Þjóðviljinn - 23.11.1944, Blaðsíða 8
þJÓPVIUINN
| Hversvegna sigruðu bolsjevíker?
Alþýðusam-
bandsþíngið
Framhald af 1. síðu.
105 atkv. Finnur Jónsson fékk
101 atkv.
Kosning fór fram á 1. vara-
forseta milli IJermanns Guð-
mundssonar og Hannibals
Valdimarssonar, en talningu at-
kvæða var frestað. Munu þeir
verða 1- og 2. varaforseti þings-
ins.
Þinginu bárust heillaóskir frá
Farmanna- og fiskimannasam-
bandi Islands og Iðnnemasam-
bandi íslands.
Þingfundur hefst aftur kl. 4
í dag.
Fastanefndir þingsins tf
Nefndanefnd lagði fram eftirfar-
andi uppástungur um skipun
fastra nefnda og voru þær einróma
samþykktar:
ALLSHERJARNEFND.
Þóroddur Guðmundsson, , Jón
Rafnsson, Guðmundur Snorrason,
Jóhanna Egilsdóttir, Kristján
Guðmundsson, Guðlaugur Sigfús-
son, Jóhann Sigurðsson.
FRÉTTANEFND.
Zophonías Jónsson. Ami Kristj-
ánsson.
FJÁRHAGSNEFND.
Óskar Frímannsson, Ragnar Guð-
jónsson. Magnús Ástmarsson,
Björn Bjarnason, Jón Tímóteus-
son, Þórhallur Bjarnason, Krist-
inn Ásgeirsson.
FRÆÐSLUNEFNI).
Stefán Ögmundsson, Guðmund-
ur Vigfússon, Elísabet Eiríksdótt-
ir, Ilaraldur Gunnlaugsson, Arn-
rnundur Gíslason, Svavar Árna-
son, Tryggvi Kristjánsson.
LANDBÚNAÐARNEFND.
Gísli Andrésson, Gunnar Stef-
ánsson, Jón Guðmundsson, Pétur
Sigurðsson. Jón Hermannsson,
Þórður Tómasson, Jón Guðlaugs-
son.
VERKLÝÐS- OG
AT VINNUMÁLANEFND.
Sigurður Ólafsson, Hannibal
Valdimarsson. Sveinbjörn Oddsson,
Lúðvík Jósepsson, Eggert Þor-
bjarnarson, Gunnar Jóhannsson,
Magnús Halldórsson.
TRYGGINGA- OG
ÖRYGGISMÁLANEFND.
Sigurður Stefánsson, Albert
Guðmundssön, Laufey Valdimars-
dóttir, Sigurrós Sveinsdóttir. Jón
G. Jónsson. Garðar Jónsson, Berg-
steinn Guðjóns'son.
SKIPULAGS-
OG LAGANEFND.
Sigurjón Á. Ólafsson, Jóna Guð-
jónsdóttir, Marías Þorvaldsson,
Hannes M. SttiSiensen, Þorsteinn
Pétursson, Benedíkt Stefánsson,
Hermann Guðmundsson.
KJÖRNEFNDí
SAMBANDSSTJÓRN.
Sigurður Guðnason, Steingrímur
Aðalsteinsson, Jón Rafnsson, Jón
Axel Pétursson, Ragnar Guð-
leifsson, Helgi Björnsson.
Næturlæknir er í læknavarðstof-
unni í Austurbæjarskólaanum, sími
5030.
___l • - -
Framhald af 3. síðu.
greinarmun á stefnu keisarans og
burgeisastéttarinnar, en lagði á
hana og bráðabirgðastjórn hennar
allt það hatur, er það hafði borið
til keisarans áður fyrr.
Burgeisastéttin gat hlífzt á
bak við flokka bræðingsmanna,
— mensjevíka og þjóðbyltingar-
manna —, og haldið þannig
völdum á meðan þeir áttu tals-
verðu lýðfylgi að fagna. En er
þeir höfðu gert sig bera að þjón
ustu við heimsvaldastefnu henn
ar og fyrirgert þannig þessu
fylgi, var öllum stoðum kippt
undan burgeisastéttinni sjálfri
og bráðabirgðastjórn hennar.
