Þjóðviljinn - 11.11.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 11.11.1944, Blaðsíða 7
Laugardagur 11. nóvember 1944. PJOÐVILJINN ANTON P. TSÉKKOFF: JACK lONDON: Skipsdrengurinn á Blossa Pési felldi stórseglið og lagði að bátnum, sem lá nú kyrr, og dró Jóa upp á skútuna. Þegiðu bara, hvíslaði Friskó Kiddi að honum, með- an Franski Pési batt bátinn bálvondur. Svaraðu honum ekki, láttu hann bara rausa og vertu rólegur, þú get- ur ekkert betra gert. En hið engil-saxneska blóð rann í æðum Jóa, og hann hlustaði ekki á hann. Heyrðu nú herra Franski Pési, eða hvað þú heitir, sagði hann. Eg vil benda þér á, að ég vil fara héðan, og að ég skal fara héðan. Þessvegna er bezt fyrir þig að setja mig strax á land, annars skal ég sjá um, að þú komizt í svartholið svo sannarlega sem ég heiti Jói Bronson. Friskó Kiddi beið þess með öndina í hálsinum, hvað gerast mundi. Franski Pési stóð og gapti af undrun. Það var gerð uppreisn gegn honum á hans eigin skútu, og þar að auki af strákhnokka. Aldrei hafði slíkt heyrzt fyrr. Hann vissi, að hann hafði ekki rétt til að þvir-.ga strákinn til að vera kyrran, en hins vegar var hann hræddur við að sleppa honum, því Jói vissi ýmislegt um hann, og hvað hann hafði fyrir stafni. Drengurinn hafði sagt beran sannleikann, þegar hann sagðisf geta komið honum í bölvun. Eina ráðið var að reyna að hræða hann. Já, svo þú ætlar það, hann skrækti af reiði. Þá þú koma með! Þú róa þessa bát gærkvöld, svara mér það. Þú stela því jámi, svara, ekki satt? Þú strjuka. svara, ekki satt? Og svo þú setja mig í svarthol — ha, ha! En ég vissi ekki hvað ég átti að gera, svaraði Jói. Ha, ha! Trúlegt. Þú segja dómara það. Hann hlæja bara. Hva? Eg mundi segja honum, svaraði Jói einarðlega, að ég hafi ekki vitað að ég var ráðinn á skip hjá þjófum. Friskó Kiddi hrökk við er hann heyrði þessi orð, og hefði Jói litið á hann, mundi hann hafa séð, hvernig blóðið streymdi fram í kinnar hans. En nú, þegar ég veit það, hélt hann áfram, heimta ég að verða settur í land. Eg þekki ekki lögin, en ég veit hvað er rétt og hvað er rangt, og ég er reiðubúinn til að verja málstað minn fyrir öllum dómurum Banda- ríkjanna, og það er meira en þú munt geta, Pési! Þú segja það. Mikið gott. En þú vera stór þjóf. Það er ég ekki. Segðu það aftur! Jói var fölur og skalf — en ekki af hræðslu. Þjóf, grenjaði Franski Pési aftur. Þú lýgur! Jói vissi vel, hvað það þýddi að segja þessi orð, sem hann nýlega hafði talað, til þess hafði hann nóga reynslu úr strákahópnum. Hann átti von á refsingu fyrir þau, og kippti sér því ekkert upp við það að fá hnefahögg milli augnanna hjá Franska Pésa, svo allt hringsnerist fyrir augum hans, þegar hann reis á fætur eftir höggið. Segð’ það aftur! sagði Franski Pési og kreppti hnef- ana ögrandi. Reiðitár stóðu í augum Jóa, en hann var rólegur og alvarlegur. Þegar þú segir, að ég sé þjófur, Pési, þá lýg- ur þú. Þú getur drepið mig en ég endurtek, að þú lýgur! Nei, hættu nú! Friskó Kiddi fleygði sér á milli þeirra eins og köttur, og bar af Jóa nýtt högg, og keyrði Franska Pésa aftur á bak. Láttu drenginn vera, segi ég, hrópaði hann og rykkti þungu