Þjóðviljinn - 11.11.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 11.11.1944, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJI N N Laugardagur 11. nóvember 1944. -v ,,Kalt er við kórbak“ „Braggabúi" skrifar mér: „Það hefur verið kalt þessa dagana eða svo finnst okkur sem verðum að hýrast í hinu svokallaða bráða- birgðahúsnæði. Eg veit ekki hvort menn gera sér yfirleitt ljóst, hvað teflt er mikið í tvísýnu með líf og heilsu þess fjölda fólks sem býr í bröggum hér í Reykjavík. Eftir nýj- vstu skýrslum að dæma er tala þessa fólks hvorki meira né minna en eitt þúsund, þar af um 400 börn. Eg vildi nú mega skjóta þeirri tillögu til heilbrigðisyfirvaldanna hér í bænum að þau hefðu alveg sérstaklega nákvæmt eftirlit með heilsufari þessa fólks í vetur, því það má öllum ljóst vera sem eitt- hvað þekkja til bragganna að þeir eru algerlega óhæft húsnæði fyrir heilsuveilt fólk, ef það þarf að mæta hörðum vetri. Þessu eftirliti með heilsufari okk- ar braggabúanna mætti haga þann- ig, að sjúkrasamlagslæknarnir hús- vitjuðu í bröggunum á hálfsmánað- arfresti eða svo, og fylgdust vand- lega með heilsufari fólksins. Sæu þeir að eitthvað ætlaði að bregða útaf með heilsufarið vegna lélegs húsnæðis yrðu þeir að gera aðvart, og skal þá ekki öðru trúað að ó- reyndu en yfirvöld bæjarins gerðu viðeigandi ráðstafanir til að bjarga þeim mannslífum er læknar bæjar- ! ins teldu í hættu, vegna slæmrar aðbúðar." Þekkir unga fólkið ekki vinsælustu ríthöfunda þjóðarinnar? „Vegfarandi" skrifar mér eftirfar- andi um atvik sem kom fyrir hann nýlega og varð hoáum nokkurt um- bugsunarefni: „Fyrir fáum dögum síðan gaf að lita í sýningarglugga Bókaverzlunar Sigfúsar Eymundssonar, heildarút- gáfu af ritverkum Einars H. Kvar- ans, ásamt stækkaðri ljósmynd af höfundinum, einmitt sömu myndinni og algengast hefur verið að sjá í n HTT CL Hel$í Tekið á móti flutningi til Vestmannaeyja árdegis í dag. Vönduð húsgögn til sölu. Tvíbreiður ottoman með tveim pullum. Standlampi. Eikarborð. 12 manna matarstell, fall- egt. MJÖG ÓDÝRT. Bragagötu 32, fyrstu hæð, í dag. blöðum og tímaritum undanfarin ár Eitt kvöldið sem myndin var þarna, varð mér gengið framhjá gluggan- um. Á undan mér fóru tveir karl- menn á að gizka milli tvítugs og þrítugs. Þeim var litið í gluggann eins og mér og sáu myndina af Ein- ari H. Kvaran. Heyrði ég þá annan þeirra segja: „Hvaða karl er nú þetta?“ Ekki gat félagi hans svarað því og héldu þeir þá áfram. Um það verður ekki deilt, að Einar H. Kvaran er einn þeirra rithöfunda okkar sem náð hafa mestum vinsældum hjá alþýðu þessa lands. Minnist ég þess að fyr- ir fáum árum lét bókavörður við eitt stærsta bókasafn landsins hafa það eftir sér, að Einar H. Kvaran væri mest lesinn innlendra höfunda, af þeim er bækur fengju léðar hjá safninu. Ef þetta atvik sem ég var að segj a fró, mætti taka sem mælikvarða á bókmenntalega þekkingu ungu kyn- slóðarinnar í Reykjavík. þá gæti maður hugsað sér að hún vissi ekki mikið um tilveru þeirra rithöfunda íslenzkra sem náð hafa minni vin- sældum en Einar H. Kvaran. Við íslendingar stærum okkur af því að vera bókmenntaþjóð, og veit- ist létt að færa rök fyrir þeirri full- yrðingu. Nú getur enginn vafi leik- ió á því, að til þess að bera það nafn með réttu þurfum við að þekkja og vita einhver deili á okkar vinsælustu og víðlesnustu skáldum". Bæjarpósturinn vill gera þá at- hugasemd við þetta bréf, að þó hinjr ungu Reykvíkingar er um ræðir í bréfinu þekktu ekki mynd af Ein- ari H. Kvaran, enda þótt hún væri stækkuð, þá er ekki ^lveg