Þjóðviljinn - 24.11.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 24.11.1944, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Föstudagur 24. nóvember 1944. Samþykktir F.F S.I. um hafnar- og vita mðl. - Áskorun til Alþingis Þjóðviljinn birti í gger samþykktir 8. þings Farmanna- og fiskimannasambands íslands í sjávarútvegs- og landhelgisgæzlu- málum. Hér fara svo á eftir samþykktir þær sem þingið gerði um hafnarmál, vitamál, öryggismál, siglingabaujur á Húnaflóa, áskorun til Alþingis um aukin framlög til vitabygginga, dvalar- heimili aldraðra sjómanna, hafnarmál Húsavíkur, nýjungar í veiðiaðferðum, safn einkaleyfisskjala og að lokum bréf til Al- þingis þar sem skorað er á þingið að samþykkja framkomna till. frá sósíalistum um aukna vinnslu sjávarafurða. VÍtíMÓétHriHÍÞ HAFNARBÓTAMÁL VERÐI SETT í FAST KERFI. 8. sambandsþing F. F. S. I. telur brýna nauðsyn á, að hafnarbóta- mál verði nú þegar skipulögð og sett í fast kerfi, og að fram- kvæmdum verði beint í þá átt, að gera sem fullkomnastar fiskveiði- 'hafnir á þeim stöðum, er liggja í námunda við fiskimið, og hafi góð skilyrði til hafnargerðar frá nátt- úrunnar hendi og næganlegt uppland. — En horfið verði frá þeirri stefnu, sem ríkt hefir mjög síðustu árin, að veita að lítt at- huguðu máli, stórar fjárhæðir til 'hafnargerða víðsvegar um land, þar sem framtíðarskilyrði virðast lítil eða engin fyrir hendi. Því skorar sambandsþing F. F. S. I. á Alþingi að skipa þriggja manna nefnd er rannsaki hafnarstæði kringum landið, er hafi áðurnefnd skilyrði, og geri til- lögur um það til Alþingis. Nefndin geri einnig tillögur um hvort halda skuli áfram við hafnargerðir eða hafnarbætur, sem þegar er byrjað á. Skulu fjárveitingar til hafnar- gerða eða haínarbóta bundnar því skilyrði að áður greind nefnd mæli með þeim. Nefndin skal skip uð þannig, að ríkisstjórnin skipar einn mann, en tveir tilnefndir, sinn af hvorum aðila, Farmanna og fiskimannasambandi íslands og Fiskifélagi íslands. AUKIÐ ÖRYGGI Á BRYGGJ- UM OG HAFNARGÖRÐUM 8. sambandsþing skorar fast- lega á hafnarstjóirn sjávarþorpa og bæja, og þá sérstaklega í Reykjavík og Hafnarfirði, að láta nú þegar setja stiga á nægilega mörgum stöðum í« uppfyllingum og á bryggjum hafnanna, til ör- yggis og hægðarauka fyrir þá, sem afnot þurfa að hafa af bryggj- um og hafnargörðum. Ennfremur að bryggjur og hafnargarðar séu vel ljósuð í náttmyrkri. SIGLINGABAUJUR Á IIÚNAFLÓA 8. sambandsþing F. F. S. I. skor ar á milliþinganefnd í vitamálum að um síldveiðitíma'bil séu greini- lega auðkennd með baujum og þær merktar, öll hættulegustu grunn á Húnaflóa, t. d. Dagmála- grunn, Ingólfsgrunn, Fyllugrunn, Rafnssker, Lambhúsagrunn óg Barrn. 8. þing F. F. S. í. skorar fastlega á Vitamálastjóra, að hlutast til um það, að fullkomin innsiglingar- Ijós og innsiglingarmerki verði sett á Stokkseyri. FRAMLÖG ÚR RÍKISSJÓÐI TIL VITABYGGINGA VERÐI AUKIN. 8. sambandsþing F. F. S. í. skor ar á Alþingi, að það veiti jafnan á fjárlögum þá upphæð til vitabygg- inga, er vitamálanefnd leggur til að veitt sé í hvert sinn. Þá telur sambandsþingið' tví- mælalausa nauðsyn á því, að ríkis- sjóður kaupi svo fljótt sem unnt er dýpkunarskip, er nothæft sé við hafnargerðir víðsvegar á land- inu, og veiti fé til þess á fjárlög- um 1945. 