2- Októberbyltingin átti sér
fullkomlega byltingarsinnaða
forystusveit, þar sem verklýðs-
stéttin rússneska var, þessi bar
áttuþjálfaða stétt, sem hafði
staðið í byltingu tvisvar á fárra
ára fresti, barizt til friðar og
jarðar, frelsis og sósíalisma og
unnið sér þannig, er hina þriðju
byltingu bar að garði, þann
myndugleik, er hæfði forystu-
sveit alþýðunnar. Hefði ekki
verið til slík forystusveit, verð-
ug þes's trúnaðar, er fólkið bar
til henr^r, þá hefði aldrei skap
azt neitt bandalag verkalýðs og
bænda, en án slíks bandalags
hefði októberbyltingunni ekki
orðið framgangs auðið.
3. Verklýðsstétt Rússlands
átti sér mjög mikils verðan sam
herja í byltingarbaráttunni, þar
sem kotbændastéttin var, en til
hennar taldist langmestur hluti
rússneskra bænda. Reynsla átta
byltingarmánaða, sem óhætt er
að jafna til nokkurra áratuga
,,eðlilegrar“ þróunar, hafði
vissplega sett mark á hinn strit
andi bændalýð. Á þessu tíma-
bili hafði honum gefizt tæki-
færi að sannprófa alla stjórn-
málaflokka Rússlands og kom-
ast að raun um, að hvorki ka-
dettar, þjóðbyltingarmenn né
mensjvíkar höfðu hug á því að
ganga raunverulega í berhögg
við gósseigendur og úthella
þlóði sínu fyrir bændur. Hann
hafði sannfærzt um að flokkur
bolsjevíka var eini stjórnmála-
flokkur Rússlands, sem hafði
ekki gengið á mála hjá góss-
eigendum, en var hins vegar
reiðubúinn að láta til skarar
skríða gegn þeim til þess að
koma fram hagsmunamálum
bænda. Það var hinn raunveru-
legi grundvöllur að bandalagi
verkalýðsins og kotbændastétt-
arinnar. Þetta bandalag réð
einnig afstöðu miðlungsbænda,
sem voru reikulir í afstöðu
sinni lengi vel og gerðust ekki
öruggir liðsmenn byltingarinn-
ar, fyrr en komið var fast að
októberuppreisninni, en þá tóku
þeir yfirleitt sömu stefnu og
kotbændastéttin.
Óþarft ætti að vera að telja
fram sannanir fyrir því, að októ
berbyltingin mundi ekki hafa
náð fram að ganga ef þetta
bandalag hefði ekki veiið.
4. í fylkingarbrjósti verklýðs-
stéttarinnar stóð forystusveit,
I sem var þrautreynd í pólitískri
baráttu. Það var flokkur bolsje-
víka. Aðeins slíkur stjómmála-
flökkur, nógu djarfur til að
hrífa fólkið með sér til úrslita-
atlögu og nógu gætinn til að
sneiða hjá öllum boðum og
blindskerjum á leið að loka-
takmarkinu, — aðeins slíkur
flokkur var þess megnugur að
beina með þvílíkri leikni í einn
farveg eins ósamkynja straum-
kvíslum byltingarhreyfingarinn
ar og hinni almennu lýðræðis-
baráttu bænda fyrir eignamámi
á jörðum gósseigenda, baráttu
kúgaðra þjóða fyrir frelsi og
jafnrétti og sósíaliskri baráttu
verkalýðsins í því skyni að
svipta, burgeisastéttina völdum
og koma á alræði öreiganna
Það,1 sem réð sköpum auð-
valdsins í Rússlandi, var tví-
mælalaust sú staðreynd, að
flokknum tókst að beina þess-
um ósamkynja straumkvíslum
í sama farveginn, svo að úr
varð voldug byltingarelfur.
5. Októberbyltingin hófst um
þær mundir, er heimsvaldastyrf
öldin stóð sem hæst og hin
helztu auðvaldsríki höfðu skip-
azt í tvær andvígar sveitir. Þau
voru þá svo önnum kafin af bar
áttunni sín á milli og svo veikl-
uð af þessari baráttu, að þeim
reyndist um megn að hlutast
til um „Rússlandsmálin'1, svo
að um munaði, eða láta til
skarar skríða gegn bvltingunni.
Engum vafa er það bundið,
að vegna þessarar slaðreyndar
varð sigur októberbyUmgarmn-
ar miklum mun auðveldari en
ella mundi.
Samþykktir F. F. S. í.