vonlaust að þeir hefðu kannast við nafnið. Samvinna um dreifingju blaðanna Margir lesendur Þjóðviljans kvarta yfir því að þeir fái blaðið óreglu- iega, jafnvel að líði hálfar og heil- ar vikur án þess þeir sjái blaðið. Það er eðlilegt að kaupendur blaðs- ins séu ekki ánægðir yfir slíkri ó- reiðu og vissulega er blaðaútgáfa unnin fyrir gíg ef blöðin komast ekki reglulega til lesendanna. Mönn um verður þá fyrst fyrir að snúa sér til afgreiðslu blaðsins með kvart anir sínar og er það eðlilegt. En lesendurnir verða að gera sér ljóst að rheð aðfinnslum einum fá þeir litlu áorkað, því óregluleg afgreiðsla á blaðinu stafar ekki af öðru en erfiðleikum á að fá nægilega mörg börn til að bera blaðið til kaup- enda. Vitanlega væri æskilegt að afgreiðslur blaðanna hefðu sam- vinnu um dreifinguna, þannig að sama barnið eða unglingurinn bæri út öll blöðin í sama hverfið. Mundi starfið þá geta verið betur borgað, þó sporin yrðu litlu fleiri. Sömu- leiðis mundu blöðin, sem öll eru í hreinustu vandræðum með dreifing- una, þá sjá fram úr þeim vanda. Og síðast en ekki sízt. Þeir mörgu kaupendur dagblaða í Reykjavík sem sárt kvarta um vanskil á blöð- unum, mundu fá úr því bætt. En því miður stendur víst eitt- hvað í veginum íyrir, að þessi samvinna miili blaðanna megi tak- ast og verður því að leita annarra úrræða. Sýnist ekki annað ráð vænna en að kaupendur blaðsins hafi sem r.ánast samstarf við afgreiðsluna með því að taka sig til og útvega unglinga til að bera út blaðið. Er enginn vafi á því að lesendurnir sjálfir geta létt þar miklum erfið- leikum af afgreiðslunni og t.-yggt sér um leið góð skil á blaðinu. Verkaskiptisg ríkis- stjórnarinnar Vcgna þess að jjölmargir lesend- ur Þjóðviljans hafa óskað eftir að birt yrði nákvœmlega verlcaskipt- ing hinnar nýju ríkisstjórnar, verð- um við nú við þeim tilmœlum og birtum hana hér á eftir. 1. Forsætisráðherra, Ólafur Thors. Undir hann heyra eftir- greind mál: Stjórnarskráin, Al- þingi, nema að því leyti, sem öðru- vísi er ákveðið, almenn ákvæði um framkvæmdastjórn ríkisins, skipun ráðherra og lausn, forsæti ráðuneytis, skipting starfa ráð- herranna, mál, sem snerta stjórnar ráðið í heild. Utanríkismál. 2. Ráðherra Áki Jakobsson. Undir hann heyra sjávarútvegs- mál (síldarverksmiðjur og síldarút- vegsnefnd), Fiskimálanefnd, Lands smiðjan, Atvinnudeild Háskólans, Rannsóknarráð ríkisins, flugmál. 3. Ráðherra Brynjólfur Bjarna son. Undir hann heyra kennslu- mál, þar undir skólar, sem ekki eru sérstaklega undan teknir, út- varpsmál og Viðtækjaverzlun, barnaverndarmál, Menntamála- ráð, leikhúsa- og kvikmyndamál. Ríkisprentsmiðjan. 4. Ráðherra Emil Jónsson. Undir hann heyra kirkjumál, sam- göngumál, þar undir vegamál, skipagöngur, póst- og símamál, loftskeytamál, vitamál, hafnar- mál, mælitækja- og vogarmál, raf- magnsmál þ. á. m. Rafmagnseftir- lit ríkisins og raf,veitur ríkisins, iðnaðarmál, þar undir iðnskólar, iðnaðarmál, iðnfélög. Einkaréttar- leyfi. Vatnamál, þar undir sérleyfi til vatnsorkunotkunar. 