Þjóðviljinn - 24.11.1944, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 24.11.1944, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 24. nóvember 1944 (UÓÐVIUINSN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, simi 218ý. Áskriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastræti 17. Stéttarleg og stjórnmálaleg eining Það hæfir að líta aftur 'í tímann, þó ekki sé nema til hinna síðustu ára, þegar fulltrúar verklýðssamtakanna sitja að þingi í Reykjavík. Síðustu árin fimm eru lærdómsrík fyrir verklýðshreyf- inguna á íslandi og raunar fyrir allan landslýð. Öll þessi ár hefur baráttan milli vinnuafls og fjármagns verið háð með harðari átök- um og á grundvelli greinilegri stéttaskiptingar en dæmi eru til áður hér á landi. Tvenn þáttaskil hafa orðið í þessari baráttu, hin fyrri með alþingiskosningunum 1942, hin síðari með stjómarmynduninni fyrsta vetrardag 1944, og er nú rétt að athuga þau tímabil, sem þáttaskil þessi marka. • Fyrsta tímabilið, frá 1939—1942, einkenndist fyrst og fremst af því, að ríkisvaldið er í höndum fulltrúa fjármagnsins, verklýðs- hreyfingin er hvorki samtaka né fyllilega sameinuð, forusta henn- ar er tvíráð og háð ríkisvaldi fjármagnsins, fulltrúar hennar á vettvangi stjómmálanna fáir og útilokaðir frá að hafa áhrif á ríkisvaldið. Þetta ástand hlaut að draga til þess sem varð, að ríkisvaldinu var skefjalaust beitt gegn hagsmunum verkalýðsins. Gengislög og gerðardómslög eru merkjasteinamir í þeirri sögu, en öll stefna ríkisstjómarinnar öll þessi ár, laut að því að gera hlut vinnuafls- ins sem minnstan, en hlut fjármagnsins sem mestan, því var hald- ið fram, að verið væri að berjast gegn dýrtíð, með því að banna kauphækkanir og kjarabætur, en að sjálfsögðu var hér um venju- lega stéttabaráttu að ræða, baráttu sem að því laut að gefa hand- höfum fjármagnsins og framleiðslutækjanna sem mestan hluta af arði þeim, sem vinnan skapar en hinum vinnandi manni að sama skapi rýran hlut. • Meðan þessu fór fram efldust og þroskuðust samtök verka- manna. Tíminn var þeim hagstæður að því leyti, að eftirspum eftir vinnu var meira en framboð, vinnuaflið gat því rétt hlut sinn, kjör verkamanna bötnuðu, þrátt fyrir að fjármagnið eða handhafar þess, höfðu ríkisvaldið í sinni hendi, og sumarið 1942 gafst ríkisvaldið upp, gerðardómslögin voru felld úr gildi. / • Á þessu ári bar það tvennt til stórtíðinda fyrir verklýðshreyf- inguna, að einingarstefnan sigraði innan vébanda hennar, og. að sá flokkur, sem fastast studdi þá einingarstefnu og er flokkur verkalýðsins, fékk 10 fulltrúa á Alþingi. Síðan hefur hin sam- einaða verklýðshreyfing, undir forustu Guðgeirs Jónssonar, unn- ið hvem sigurinn öðmm meiri í baráttunni fyrir bættum hag hins vinnandi fólks. Á vettvangi stjórnmálanna verða afleiðingar þessara atburða eigi síður eftirtektarverðar- Fulltrúar fjármagnsins höfðu enn sem fyrr yfirgnæfandi meirihluta á Alþingi, en þeir gátu ekki