Þjóðviljinn - 23.11.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 23.11.1944, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Fimmtudagui' 23. nóv. 1944. Þjóðviljinn hefnr áður skýrt frá samþykkt 8. þings Farmanna- og fiskimanansambands íslands um eflingu og nýskipun sjávar- útvegsins. f dag birtir Þjóðviljinn samþykktir þingsins um síld- arútvegsmál og landhelgismál. ENDURBÆTUR Á SÍLDAR- VERKSMIÐJUNUM, BÆTT REKSTRARFYRIRKOMULAG OG NÝBYGGINGAR Síldarútvegsmál voru mikið rædd og komu fram allmargar tillögur. Var stjóm Síldarverk- smiðja ríkisins boðið á fund hjá sambandsþinginu til þess að ræða þessi mál, og mættu Sveinn Benediktsson, form. stjórnar S.R. og Þóroddur Guð- mundsson alþm., aðrir úr stjórn inni voru ekki í Reykjavík. Var m. a. rætt um rekstrarfyrir- komulag verksmiðjanna, ný- byggingar, endurbætur o. fl. Þessar tillögur voru samþ. síðar á sambandsþinginu: 1. 8. sambandsþing F.F.S.Í. lýtur svp á, að brýn nauðsyn beri til að ráðinn verði vélfræð- ingur að S.R. er hafi á hendi yfirumsjón með rekstrarhæfni verksmiðjanna, og sé honum skylt að endurbæta verksmiðj- umar þannig, að þær séu ávalt í rekstrarhæfu ástandi. 2. Að athugaðir verði mögu- leikar fyrir því, að ef fitumagn síldar fer fram yfir það sem ráð er fyrir gert, við ákvörðun hráefnisverðs, og ef síldarmagn ið fer yfir meðallag, fimm und- anfarandi ára, þá skuli hráefn- ísverðið hækka sem því nemur. 3. Að fram fari raunhæf og gagngerð rannsókn á því, að hve miklu leyti kæling síldar i þró geti orðið til þess að bjarga hagnýtingu síldar, í hin- um miklu aflahrotum. 4. Að við mannaráðningar og þá sérstaklega við verkstjórn hjá síldarverksmiðjum ríkisins, verði faglærðir sjómenn sem hættir eru störfum látnir sitja fyrir um atvinnu. 5. Að við næstu síldarvertíð verði látin fara fram viktun á síld við hin sjálfvirku löndunar tæki- 6. 8. sambandsþing telur nauðsynlegt og sjálfsagt að síld arverksmiðjur ríkisins haldi á- fram að starfrækja nóta- geymslu, þurrkunar- og börkun arstöð yfir síldveiðitímann, til hagræðis fyrir sjómenn og út- vegsmenn. 7. Sambandsþingið lýsir á- nægju sinni yfir því, að fyrir- hugað er að koma upp full- komnu baðhúsi, fatageymslu og öðrum þægindum fyrir sjó- menn. 8. Sambandsþingið telur nauðsynlegt að síldarverksmiðj ur ríkisins hafi áfram olíusölu eins og var, síðastliðíð sumar, en að á meðan einkaverksmiðj- ur hafa ekki aðstöðu til þess að selja olíu sama verði og síld- arverksmiðjur ríkisins, þá selji S.R. öllum skipum síldveiðiflot- ans olíu á sama verði. 9. Sambandsþingið lýtur svo á, að brýn nauðsyn beri til að yfirbyggðar séu þrær sjldarverk smiðja ríkisins og skorar á stjóm S.R. að láta framkvæma það fyrir næstu síldarvertíð. LANDIIELGISGÆZLUSKIP- IN ANNIST BJÖRGUNAR- STÖRF — SLYSAVARNAFÉ- LAGIÐ VERÐI EFLT. 8. sambandsþing F. F. S. I. skor- ar á Alþingi að samþykkja fram- komna þingsályktunartillögu, sem liggur fyrir Alþingi, um stjórn ís- lenzkrar landhelgisgæzlu o. fl. En leyfir sér í því sambandi að benda á eftirfarándi atriði: Farmanna- og fiskimannasam- band íslands er þeirrar skoðunar, að landhelgisgæzluskip ríkisms eigi einnig að annast björgunar- störf kringum strendur landsins, og að skipuleggja þurfi þá starf- semi betur en verið hefur, á stærri og betri skipum. í því sambandi samþykkti 7. sambandsþing F. F. S. í. í fyrra: að þar sem gæzlan á hinum smærri skipum næði ekki tilgangi sínum og væri