5. Ráðherra Finnur Jónsson. Undir hann heyra dómaskipun, dómsmál, þar undir framkvæmd hegningardóma, hegningarhús og fangahús, tillögur um náðun, veit- ing réttarfarslegra leyfisbréfa, mál- flutningsmenn, lögreglumálefni, þar undir gæzla landhelginnar, á- fengismál, strandmál, sifjaréttar- mál, erfðaréttarmál, persónurétt- armál, eignarétt.armál, yfirfjárráða mál, lög um kosningar til Alþing- is og kjördæmaskipting, umsjón um framkvæmd alþingiskosninga, llojlliia eia rosiið fðlft vantar okkur nú þegar til að bera Þjóðviljann til kaupenda í eftirtöld bæjarhverfi: Framnesvegur, Bræðraborgarstígur Ásvellir T j arnargata—Hringbr aut Sogamýri Sósíalistar! Hjálpið til að útvega fólk til að koma blaðinu skilvíslega til kaupenda. Talið við afgreiðsluna. ÞJÓÐVILJINN Skólavörðustíg 19. Sími 2184. ríkisborgararéttur, útgáfa Stjórn- artíðinda og Lögbirtingablaðs. Fé- lagsinál, þar undir styrktarstarf- semi til berklasjúklinga, sem haldn ir eru langvinnum sjúkdómum, sjúkrasjóðir, ellistyrktarsjóðir, ör- y.rkjasjóðir, slysatryggingarsjóðir, nema sérstaklega séu undan tekn- ir. Bvggingarfélög. Heilbrigðismál, þar á meðal sjúkrahús og heilsu- hæli. Verzlunarmál, sem ekki eru í úrskurði þessum falin öðrum ráð- herra, þar undir verzlunarskólar, verzlunarfélög, kaupfélög og sam- vinnufélög. (i. Ráðherra Pétur Magnússon. Undir hann heyra fjármál ríkisins, þar undir skattamál, tollmál og önnur mál, er snerta tekjur ríkis- sjóðs, svo sem ef verzlun er rekin til að afla ríkissjóði tekna. Undir- skrift ríkisskuldabréfa. Fjárlög, fjáraukalög og reikningsskil ríkis- sjóðs. Hin umboðslega endurskoð- un. Embættisveð. Eftirlit með inn heimtumönnum ríkisins. Laun em bættismanna. Eftirlaun, lífeyrir embættismanna og ekkna þeirra. Peningamál, þar undir peninga- slátta. Yfirleitt fer þessi ráðheira með öll þau mál, er snerta fjár- hag ríkisins eða landsins í heild, nema þau eftir eðli sínu eða sér- stöku ákvæði heyri undir annan ráðherra. Hagstofa íslands. Mæl- ing- og skrásetning skipa. Ennfrem ur viðskiptamál, þar undir inn- flutningsverzlun og utanríkis- verzlun, bankamál og sparisjóðir., gjaldeyrismál, verðlagsmál (dýrtíð arráðstafanir). Landbúnaðarmál, þar undir ræktunarmál, þar á m. skógræktar- og sandgræðslumál, búnaðarfélög, búnaðarskólar, garð- yrkjuskólar, húsmæðraskólar, dýra lækningar, þjóðjarðamál. Ráðherrafundi skal halda um ný mæli í lögum og um mikilvæg stjórnarmálefni. Svo skal og ráð- herrafund halda, ef einhver ráð- herra óskar að bera þar upp mál. Með úrskurði þessum er úr gildi fallin konungsúrskurður frá 29. desember 1924, um skipun og skipting starfs ráðherra o. fl., með orðnum breytingum. MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 Glímufélagíd ARMANN Æfíngatafla 1944-1945 Allar íþróttaæfingar verða í íþróttahúsinu við Lindargötu. í stóra salnum: Tímar Mánudag Þriðjudag Miðvikudag Fimmtudag Föstudag Laugardag 7—8 II. fl. karla A II. fl. kvenna A Handknattl. karla II. fl. karla A II. fl. kvenna A Handknattl. karla 8—9 I. fl. kvenna I. fl. karla íslenzk glíma I. fl. kvenna I. fl. karla íslenzk glíma 9—10 II. fl. kvenna B II. fl. karla B I. fl. karla II. fl. kvenna B II. fl. karla B í minni salnum: 7—8 Old boys Telpur fimleikar Old boys Telpur fimleikar ~r 8—9 Drengir fimleikar Handknattl kvenna Drengir fimleikar Drengir fimleikar Handknattl kvenna Drengir Handknattl 9—10 Hnefaleikar Frjálsaríþróttir Hnefaleikar Hnefaleikar Frjálsariþróttir Hnef aleikar Glímuæfing drengia er á sunnudögum kl. 11—12 árd. Handknattleikur karla á sunnudögum kl. 1 2 e. h. og Handknattleikur kvenna á sunnudögum kl. 2—3 e. h. Sundæfingar eru í sundlaugunum á þriðjud. kl. 8—9 og í Sundhöllinni á mánud. og miðvd. kl. 9 10. Sundknattleikur á fimmtud. og föstud. kl. 10—10.40 í Sundhöllinni. Nýir félagar láti innrita sig á skrifstofu félagsins í íþróttahúsinu (niðri), sími 3356; hún er opin dag- lega frá kl. 8—10 e. h. Þar fá menn allar upplýsingar viðvíkjandi félagsstarfseminni. Ármenningar! Munið að greiða félagsgjaldið strax.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.