8. sambandsþing F. F. S. 1. skor- ar á Vitamálastjóra að láta hækka innsiglingarvitann í Sandgerði, og að ljósmagn vitans verði aukið um helming. ÖNNUR MÁL ER AF- GREIDD VORU Á ÞINGINU. Farmanna- og fiskimannasam- bandsþingið samþykkti samning milli Alþýðusambands íslands og F. F. S. í. er stjórnir samband- anna höfðu gert milli þinga. Enn- fremur samþykkti sambandsþing- ið samninginn milli F. F. S. í. og Stýrimannafélags íslands um sam- eiginlega útgáfu Sjómannablaðs- ins Víkingur og blaðsins Sjómað- urinn. Stýrimannafélag íslands sótti um innugöngu í Farmanna- og fiskimannasambandið og var það samþykkt. Auk þeirra mála, sem hér hef- ur verið að nokkru getið, tók sam- bandsþingið fyrir ýms önnur mál, I og voru afgreiddar í þeim álykt- anir og áskoranir til Alþingis, rík- isstjórnar og ýmissa annara aðila, er fjalla um sjávarútvegsmál. DVALARHEIMILI ALDRAÐRA SJÓMANNA. 8. sambandsþing F. F. S. í. skor- ar á Alþingi að veita 500.000 kr. styrk á fjárlögum næsta árs til Dvalarheimilis aldraðra sjómanna. GREINARGERÐ. Þar sem Alþingi gat ekki fallist á, að gjafir til heimilisins væru undanþegnar skatti, er þessi áskor- un til komin, því eftir þvi sem allar líkur benda til, hefur sú af- staða Alþingis skaðað heimilis- sjóðinn, sem nemur þessari upp- hæð, ef miðað er við þann hagnað sem S.Í.B.S. hafði af skattundan- þágunni. HAFNARMÁL HÚSAVÍKUR. 8. sambandsþing F.F.S.Í. skorar á Alþingi, að veita nægjanlegt fé á fjárlögum þessa árs til hafnarfram- kvæmda í Húsavík, eins og þær eru nú áformaðar, til þess að verk- ið komist sem fyrst í framkvæmd. NÝJUNGARí VEIÐIADFERÐUM. 8. sambandsþing F.F.S.Í. skor- ar á Alþingi, að veita á fjárlögum fyrir 1945, nægilega fjárveitingu til þess að kosta tvo faglærða sjó- menn til útlanda til þess kynna sér nýjungar í fiskiveiðum, hvað snertir veiðiaðferðir og skipakost. Menn þeir sem sendir yrðu er- lendis væru tilnefndir af Far- manna og fiskimannasambandi íslands. SAFN EINKALEYFIS- SKJALA ER GEYMIST í LANDSBÓKASAFNINU. 8. sambandsþing Farmanna- og fiskimannasambands íslands bein- ir þeirri áskorun til háttvirts Al- þingis, að Landsbókasafninu verði falið að kaupa eitt eða fleiri eintök af öllum þeim einkaleyfum, sem leyfð eru árlega og leyfð hafa ver- ið síðustu 15 til 20 ár, hjá ein- hverri stói-þjóð, t. d. Bandaríkjun- um. Verði þessi eintök geymd í Landsbókasafninu, raðað þannig, að hægt sé fljótlega að kynna sér aðal-stefnur, sem uppi eru í heim- inum í tæknimálum, með því að fara upp í Landábókasafn og skoða og lesa einkaleyfisskjölin. Enda verði Landsbókasafninu veittur sérstakur fjárstyrkur í þessu skyni. GREINARGERÐ. Allar menningarþjóðir viður- kenna einkaleyfisrétt á uppfinn- ingum, og telja það einn aðalþátt- inn í afkastamöguleikum og menn- ingarviðleitni þjóðanna. (Sbr. einkarétt á bókaútgáfu, sem er al- veg hliðstætt höfundarrétti). Þjóðirnar hafa þó eigi séð sér fært, að veita uppfinningamönn- um einkaleyfisrétt, lengur en í ca. 17 ár lengst, og takmarkað þann rétt á ýmsan hátt. Augljóst er að þjóðfélag eins og okkar íslendinga, sem mjög er á eftir í allri