Þjóðviljinn - 24.11.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 24.11.1944, Blaðsíða 1
9. árgangur. Föstudagur 24. nóv. 1944 237. tölublað 18. þing Alþýðusambands fslands 42 félðg hafa gengíð í sambandíð síðan 1942 og með~ límatalan aukízi um hálft þríðja þúsund á Iveím árum Fundir hófust í gær kl. rúmlega 4. Forseti þings- ins lýsti kosningu varaforseta. Hermann Guðmunds- son var kosinn 1. varaforseti, Hannibal Valdimarsson 2. varaforseti. Á þinginu 1942 voru 116 félög í Alþýðusambandinu með samtals 17693 meðlimum. Á tímabilinu hafa 8 félög horfið úr sambandinu með 472 meðlimi. Félaga- tala hinna 108 félaga hafði um síðustu áramót auk- izt um 1700 félagsmenn og var samtals 18921. Á tímabilinu milli þinga hafa 12 félög með sam tals 1270 félagsmönnum gengið í sambandið og tel- ur það því nú 120 félög með samtals 20191 meðlimum. Fundir hófust í gær kl. rúm- lega 4 e. h. Forseti þingsins, Þóroddur Guðmundsson, lýsti kosningu varaforseta, en at- kvæðagreiðsla fór fram á fundi kvöldið áður. Fyrsti varaforseti var kosinn Hermann Guðmunds son með 105 atkvæðum, annar varaforseti Hannibal Valdimars son með 98 atkvæðum, 1 seð- ill var ógildur. Hannibal Valdimarss. kvaðst ekki myndi taka sæti ann- ars varaforseta, þar sem hann teldi kosningu sína ólög- mæta. Var Hannibal fullur úlf- úðar og virtist ætla að stofna til illinda á sömu línu og „sálu- félagar“ Sæmimdar Ólafssonar daginn áður. Forseti kvað vara- forsetakosninguna hafa farið fram að lögum, en sæi Hannibal sér ekki fært að gegna störfum annars varaforseta, myndu eng- in vandræði af því hljótast. Hófst því næst allsherjarat • kvæðagreiðsla um kjörbréf þeirra fulltrúa er eigi höfðu verið afgreidd daginn áður. Var fyrst greitt atkvæði um hvort taka skyldi Verkamannafélag Dyrhólahrepps inn í Alþýðu sambandið og veita fulltrúa þess full réttindi á þinginu. Eins og getið var um í Þjóð- viljanum í gær er þetta nýtt félag, (var fyrst stofnað 1935)- Dyrhólahreppsmenn voru áður •en félagið var endurstofnað í . Víkurfélaginu og höfðu árum saman deilt við Víkurmenn um .að þeir útilokuðu Dyrhólamenn frá vinnu, iafnvel í sínum eigin ihreppi. — Sæmundur Ólafsson og .,sálufélagar“ hans vildu neita Dyrhólamönnum um rétt til að stofna verkamannafélag í jsínum eigin hreppi. Atkvæðagreiðslan fór þanriig, að Dyrhólahreppsfél. var samþykkt af 106 fulltrúum með 9465 atkv. á bak við sig. Á móti greiddu atkv. 98 fulltrúar með 8490 atkv. á bak við sig. Næst var atkvæðagreiðsla um réttindi Þórshafnarfulltrúans. — Þórshafnarfélagið hafði sótt um undanþágu til sambandsstjórnar, eftir að konsingafrcstur var út- runninh, en sambandsstjórn neit- að. Félagið kaus samt fulltrúa og sendi til þings. Meiri hluti kjör- bréfanefndar lagði til að hann fengi full réttindi, minni hluti nefndarinnar lagði til, að fulltrú- inn fengi fundarsetu með málfrelsi Framhald á 8. síðu. Á myndinni sjást kirkjuklukkur, sem Þjóðverjar höfðu rænt úr kirkjum Hátfðahöid stúdenta 1. desember Hátíðahöld stúdenta 1. deseni- ber n.h. verða með svipuðu móti og undanjarið, eftir því sem jor- maður Stúdentaráðs, Bárður Dan- íelsson, shýrði blaðinu jrá í gœr. Stúdentar munu safnast saman við Iíáskólann. Þaðan munu þeir fara í skrúðgöngu og verður stað- næiiizt á Austurvelli kl. 2. Lúðra- sveit Reykjavíkur leikur fyrir g.ngunni. Kl. 2 flytur svo dr. Ein- ar Ól. Sveinsson ræðu af svölum Alþingishússins. Verður henni út- varpað. Lúðrasveit Reykjavíkur leikur ættjarðarlög fyrir og eftir. Kl. 3.30 hefjast svo hátíðahöld í Hátíðasal Iláskólans og Tjarnar- bíó. í hátíðasalnum munu flytja ræð- ur Brynjólfur Bjarnason mennta- málaráðherra