Þjóðviljinn - 28.11.1944, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 28.11.1944, Blaðsíða 5
I Þriðjudagur 28. nóvemlber lf)44 — ÞJÓÐVILJINN ÞJÓÐVILJINN — Þriðjudagur 28. nóyember 1944. þJÓÐVBLIS Útgefandi: Sameiningarjlokkur alþýðu — Sósialistajlokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigjús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 218/f. Áskriftprverð: í Reykjavik og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prent-smiðja: Víkingsprent h.j., Garðastrœti 17. Kauplækkunar- og dreifbýlisstefnan sigraði innan Alþýðuflokksins Ég hef tryggingu fyrir því, að Alþýðuflokkurinn fer ekki í ríkis- stjóm með kommunum, sagði Ilermann Jónasson á fundi Framsóknar- manna í haust. Það er öruggt að kommamir tapa Alþýðusambandinu, sagði sami Hermann um svipað leyti. Alþýðuflokkurinn ánetjaðist í sinni eigin gildru, sagði Hermann þegar flokkur þessi hafði samþykkt með 11 atkvæðum gegn 10 að taka þátt í ríkisstjórninni. Öll þessi ummæli varpa skýru ljósi yfir starfsaðferðir Framsóknar- flokksins, sambönd hans innan Alþýðuflokksins og þá atburði, sem gerðust á Alþýðusambandsþinginu. © Framsöknarflokkurinn á tvö áhugamál: Að viðhalda „dreifbýlinu , þó það kosti það, að bændum sé gert ókleift að veita sér þau lífskjör, sem nútímamaður krefst og þó allir viti að jafnt þjóðarhagur, sem hag- nr einstakra bænda krefst þess að sveitabyggðin færist saman, og að þéttbýli myndist þar sem bezt eru skilyrði til laoidbúnaðarfram'leiðslu og afstaða bezt til markaða. Dreifbýlinu verður að viðhalda, hvað sem öllu öðru líður, segir Framsókn, því án þess fær flokkur sá ekki lifað og hvað vcrður þá um allt málaliðið? Þetta var hið fyrra áhugamálið, og þessu líkt er hið síð- ara, en það er, að lækka kaupgjaltlið í landinu. Baráttan fyrir að lækka kaupgjaldið er rökrétt afleiðing af bar- áttunni fyrir að vjðhalda úreltum framleiðsluháttum og óhæfu skipu- lagi byggðarinnar, því slíkir framleiðsluhættir fa ekki staðist, nema kaupgjaldið sé lágt, en úreltir framleiðsluhættir og óhæft skipulag byggðarinnar er Framsóknarflokknum lífsskilyrði, þess vegna er flokkur þessi nú „dreifbýlis“- og kauplækkunarflokkur og ekkert annað. Engum er alls varnað. Ekki Framsóknarleiðtogunum heldur, og það mega þeir eiga að þeir unnu býsna vel og markvíst að því að kom- ast yfir fyrsta áfangann, — kauplækkunaráfangann. Fyrst voru bumbur vonleysisins barðar. Hrun — hrun — hrun og aftur hrun, ekkert er framundan nema hrun, söng allt málalið Fram- sóknarflokksins. Svo var setzl að samningaborði með Alþýðuflokknum og Sósíalistaflokknum um stjórnarmyndun. Kauplækkun var skilyrði fyrir stjórnarmyndun. Sósíalistaflokkurinn var ekki til viðtals um þá leið, svo lauk þeim þætti. En innan Allþýðuflokksins voru til menn sem ætluðu að ræða um kauplækkun og nú var gerð tilraun til að koma þeim til valda innan Alþýðusambandsins. í hverjum einasta kaupstað og þorpi voru leiðtog- ar Framsóknar á harðahlaupum í allt sumar og haust, beitandi öllu því valdi, sem þeir hafa yfir atvinnu og