járnsveifinni af stýrinu og stóð með hana reidda milli þeirra. Nú er nóg komið. Geturðu ekki séð hvers GRESJAN okkur sex þúsund rúblur. Eg keypti mér þessa krá, kvæntist og á nú börn, en hann brenndi öllum sínum peningum 1 ofnin- um. Hvílíkur skaði! Hvers vegna var hann að brenna pen- ingana? Fyrst hann vildi þá ekki. gat hann gefið mér þá. Allt í einu opnuðust útidyrn- ar og Jegorúska fann kaldan gust og heyrði þungt fótatak, honum sýndist einhver stór fugl köma inn með útbreidda vængi. Hahn opnaði augun og sá frænda sinn standa hjá sófan- um með peningapokann í hend- inni, ferðbúinn, séra Kristófer héjt á hattinum í hendinni og hneigði sig brosandi fyrir ein- hverjum, en Mósis Mósisson leit út eins og líkami hans hefði ver ið brotinn í þrennt. En Salómon stóð með krosslagðar hendur úti í homi og brosti illilega eins og áður. Yðar tign verður að afsaka, að það er ekki fínt hjá okkur, sagði Mósis Mósisson með sætu brosi og lét sem hann sæi ekki lengur þá séra Kristófer eða Kúsmitsjoff, við erum fátækt fólk, yðar tign. Jegorúska nuddaði augun. Á miðju gólfi stóð reyndar tignin sjálf í gervi ungrar fallegrar konu svartklæddrar með strá- hatt. Áður en Jegorúska hafði tíma til að athuga hana betur, datt honum í hug öspin, sem hann sá standa einmana á gresj- unni. Hefur Varlamoff komið hér í dag? spurði kvenmaðurinn. Nei, yðar tign, sagði Mósis Mósisson. Ef hann kemur á morgun, þá segðu honum, að ég vilji finna hann. Nú var Jegorúska búinn að átta sig svo, að hann sá andlit hennar: dökkar augabrýr eins og úr flaueli, mjúka vanga með spékoppum, sem stöfuðu frá sér yndislegu .brosi. Það lagði frá henni inndælan ilm. En hve þetta er fallegur drengur, sagði konan, hver á þennan dreng. Kasimír Mikkels- son, líttu á þennan fallega dreng, guð minn góður, hann sefur. Síðah kysti konan Jegorúska á báðar kinnamar, og hann brosti og lét aftur augun, því að hann hélt, að hann væri sofandi. Það marraði í hurðinni og hann heyrði fótatak út og inn. Jegorúska, heyrði hann tvær dimmar raddir kalla, vaknaðu, það var kominn tími til að fara. Honum heyrðist annar vera Den iska, sem reisti hann á fætur og leiddi hann burtu. Á leiðinni opnaði hann augun og sá þá aftur konuna sem hafði kysst hann. Hún stóð á miðju gólfi og horfði á hann og kinkaði vin gjarnlega kolli. Þegar hann var kominn fram að dyrunum sá hann laglegan, þrekinn mann með harðan hatt og leðurlegg- hlífar. Þetta hlaut að vera fylgd armaður frúarinnar. Hó! heyrði hann hrópað úti í garðinum. Á hlaðinu var fallegur, nýi vagn með tveimur svörtum hest um fyrir. í ekilssætinu sat ein- kennisklæddur þjónn með langa svipu í hendinni. Enginn nema Salómon fylgdi þeim ferðamönn unum til dyra. Hann sýndist vera að því kominn að rifna af hlátri, það var sem hann biði þess með eftirvæntingu að ferða mennirnir færu af stað, svo að hann gæti hlegið í friði. Greifafrú Dranitsky, hvíslaði séra Kristófer um leið og hann klifraði upp í sæti sitt. Já, greifafrú Dranitsky, end- urtók Kúsmitsjoff í lágum rómi. Það leit út fyrir að koma greifafrúarinnar hefði vakið mikla eftirtekt, því að jafnvel Deniska talaði í hálfum hljóð- um og gerði hvorki