Þjóðviljinn - 23.11.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 23.11.1944, Blaðsíða 7
Fímmtudagur 23. nóv. 1944. ÞJÖÐVILJINN p ANTON P. TSÉKKOFF: GRESJAN JACK LONDON: Skipsdrengurinn á Blossa hinar skúturnar, að undanteknum Draugnum, sem far- ið hafði á land. Hraðskreið til samlætis. Seinni hluta dags var komið logn og sumarblíða. Það lítur ekki vel út, sagði Friskó Kiddi um kvöld- ið, þegar Franski Pési var farinn í heimsókn til Nelsons. Hvað lítur ekki vel út, spurði Jói. Veðrið. Það lygndi of fljótt. Það náði ekki að blása út, og það hættir ekki fyrr en það er búið. Það getur byrjað á nýjan leik, hvenær sem er, ef mér ekki skjátl- ast. Hvert förum við héðan? spurði Jói. Aftur á ostru- miðin? Friskó Kiddi hristi höfuðið. Eg veit ekki hvað Franski Pési hyggst að gera. Það fór í hundana hjá hon- um bæði með járnið og ostrurnar, og hann er svo æfur yfir því, að hann er vís með að aðhafast eitthvað háska- legt. Eg mundi ekki furða mig á því, þó að hann færi nú með Nelson til Reddvodd City. Það er einhvers stað- ar þar, þetta, sem þeir þafa talað svo mikið um, og ég sagði þér frá. Eg vil engan þátt eiga í því máli, sagði Jói ákveðinn. Auðvitað ekki, svaraði Friskó Kiddi. Enda þar sem Nelson verður með sína tvo menn, auk Franska Pésa, ímynda ég mér, að þín þurfi ekki við. XVI. Kistill Friskó Kidda. Eftir þetta samtal lágu drengirnir þegjandi á ká- etuþakinu. Síðan reis Friskó Kiddi á fætur, fór inn í káetu og kveikti Ijós. Jói heyrði hann dunda þar eitt- hvað og litlu síðar kalla á hann lágt. Þegar hann kom niður, sá hann Friskó Kidda sitja á öðrum bekknum með sjómannakistil á hnjánum og með vandlega sam- anvafið myndablað í hendinni. Er þetta líkt henni? spurði hann og fletti sundur blaðinu og sýndi Jóa. Á hálfri blaðsíðu úr tímaritinu var mynd af tveimur stúlkum og einum dreng, sem sátu í stóru, fornfálegu þakherbergi og virtust vera á ráðstefnu. Stúlkan, sem var að tala, sneri andlitinu fram á myndinni, en það sá aftan á hin börnin. Hverri? spurði Jói, og leit undrandi á Friskó Kidda. Henni — henni — systur þinni, Bessí? Hann átti bágt með að stama fram orðunum og tal- aði af auðmýkt eins og það væri um eitthvað ósegjan- Iega héilagt. Jói varð í fyrstu alveg ráðalaus. Hann gat ekki fund- ið neitt samhengi milli þessara tveggja stúlkna og að hinu leytinu voru allar stúlkur of auðvirðilegar verur til þess að nokkur maður eyddi tíma til umhugsunar um þær. Hann stokkroðnar reyndar, hugsaði hann, þeg- ar hann sá, að Friskó Kiddi varð litverpur. Hann reyndi að bæla niður hláturinn, sem ætlaði að sprengja hann. Nei, nei, hættu! hrópaði Friskó Kiddi og hrifsaði til sín myndablaðið og lagði það með skjálfandi fingrum í kistilinn aftur. Svo sagði hann lægra: Eg hélt — hélt, að þú mundir ef til vill skilja mig og — og Varir hans titruðu og augun voru óvenjulega vot og gljáandi, þegar hann sneri sér undan. Á næsta augnabliki sat Jói við hlið hans á bekknum og lagði handlegginn utan um hann. Knúinn af ein- hverju óþekktu valdi gerði hann þetta án þess að gera sér grein fyrir því. Fyrir viku síðan hefði honum ekki dottið 1 hug, að hann mundi henda jafnskrítið — vefja handleggjunum utan um mittið á strák. En nú — nú fólk, þið ætlið að myrða mig til að ná peningunum mínum, það verður svo að vera, ég mun ekki vera sá fyrsti og verð ekki sá síðasti, margir kaupmenn eru drepnir á kránum. En hvers vegna ætlið þið, gott fólk, að drepa samferðamann minn? Hví á hann að líða fyrir mína peninga? Og hann sagði þetta svo raunalega Húsbóndinn svar aði honum: Ef við látum hann lifa, vitnar hann gegn okkur. Það er sama, hvort drepnir eru tveir eða einn. Lesið bænir ykk ar og verið ekki með neitt fleip ur. Við lögðumst á hnén og fór- um að biðjast fyrir. Kaupmað- urinn minntist barna sinna, ég var þá ungur og mig langaði til að lifa. Við horfðum á helgi- myndirnar og báðumst fyrir af hrærðu hjarta- Kona kráareig- andans komst við og sagði: Góðu menn, berið ekki illan hug til okkar á himnum og biðjið guð að refsa okkúr vægi- lega fyrir afbrot okkar, því að það er neyðin, sem .rekur okkur til að gera þetta. Og við báðum og báðum og grétum og guð bænheyrði okkur. í sama bili og húsbónainn þreif í skeggið á kaupmanninum til að skei’a hann á háls, var banð á glugg- ann. Við hrukkum öll við og einhver kallaði fyrir utan: Pét- ur Georgsson, ert þú þar? Flýttu þér og komdu! Fólkið heyrði þetta og þaut burtu- Við flýttum okkur að leggja á hest- ana og þeysa af stað. Hver barði á gluggann? spurði Dímoff. Á gluggann? Það hlýtur að bafa verið einhver helgur mað- ur eða engill, því að það var enginn fyrir utan. Við ókum burt.. . Guð hafði bænheyrt okkur. Pantelí sagði fleiri sögur,. og í þeim öllum var getið um langa hnífa, og þær voru allar líkar hver annarri. Hafði hann heyrt þessar sögur sagðar, eða hafði hann búið þær til sjálf- ur fyrir löngu og trúði því nú, að hann hefði ratað í þessi æv- intýri? Eitt er víst, allar hans sögur voru skáldskapur, hann talaði aldrei um það sem gerzt hafði í lífi hans, og Jegorúska trúði þeim öllum. Þeir voru allir hljóðir á eft- ir og hugsuðu um hvað lífið væri ægilegt. Það er sama hve hræðilegar sögur Rússum eru sagðar um morð og langa hnífa, þeir vefengja þær ekki nema þeir hafi komizt í náið sam- band við menntun. Krossinn við veginn, dökkir ullarpokarnir, víðáttumikil gresjan, mennirn- ir kringum bálið — allt var þetta svo hræðilegt og litríkt, að svona sögur bliknuðu við hliðina á því. Allir átu graut sinn úr pott- mum, nema Pantelí, sem át úr trébolla. Skeiðin hans var úr grátviði og á hana skorinn kross. Jegorúska leit á hann og ?nundi eftir lampaglerinu, sem hann hafði drukkið með og spurði Stjopka lágt: Af hverju borðar gamli mað- urinn út af fyrir sig? Hann er gamaltrúarmaður, hvíslaði Vassja og það var eins og hann væri að telja upp lesti hans. Allir þögðu, þeir fepgu ekki af sér að tala um daglega hluti eftir þessar sögur. En allt í einu brást Vassja við, starði út í loftið og hlustaði. Hvað er þetta? spurði Dímoff. Einhver er að Koma. Hvar sérðu hann? Þarna eitthvað hvítt. urinn gaf bændunum þrjú hundruð rúblur, og mér gaf hann fimm gullpeninga og skrif aði hjá sér nafn mitt. Það var sagt, að fundizt hefðu manna- bein í kjallaranum. Bein ... þeir höfðu þá drepið menn til fjár og grafið þá