skipshöfn- um skipanna til skapraunar, en þjóðinni mikill álitshnekkir út á við, bæri þegar að stefna að því marki að byggja fjögur björgunar- og eftirlitsskip, sem væru útbúiri í líkingu við nýtízku togara og að þau yrðu þá jöfnum liöndum not- uð til fiskirannsókna og sjómæl- inga jafnframt öðrum eftirlitsstörf um. Einnig að skipin yrðu þá sér- stak.lega útbúin til björgunarstarf- semi, og að þau yrðu ávallt höfð til taks í þeim tilgangi, á þeim tímum árs er allra veðra er von, og á þeim slóðum, sem veiðiflotinn stundar mest á hverjum tíma og Framhald á 5. síðu. Tilraun sem verður að takast Myndun hinnar nýju ríkis- stjórnar hefur fengið hinar beztu undirtektir hjá öllum almenningi. Á því er enginn efi, að myndun hennar og stefnu- skrá samsvara vonum allra framfarasinnaðra íslendinga um framtíðarmöguleika þjóðarinn- ar. Með myndun þessarar ríkis- stjórnar er hafin mikil tilraun til nýsköpunar atvinnulífs þjóð- arinnar. Þessi tilraun byggist á því, að hin raunsæu öfl með- al atvinnurekendastéttarinnar hafa tekið þá ákvörðun að reyna samstarf við verkalýðinn um stórkostleg framfaramál í stað þess að efna til stríðs gegn honum. Engum verkamanni má sjást yfir það, að þetta samstarf á grundvelli stefnuskrárinnar var aðeins mögulegt vegna þess, að samtök verkalýðsins hafa á síð- ustu árum orðið að því valdi í landinu að ekki er unnt að ganga fram hjá þeim við stjóm þess. Fyrir verkalýðinn og alla al- þýðu manna skiptir það mestu máli, að ríkisstjórnin njóti svo öflugs stúðnings, að fram- kvæmd stefnuskrárinnar takist, að byggður verði atvinnulegur grundvöllur að efnalegu og: menningarlegu öryggi fólksins, í landinu, og að alþýðan taki höndum saman um að yfirstíga hvern þann örðugleika er verða kann á leiðinni að því marki. Um þetta mál málanna, ný- sköpun atvinnuvega landsins,. rnunu menn ekki skiptast eftir flokkum heldur eftir því, hvort þeir eru hlynntir atvinnulegum framförum eða ekki. Verkalýðssamtökin munu skoða það sem sitt fremsta hlut verk nú sem stendur, að tryggja það, að framkvæmd stefnuskrár ríkisstjórnarinnar verði að veru ieika. Verkalýðssamtökunum er það ljóst, að ef þessi tilraun mis- tekst, þýðir það ósigur fyrir verkalýðsstéttina og öll fram- faraöfl í landinu, en hins vegar vatn á myllu þeirra þjóðfélags- afla, sem sífellt krefjast launa- lækkana hjá verkamönnum og. reyna að skipuleggja% atvinnu- leysi í landinu til þess að geta ;,gengið milli bols og höfuðs1" á samtökum þeirra. En verkalýðurinn hefur alla- ástæðu til að vera bjartsýnn og. víðsýnn. Ef hann heldur áfram að efla einingu sína og samtaka mátt eins og á undanfömum árum, þá eru allir möguleikar fyrir hendi til þess að tilraun- in takizt, og að íslendingar geti horft öruggir fram á við, við hlið annarra lýðræðis- og fram- farasinnaðra þjóða. (Grein þessi birtist í „Dags- brún“, félagsblaði Dagsbrúnar- manna, 12. tbl. þ- á.). Vegna minningarathafnar um farþega og skipverja, sem fórust með e.s. Goðafossi og jarðarfarar Eyjólfs Eðvaldssonar, loft- skeytamanns, verða skrifstofur vorar lokaðar frá hádegi í dag. Almennar tryggingar h.f. , Carl D. Tulinius & Co. h.f. Einar Pétursson Samábyrgð Islands. Samtrygging íslenzkra botnvörpunga. Sjóvátryggingarfélag íslands h.f. Stríðstryggingafélag íslenzkra skipshafna. TroIIe & Rothe h.f. Tryggingastofnun ríkisins. Vátryggingarskrifstofa Sigfúsar Sighvatssonar

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.