Þjóðviljinn - 24.11.1944, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 24.11.1944, Blaðsíða 3
Föstudagur 24. nóvember 1944. Þ JÓÐVIL JINN 3 Keppnisleyfi í gildandi reglum er svo ákveðið að enginn megi keppa fyrir nema eitt félag á sama ári eða eftir ákveðinn mánaða- fjölda. Þessi regla er sjálfsögð, og virt um allan heim. Þrátt fyrir þessa gullnu reglu, hefur þótt sjálfsagt að taka upp sérstakt eftirlit með að henni sé framfylgt, og er það gert með svonefndum keppnisleyfum. Hér á landi hefur þetta nána eftirlit ekki verið upp tekið ennþá, en ýmislegt bendir til'þess að það verði einnig tekið upp hér. Eins og nú er ástatt um þetta atriði má segja, að það sé heldur losaralegt, og svo kveður rammt að því að málaferli ganga vegna þess að ekki hefur verið með óyggjandi sönnunum hægt að ganga úr skugga um hið rétta, á ég þar við keppnis- leyfi, en treyst sögn mannanna sjálfra. Leyfi þetta gæfi íþrótta- sambandsstjórnin út og hefði þar um samstarf við héraðsstjóm- ir. Næði leyfið aðeins til þess fólks, sem ætlaði sér að taka þátt í keppni, og gæfi þá yfirlýsingu um það í hvaða grein eða greinum það ætlaði að keppa og fyrir hvaða félög. Með þessu ýrði á hverjum tíma og á hverjum stað hægt að fylgjast nákvæmlega með því hverjir og hve margir væru keppendur. Þetta hefur alltaf vantað þrátt fyrir margar óskir um að fá skýrslur um það. Eitt enn bendir líka ótvírætt til þess að fram hjá þessu verði ekki lengur komist, en það er stofn- anir sérsambanda. Eg hef rekið mig á, sérstaklega hér í höfuðstaðnum, mik- inn áhuga fyrir því að stofna sérsambönd fyrir sund, knatt- spyrnu, frjálsar íþróttir og skíði, og er það að ýmsu leyti æski- legt og vel farið, en samkvæmt lögum Í-S.Í. verður viss hluti félags í hverri grein að samþykkja sérsambandsstofnunina. Nú er það að verða viðtekin regla, að þau ein félög, sem hafa sen,t menn til keppni hafa rétt til áhrifa í sérráðum. Mundi sennilega svipað gilda um sérsamband. Með því nú að koma þessu keppnisleyfi á og íylgja því fast eftir, ætti að vera fundin leið til að finna þau félög sem þátt taka í keppni. Sé sá áhugi sem komið hefur fram varanlegur og alvara sé á bak við, þolir þessi framkvæmd enga bið. íþróttasambandsstjórnin þarf nú þegar að undirbúa þetta mál og félögin að bregða við og af- greiða þessi keppnisleyfi strax. Þegar keppnisleyfið er gefið út verður að sjálfsögðu miðað við þá sem stóðu 1 keppni s.l. ár, komi svo nýjir menn fram verður að sækja um leyfi fyrir þá, og er það hægt hvenær sem er. Gera má ráð fyrir að ef menn eða félög trassa að fá leyfin, þá missi þeir réttinn til keppni, svo áherzlu verður að leggja á það að þetta sé samvizkulega gert, svo félögin missi ekki rétt sinn til góðra manna. Þetta mál er sem sagt tímabært og hefur þegar verið nokkuð rætt. Það ætti að fyrirbyggja málaferli sem stafa af slæmu eftirliti með því að sami maður keppi fyrir tvö félög eða hlaupi á síðustu stundu í næsta félag af smávægilegum ástæðum. Það ætti líka að fást örugg skrásetning þess fólks, sem stendur í keppni, og þá um leið auðveldar, og gerir framkvæm- anlega stofnun sérsambanda. Fréttir frá í. S. í. Staðfest íslandsmet: 300 m. hlaup. Hlauptími 37,1 sek. Methafi Kjartan Jóhannes- son íþróttafélagi Reykjavíkur. 