og Pálmi Hannésson rektor. Ennfremur mun þar verða söngur og hljóðfærasláttur. í Tjarnarbíó munu flytja ræður Gunnar Thoroddsen prófessor og Gylfi Þ. Gíslason dósent. Stúd- entakór, undir stjórn Þorvaldar Ágústssonar stud. med., syngur. KJ. 7.30 hefst svo samsæti sti'ub enta að Ilótel Borg. Þar talar Magnús Jónsson prófessor, Hall- dót- Kiljan Laxness rithöfundur les uþp og Guðmundur Jónsson söngvari syngur einsöng. Stúdentablaðið kemur út í til- efni af deginum og verður það selt á götunum ásamt merki stúdenta. Bandaríki Júgoslavíu Tito marskálkur hefur átt tal við blaðamenn um hugmyndir sín- ar um framtíðarskipulag Júgó- slavíu. Sagði hann hana eiga að verða lýðrœðislegt bandaríhi (federation). — Ríhin yrðu sex og hvert með sína ríkisstjórn undir einni sam- bandsstjóm. Rauði iierinn tekur Tnkaj [ llngverjalandi Rauði herinn tók í gær ungverska bæinn Tokaj, sem er mið- stöð frægs vínyrkjuhéraðs norðarlega við Tiszafljót. Rauði herinn er kominn að Uzhorod í Slovakíu. Tokaj hefur 6000 íbúa. Hún er allmikil samgöngumiðstöð. Fruði herlon í ítlsertn Slrasboros Þýzki herinn í Korðaustur-Frakklandi í upplausn Götubardagar eru háðir í úthverfum Strassburgs, stærstu borgar í Elsass og einnar af stórborgum Frakk- lands. Frönsk skriðdrekasveit komst þangað kl. 10 í gær- morgun eftir afar hraða sókn niður Savernedalinn. Bandarískur hershöfðingi segir fullkomna upplausn í þýzka hernum í Elsass-Lothringen. Frakkar höfðu farið 30 km í „leifturhókn" yfir Vogesafjöll og niður dalinn ásamt bandarískum sveitum úr 7. hernum. Franskar sveitir nálgast Stras- burg einnig sunnan frá Mulhouse. — Komist þær þangað fljótlega eru horfur á, að afar mikill þýzkur her verði króaður inni. Áðurnefndur hershöfðingi sagði í gær, að þýzkir fangar skýrðu svo frá, að þeim hefði verið skipað að varpa frá sér öllum farangri og forða sér sem skjótast til Þýzka- lands. Er fregnin um Strasburg barst til fulltrúa þingsins í París, stóðu þingmenn allir upp og sungu þjóð- sönginn. — Sömdu þeir síðan á- varp til íbúa borgarinnar og hér- aðsins. Á milli Moselle og Saar sótti 7. herinn fram 6 km í gær á 30 km langir víglínu. Her Pattons er kominn góðan spöl inn í Þýzkaland fyrir suðaust- an Luxemburg og er í útjaðri Sieg- friedlínunnar. 9. herinn bandaríski er á vest- ari bakka Roerárinnar á 20 km kafla og er við jaðar Kölnarslétt- unnar. 67 þýzkir skriðdrekar voru eyði- lagðir á þessum vígstöðvum í gær. Bretar eru nú 1 krn frá Venlo, — sunnar eru þeir komnir að Maas á 25 km kafla. ÁRÁS Á OLÍU- VINNSLUSTÖÐ. Bandaríkjamenn gerðu mikla á- rás á olíuvinnslustöð nálægt Gel- senkirchen í gær. Nokkru seinna sama dag réðust Bretar á hana. Þetta er mesta olíuverksmiðja í Ruhrhéraði. Hefur hún áður verið skemmd alvarlega. FANGAR. Bandamenn haja tekið 710.000 janga i Vcstur-Evrópu síðan inn- rásin var gerð. í Slovakíu tók rauði herinn um 50 bæi og þorp, þ. á. m. Sepel og Kopp. Síðar nefndur bær hafði undanfarið ýmist ver ið í höndum Þjóðverja eða Rússa. 3500 fangar voru teknir í Slo- vakíu. í gær og fyrradag voru 2550 þýzkir og ungverskir fangar teknir í Ungverjalandi. Uppreisn í stærsta fangels! í Róm Um 500 jangar gerðu uppreisn í stœrsta jangehi Rómaborgar i gœr. — Eru þeir nú í umsát á efstu hœð jangelsisins. 300 ítalskir lögreglumenn hófu skothríð á fangana og drápu nokkra. — Fulltrúi frá Scotland Yard kom á vettvang og skipaði þeim að hætta að skjóta. Fangarnir eru sagðir hafa kvart- að undan fæðinu, og sumir segjast hafa verið 5 mánuði í haldi fyrir pólitískar sakir án þess að fá tæki- færi til að verja sig.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.