Framhald af 2. síðu.
t
að björgunarstarfið verði látið
sitja í fyrirrúmi fyrir gæzlustarf-
inu þegar nauðsyn krefur.
8. sambandsþing F. F. S. í. á-
lítur það mestu varða að stjórn
þessara mála verði framkvæmd á
sem hagkvæmastan liátt, og til
fullkomins öryggis fyrir sjómenn-
ina og til vegsauka fyrir þjóðina í
heild. t því sambandi verði gerð
gaumgæfileg athugun á, að hve
miklu leyti mætti hagnýta flug-
vélar í þe'ssu skvni.
^Þá vill 8. sambandsþing F. F. S.
í. leggja áherzlu á, að öll afgreiðsla
og stjórn slysavarnamálanna eigi
að vera áfram í höndum Slysa-
varnafélags íslands, ])ar sem telja
megi að slysavarnastarfsemin
verði ekki rekin betur af öðrum
aðilum. Þótt Slysavarnafélag ís-
lands geri ekki sjálft út skip til
aðstoðar- og gæzlnstarfa á rúm-
sjó, hefur það ærin önnur verkefni,
svo sem rekstur björgunarstöðva,
skipbrotsmannaskýla, brimlend-
ingabáta og stærri mótorbjörgun-
arbáta með bækistöðvum í landi,
en auk Jjess almenna fræðslu og
fyrirgreiðslu í þeim málum.
8. sambandsþing I1'. F. S. í. skor-
ar því cindregið á Alþingi og rik-
isstjórn, að styrkja Slysavarnafé-
lag íslands með ekki minni fjár-
framlögum, en sem svarar tekjuin
félagsins af frjálsu framlagi. eða
HÉÍHi? NÝJA BÍG
TJAKNAEBlÓ OWSS
Ævintýri í leikhðsinu
(„Lady of Burlesque“)
Sérkennileg og spennand'
mynd- Aðalhlutverk:
BARBARA STANWYCK og
IVHCHAEL O’SIIEA.
Börn fá ekki aðgang.
Sýnd kl. 9.
Slétturæningj&rnir
(Prerie Gunsmoke).
Spennandi Cowboymynd
með
BILL ELLIOT og
TEX RITTER
Böm fá ekki aðgang.
Sýnd kl. 7.
Sala hefst kl. 4 e. h.
Sonur greifans ai
Monte Cristo
(The Son of Monte Christo)
Sýnd samkvæmt áskorun.
Kl. 5, 7 og 9.
Ciloreal
augnabrúnalitur
★
ERLA
Laugaveg 12
í 5
Duglegur sendisveinn
óskast strax.
KRON
Skólavörðustíg 12.
rjwwwww
Lokað í dag kl. 2«4
i
HRESSIN G ARSKÁLINN,
HOLL.
Innilegar þakkir fyrir samúðina í veikindum og við
fráfall konunnar minnar
Guðrúnar Eyjólfsdóttur.
Helgi Helgason.
Allskonar viðgerðir
framkvæmdar
Dvergasteinn
Haðarstíg 20. Sími 5085.
Daglega
NÝ EGG, soðin og hrá.
Kaffisalan
H AFN ARSTRÆTI 16.
til vara nieð 10.000 króna fjár-
framlagi. í því sambandi má ben'da
á, að ríkið styrkir nú þegar ýmsar
menningar og mannúðar fyrirtæki
með ríflegum fjárframlögum, svo
sem bindindisstarfsemina, er fær
fastan styrk á fjárlögum er nemur
74.000.00 kr og mun sú starfsemi
þó ekki hafa jafn fjárfrekar fram-
kvæmdir með höndum.
FÉLAGSLÍF
Ungmennafél. Reykjavíkur
Skemmtifundur
verður annað kvöld í Góð-
templarahúsinu kl. 9.30.
Félagar, mætir vel og
takið með ykkur gesti.
Vinnubóldn
er nauðsynleg öllum þeim
er vinna tímavinnu.
Fæst í skrifstofu verklýðs-
félaganna, í bókaverzlun-
um og hjá útgefanda.
Fulltrúaráð
verklýðsfélaganna
Hverfisgötu 21
Næturvörður er í Lyfjabúðinni
Iðunn.
Ljósatími ökutækja er frá kl. 3.35
e h. til kl. 8.50 f. h.