Þjóðviljinn - 28.11.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 28.11.1944, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVÍLJINN Þriðjudagur 28. nóvember 1944. Abyrgðarpóstur í bréfi til Bæjarpóstsins segir „J'* „Nýlega sá ég rætt um það í Bæjarpóstinum að nauðsynlegt væri að bera ábyrgðarpóst til Reykvík- inga, í stað þess að nú verður hver og einn að sækia sinn póst á póst- húsið. í dag tekur svo Víkverji und ir þetta í Morgunblaðinu. Það er gott að ummæli Bæjarpóstsins skyldu vekja menn til umhugsunar um þetta mál, sem er bæði sjálf- sagt og þarft, og mundi spara mikla fyrirhöfn ef það væri tekið upp af vandvirkni og samvizkusemi. Annar póstur En áður en við gerum kröfu til að fá borinn út ábyrgðarpóstinn þá verðum við að gera kröfu til að lagfært sé það dæmalausa sleifar- lag sem oft er á útburði bréfa um bæinn. Nýlega hitti ég mann sem býr í Sogamýri. Hann kvaðst fá póstinn vikulega, ég hringdi á póst- húsið og þar segja þeir að póstur- inn fari í Sogamýrina þrisvar í vikú. Hverjum á að trúa? Og af útburðinum í bænum sjálfum vil ég aðeins taka eitt dæmi. Tímarits- hefti, sem sent var í pósti til á- skrifanda í Rvik kom aftur til af- greiðslunnar. Utan á heftið var stimplað: „Finnst ekki í húsinu“. Maðurinn var búinn að eiga þarna heima í fleiri ár, svo að ólíklegt er að ekki hafi allir þar vitað um nafn hans. Svona gengur það til og munu engir telja þetta gott. 26. 11. ’44. J.“ Byggingatillögur Sigfúsar Sigurhjartarsonar Frá húsnæðislausum: „Eg hef orðið þess var, að áhugi fólks, sem á við slæman húsakost að búa eða er sem sagt húsnæðis- laust, fyrir hinum merkilegu til- lögum Sigfúsar Sígurhjartarsonar, sem birtust í Þjóðviljanum fyrir viku síðan, er mjög mikill. Með þessum tillögum er bent á úrlausn á einu alvarlegasta vandamáli sem Reykvíkingar eiga hér við að stríða og það er hægt að leysa þetta vanda mál, ef rétt er að farið. Fólkið, sem hýrist í köldum og óvistlegum bröggum og kjallaraíbúðum, fyllist notalegri tilhlökkun við umhugs- unina um hlý og vistleg hús. En verða svo vonir þessa fólks aðeins tálvonir einar? Ur því verður fram tíðin að skera. Hér hefur verið bent á mögu- leikana og lagður grundvöllurinn að því að takast megi að byggja við- unandi íbúðir fyrir alla Reykvík- inga á næstu fimm árum. Með sam- tökum má hrinda þessu í fram- kvæmd og nú er um að gera að bæjarfélagið styðji bæjarbúa í því að .þetta megi takast, og verði jafn framt hin leiðandi stjarna í þessu efni. Um leið og ég þakka Sigfúsi alla þá vinnu sem hann hefur lagt í þessar tillögur, þá vil ég hvetja alla bæjarbúa og sérst^klega þá sem nú búa við húsnæðisskort, að kynna sér þær rækilega. Húsnæðislaus". Afvi»ndmáiin í Hafnarfirði Nídudag BÆRINN SETJI Á STOFN KÚABÚ í KRÝSUVÍK Að bærinn hefji nýtingu á landi sínu í Krýsuvík er bæði eðlilegt og sjálfsagt nú þegar vegasamband er að komast þangað, eða er komið. Það sem er næsta viðfangsefnið 1 því sambandi er að bærinn hefji stórfellda ræktun, ræsi fram mýrarnar og fleira. Síðan verði komið þar á stofn stóru og myndarlegu kúabúi, svo hægt verði að fullnægja frá því þörf Hafnfirðinga á mjólkurafurð- um. Um nauðsyn slíks kúabús þarf eigi að fjölyrða. Ástand það sem nú ríkir í mjólkurmál- um hér, ætti að vera næg hvatn ing til þess að bærinn setti kúa- búið á stofn, þegar bærinn er mjólkurlaus að meira eða minna leyti mánuð eftir mán- uð. Skyr og rjómi fæst ekki hvað sem í boði eða veði er, og íslenzkt smjör hefur ekki sézt hvað þá fengizt mánuðum saman. Að Hafnfirðingar verði sjálf- um sér nægir um þessar nauð- synjavörur, er takmark sem bærinn sjálfur á að keppa að og ná, með stofnun og starf- rækslu á kúabúi. VIRKJUN HVERAORKUNN- AR í KRÝSUVÍK Virkjun hveraorkunnar í Krýsuvík er annað viðfangsefni bæjarins þar syðra, orka sem þar er hægt að beizla er stór- kostleg, og má auka ótakmark- að með jarðborunum. Orku þessa má nota til þess að fram- leiða rafmagn, sem leiða mætti til Hafnarfjarðar og nota til ljósa,, hita og aukins iðnaðar og til iðnaðar á staðnum eins og t. d. vinnslu á brennisteini og fleiri efnum, sem þar mundu fást úr jörðu og lofti. • Þó að við Hafnfirðingar fáum rafmagn úr Soginu, er það vit- að