afkomumöguleikum manna, til að reyna að fá sína menn kosna á Alþýðusamibandsþingið, menn sem vildu tala um kauplækkun kosna á Alþýðusambandsþing. Seint í septembermánuði var málum svo komið að þeir þóttust hafa sigrað. Ilermann fullyrti að kommarnir væru búnir <að tapa Al- þýðusambandinu. Næsta sporið var að tryggja sér að Alþýðuflokkur- 'inn tæki ekki þátt í ríkisstjórn með sósialistum og Hermann samdi við sína menn í flokknum, og taldi sig hafa sigrað, og nú var mál til komið fyrir Framsókn að ganga frá samningsborði um myndun fjögurra flokka ríkisstjórnar, síðan átti Alþýðuflokkurinn að halda áfram að taka þátt í umræðum um stjórnarmyndun, til málamynda, með þvi mátti friða vinstri mennina innan flokksins. Þéir hægri áttu svo að setja skilyrði, sem ekki yrði gengið að, og með því átti að sýna vinstri mönnunum fram á, að Alþyðuflokkurinn gæti ekki myndað stjorn með Sjálfstæðisflokknum og Sósíalistum. Svo átti að bíða Alþýðusambands- þings, koma þar upp stjórn hægri Alþýðuflokksmanna, og þá var braut- in talin rudd fyrir kauplækkunar- og dreifbýlisríkisstjórn. En margt fer öðru vísi en ætlað er. Öll dæmi Hermanns voru skakkt reiknuð. Stefán Jóhann „ánetjaðist í eigin gildru“, hægri menn Alþýðu- Sköpun bandalags vínnandi stctfa veígamesfa verkefnið Alþýðusambandsþingið samþykkti í jymnótt ályktun þá sem hér fer á eftir um störf frájarandi sambandsstjómar og nœstu verk- efnin. , í ræðum sínum um þetta mál lögðu þeir Jón Rafnsson og Stefán Ögmundsson áherzlu á hið góða samstarf í fráfarandi sambands- st-jóm, að undanslcildu framferði Sæmundar Ólafssonar. Sérstaldega fóru þeir mjóg lofsamlegum orðum um samstarfið við Guðgeir Jóns- son fráfarandi forseta sambandsins. Ályktun sú, sem hér fer á eftir var samþykkt einróma, en þess slcal getið að Hannibal Valdimarsson og helztu ,^álufélagar” þeirra höfðu þá hlaupizt á brott. 18. þing Alþýðusambands Is- lands tclur, að á liðnu kjörtíma- bili hafi samtakamáttur og eining sambandsins aukist til mikilla muna, og að veigamiklir árangrar hafi náðst í hagsmunabaráttu verkalýðsins. Þingið telur að sambandsstjórn- in hafi í meginatriðum starfað í samræmi við stefnu 17. þings sam- bandsins. Um leið og þingið þakkar frá- farandi sambandsstjórn fyrir vel unnin störf, vill það þó láta þá skoðun í ljós, að innan sambands- stjórnar hafi ekki ríkt nauðsyn- legur einhugur. Einkum álítur þingið að stefna og framkoma Sæmundar Ólafssonar geti á eng- an hátt talizt í samræmi við stefnu og venjur hinnar skipulagsbundnu verklýðshreyfingar, þar sem hann hefur t. d. opinberlega reynt að tortryggja tilraunir Alþýðusam- bandsins til að mynda bandalag vinnandi stétta, og leyft sér þar að auki að fara með einkamál sam- bandsstjómar í opinber málgögn. Þingið vill því undirstrika nauð syn þess, að á næsta kjörtímabili ^ verði ríkjándi fullkomin eining í j æðstu stjórn verklýðssamtakanna, til þess að Alþýðusambandið geti leyst þau mikilvægu verkefni af hendi, er fyrir því liggja, en mik-l ilvægasta verkefnið telur þingiðj vera myndun voldugs bandalags