nútímat?ekni, þarf að hlynna að þeim mönnum innan þjóðfélagsins, sem sína viðleitni í þá átt, að vera uppfinningamenn, þannig, að þeir hafi einhverja starfsmöguleika innanlands og verður þessi tillaga lágmarkskrafa til Alþingis og stjórnarvalda, í þeim efnum. ÁSKORUN TIL ALÞINGIS FRÁ F.F.S.1 Á 7. þingi Farmanna- og fiski- mannasambands íslands, er hald- ið var hér í Rvík fyrir skömmu, var samþykkt ályktun um, að skora á Alþingi það er nú situr, að skipa sérstaka nefnd, til að at- liuga möguleika til aukinnar vinnslu sjávarafurða. Þar sem nú er komin fram á Al- þingi þingsályktunartiliaga, flutn- ingsmenn Einar Oigeirsson, Lúð- vík Jósefsson, Steingrímur Aðal- steinsson og Þóroddur Guðmunds- Bindindismálasýning Fyrir nokkru síðan var því hreyft einhversstaðar á opinberum vet.t- vangi, að Góðtemplarareglan hér í Reykjavík væri að undirbúa bind- indismálasýningu, sem yrði opnuð 1. febr. n. k. Þeir, sem að undirbúningi sýning- arinnar vinna, hafa lítið látið upp skátt um tilhögun hennar, enn sem komið er, en af því litla, sem heyrzt hefur frá þeim um hana, má þó marka, að sýningin verður vel þess verð, að eftir henni sé tekið. Sýningin mun verða þannig úr garði gerð, að auðvelt verði að gera hana að íerðasýningu, og gefa þannig fleirum en íbúum höfuð- staðarins tækifæri á að kynnast ! henni. Hvort sýndar verða kvikmyndir á sýningunni, er Bæjarpóstinum ekki kunnugt, en telja verður það ekkí illa til fundið, og meiri líkur væru til að sú aðferð vekti athygli, en þó sýnd væru línurit yfir þær fjárhæðir, sem þjóðin eyðir til kaupa á áfengi ár frá ári, og hvað kaupa mætti af þarflegri vöru fyr- ir þá upphæð. Slík línurit eru ó- neitanlega fróðleg, en þeir lær- dómar, sem af þeim má draga, ná því miður tæplega til þeirra, sem mesta hafa þörfina fyrir þá. En ef undirbúningsnefnd sýning- arinnar vildi gera Reykvíkingum og öðrum þann greiða, að lofa þeim að sjá sjálfa sig á tjaldinu, undir oki Bakkusar konungs, mættu þeir ekki láta sig henda þá skyssu, að sýna þar einvörðungu íbúa Kumb- aravogs, heldur væri ólíkt skyn- samlegra að bregða þar upp mynd- um af áramótadansleikjum og árs- hátiðum þeirra manna, sem álíta sig hafna yfir sauðsvartan almúgann, sakir menntunar og mannkosta. Slík kvikmyndasýning mundi efa- laust hafa margfalt meiri áhrif til að losa menn við þann drykkju- móral, sem veður uppi hér í Reykja- vík, heldur en hvassyrtar blaða- * og tímaritagreinar um bindindis- mál, eða fortölur fluttar af munni fram, um skaðsemi áfengra drykkja, sem virðast, þegar á allt er litið, hafa næsta lítil áhrif, nema fylgt sé á eftir með áhrifaríkari aðgerð- um. Meiri alvara á ferðum en margur hyggur Það er staðreynd, að áfengis- son, er stcfnir í sömu átt, leyfum vér oss hér með eindregið að skora á háttvirt Alþingi, að samþykkja hana, þar sem hún stefnir að stór- merkum framkvæmdum í þessum efnum. Leyfum vér oss til frekari áherzlu, auk þess sem segir í grein- argerð þingsályktunartill. að benda á eftirfarandi: Árið 1934 voru fluttir út frá Austfjörðum allmargir togara- farmar af síld til Þýzkalands. Sumarið 1939 var gerð önnur til- raun og fluttir út 14 togarafarmar af síld frá Vesturlandi. Heppnað- ist þetta