áþreifanlega, að það raf- magn, sem bærinn fær þaðan, er alltof lítið og litlar líkur til þess að það aukist, því að reynsl an hefur sýnt, að þótt nýjar aflvélar komi við Sogið, þýðir það ekki annað, en að fleiri staðir, sveitir og kauptún verða tengd við rafmagnskerfi Sogs- ins og fá þaðan rafmagn, en ekki aukið rafmagn til þeirra staða, sem áður voru fyrir og tengdir við Sogið. Nóg rafmagn frá eigin orku- verum Hafnarfjarðar er tak- markið, sem vel er þess vert að keppa að. Vinnsla á brennisteini í Krýsu vík var hér áður fyrr stunduð, 4,, þíngí Sambands ungra sósíalísfa slífid Fjórða þingi Æskulýðsfylkingarinnar, sambands ungra sósíalista, lauk í fyrrakvöld og höfðu mörg helztu áhugamál íslenzkrar æsku verið rædd ýtarlega og á- lyktanir gerðar. Verða nokkrar þeirra, sem ekki hafði verið gengið frá, er síðasta æskulýðssíða Þjóðviljans fór i prentun, birtar í næstu æskulýðssíðu. I’ingið ber vott um að Æskulýðsfylkingin er í góðri framför og að mikils má af henni vænta á næstu ár- um. Þingið ákvað m. a. að hefja nú þegar öfluga út- breiðslustarfsemi og verður það eitt mikilvægasta verk- efni hinnar nýju sambandsstjórnar að gera Æskulýðs- fylkinguna að fjöldahreyfingu íslenzkrar alþýðuæsku, efla deildirnar sem fyrir eru og stofna deildir víðsveg- ar um land til sjávar og sveita. Því aðeins að þetta tak- ist, verða samtökin fær um að gegna því hlutverki sínu, að hafa forystu í baráttu íslenzkrar æsku fyrir bættum lífsskilyrðum og auknum réttindum. Iiaraldur Steinþórsson, forsetú * Á síðasta fundi þingsins, í fyrrakvöld var' kosin sambands stjórn (framkvæmdaráð) til næstu tveggja ára, og er hún þannig skipuð: Forseti: Haraldur Steinþórs- son. Varaforseti: Gísli Halldórs- son. Ritari: Halldór B. Stefáns- son. Gjaldkeri: Gestur Þorgríms- son. Fjármálaritari: Óskar Þórð- arson frá Haga. Fulltrúar á þing Sósíalista- ílokksins voru kosnir: Aðalfull- trúar: Haraldur Steinþórsson, Lárus Bjarnfreðsson og Böðv- ar Pétursson og varafulltrúar: Skúli H. Nordahl, Helgi Hóseas son og Gísli Halldórsson. en lagðist niður, meðal annars vegna flutningserfiðleika. Nú, þegar vegurinn er komin þang- að suður og nægilegt rafmagn, er mjög líklegt að vinnsla á brennisteini borgi sig vel. BYGGING GRÓÐURHÚSA — SUMARHÓTELS OG HRESS- INGARHÆLIS. Bygging gróðurhúsa í Krýsu- vík og ræktun þeirra ávaxta og grænmetis, sem hægt er að rækta við þau skilyrði er við það skapast, er mjög mikið hags munamál. Má til dæmis benda á, að Danir, sem verða að kynda sín gróðurhús upp með kolum og mó, framleiddu fyrir stríð grænmeti og ávexti fyrir 16 milljónir króna í gróðurhúsum. Bygging og rekstur sumarhó- tels og hressingarhælis við suð- urenda Kleifarvatns, virðist ist ékki vera nein fjarstæða. Náttúrufegurð er mikil þar syðra og hverirnir og leirinn þar þrunginn af bætandi efnum fyr ir gigtveika og aðra sjúka. Víða erlendis eru slík hressingarheim ili og sumarhótel mjög mikið sótt, og er eigi ólíklegt að svo myndi einnig verða með sumar- Framh. á 5. síðu. Ilalldór B. Stefánsson, ritari. I fyrrakvöld hélt Æskulýðs- fylkingin í Reykjavík kveðju- samsæti fyrir fulltrúana á sam- bandsþinginu og gesti þeirra. Hófst samsætið kl. 9.30 í Að- alstræti 12 með sameiginlegri kaffidrýkkju. Meðan setið var undir borðum flutti Haraldur Steinþórsson, hinn nýkjörni for seti sambandsins, ræðu. Auk hans fluttu ræður þeir Gísli Halldórsson, Halldór Stefáns- son og Magnús Torfi Ólafsson. Páll Bergþórsson las kvæði er hann hafði ort og Öskar Þórð- arson frá Haga las upp frum- samda smásögu. Milli atriða var fjöldasöngur en áður en staðið var upp frá borðum flutti Sig- fús Sigurhjartarson samsætinu kveðju frá formanni Sósíalista- flokksins, Einari Olgeirssyni, er ekki gat mætt vegna annríkis. Að lokum var dansað fram eft- ir nóttu Nýff sósfalísfa~ félag Sósíalistafélag var stofnað í Stykkishólmi þ. m., og nefn- ist Sósíalistafélag Styklcishólms. Voru stofnendur ellefu. Stjórn skipa: Bjargmundur Jóns son formaður og Jó'hann Rafnsson og Viggó Jónsson meðstjórnend- i ur. Félagið sendir fulltrúa á flokks- þingið. Gestur Þorgrímsson, gjaldkeri. * Óskar Þórðarson, fjármálaritari-

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.