hinna vinnandi stétta til sjávar og sveita, til þess að tryggja ný- sköpun þá í atvinnulífi þjóðarinn- ar, er tryggt geti liinu vinnandi fólki varanlega atvinnu og batn- andi lífskjör. mgiMlii l Bew M ueeea Eins og frá var skýrt hér í- blaðinu, gekkst Eimskipafélag íslands fyrir minningarathöfn í New York vegna „Goðafoss“- slyssins, miðvikudaginn 23. þ. m. Athöfnin fór fram í St. Pet- ers lútersku kirkjunni við Lexington Avenue, og hófst kl. 6 síðd. Um 300 manns voru við- staddir. Athöfnin fór að öllu leyti fram á íslenzku, og prédikaði séra Oktavíus Þorláksson, en cand. theol. Pétur Sigurgeirsson aðstoðaði. Sungnir voru þessir sálmar: „Á hendur fel þú hon- um“, „Allt eins og blómstrið eina“ og „Faðir andanna“. Enn Framhald á 8. síðu. flokksins töpuðu innan miðstjórnarinnar, og framfarastjórn var mynd- uð. Svo kom Alþýðusambandsþingið, Hermann tapaði aftur, lið hans og Stefáns var í minni hluta. Á Alþýðusambandsþingi vildu vinstrimenn og stjórnarsinnar inn- an Alþýðuflokksins að sjálfsögðu hafa samkomulag við Sósíalista um stjórn sambandsins, og það stóð þeim til boða. Sósíalistar vildu slíkt samstarf undir forustu Guðgeirs Jónssonar og á svipuðum grundvelli og tvö síðustu árin. En Framsóknarlínan heimtaði sundrung, það var síðasta von kauplækkunar- og dreifbýlisstefnunnar. Að þessu sinni sigraði þessi lína innan Alþýðuflokksins, og eftir miklar deilur og með litlum meiri hluta var samþykkt að banna öllum Alþýðuflokksmönn- um að taka sæti í stjórn Alþýðusambandsins, ef Sósíalistar réðu for- setakjöri, og sérstaklega var lögð áherzla á að Guðgeir Jónsson yrði ekki í kjöri. Þetta er orsök þess að enginn Alþýðúflokksmaður á sæti í stjórn Alþýðusambandsins. Framsóknarflokkurinn hefur ákveðið að reyna að stofna til sundrungar innan sambandsins, til þess hefur hann fulitingi hægri Alþýðuflokksmanna, en jafnvíst cr að fjöldi Alþýðu- flokksmanna, svo sem Emil Jónsson, Kjartan Ólafsson, Haraldur Guðmundsson, Guðgeir Jónsson o. fl. munu enn sem fyrr, stuðla að einingu og samhcldni innan samtaka verkamanna, þó þeir hafi beygt sig fyrir flokksmeirihluta á þinginu. Alþýðusambandsþíngíð iýsíf eínróma fylgí víd stefnuskrá núverandi ríkíssfjórnar Heitir á vinnandi stéttimar að einbeita öllum kröftum sínum að framkvæmd hennar. Alþýðusambandsþingið samþykkti í fyrrinótt einróma eftir- farandi ályktun um stuðning og fylgi við stefnuskrá núverandi ríkisstjómar: „18. þing Alþýðusambands íslands fagnar hinni nýju rílcis- stjóm íslands og stefnuskrá hennar. Þingið Utur á myndun ríkisstjómarinnar og stefnuskrána sem mikinn sigur fyrir lýðrœðisöfl. landsins í baráttunni fyrir efnalegu og andlegu frelsi þjóðarinnar. Þingið vill undirstrika það meginatriði i stefnuskrá ríkis- stjómarinnar, er fjallar um nýsköpun atvinnuvega landsins, eink- um sjávarútvegsins, sem þingið telur undirstöðuatvinnuveg landsmanna. Þingið ieggur áherzlu á þá nauðsyn, að allur hinn ski'pvlags- bundni verlcalýður og þjóðin öll standi sem órjúfandi heild að baki þeirra framkvœmda, er stefnuskrá rílcisstjórnarinnar