Þjóðviljinn - 11.11.1944, Blaðsíða 1
Bandaríkjamenn
ætla að umkringja
Metz
Stfómarfrumvarp um sbipun ráðsíns og starf lagf fram á Alþingi
Ríkisstjórnin hefur lagt fyrir Alþingi frumvarp til laga um
nýbyggingarráð, og er það birt hér í heild, ásamt greinargerð.
»1. ST-
Af inneignum Landsbanka íslands erlendis skal jafngildi að
minnsta kosti 300 milljóna ísl. króna iagt á sérstakan reikning og
skal eingöngu verja fjárhæð þeirri til kaupa á framleiðslutækjum
og til annarrar nýsköpunar í atvinnulífi þjóðarinnar, samkvæmt
nánari ákvörðun nýbyggingarráðs.
2. gr.
Ríkisstjórnin skipar fjögurra manna nefnd, er nefnist ný-
byggingarráð.
Hlutverk þess er að búa til heildaráætlun, fyrst um sinn mið-
aða við næstu fimm ár, um nýsköpun íslenzks þjóðarbúskapar.
Skal þar áætlað, hver atvinnutæki, samgöngutæki, byggingar og
annað þurfi til sjávar og sveita, til þess að allir íslendingar geti
haft vinnu við sem arðbærastan atvinnurekstur svo og hvemig
bezt verði fyrir komið innflutningi fáanlegra tækja og efnis á
mæstu árum með það fyrir augum að hagnýta sem bezt vinnuafl
þjóðarinnar og auðlindir landsins.
bá skal nýbyggingarráð gera áætlanir um, hvar tækin skuli
staðsett og tillögur um byggingar og aðrar framkvæmdir í því
sambandi.
Nýbyggingarráð hlutast til um að slík tæki verði keypt utan
lands eða gerð innan lands svo fljótt sem auðið er og hefur milli-
göngu fyrir þá aðila, sem þau vilja kaupa og þess óska.
Innflutningsleyfi og gjaldeyrisleyfi til framangreindra ráð-
3. Tæki þessi skulu seld ein-
staklingum eða félögum og slík
félög m. a. stofnuð að opinberri
tilhlutun, ef þörf gerist.
Framleiðslutæki, sem keypt
kunna að verða fyrir framlag
hins opinbera að nokkru eða
öllu leyti, skulu ekki seld með
tapi, nema öll ríkisstjómin sam-
þykki eða Alþingi ákveði.
4. Ríkisstjórnin skipar nefnd,
er geri áætlanir um, hver at-
vinnutæki þurfi að útvega lands
mönnum til sjávar og sveita, til
að forðast að atvinnuleysi skap
ist í landinu.
5. Ríkisstjórnin setur nánari
reglur um starfsvið nefndarinn
ar og vald hennar. Skal það m.
a. ákveðið, að nefndin skuli
leita fyrir sér um kaup fram-
angreindra framleiðslutækja er
lendis og smíði þeirra innan
lands og hafa milligöngu fyrir
þá aðila, sem þau vilja kaupa og
þess óska.
Komi í ljós, að vegna við-
skiptareglna annarra þjóða
verði talið hagkvæmt eða nauð-
synlegt, að einungis einn aðili
fjalli um kaup ofangreindra
tækja, svipað og nú er um sölu
á flestri útflutningsvöru lands-
manna, skal ríkisvaldið hafa
alla milligöngu í þessum efn-
um.
6. Við nýsköpun þá á atvinnu-
lífi þjóðarinnar, er hér hefur
verið getið, skal hafa sérstaka
hliðsjón af þeim sölumöguleik-
um, sem tekst að tryggja ís-
landi í heimsviðskiptunum.
Framkvæmdum innan lands í
sambandi við öflun þessara
framleiðslutækja skal haga
með hliðsjón af atvinnuástandi
í landinu, í því skyni, að komið
verði í veg fyrir atvinnuleysi
meðan verið er að útvega hin
nýju framleiðslutæki.
Ríkisstjórnin mun taka til at-
hugunar, hverjum öðrum fram-
kvæmdum ríkisvaldið skuli
beita sér fyrir í því skyni að
forðast atvinnuleysi.
Fjár til þessara þarfa skal, að
svo miklu levti sem það fæst
eigi með sköttum, aflað með
lántökum, e. t. v. skyldulánum.
Athugað skal, hvort til greina
komi skylduhluttaka í atvinnu-
tækjum eftir fjáreign".
Þjóðverjar eiga nú á hættu,
að Bandaríkjamenn loki þá
inni í Metz. Sækja Bandaríkja-
menn fram bæði fyrir norðan
borgina og sunnan.
Bandamenn tóku 40 þorp og
bæi á þessum vígstöðvum í gær.
Fyrir norðan Thionville berj-
ast þeir á eystri bakka Moselle,
aðeins 4 km. frá landamærum.
Þýzkalands.
Bandamenn hafa rofið aðal-
veginn frá Metz til Strasbourg
með því að taka bæinn Cháteau
Salins.
í Vogesafjöllum hafa Banda-
menn unnið á.
Vörn Þjóðverja er ekki hörð.
Ber sums stað^ir á því, að þeir
reyna að forðast átök og hörfa.
Bandamemr hafa tekið 1500
fanga síðan sókpin hófst á mið-
vikudag.
Annars staðar á vesturvíg-
stöðvunum voru engar breyting
ar, -
Roosevelt fagnað í
Washington
Er Roosevelt kom aftur til Was-
hington í gœr eftir dvöl á óðali
sínu í Flyde Park, var honum fagn.-
að óikaflega vel af um 300000
manvs.
