Þjóðviljinn - 23.11.1944, Blaðsíða 4
Fimmtudagur 23. nóvember 1944 — ÞJÓÐVILJINN
Vegna
minningaratliafnarinnar
um þá sem fórust meðl e. s. Goðafossi, verður
bönkunum lokað kl. 12 á hádegi þann 23. þessa
mánaðar.
BÚNAÐARBANKI ÍSLANDS
LANDSBANKI ÍSLANDS
ÚTVEGSBANKI ÍSLANDS H. F.
Vegna
minningarathafnarinnar
verður öllum verkstæðum okkar og skrifstofum
lokað í dag frá kl. 12 á hádegi.
Meistarafélag Jámiðnaðarmanna.
-i nfir r*—-n—r r*----* **■ — • — ■ ■
;
og vöruafgreiðslur verða lokaðar allan daginn í
dag.
I.F. EWiMil Islinds
Bifreiðastöð
Hreyfils
og benzínsölu verður lokað í dag kl. 1.30—1 e. h.
«#
HKEYFILL s. f.
t ' 3»
Lokað í dag kl. 2-4
yegna Jarðaríarar
MATSTOFAN GULLFOSS.
n/inji _ftoi—iruvri —ini-i'<'nr*»— -m- • * »**-■»
Minningarathöfn um skipverja og farþega, sem
fórust á Goðafossi, fer fram í dag kl. 2 í Dómkirkjunni.
Jafnframt fer fram útför Eyjólfs Eðvaldssonar loft-
skeytamanns.
Séra Bjami Jónsson mun flytja minningarræðuna,
en Dómkirkjukórinn annast sönginn. Strengjahljóm-
sveit undir stjóm dr. Urbantschitsch mun leika tvö lög
og Guðmundur Jónsson mun syngja einsöng. Athöfn-
inni verður útvarpað, en einnig verður komið fyrir
gjallarhomum, svo að hægt verði að fylgjast með at-
höfninni utan kirkjunnar.
Öllum verzlunum og skrifstofum bæjarins verður
lokað frá hádegi í dag í tilefni af athöfninni.
lanierlnH i Iðn og strl
Úti á AUanzhajinu, sem alltaf hefur verið mesta hœttusvarðið,
þar sem mestu átökin á sjó hafa orðið, fengum við alltaf að vita þeg-
ar óvinimir voru í nánd, og urðum lílca varir við, þegar skipum var
sökkt allt í kringum okkur.
Þá vorum við varir um okkur eins og föng voru á, sáitum upp
við dogg á bekk í opnum herbergjum í gúmmíbúning eða bjargvesti.
Þannig liðu margar nœtumar á ferðum okkar um hafið. Það tók á
taugamar, enda gáfust margir upp.
Alltaf urðum við varir við að öryggið varð meira, árásum fœkk-
aði eða hœttu með öllu eftir að komið var svo nákegt landi, að flugvélar
frá landstöðvum gátu náð út til slcipalestanna, og fór þá að létta
yfir okkur.
Svo var það einnig eftir að flugvélaskip fóm að fylgja skipalest-
unum seinni part ársins 19J/3. Minnkuðu árásimar þá lílca að stórum
mun, og töldu Bandamenn sig hafa ráð kafbátanna í hendi sér, og
var það eitt fyrir sig til að glœða þá von sjómannanna að hœttan vœri
orðin minni.
Við héldum því í þetta skipti að við vœmm sloppnir eins og áður,
þar sem líka við vomm komnir upp að landsteinum og nálœgt ágœt-
um flugvöUum. Við uggðum ekki frelcar að okkur þó við sœjum brenn-
andi skip fyrir framan okkur, sem við héldum að kviknað hefði í út
frá olíu.
Þá slceður þetta ógurlega, sem við höfðum oft búizt við, aðeins
ekki núna, að Goðafoss var skotinn tundurskeyti og sekkur alveg á
sjö minútum.
Þama fóm félagar okkar, sem við vomm búnir að sigla með allt
stríðið út. Ilraustir og góðir drengir, sem vom búnir að sýna kjark og
þrek til að sigla aUt stríðið út. Samverkamenn í blíðu og stri<ii. Við
munum cetið minnast þeirra með þakklœti og söknuði.
SKIPVERJI.
Píir sm Mrist
SKIPVER JAR:
Þórir Ólafsson, 3. stýrimaður,
Blómvallagötu 11, 39 ára. Kvænt-
ur, átti 1 barn 9 ára. /
Hafliði Jónsson, 1. vélstjóri,
Hringbraut 148. 60 ára. Kvæntur,
átti uppkomin börn.
Sigurður Ilaraldsson, 3. vélstjóri,
Víðimel 54. 27 ára. Ókvæntur.
Guðmundur Guðlaugsson, 4. vél-
stjóri, Bakkastíg 1. 55 ára. Kvænt-
ur, átti 2 uppkomna syni.
r Eyjólfur Eðvaldsson, 1. loft-
skeytamaður, Bárugötu 34. 48 ára.
Kvæntur, átti uppkomin börn.
Sigurður Einar Ingimundarson,
háseti, Skólavörðustíg 38. 47 ára.
Kvæntur, átti 2 börn, 8 og 11 ára.
Sigurður Sveinsson, háseti,
Karlagötu 2. 28 ára. Ókvæntur.
Ragnar Kœrnested, háseti,
Grettisgötu 77. 27 ára. Kvæntur.
■"-'v ':r * awp’1
Randver Ilallsson, háseti, Öldu-
götu 47. 47 ára. Kvæntur, átti 1
barn 15 ára.
Jón K. G. Kristjánsson, kynd-
ari, Þórsgötu 12. 51 árs. Kvæntur,
átti 3 uppkomin börn.
Pétur Már Hafliðason, kyndari,
sonur Hafliða 1. vélstjóra —,
Hringbraut 148. 17 ára.
Sugurður Jóhann Oddsson, mat-
sveinn, Vífilsgötu 6. 41 árs. Ó-
kvæntur. Atti aldraða móður og
1 barn 15 ára.
Jakob Sigurjón Einarsson,
þjónn, Stað við Laugarásveg. 36
ára. Kvæntur, átti 2 börn, 8 og
4 ára.
Lára Elín Ingjaldsdóttir, þerna,
Skólavörðustíg 26 A. 42 ára. Ógift.
Átti 18 ára dóttur og aldraða móð-
ur.
FARÞEGAR:
Dr. Friðgeir Ólason, læknir, 31
árs.
Sigrún Briem, kona Friðgeirs
læknis, 33 ára, og þrjú börn þeirra:
Óli, 7 ára, Sverrir á þriðja ári og
Sigrún á 1. ári.
Ellen Ingibjörg Wagle Doumey,
23 ára, íslenzk kona, gift amerísk-
um hermanni, og sonur þeirra,
William, 3 ára.
HaUdór Sigurðsson, Freyjugötu
43. 21. árs. Ókvæntur.
Sigriður Pálsdóttir Þormar,
Hringbraut 134. 20 ára. Ógift,
Steinþór Loftsson frá Akureyri.