felur í sér, og telur, að þjóðin þurfi að vera vel á verði gegn tilraunum afturhaldsins til þess að tortryggja stefnuskrána og hindra fram- kvœmd hennar. Til þess að skapa sem bezta og voldugasta tryggingu fyrir framlfvœmcl stefnuskrárinnar álítur þingið, að einmitt nú sé þess brýnrd nauðsyn en nokkru sinni fyrr, að alþýða íslands til sjávar og sveita myndi með sér óflugt bandalag, er vinni að framlcvœmd stefnuskrárinnar og veiti ríkisstjórninni þar með styrk hins vinn- andi fólks í baráttu hennar fyrir framförum í landinu. Þar sem þinginu er það Ijóst, að jramkvœmd stefnuskrár ríkisstjómarinnar er fyrst og fremst undir því lcomin, að vinnandi stéttimar einbeiti öllum kröftum sínum að framkvœmd hennar, felur þingið hinni nýju sambandsstjórn að gera sitt ýtrasta til þess, að koma bandalagi vinnandi stéttanna á fót sem allra fyrst. Ennjremur vill þingið með tiUiti til hinha nýju viðhorfa í þjóðmálum landsins, hvetja öll sambandsfélög sín til þess að taka sem virkastan þátt í því starfi og þeim áœtlunum, sem nú fara í hönd um nýskópun atvinnuveganna og almennar framfarir, hvert á sínum stað og í sinni grein. Um leið og þingið undirstrilcar mikilvœgi þess fyrir hinar vinnandi stéttir og alla þjóðina, að sú framsœkna tilraun takist, sem nú er hafin, leggur það áherzlu á nauðsyn þess, að sem nán- ast samstarf takizt miUi ríkisstjómarinnar. og Alþýðusamhands- ins um úrlausn þeirra miklu framfaramála, er ríkisstjórnin hefur tekið að sér að framkvœma". Samþykktir Aþýðuss inbandsþingsins um iðnaðarmál Eftirfarandi tillögur frá iðn- aðarmálanefnd 18. þings Al- þýðusambandsins, voru sam- þykktar. I. 18. þing Alþýðusambands ís- lands skorar á ríkisstjórnina að bygginjfar og viðgerðir skipa, sem unnt er að framkvæma í landinu sjálfu, verði ekki framkvæmdar er- lendis. 1 því sambandi vill þingið benda á þann möguleika fyrir rík- isstjórnina, að afla sér nánari sam- vinnu við skipasmiðina sjálfa, m. a. með ráðsfefnu með þeim um þessi mál. Þá vill þingið ennfremur benda á, hvort möguleikar eru fyrir hendi til að komið yrði upp sýningu ,þar sem þróun skipasmíðaiðnarinnar hér á landi yrði rakin eins nákvæm lega og unnt yrði. Jafnframt vill þingið benda á möguleika fyrir því að lækka bygg ingarkostnað skipa með þvi: í fyrsta lagi, að lækka tolla á er- lcndu efni til skipabygginga, og í öðru lagi með sameiginlegum innkaupum á efni og vélum og öðr- um áhöldum. Samþykkt einróma. II. 18. þing Alþýðusambands í's- lands felur væntanlegri sambands- stjórn að gangast fyrir iðnsveina- ráðstefnu, þar sem fulltrúum hinna ýmsu sveinafélaga í iðnaði, bæði utan sambandsins og innan, sé boðin þátttaka. Ráðstefnan sé haldin eigi síðar en 15. janúar n. k. Þau verkefni, sem ráðstefna þessi fengi til yfirvegunar, yrðu m. a.: Framh. á 8. síðu. AlþýOusam- bandsþingið Framhald af 1. síðu. Jón Axel kvaðst harma það, að verða að lýsa því yfir að ekki hefði náðst samkomulag. „Við, sem ég tala fyrir, getum sætt okk- ur við að verða í minni hluta“. Lýsti hann því yfir að þeir myndu stilla í sufn