myndað ríkisstjórn, og hið einkennilega og háskasamlega ástand skapaðist, að ríkisstjóm var sett á laggir án þingsstuðnings. Or- sökin var sú, að áhrif verklýðshreyfingarinnar í þjóðfélaginu voru orðin margfalt meiri en fulltrúatala hennar á þingi benti til. Þetta var borgaraflokkunum ljóst, og þeir treystu sér ekki til að stjóma landinu í andstöðu við verklýðshreyfinguna, þeir vissu, að gagnslaust var að reyna að láta sögu áranna 1939—1942 endur- taka sig, en samstarf við verklýðshreyfinguna og fulltrúa hennar á þingi var þeim e.nn óþekkt hugsun. % • Loks á þessu ári verður hinum beztu mönnum innan borgara- flokkanna ljóst, að eins og kraftahlutföll eru nú milli vinnuafls og fjármagns er ekki hægt að stjórna íslenzka þjóðfélaginu nema með samstarfi þessara afla, nema með því, að fulltrúar þeirra semji vopnahlé og stjómi málefnum þjóðarinnar, þannig að tillit sé tekið til beggja aðila VERKAMANNAFÉLAGIÐ DAGSBRÚN, REYKJAVÍK: Ari Finnsson, Árni Kristjánsson, Ástþór B. Jónsson, Björn Guð- mundsson, Eðvarð Sigurðsson, Eggert Guðmundsson, Eggert Þor- bjarnarson, Finnbogi Árnason, Guðbrandur Guðmundsson, Guð- mundur Vigfússon, Gunnar Dan* íelsson, Ilannes M. Stephensen, Helgi Sigurgeirsson, Hjálmar Jóns- son, Jón Agnarsson, Jón Einis, Jón Rafnsson, Karl Laxdal, Kristinn Sigurðsson, Páll Bjarnason, Páll Þóroddsson, Ragnar Jónsson, Skapti Einarsson, Sigurður Guð- mundsson, Sigurður Guðnason, Sólberg Eiríksson, Sveinbjörn Ilannesson, Vilmar Thorstensen, Zóphónías Jónsson, Þorsteinn Pét- ursson. SJÓMANNAFÉLAG REYKJAVÍKUR: Ágúst Hólm, Ásgeir Torfason, Bjarni Kemph, Bjarni Stefánsson, Björn Jónsson, Garðar Jónsson, Jón Ármannsson, Jón Guðnason, Jón A. Pétursson, Karl Karlsson, Ólafur Friðriksson, Sigurður Ólafs- son, Sigurjón Á. Ólafsson, Sæ- mundur Ólafsson, Þorvaldur Eg- ilsson. IÐJA, FÉLAG VERKSMIÐJU- FÓLKS, REYKJAVÍK: Björn Bjarnason, Guðjón Jóns- son, Guðlaug Vilhjálmsdóttir, Guðmunda L. Ólafsdóttir, Halldór Pétursson, Helgi Ólafsson, Ingi- björg Jónsdóttir. VERKAKVENNAFÉLAGID FRAMSÓKN, REYKJAVÍK: Anna Guðmundsdóttir, Guð- björg Brynjólfsdóttir, Hólmfríður Ingjaldsdóttir, Jóhanna Egilsdótt- ir, Jóna Guðjónsdóttir, Sigríður Ilannesdóttir. VERKALÝÐSFÉLAG AKRANESS: Ásmundur Gíslason, Guðmund- ur Kr. Ólafsson, Jóhann P. Jó- hannsson, Sigríkur Sigríksson, Sveinbjörn Oddsson. VERKAMANNAFÉLAG HÚSAVÍKUR: Arnór Kristjánsson, Jón Guð- mundsson,‘Páll Krjstjánsson. VERKALÝÐSFÉLAG VESTMA NNAEYJA: Ágúst Þórðarson, Guðmundur Sigurðsson. S J ÓMANNAFÉLAG ÍSFIRÐINGA: Árni Alagnjísson, Marías Þor- valdsson, Ólafur Þórðarson. VERKAKVENNAFÉLAGIÐ BRYNJA, SIGLUFIRÐI: Ásta Magnúsdóttir, Ásta Ólafs- dóttir, Ríkey Eiríksdóttir. VÖRUBÍLSTJÓRAFÉLAGIÐ ÞRÓTTUR, REYKJAVÍK: Ásgrímur Gíslason, Friðleifur F. Friðriksson, Jón Guðlaugsson. BIFREIDASTJÓRAFÉLAGIÐ HREYFILL, REYKJAVÍK: Bergsteinn Guðjónsson, Ingvar Þórðarson, Tryggvi Krist'jánsson. VERKALÝDSFÉLAG ! NORÐFIRÐINGA: Björgúlfur Gunnlaugsson, Lúð- vík Jósepsson. VERKAKVENNAFÉLAGIÐ EINING, AKUREYRI: Elísabet Eiríksdóttir, Elísabet Kristjánsdóttir. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ BALDUR, ÍSAFIRÐI: Finnur Jónsson, Halldór Ólafs- son, Hannibal Valdimarsson, Helgi Hannesson, Ragnar G. Guðjóns- son. > Allverulegur hópur þingmanna og stjórnmálamanna utan þings reyndu að hindra þetta vopnahlé, það gerði Framsóknar- flokkurinn allur, nokkur hluti Sjálfstæðisflokksins og nokkur hluti Alþýðuflokksins. Allir þessir menn lifa í þeirri trú að hægt sé að taka upp þráðinn frá árunum 1939—1942, allir halda þeir því fram, að ríkisvaldið eigi að beita sér fyrir kauplækkun áður en farið sé að hugsa um öflun nýrra framleiðslutækja, því það séu landráð, eins og Vísir orðaði það, að fara að kaupa ný fram- leiðslutæki fyrr en búið sé að tryggja með kauplækkun, að þau beri sig. En þessir menn eru í minnihluta á þingi, meirihlutinn hefur ákveðið að vinna að því, að friður takist um sinn milli vinnuafls og fjármagns, og að kröftum þjóðarinnar verði einbeitt að því að koma framleiðslunni í nútímahorf, þannig að allir geti haft vinnu við sem arðbærust störf, og að því verðfalli, sem búast má við á erlendum markaði, vérði mætt með auknum afköstum á sviði framleiðslunnar en ekki með því að lækka laun verka- manna. * Þessa megindrætti úr sögu síðustu fimm ára ættu allir full- trúar á Alþýðusambandsþingi að muna. Þeir kenna, að alþýðunni ríður fyrst og fremst á að skapa fullkomna einingu innan sinna fylkinga, bæði stéttarlega og stjórnmálalega. Eigi sú samvinna, sem nú á sér stað um ríkisstjórn að verða verklýðshreyfingunni til þeirrar blessunar, sem til er ætlazt af fulltrúum hennar, verð- ur hún að sýna styrkleika einingarinnar. En varið yður fulltrúar á Alþýðusambandsþingi! Meðal yð- ar sitja menn, sem hafa barizt gegn einingu verklýðssamtak- anna, og gegn því samkomulagi, sem varð um stjómarmyndim, menn, sem fyrir hvem mun vilja samstarf við kauplækkunar- flokkinn á þingi. Látið ekki þessa menn sundra ráðum yðar. Varið yður á Hannibal og hans sálufélögum. VERKAKVENNAFÉLAGIÐ SNÓT, VESTM.EYJUM: Guðmunda Gunnarsdóttir, Ólöf Friðfinnsdóttir. VERKAMANNAFÉLAGIÐ ÞRÓTTUR, SIGLUFIRÐI: Guðmundur Jóhannesson, Gunn- ar Jóhannsson, Maron Björnsson, Þórhallur Björnsson, Þóroddur Guðmundsson. VERKAKVENNAFÉLAGIÐ FRAMTÍÐIN, HAFNARFIRÐI: Guðrún Nikulásdóttir, Sigríður Erlendsdóttir, Sigurrós Sveins- dóttir. VERKALÝÐSFÉLAG STYKKISHÓLVIS: Halldór Jónsson, Ragnar Ein- arsson. VERKAMANNAFÉLAGIÐ IILÍF, HAFNARFIRÐI: Helgi Jónsson, Hermann Guð- mundsson, Ólafur Jónsson, Óskar Evertsson, Þórður Þórðarson, Þor- leifur Guðmundsson. A, S. B„ REYKJAVÍK: Hólmfríður Helgadóttir, Laufey Valdimarsdóttir. SJÓMANNAFÉLAGIÐ JÖTUNN, VESTM.EYJUM: Kristiun Ástgeirsson, Sigurður Stefánsson. HIÐ ÍSLÉNZA PRENTARA- FÐLAG, REYKJAVÍK: Magnús Ástmarsson, Stefán Ög- mundsson. SJÓMANNAFÉLAG IIAFNARFJARÐAR: Pálmi Jónsson, Þórarinn