- isafrekunum sem mæla má í sekúndum og sentimetrum. — Hlauptíminn og hraðinn skal éftir því sem þjálftímanum mið ar smátt og smátt aukast, og öll, hlaup á lengri veglengdum á að banna í skólakeppni.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.