störfin, en ekki öll. Jón Rafnsson hafði framsögu fyr ir hinn hluta kjörnefndar. „Mér er það alls ekki minni harmur, en þeim manni sem talaði á undan mér, að ekki skyldi nást samkomulag. Eg skal gera grein fyrir því hvað við meinum með samkoniulagi. Við álítum að hið æskilega samkomulag eigi ekki að vera fólgið í því, þegar rætt er um að velja forustu alþýðusam- takanna fyrir næstu tvö ár, að samkomulagið sé fólgið í því, að tveir flokkar semji á þann hátt að segja: Þenna hluta. skalt þú liafa þenna hluta skal ég hafa. Hér eru að vísu tvö meginöfl er mótast af skoðanaskiptum, en hér eru einnig tugir manna er telja sig ekki fulltrúa neins flokks hcld- ur fulltrúa fyrir stétt sína. Og það er einmitt sjónarmiðið sem hér á að ráða,- að val manna í forustu sambandsins sé gert með það sjón- armfð fyrir augum að sem giftu- drýgst verði fyrir samtökin og störf þeirra. Við buðum samkomulag um jöfn hlutföll og óflokksbundinn odda- mann. Við buðum það ekki aðeins hlutfallanna vegna, því við litum svo á, að hlutföllin séu ei það sem mestu máli skiptir heldur hitt, að val mannanna takist þann veg að um raunverulega samvinnu geti verið að rœða, þá samvinnu sem 20 þúsundir í samtökum álþýðunn- ar krefjast. Við sameiningarmenn í kjör- nefnd gátum með engu móti fengið Jón Axel og félaga hans til að láta okkur vita hverjir ættu að hafa samstarf við okk- ur í væntanlegri sambands- stjóm, við getum ekki fallizt á þá aðferð, að um samninga um svo þýðingarmikið samstarf sé farið eins og hnífakaup að óséðu. Með skírskotun til reynslu síðasta starfstímabils, er leiddi í ljós að mjög góð samvinna getur tekizt í verk- lýðsmálum, og einnig með tilliti til þess sem miður fór, vildum við fá samkomulag um manna- valið. Við buðum samkomulag um óbreytta sambandsstjóm að öðru leyti en því að nýr maður yrði valinn 1 stað Sæ- mundar Ólafssonar, og skyldi verða samkomulag um þann mann. Þessu var algerlega hafn- að. Það em alvarlegir tírnar nú, eins og síðasti ræðumaður sagði, og einmitt með tilliti til þess skil ég ekki hverriig þeim mönn um gefst leyfi til að lýsa því yfir í nafni þúsunda umbjóð- enda að þeir hafni samkomu- lagi. Við æsktum samkomulags og hörmum að það tókst ekki, en fyrst það ekki tókst skulum við nú ganga tfl kosninga eins og ábyrgum lýðræðissinnum sæmir og skýrskota ég til ábyrgðar þingsins “ Stefán Ögmundsson Bjöm Bjarnason Kristján Eyfjörð Var því næst gengið til kosn- ingar um forseta, stungið var upp á Hermanni Guðmundssyni og Helga Ilannessyni. Urðu úrslit þau að Ilermann. Guðmundsson var kosinn með 108 atkv., Helgi Hannesson fékk 104, 1 seðill var auður. Nokkrir hægri klíku menn, úndir forustu óhappamannsins Hannibals Valdimarssonar hróp- uðu upp að jieirra menn myndu ekki taka sæti undir forsæti Iler- manns Guðmundssonar. Tilraun- ir þeirra til að koma af stað æs- ingum mistókust þó algerlega og var samþ. mcð þorra atkv. gegn 4 till. frá Eggert Þorbjarnarsyni um að skoi-a á fulltrúana að taka störfum. Varaforseti var kosinn Stefán Ögmundsson og ritari Björn