þarna, þeir fengu síðan makleg málagjöld. Þegar Pantelí var búinn með söguna leit hann a áheyrendur sína, sem horfðu þegjandi á hann. Vatnið sauð í pottinum og Stjopka var að fleyta ofan af honum. Ertu búinn að ná flotinu? spurði Kírúa lágt Bíddu við ... næstum. Stjopka sótti litla tréskál í einn vagninn og lét í hana feit- ina. Hann hafði ekki augun af Pantelí. Öðru sinni vár ég líka í fylgd með kaupmanni, sagði Pantelí í lágum rómi og starði út í húmið. Hann hét Pétur Georgs- son, man ég, það var góður maður. Við áðum eins og í fyrra skiptið, hann svaf inm, en ég hjá hestunum. Fólkið á kránni var vingjarnlegt, en samt gat ég ekki sofið, ég hafði svo skrýtna tilkenningu fyrir hjart- anu. Hliðið var opið, og það var margt fólk, ég var ekki hræddur um sjálfan mig. Allir sváfu. Um miðja nótt lá ég í bæli mínu og gat ekki sofið frekar en ugla, það var brátt tími kominn til að halda af stað. Þá, drengir, heyrði ég nljóð, túp-túp-túp, einhver var að læðast inn til mín. Eg gægð- ist út og sá kvenmann, berfætt- an og í náttkjólnum einum. Hvað vilt þú? spurði ég, og hún fór að skjálfa, andlit hennar var afskræmt af hræðslu. Farðu a fætur, góði maður, sagði hún, íólkið situr á svikráðum við ykk ur, ég heyrði húsfreyjuna vera að hvíslast á við mann sinn. Jæja, þessi tilkenning fyrir hjartanu var þá fyrirboði ein- hvers. Hver ert þú? spurði ég. Eldabuskan. Eg fór þá á fætur og inn til kaupmannsins. Það er illt á seiði, Pétur Georgsson, sagði ég. Vaknaðu, við verðum að flýja. Hann var að klæða sig, þegar dyrnar opnuðust og heilaga guðs móðir! inn komu hjónin og þrír menn með þeim, þau höfðu fengið vinnumennina til að vera með sér í þessu. Kaupmaðurinn hefur mikið af r^eningum, við skulum skipta, hafa þau sagt Þau voru öll fimm með langa hnífa. Hús- bóndinn lokaði dyrunum og sagði; Farið með bænirnar ykk ar, ferðamenn, en ef þið hljóð- ið, þá drepum við ykkur áður en þið getið beðist íyrir. Eins og við gætum hljóðað'. Eg hafði kökk í hálsinum og kom ekki orði upp. Kaupmaðurinn fór að gráta og sagði: Góða. kristna Sextugasta og níunda grein Kóransins er áminning til illa Ivntra hjóna og hljóðar svo^ „Hjörtu yðar eru hörð eins og steinarnir eða harðari, því að úr klettum getur streymt vatn og björgin geta klofnað af guðs ótta. Og sannarlega lætur drott inn ekki framferði yðar ó- hegnt.“ Þessi orð eru svo rit- uð með al á brjóst tveggja, til þess gerðra, vaxlíkneskja og þau síðan grafin. Við þetta á samlyndi hjónanna að batna. • Því er oft við brugðið hvern- ig rithöfundar lifi og hrærisl með söguhetjum sínum. Til dæmis er sagt, að þegar Gust- ave Flaubert ritaði kaflann um sjálfsmorð frú Bovary, hafi hann hvað eftir annað fengið uppsölur, því að hann gerði sér í hugarlund, að hann hefði sjálf ur tekið inn arsenik. • Presturinn var kominn að hús vitja og var að tala við móður barnanna. Þá kemur elzti dreng urinn inn og veifar rottu í hend inni. „Vertu ekki hrædd mamma, hún er dauð. Við lömdum og börðum rottuf jandann með spýtu, þangað til-----“ (Hann kemur auga á prestinn.) „------ þangað til guð tók hana til sín.“

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.