Kr. Guðmundsson. VERKAL. OG SJÓMANNA- FÉLAG KEFLAVÍKUR: Ragnar Guðleifsson, Steindór Pétursson, Valdimar Guðjónsson. VERKALÝÐSFÉLAG BOLUNGAVÍKUR: Eggert Lárusson, Jón Tímóthe- usson. BÍLSTJÓRAFÉLAG AKUREYRAR: Guðmundur Snorrason, Haf- steinn Halldórsson. VERKALÝÐS- OG SJÓ- MANNAFÉLAG GERDA- OG MIDNESIIREPPS: Jóhann Sigmundsson, Sumarliði Eiríksson. VERKAMANNAFÉLAGIÐ FRAM, SAUDÁRKRÓKI: Magnús Bjarnason, Skapti Magnússon. VERK AMAN NAFÉLAG AKURE YRARKAUPSTAÐAR: Marteinn Sigurðsson, Sigurður Baldvinsson, Steingrímur Aðal- steinsson. STARFSSTÚLKNAFÉLAGIÐ SÓKN, REYKJAVÍK: Aðalheiður S. Ilólm. VERKALÝÐSFÉLAG TÁLKNAFJARÐAR: Albert Guðmundsson. VERKAMANNAFÉLAGIÐ ÁRVAKURj ESKIFIRÐI: Alfreð Guðnason. VERKAMANNAFÉLAG HOFSÓSS: Anton Tómasson. SVEINAFÉLAG HÁR- GREIÐSLUKVENNA, RVÍK: Auður Vigfúsdóttir. BAKARASVEINAFÉLAG ÍSLANDS: Ágúst II. Pétursson. VERKAMANNAFÉLAG VOPNAFJARÐAR: Árni Halldórsson. VERKAMANNAFÉLAG RAUFARHAFNAR: Ásgeir Ágústsson. FÉLAG BLIKKSMIÐA, REYKJAVÍK: Ásgeir Matthíasson. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ JÖKULL, HORNAFIRÐI: Benedikt St. Þorsteinsson. VERKAMANNAFÉLAGIÐ ÞÓR, SELFOSSI: Björgvin Þorsteinsson. VERKALÝÐSFÉLAG DALVÍKUR: Björn Arngrímsson. VERKAMANNAFÉLAGÍÐ HVÖT, IIVAMMSTANGA: Björn Kr. Guðmundsson. STARFSMANNAFÉLAGIÐ ÞÓR, REYKJAVÍK: Björn Pálsson. NÓT, REYKJAVÍK: Bryndís Sigurðardóttir. VERKALÝÐSFÉLAG FLATEYJAR: Friðrik Sólmundsson. t VERKALÝÐS- OG SJÓ- MANNAFÉLAG FÁSKRÚÐSF J ARÐ AR: Garðar Kristjánsson. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ ESJA, KJÓS: Gísli Andrésson. IÐJA, FÉLAG VERKSMIÐJU- FÓLKS, IIAFNARFIRÐI: Gísli Iíildibrandsson. MÚRARAFÉLAG REYICJAVÍKUR: Guðbrandur Guðjónsson. BÓKBINDARAFÉLAG REYKJAVÍIvUR: Guðgeir Jónsson. VERKAAIANNAFÉLAG RE YÐ ARFJARÐAR: Guðlaugur Sigfússon. VERKALÝÐSFÉLAG A.-EYJAFJALLAHREPPS: Guðmundur Guðjónsson. BÍ LST J ÓRAFÉLAGIÐ MJÖLNIR, ÁRNESSÝSLU: Guðmundur J. Guðmundsson. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ VÍKINGUR, VÍK í MÝRDAL: Guðmundur Guðmundsson. VERKALÝÐSFÉLAG KALDRAN ANESHREPPS: Guðmundur Sigurgeirsson. VERKAKVENNAFÉLAGIÐ ALDAN, SAUÐÁRKRÓKI: Guðrún Ágústsdóttir. VERKAKVENNAFÉLAGIÐ VON, HÚSAVÍK: Guðrún Pétursdóttir. SVEINAFÉLAG IIÚSGAGNA- BÓLSTRARA, REYKJAVÍK: Guðsteinn Sigurgeirsson. Föstudagur 24. nóvember 1944 — ÞJÓDVILJINN Fiokksþing Sösíalista- flokksins Fjórða þing Sameiningar flokks alþýðu — Sósíalista- flokksins hefst n. k. mánudag, kl. 8,30 að Skólavörðustíg 19, >j (en ekki miðvikudag 29. nóv. ■ eins og auglýst hafði verið í útvarpinu). Setning þin^ins hef ur verið færð fram vegna þess að talið er líklegt að Alþýðu- sambandsþinginu ljúki um næstu helgi, en nokkrir full- trúanna- þar, utan af landi, eru einnig fulltrúar á flokks- þinginu, en hafa að sjálfsögðu hug á að forðast óþarfa drátt á dvöl sinni hér. Skrifstofa Sósíalistaflokksins Skólavörðustíg 19, sími 4757, gefur fulltrúunum allar nauð- synlegar upplýsingar um flokks þingið. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ VÖRN, BÍLDUDAL: Gunnar Kristjánsson. LANDSSAMBAND SÍLDAR- VERKUNARMANNA, SIGLUF. Haraldur Gunnlaugsson. FÉLAG GARÐYRKJU- MANNA, REYKJAVÍK: Haukur Kristófersson. VERKALÝÐSFÉLAG IINÍ FSDÆLIN G A: Ilelgi Björnsson. VERKALÝÐS- OG SJÓ- MANNAFÉLAGIÐ BJARMI, STOKKSEYRI: Ilelgi Sigurðsson. KLÆÐSKERAFÉLAGIÐ 3KJALDBORG, REYKJAVÍK: Helgi Þorkelsson. VERZLUNARMANNAFÉLAG VESTMANNAEYINGA: Ingibergur Jónsson. VERKAMANN AFÉLAG ARN ARNESHREPPS: Jakob Pálmason. RAKAR AS VEIN AFÉL AG REYKJAVÍKUR: verkalýðsfélag HÓLMAVÍKUR: Jóhannes Bergsveinsson. VERKALÝÐSFÉLAG PATREKSF J ARÐ AR: Jóhannes Gíslason. VERKALÝDSFÉLAG A.-HÚNVETNINGA, BLÖNDUÓSI: Jón Einarsson. BAKARASVEINAFÉLAG HAFNARFJARÐAR: Jón M. -Guðmundsson. VERKAMANNAFÉLAG FLJÓTAMANNA: Jón Hermannsson. IÐJA, FÉLAG VERKSMIÐJU- FÓLKS, AKUREYRI: Jón Ingimarsson. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ VÖRN, BÍLDUDAL: Jón G. Jónsson. VERKAMANNAFÉLAG GLÆSIBÆJARHREPPS: Jón Sigurjónsson. r SIF ÞORZ SIF ÞORZ hefur Sif Þórz í Iðnó sunnu daginn 26. þ. m. kl. 11,30 e.h. SIÐASTA SINN Aðgöngumiðar seldir frá kl. 2 í dag í Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar og í Hljóð- færahúsinu. Einangrunarkork til húsa í plötum 1”, IV2”, 2”, 3 Einnig mulið kork fyrirliggjandi Takmarkaðar birgðir. Skúlagötu 57. — Sími 4231 airnaflarðshiF til fllflúðusamliaRdsliinfle F. F. S. í. væntir góðs samstarfs í framtíðinni. — Iðnnemasambandið þakkar aðstoð við iðnnemana. Alþýðusambandsþinginu bárust í fyrradag heillaóskir frá Farmanna- og fiskimannasambandi íslands og Iðnnemasambandi íslands. ÁRNAÐARÓSKIR F. F. S. I. Árnaðaróskir Farmanna- og fiskimannasambandsins voru svohljóðandi: „Átjánda þing Alþýðusam- bands Íslands, Reykjavík. Farmanna- og fiskimanna- samband Íslands sendir yður hugheilar árnaðaróskir og vænt ir góðs samstarfs um sameigin- leg hagsmunamál. Ásgeir Sigurðsson11. 0 ÁRNAÐARÓSKIR IÐNNEMA- SAMBANDS ÍSLANDS „Iðnnemasamband Íslands sendir 18. þingi Alþýðusam- bands íslands sínar beztu árn- aðaróskir. Vér þökkum sam- bandsstjórn og sambandsfélög- um þann skilning og mikil- vægu aðstoð sem vér höfum orðið aðnjótandi. Sérstaklega þökkum vér þeim sambandsfé- lögum, sem nú nýverið hafa með samningum sínum við at- vinnurekendur, beitt sér fyrir að fullt tillit sé tekið til krafna iðnnemanna í samningum milli sveina og meistara. Viljum vér láta í ljós ánægju vora yfir þeim árangri, sem þessi félög hafa þegar náð, hvað snertir kjör og aðbúnað iðnnema- Jafn- framt eru það tilmæli vor til 18. þings Alþýðusambands ís- VERKALÝÐSFÉLAG BORGARNESS: lands, að það brýni fyrir full- trúum hinna ýmsu fagfélaga á þinginu, nauðsyn þess að þau vinni að því nú þegar, að ná slíkum ákvæðum, sem áður er um getið, í samninga sína við atvinnurekendur. Um leið og vér látum í ljós þá von vora, að vér megum jafnan vera aðnjót- andi samstarfs og skilnings yð- ar um málefni vor, viljum vér ítreka árnaðaróskir vorar til þingsins og væntum vér þess, að heill og hamingja fylgi störfum þess. Að lokum væntum vér að enn megi aukast vegur og gengi ■Alþýðusambands íslands til bættrar afkomu og aukins ör- yggis fyrir alþýðu þessa lands. F. h. stjórnar Iðnnemasam- bands íslands. 