Bjarnason, báðir sjálfkjömir. Miðstjórnarmenn í Reykjavík og Hafnarfirði voru því næst kjörn ir. Hinn ábyrgðarlausi angurgapi Hannibal Valdimarsson hrópaði: Sem heiðarlegur lýðrœðissinni skora ég á fylgismenn mína að fara héðan út. Hannibal og sálu- félagar hans fóru fram að dyrum, en þriðji hluti flokksmanna þeirra sat eftir og margir þeirra sem út gengu .fóru sárnauðugir. Kosning stjórnarinnar fór þann- ig: Miðstjórnarmenn, auk þeirra er áður er getið: Guðbrandúr Guðjónsson Ur Reykjavík: Jón Rafnsson. erindrpki Alþýðusambandsins, Sig- urður Guðnason, fonm. Dagsbrún- ar, Jón Guðlaugsson, í stjórn vöru- bílstjfél. Þróttur, Guðbrandur Guðjónsson, múrari. Ur Hafnarfirði: Kristján Eyfjörð form. Sjómannafélags Hafnarfjarð- ar og Bjarni Erlendsson. Sambandsstjórnarmenn: Af Norðurlandi: Gunnar Jó- hannsson formaður Þróttar Siglu- firði og Tryggvi Helgason. formað- ur Sjómannafélags Akureýrar. Af Austurlandi: Bjarni Þórðar- son Norðfirði og Inga Jóhannes- dóttir Seyðisfirði. Af Vesturlandi: Árni Magnússon sjómaður ísafirði og Jón Timo- teusson formaður Verklýðsfélags Bolungarvíkur. Af Suðurlandi: Sigurður Stefáns- son formaður Sjómannafélagsins í Vestmannaeyjum og Jóhann Sig- mundsson, gjaldkeri Verklýðsfé- lags Gerða- og Miðneshrepps. Varamenn Frá Reykjavík: Þorsteinn Pét- ursson, Eggert Þorbjarnarson, for- maður Fulltrúaráðs verklýðsfélag- anna í Reykjavík, Bergsteinn Guð- jónsson, form. Hreyfils og Bjarni Kemph. Af Norðurlandi: Páll Kristjáns- son ritari Verkamannafélags Ilúsa- víkur og Skafti Magnússon form. Vmf. Fram Sauðárkróki. Pétur logimundarson slökkviliðsstjóri Saknaðar- og tómleikakennd grípur hugi manna þegar ein- hver hverfur úr samstarfi eða daglegri umgengni, og sá hinn sami hefur í viðmóti og fram- komu unnið hug og vináttu samstarfsmanna sinna. Slík kennd greip vissulega hugi okkar, sem erum í slökkvi liði Reykjavíkur, þegar við frétt um andlát Péturs Ingimundar- sonar, slökkviliðsstjóra, bæði þeirra, sem búnir voru að starfa með honum áratugi og hinna sem skemur hafa þar verið. Eins og kunnugt er hefur Pét- ur Ingimundarson með árastarfi sínu unnið slökkvilið Reykjavík ur upp í það álit og traust, sem það nú nýtur meðal bæjarbúa og þótt lengra væri leitað. Stig- in til framfara 1 endurbótum áhalda og skipulags voru ekki alltaf stór en hvert stig sem tiÞframfara og öryggis vissi var honum að skapi og gladdi hann. í daglegri umgengni virtist Pétur Ingimundarson fáskipt- inn, en hvenær sem maður hitti hann að máli, hvort heldur var á förnum vegi, í varðstofu slökkviliðsins eða skrifstofu hans, var hógværð hans og vin- arþel hið sama, og það sem sýndi bezt hver mannvinur hann var, að hann þoldi ekki að neinum væri hallmælt, án þess að finna málsbætur fyrir þann umrædda. • Við slökkviliðsmenn kveðjum vinar í stað þar sem foringi okkar er fallinn frá, við höf- um með honum marga hildi háð, og ávallt í starfi og utan þess var hann okkur sannur vin ur, bar umhyggju fyrir lífi okkar og limum, og þótt hann krefðist mikils af okkur þegar mikið lá við, þá var