að hotta á klárana né berja þá, fyrr en vagninn var kominn mílufjórð- ung frá kránni. IV. Hver var þessi leyndardóms- fulli Varlamoff, sem svo mikið var talað um, sem Salómon fyr- irleit og greifafrúin þurfti að íinna? Jegorúska hugsaði um það, þar sem hann sat við hlið- ina á Deniska. Hann hafði aldr- ei séð hann. En hann hafði margt af honum heyrt og háf§i búið sér td hugmynd af hon- úm. Hann vissi, að Varlamoff átti margar tugþúsundir ekra af landi, um hundrað þúsund' f jár og mikið af peningum. Hvað hann hafði fyrir stafni vissi Jegorúska ekki, annað en að hann var alltaf á ferðinni á þess um stöðvum, og allir vildu hafa tal af honum. Jegorúska hafði líka heyrt sitt af bverju um greifafrú Dran itsky. Einnig hún átti ógurlega ÞETT4 Einhver merkilegasta kross- ferð miðaldanna var barnakross ferðin svokallaða, sem átti sér stað árið 1212. Hún hófst skömmu eftir að fjórða kross- ferðin hafði misheppnast og átti upptök sín um sama leyti í Frakklandi og Þýzkalandi í Frakklandi var það 14 ára gamall drengur, að nafni Eti- enne, sem sagði, að Drottinn hefði kallað sig til að stýra bamakrossferð til landsins helga. Mikill fjöldi barna og unglinga safnaðist að honum og iagði hópurinn af stað á sjö skip um frá Marseille. Tvö skipanna íórust á leiðinni. Hin komust til Egyptalands, en þar voru börnin tekin og seld í ánauð Um sama leyti var í Köln drengur að nafni Nikolaj. Hann kvaðst einnig hafa fengið vitr- anir og eiga að hvetja böm til að fara til landsins helga. Slóg- ust- börn í för með honum og allmargt af flökkulýð. Hann komst til Ítalíu með fylgdarlið sitt, en þar var hersingunni snúið aftur. Margskonar helgi- sögur spunnust um barnakross- ferðirnar og síðar á öldum álitu sumir, að sagnirnar væru upp- spuni einn. En nú þykir það fullvíst, að þær hafi í raun og veru átt sér stað. Aftur á móti vita menn ekki, hvað er hæft í sögninni um barnahvarfið í Hameln. Hún hefst á þjóðsögu, sem víðar er til í ýmsum myndum: Hameln er lítill bær, skammt frá Hann- over. Þar var, eftir því sem sag- an segir, svo mikið faraldur af rottum árið 1284, að þær lögð- ust á lifandi húsdýr og bitu jafn vel ungbörn til skemmda. Einn góðan veðurdag kom ókunnur maður í bæinn. Hann bauðst til að losa bæjarbúa við þessa plágu gegn ákveðinni þóknun. Tók hann pípu úr malpoka sín- um og blés í hana. Söfnuðust þá rotturnar að honum og fylgdu honum burt úr bænum. Þær drukknuðu allar í fljótinu Weser. En bæjarbúar sviku lof- orð sitt við pípuleikarann. — Þá tekur við sagan um hvarf barnanna. Er sagt að pípuleik- arinn hafi komið til Hameln seinna, en þá voru það börn, sem flykktust að honum. Fylgdu honum 130 börn út úr bænum og komu aldrei afur. í Hameln er hús. sem kallað er rottutemjarahúsið. Enn í dag er það rótgróin venja, að ekki má heyrast nein hljómlist í nánd við það. Það er haft eftir nafnkennd- um mönnum síðar á öldum, að þeir hafi sjálfir lesið um barna hvarfið í Hameln í annálum bæjarins, sem nú eru týndir. En rottusögunni var bætt við seinna. Menn -geta þess til, að hér hafi verið um að ræða ein- hverja af múgæsingum miðald- anna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.