4x50 m. boðsund kvenna. Sundtími 3 mín- 04,8 sek. Met- hafi boðsundssveit Sundfélags- ins Ægis. í sveitinni voru: Kristín Eiríksdóttir Ingibjörg Pálsdóttir, Iialldóra Einarsdótt- ir og Auður Einarsdóttir. Hástökk innanhúss. Stökkhæð 1,84 m. Methafi Skúli Guð- mundsson, úr Knattspymufélagi Reykjavíkur. í sambandi við þetta met skal þess getið, að stjórn íþróttasambandsins hefur tekið upp þá nýbreytni að stað- festa innanhússmet. Ný sambandsfélög: Ungmenna- og íþróttasam- band Vestur-Barðstrendinga hefur gengið í í. S. í- í sam- bandinu eru 4 félög. Formaður þess er Albert Guðmundsson. Sveinseyri. Ungmennasamband Dala- manna hefur einnig gengið í iþróttasambandið. í því eru 6 félög með 250 félagsmönnum. Formaður sambandsins er Hall- dór E. Sigurðsson frá Staðar- felli- Staðfestir íþróttabúningar: Umf. Skallagrímur í Borgar- nesi hefur fengið staðfestan í- þróttabúning með þessum lit: Gulur bolur, grænar buxur og gulir sokkar. íþróttafélagið Þór á Akureyri hefur fengið staðfestan íþrótta- búnþrg: Hvít skyrta, rauðar buxur og rauðir sokkar. Bókaútgáfa: Að tilhlutun íþróttasambands ins hefur verið gefin út stiga- Keppandi í 25 ár Gísli Sigurðsson segir örlítið Irá 25 ára starfi sem þátttakandi íkeppni Allir þeir, sem fengist hafa við íþróttamál og lagt stund á keppni skilja bezt hvílíkt feikna starf og vilji liggur á bak við öll þessi ár. Þetta afmæli Gísla mun þó ekkert einsdæmi vera hér á landi, og munu finn- ast menn sem eiga svipaðan ó- slitinn árafjölda að baki sér sem keppendur. En ef betur er að gætt, mun þetta afmæli þó vera nokkuð' ef ekki alveg sérstakt. Flestir þeir menn sem ég til þekki og náð hafa svo háum keppnis- aldri, hafa að launum hlotið fjölda verðlauna, bæði í ein- staklingskeppni og flokka. Þó Gísli hafi 1 sumum greinum náð sæmilegum árangri, þá hefur þátttaka hans aldrei miðast við það hvort hann hefði tækifæri á verðlaunum eða ekki. Hann hefur aðeins verið með, íþrótt- arinnar vegna og félagsins vegna. Vegna trúar sinnar á það að fólk ætti að stunda íþróttir til þess fyrst og fremst að njóta þeirrar hollnustu sem þær geta veitt, njóta þeirrar skemmtun- ar sem skemmtilegt félagslíf veitir. Mundi nokkur ykkar sem þetta ' lesið hafa haldið svona lengi út? Hefðum við ekki gefist upp? Þess vegna segi ég, að Gísli sé fagurt for- dæmi flestra þeirra sem íþrótt- ii iðka, og fyrir þessar sakir sem nefndar hafa verið er þetta afmæli sérstakt. í tilefni af þessu afmæli hefur Íþróttasíðan snúið sér til Gísla og beðið hann að segja örlítið frá þessu starfi sínu: — Það er svo skrýtið, að þeg ar stundin er liðin hjá, þá finnst manni það sem gerðist svo lítið og eðlilegt, þó allt virðist svo fullt af torráðnum gátum þegar maður horfir framundan. Svo satt að segja hef ég eiginlega ekkert að segja. Við skulum þó sjá. Fyrsta íþróttafélagið sem ég var í og var stofnandi að hét Framsókn, og var í Hafnarfirði, en þar hef ég verið síðan ég var 8 ái’a- I því félagi var ég elztur, og sá eini sem enn keppir af þeim hóp. Fyrsta keppnin sem ég tók þátt í var í knattspyrnu, og kepptum við knattspyrnufél. 17. júní, og töpuðum 3:1 Um svipað leyti fengum við II. fl. frá Víking til að keppa við og töpuðum við með 9:0. tafla fyrir Jrjálsar íþróttir. Út- gefendur eru Magnús Baldvins- son og Ingólfur Steinsson. G ísli Sigurðsson. Fljótt var hafizt handa um byggingu vallarins, en hann var byggður fyrir. samskotafé frá bæjarbúum og félögunum. 