honum mjög annt um að við hefðum íulla gætni við starf okkar. Hann bar einnig mikla um- hyggju fyrir hagsmunamálum okkar, svo sem tryggingum og öðrum réttindum. Við slökkviliðsmenn kevðjum þig, við þökkum þér drenglund þína, vináttu og kærleika er þú ávalt sýndir okkur, við sökn um þín sem foringja, samstarfs - manns og vinar. Slökkviliðsmenn. Af Austurlandi: Jóhannes Ste- fánsson ritari Verklýðsfélags Norð- fjarðar og Sigurgeir Stefánsson for- maður Verklýðsfélags Djúpavogs. Af Suðurlandi: Björgvin Þor- steinsson, form. Þórs Selfossi og Gísli Andrésson, form., Esju í Kjós. (Því miður tókst ekki að fá í tæka tíð myndir tveggja manna í miðstjóm Alþýðusam- bandsins, þeirra Jóns Guðlaugs- sonar og Bjama Erlendssonar, og biður blaðið afsökunar á því, munu myndir af þeim verða birtar bráðlega). Atviniiumál Hafn- arfjarðar Framhald af 2. síðu. hótel og hressingarheimili, sem stæði við suðurenda Kleifar- vatns. FISKIRÆKT í KLEIFAR- VATNI. Fiskirækt í Kleifarvatni get- ur mjög sennilega oróið til þess að veiði úr vatninu verði arð- vænlegur atvinnuvegur þegar tímar líða fram. En eins og kunnugt er, er eigi annað um fisk í vatninu nú en hbrnsíli. Til mála gæti komið að flytja fisk (vatnafisk) hingað erlend- is frá og setja hann í Kleifar- vatn. Væri það eigi lítið hag- ræði Hafnfirðingum að geta veitt í Kleifarvatni gnægð af allskonar vatnafiski, sem þar væri orðinn til vegna fiskirækt- ar, en fiskirækt víða um land hefur gefið svo góðan árangur, að eigi er ástæða til annars en ætla að hún muni heppnast vel í Klejfarvatni. Nefndin gerir sér fulla grein fyrir því, að greinargerð þessi er hvergi nærri nægilega ýtar- leg, þar sem um svo víð+ækar tillögur er að ræða og hér hafa verið settar fram, en nefndm telur sig ekki hafa tök á að hafa greinargerðina svo full- komna, sem nægur tími og yfir- ráð yfir fjárhagslegri og verk- íræðilegri þekkingu myndu gera kleift, og lætur því nægja það sem hér fer á undan, að því viðbættu, sem nefndin setur fram sem sína ósk, að alda sú, sem nú er risin til viðreisnar og eflingar atvinnulífinu (sam- anber málefnasamning stuðn- ingsflokka núverandi ríkisstjórn ar), megi ná til Hatnarfjarðar í sem ríkustum mæli. Hafnarfirði, 25. okt. 1944. Atvinnumálanefnd „Hlífar“. Helgi Sigurðsson — Grímur Kr. Andrésson — Bjarni Erlendsson — Bergsteinn Björnsson — Sig- urbjörn Guðmundsson — Þor- leifur Guðmundsson — Her- mann Guðmundsson. P. S. Einn nefndarmanna, Bjarni Erlendsson, vill taka það fram, að hann er mótfallinn því, að bærinn kaupi Víðistaðina, þar sem hann sem eigandi, vill ekki selja staðinn. (Samþykkt í einu hljóði á Hlífarfundi 29. okt. 1944). Hull fær lausn frá embætti Roosevelt forseti liefur tilkynnt, að hann hafi veitt Cordell llidl, utanríkisráðherra, Imisn vegna heilsubrests. Við embætti hans tekur Edw. Stettinius. Hull er 73 ára gamall. Hann hefur verið utanríkisráð- herra síðan 1933. Hann átti drýgstan þátt í að stjórnmálasamband komst á milli Bandaríkjanna og Sovétríkjanna.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.