Á blaðamannafundi sama dag
sagðist hann óska eftir að finna
þá Churchill og Stalín að nráli
innan skamms.i
Roosevelt hefur hlotið meirihluta
atkvæða í 36 af 48 ríkjum Banda-
ríkjanna.
stafana á fé samkvæmt 1. gr., skulu veitt samkvæmt tillögum
nýbyggingarráðs.
Kostnaður við störf nýbyggingarráðs greiðist úr ríkissjóði.
Jðrnbrautin Budapest-HisKolc rofin
4100 fangar teknir á tveimur dögum
Rauði herinn hefur rofið jámbrautina milli Búda-
pest og: Miskolc. Sú jámbraut hélt uppi samgöngum
milli Búdapest og þýzku og ungversku herjanna í Norð-
austur-Ungverjalandi.
Rauði herinn hefur tekið 4100 þýzka og ungverska
fanga á síðast liðnum tveimur dögum.
ATHUGASEMDIR VIÐ LAGA-
KRUMVARP ÞETTA:
Frumvarp þetta er flutt af rík
ísstjóminni til þess að lögfesta
einn hluta af stefnuskrá henn-
ar. Birtist hér á eftir sá hluti
stefnuskrárinnar, er varðar efni
Irumvarpsins:
Það er meginstefna stjórnar-
innar að tryggja það, að allir
landsmenn geti haft atvinnu
við sem arðbærastan atvinnu-
xekstur.
Þessu markmiði leitast stjórn
in við að ná m. a. með þessu:
1. Af erlendum gjaldeyri
bankanna í Bretlandi og Banda-
TÍkjunum sé jafnvirði eigi
minna en 300 millj. ísl. kr. sett
á sérstakan reikning. Má eigi
ráðstafa þeim gjaldeyri án sam
þykkis ríkisstjórnarinnar og ein
:göngu til kaupa á eftirtöldum
f ramleiðslutæk jum:
a. Skip, vélar og efni til
skipabygginga o. fl., samtals a.
m. k. 200 millj. kr.
b. Vélar og þess háttar til
aukningar og endurbóta á síld-
arverksmiðjum, hraðfrystihús-
um, niðursuðu, svo og til tunnu
gerðar, skipasmíða o. fl. — um
50 millj. kr.
c. Vélar og þess háttar til á-
burðarverksmiðju, vinnslu og
hagnýtingar landbúnaðaraf-
urða og jarðyrkjuvélar og efni
til rafvirkjana o. fl. — um 50
milljónir kr.
Fært skal milli flokka, ef rík
isstjórnin telur ráðlegt, að
fengnum tillögum nefndar þeirr
ar, sem um getur í 4. lið hér á
eftir. Nefnd sú geri sem fyrst
tillögur um frekari hagnýtingu
erlendra innstæðna, svo sem um
efniskaup til bygginga. Al-
mennt byggingarefni, svo sem
cement og þess háttar, telst með
venjulegum innflutningi. Efni
til skipa, véla og þess háttar,
sem smíðað er innan lands, telst
með innflutningi framleiðslu-
tækja.
2. Ríkisvaldið hlutast til um,
að slík tæki verði kevpt utan
lands eða gerð innan lands, svo
fljótt sem auðið er.
Rauði herinn er enn í sókn á
norðurjaðri sléttunnar. — Tók
hann jámbrautarbæ um 40 km.
fyrir austan Búdapest og 8 aðra
bæi.
Ekki hefur heyrzt neitt nán-
ar um viðurgeignina í útjöðr-
um Búdapests, sem Þjóðverjar
töluðu um fyrir nokkru. Getur
verið, að hér hafi verið um litla
hópa skriðdreka sem hafi brot-
, izt gegnum víglínuna og geisað
langt á undan meginhernum.
Fyrrverandi yfirforingi ung-
verska herforingjaráðsins er
stríðsfangi á valdi Rússa. Hefur
hann ávarpað landa sína í út-
varpi og með flugmiðum og
skorað á þá að hrinda Þjóðverj-
um af höndum sér. Segist hann
tala í umboði Horthys ríkis-
stjóra sem nú er fangi Þjóð-
verja. — Hann sagði m. a.:
„Verjið ekki Búdapest, því að
það kostar eyðingu hennar“.
Tito marskálkur tilkynnir, að
Þjóðfrelsisherinn sé kominn yf-
ir Dóná á breiðum kafla 135
km. fyrir sunnan Búdapest.
Annars staðar á austurvíg-
stöðvunum áttust könnunar-
flokkar einir við.
Rússar eyðilögðu 15 skrið-
dreka fyrir Þjóðverjum í gær.
Þjóðverjar myrtu
300 þúsund manns í
Minsk
Þjóðverjar myrtu meir- en 300-
000 manns, þar af tugi þúsunda
stríðsfanga, í Minsk-héraði, á með-
an það var á valdi þeirra.
í skýrslu rannsóknarnefndarinn-
ar segir: „Fjöldamorð voru fram-
in. með þeim hætti, að fólk var
kæft með kolsýringi, skotið í hóp-
um, og nieð því að svelta fanga
til bana“.
Á meðal þeirra, sem nefndin tel-
ur bera ábyrgð á glæpunum, er
herstjórinn í Minsk, Sperling hers-
höfðingi; S. S.-lögregluforingjarnir
Schlegel og Strauss; eigendur fimm
fyrirtækja og níu herfylkjahers-
höfðingjar.
Af hershöfðingjum þeim, sem
nefndir eru, er a.. m. k. tveir, Ozner
og Traut, stríðsfangar í höndum
Rússa.