1920 fórum við að iðka hlaup og litlu síðar köst. Maður var með í öllu þessu. enda fáir sem gátu eða vildu segja til. Á þessum ár um hef ég oft haft með hönd- um kennslu fyrir félög í Hafn- arfirði, t. d. íþróttafélag Hafn- arfjarðar Þjálfa og Hauka meðan þeir voru að komast vfir erfiðasta byrjunarhjallann. auk þess annaðist ég íþróttakennslu við Hvítárbakkaskólann í 3 vet- ur. Eg hef verið svo lánsamur að lifa það að íþróttalíf í Hafnar- firði stendur nú í miklum blóma, og að það félag, sem ég nú síðast hef sérstaklega starf- að í, Fimleikafélag Hafnarfjarð ar, hefur átt úrvalsmenn í hópi íþróttamanna, og að íþróttirnar eru að ná til fjöldans í Hafnar- firði, þrátt fyrir síæm skilyrði á mörgum sviðum- Hvað þátttöku mína í íþrótt- um snertir, er ekkert að segja, þar eru engin íslandsmet eða meistarastig, né óteljandi verð- laun. Eg hef verið með til þess að fá aðra til að vera með. Eg hef notað íþróttirnar sem lækn fþrðtt3húsbygi|inguniii á Akranesi miðar vel áfram Eins og kunnugt er, hafa þeir Akranesingar í smíðum íþrótta bús og vinna miög að því sjálf- ir. Eftir því sem Íþróttasíðan hefur frétt, er þátttaka góð í sjálfboðavinnunni. Mæta þar oft á kvöldin um helgar um 30—40 manns- Sýnir þetta mik- inn dugnað og gott félagslíf og samstarf, sem lífsnauðsyn er að varðveita. islyf. Það eru mínir sigrar og þeim sigrum geta allir náð ef þeir taka íþrótt sína rétt. Uppáhalds íþrótt mín er ganga, og hef ég m. a. gengið flestar þær leiðir sem farnar eru milli Borgarf jarðar og Reykjavíkur. Menn gera of lítið að bví að ganga um landið nær og fjær. Til gamans má geta þess að sund er meðal hinna ýmsu greina, sem ég hef keppt í. Að lokum vil ég segja þetta: Fyrir unglinga ér það mikil- vægt að þeir fullorðnu líti til þeirra leiðbeinandi og vingjarn- lega.Það mun vissulega hafa sín miklu áhrif á framtíð þeirra- Ollum, sem íþróttir hafa iðkað, ræð ég að halda lengi áfram og æfa stöðugt, en gætilega, þegar árin fjölga. Með því halda menn sér ungum og hraustum. Mesta afrek mitt er: Hlaupa- brautin á Hörðuvöllum. Meistarar frá byrjun Stangarstökk. .1927 Ekki keppt- 1928 Jón Magnússon K.R. 2,64 1929 Ekki keppt. 1930 ÁsmundurSteins K.V. 3,20 1931 Sami 3,23 1932 Óskar Valdason K.V. 2,85 1933 Ásm. Steinsson K.V. 3,00 1934 Karl Vilmundars. A. 3,03 1935 Hallst. Hinrikss. F.H. 3,20 1936 Sami 3,18 1937 Ólafur Erlendss. K.V. 3,36 1938 Karl Vilmundars. A. 3,30 1939 Hallst. Hinrikss. F.H. 3,20 1940 Ólafur Erlendss F.H. 3,18 1941 Þorst. Magnúss. K.R. 3,31 1942 Magnús Guðm.s. F.H. 3,00 1943 Sami - 3,20 1944 Guðjón Magnúss. KV. 3,40 v Þrístökk 1927 Sveinbj. Ingim. Í.R 12,73 1928 Sami 11,56 1929 Sig. S- Ólafsson K.R. 11,92 1930 Sami 12,47 1931 Ingvar Ólafss. K.R. 12,03 1932 Karl Vilmundars. A. 12,21 1933 Daníel Loftsson K.V. 12,60 1934 Sami 12,61 1935 Sig. Sigurðss. K.V. 13,38 1936 Sami 13,73 1937 Sami 13,98 1938 Sig. Norðdahl Á. 12,94 1939 Sig- Sigurðsson Í.R. 12,92 1940 Oliver Steinn F.H. 13,00 1941 Oddur Helgason S.f. 13,15 1942 Oliver Steinn F.H. 13,36 1943 Oddur Helgason Á. 13,33 1944 Skúli Guðm.s. K.R. 13,61

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.