21. nóv. Óskar. Hallgrímsson form. Egill Hjörvar ritari“. Tito segir: Eltið ó- vinina inn í Þýzka- land „Hlutverk okkar er ekki að- eins að frelsa land okkar, held ur líka að elta óvinina inn í land þeirra ásamt bandamönn- um okkar“, sagði Tito marskálk ur á skæruliðahersýningu fyrir Trésmíðafélag Reykjavíkur heldur fund laugardaginn 25. nóvember 1944 kl. 4 s. d. í Baðstofunni FUND AREFNI: 1. Húsbyggingamálið. 2. 45 ára afmæli félagsins. 3. Önnur mál. STJÓRNIN. Jónas Kristjánsson. VERKALÝÐSFÉLAG SVAL- B ARÐSSTRAND ARIIREPPS: Júlíus Jóhannesson. VERKALÝÐSFÉLAGIÐ SKJÖLDUR, FLATEYRI: Kolbeinn Guðmundsson. VÉLSTJÓRAFÉLAG ÍSAFJARÐAR: Kristinn D. Guðmundsson. VERKAMANNAFÉLAGIÐ BÁRAN, EYRARBAKKA: Kristján Guðmundsson. VERKALÝÐSFÉLAG QLFUSIIREPPS: Kristján Jónsson. VÉLSTJÓRAFÉLAG AKUREYRAR: Kristján Kristjánsson. VÉLSTJÓRAFÉLAGIÐ GERPIR, NESKAUSTAÐ: Kristján J. Sigurjónsson. SVEINAFÉLAGIÐ BJÖRG, REYKJAVÍK. Kristrún Kristjánsdóttir. VERKALÝÐSFÉLAG HRÍSEYJAR: Magnús Halldórsson. VERKLÝÐSFÉLAG STÖÐVARFJARÐAR: Magnús Þórðarson. SVEINAFÉLAG HÚSGAGNA- SMIÐA, REYKJAVÍK: Ólafur II. Guðmundsson. Framhald á 8. síðu. skömmu. Brezka, bandaríska og rúss- neska herforingjasendinefndin var viðstödd hersýninguna og einnig fulltrúar rauða hersins. Tito fór viðurkenningarorð- um um hjálp þá, sem Banda- menn hafa veitt Júgóslövum og lagði áherzlu á að „Bretar og Bandaríkjamenn byrjuðu að senda okkar vopn, skotfæri og aðrar nauðsynjar með hinum hetjulegu flugmönnum sínum“ Hann sagði ennfremur: „Enn er til fólk bæði hér og erlend- is, sem ætlar sér að koma borg- arastyrjöld af stað, en ráða- brugg þess mun verða til einskis. Við erum reiðubúnir til að sameina alla okkar krafta til að reisa land okkar úr rústum, — alla krafta, sem einlæglega óska að byggja upp land okkar og græða sér þau, sem það hef- ur hlotið í þessu hræðilega stríði". Tito marskálkur sagði, að Júgoslavía mundi ekki láta af hendi við neinn ávexti þeirrar baráttu, „sem svo óskaplega miklu blóði hefur verið úthellt fyrir“. Hanh lofaði „hverjum heiðar- legum borgara“ fullum réttind- um og hverjum manni „vmnu og menntun og öllu því, sem siðmönnuðum mönnum er nauð synlegt. TIL liggur ieiðin Daglega NÝ EGG, soðin og hrá. Kaffisalan H AFN ARSTRÆTI 16. Enskt ullartau 1 Drengjafataefni ERLA Laugaveg 12. rTTrTÚMi.-a ■ „Hermóður“ Tekið á móti flutningi til Þingeyrar, Flateyrar og Súg- mdafjarðar árdegis í dag. I. 0. G. T. Þingstúka Reykjavíkur. Fundur í kvöld kl. 8.30 e. h. í Templarahöllinni. 1. Stigveiting. 2. Erindi E. B. 3. Önnur mál. Allskonar viðgerðir framkvæmdar Dvergasteinn Haðarstíg 20. Sími 5085.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.