vcl, og var mikil hags- 'bót að, í þáverandi atvinnuleysi og vandræðaástandi hér. Síldin var ísuð í lestir togaranna, en til- reidd þegar út til Þýzkalands kom. Er augljóst að hefði þá verið til hér nokkur iðnaður svo hægt hefði verið að mat'búa vöruna strax, hefði fengizt margfalt meri þjóð- hagslegur hagnaður af aflanum. Norðmenn hafa um 50 ára skeið stundað niðursuðu sjávarafurða, neyzla fer vaxandi hér á landi. í fyrra drakk þjóðin áfengi fyrir 22 milljónir króna. Það sem af er þessu ári, mun hafa verið varið nær 30 milljónum til áfengiskaupa, og eru þó jólainnkaupin eftir. Á sama tíma og bindindismenn sitja með sveitta skalla við að finna ráð til að „draga úr“ áfengisneyzlu,. „að útrýma“ henni heyrist ekki lengur talað um upphátt, keppist íslenzka ríkið við að selja sem mest áfengi og afla ríkissjóði þann- ig tekna, því landsmenn eru svo undarlega gerðir, að þeir vilja held- ur greiða stórfé fyrir að drekka frá sér vitið, en greiða sem þessu fé svarar í hærri skatta. Óbeina tjónið jafnvel enn- þá meira Þó er óbeina tjónið, sem er á- fengisneyzlunni samfara, líklega hvað mest. En það er svo víðtækt að illt er að heimta þar öll kurl til grafar, og verður þvi ekki tölum talið. Þau eru ótalin heimilin, sem. lögð eru meira og minna í rústir, vegna þess að heimilisfaðirinn drekkur. Menn., sem gæddir eru miklum hæfileikum, verða óstarf- hæfir og bregðast þeim vonum, sem við þá voru tengdar. Menn, sem varið hafa beztu árum ævi sinnar á skólabekk og þjóðin hefur vænt sér mikils af, verða að aumkunar- verðum vesalingum. Þá eru ótalin mannslífin, sem sem grandað hefur verið af orsök- um áfengisnautnar. Þrátt fyrir harðnandi ákvæði um bann við- áfengisneyzlu þeirra manna, er stjóma ökutækjum, fer heldur vax- andi að rekja megi orsakir um- ferðaslysa til áfengisneyzlu. Hvað ber að gera? Eg ætla mér ekki þá dul, að benda á neina óbrigðula leið fram úr öngþveitinu í áfengismálunum, en ekki kæmi mér á óvart þó fleiri og fleiri hölluðust að þeirri skoð- un, að fremur bæri að grafast fyrir þjóðfélagslegar orsakir áfengis- nautnar og efla það siðgæði hjá þjóðinni, er risi öndvert gegn ósóm- anum, heldur en setja ströng laga- fyrirmæli, sem væri illa framfylgt og hundrað leiðir sæjust til að smjúga í gegnum. 1933 nam sá útflutningur þeirra 33 þús. smál. og 1936 37.698 smál., rnegnið af þessari framleiðslu, eða 90%, fór til Norður-Ameríku og brezka heimsveldisins. Framleiðsl- an var að magni hér um bil jöfn við saltfiskframleiðslu þeirra, en fjórum sinnum verðmætari. Það er kunnugt, að Þjóðverjar hafa skipulagt mikla notkun sjáv- arafurða um alla Mið-Evrópu. Og skömmu fyrir styrjöldina var ný- breytni um framleiðslu sjávaraf- urða farin að ryðja sér til rúms, allt suður um Balkanskaga. Síðan styrjöldin hófst hafa Bandaríkin stór-aukið niðursuðu sjávarafurða og hafa þó ekki getað fullnægt heimamarkaði sínum, þar sem megnið af framleiðslunni hefur far- ið í láns- og leigulagaviðskiptum, víðsvegar um alla veröldina. Þáð er því fullljóst að mikil kynning hefur átt sér stað í þessum efnum, fram yfir það sem áður var. Hagnýting sjávarafurða hér á Framh. á 8. síðu.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.