Þjóðviljinn - 01.12.1944, Síða 5

Þjóðviljinn - 01.12.1944, Síða 5
ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 1. desember 1944. þlÓÐVIUINN Útgefandi: Sameininr/arflokkuT alþýðu — Sósíalisuijlokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Ouðmundsson. Stjómmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjómarskrifstofa: A usturstrœtL 12, sími 2270. ’ Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 218b. Áskriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. ð.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17. 1. desember Síðan 1918 hefur 1. desember verið hátíðlegur haldinn til mfnningar um þann merka atburð, að með sambandslagasamn- ingnum við Danmörk fékk ísland viðurkenningu sem fullvalda ríki, með þeim takmörkunum, sem samningurinn fól í sér. Nú hefur verkið frá 1918 verið fullkomnað. Hinn 17. júní s.l. var því lýst yfir á þingfundi að Lögbergi, að íslenzka þjóðin taki sér fullt og óskorað stjórnarfarslegt frelsi og stofnaði lýð- veldi í stað konungdæmisins. Til þessa sögulega viðburðar var valinn fæðingardagur Jóns Sigurðssonar, forseta, þess mannsins, sem glæsilegastur hefur verið og mestur ljómi stafar af í frelsisbaráttu þjóðarinnar. Og í tilefni þessa hefur verið ákveðið að sá dagur skuli hér eftir vera þjóðhátíðardagur hins íslenzka fólks. En 1. desember er eftir sem áður jafn sögulega merkur dag- ur. Sá áfangi sjálfstæðisbaráttunnar, sem við hann er tengdur öðlast enn ríkara gildi, þegar árangur hans hefur verið útfærð- ur til fulls. Þessvegna er fyrsti des. hátíðlegur haldinn sem fána- dagur íslenzku þjóðarinnar, sem minningardagur þess þjóðern- islega tákns, sem við viljum heyja undir baráttu okkar fyrir því að gera þjóð vora — ekki aðeins stjórnarfarslega frjálsa — held- ur einnig, þrátt fyrir smæð hennar, fullveðja meðal þjóðanna á sviði fjárhags-, viðskipta- og menningarmála. Fánadagurinn skal vera tákn óbilandi vilja og orku ísl'enzku þjóðarinnar til að ná því marki. Afturhald - framsækni Línurnar milli afturhalds og framsækni hafa aldrei komið skýrar fram í íslenzkum stjórnmálum en í sambandi við stjórn- armyndunina og afstöðuna til stjórnarinnar. Kjarni afturhaldsins er flokkurinn, sem ranglega kennir sig við framsókn.' Að sjálfsögðu reynir þessi kjarni að safna utan á sig öðrum smærri kjörnum, og honum hefur vissulega þegar orðið nokkuð ágengt í því: Innan Sjálfstæðisflokksins hefur „dreifbýlis- og kauplækkunarflokkurinn“ Framsókn, dregið til sín nokkurn hluta bændafylgisins, og heildsalalið það sem að Vísi' stendur, og innan Alþýðuflokksins, hægri armurinn, Stefán Pétursson, Sigurjón Ólafsson, Hannibal, Sæmun'dur í kexgerðinni og fleiri. Hins vegar orkar það ekki tvímælis, að fjöldi Fram- sóknarmanna er sáróánægður með þá afstöðu, sem flokksfor- ustan hefur tekið gagnvart stjórninni, og ekki getur hjá því farið að fjöldi þessara manna hverfi von bráðar úr flokknum, og sameinist þeim flokkum, sem standa að stefnu núverandi rík- isstjómar. 19441- Allt ber þetta að sama marki, því að stórkostleg breyting á allri flokkaskipan í landinu hlýtur að standa fyrir dyrum, átök eru fyrir höndum milli afturhalds og framsóknar. Starfsaðferðir afturhaldsins eru nú óðum að verða Ijósari, það eru gamalkunnar Hriflujónasar aðferðir, og koma nú greini- legast fram í Alþýðublaðinu. Þrotlaus persónulegur rógur og ósannindavaðall, sem flýtur yfir alla barma. Lesendur Þjóðvilj- ans eru hvattir til að kynna sér rækilega það sem Alþýðublaðið hefur skrifað um Hermann Guðmundsson síðan hann var kosinn forseti Alþýðusambandsins, það er sýnishom málflutnings stjórn- arandstöðunnar, það er sýnishom af starfsaðferðum þess aftur- halds sem er að skríða saman í eina fylkingu, gegn hinni fram- sæknu stefnu ríkisstjómarinnar. Loftið er kalt í október. — í aldingörðum liggja eplin í rauðum hrúgum. — 1 Normandí í sumar voru eplin föst við greinarnar, græn og súr. — Arstíð er liðin. — Með þessu móti má mæla tímann. Það eru líka til aðrar aðferðir. — Þessi herdeild hafði 42 herfor- ingja í Normandí. — Þrír þeirra eru eftir. — Tólf féllu, 27 særðust. — Sex komu aftur til herdeildar- innar. Síðan í Normandí hafa fimm lið- þjálfar hlotið foringjatign. — Tólf menn hafa fengið silfurstjörnu — Sjö hafa fengið D. S. C. ' Það eru ekki margir eftir af elzta hópnum. — Fimm skriðdrek- ar hafa verið skotnir og brenndir undir cinum liðþjálfanum. — Svona má líka mæla tímahn. Landið hérna er frjósamt og flatt. Ef maður gæti klifrað upp í hátt tré, mundi maður sjá Þýzka- land. — Og ef maður gæti klifrað upp í reglulega hátt tré, eins og þau eru í Kaliforníu, mundi mað- ur sjá á bak við okkur fánum- skreytt strætin í litlu belgisku bæj- unum. Maður gæti séð svo langt, af því að norðanvindur hefur feykt haust mistrinu burt. — Það er bjart og kalt. — Október. Eg er staddur í foringjastöð á ba'k við víglínuna. — Stöðin er í aldingarði. — Það er ekki full- komið stríð nema til séu aldingárð- ar, þar sem hægt er að hafa for- ingjastöðvar. Heyra má á fallbyssunum, að þær ráðleggja Þjóðverjum eindreg- ið að taka upp hætti siðaðra manna. Hermennirnir eru að dýpka hol- nrnar sinar. — Tuttugu þýzkar- ar- flugvélar komu í Ijós rétt áðan. ^ært Þær æddu í gegnum mistrið, rétt fyrir ofan trén, með svo miklum hraða, áð þær virtust skilja eftir tært kjölfar í mistrinu. Þær urðu engum að bana. En nokkur eplatré skemmdust, og gat kom á eitt tjald. — Ein flugvél- anna var skotin niður hálfan kílo- metra héðan. — Ilún hækkaði sig, — barðist við að ná meiri hæð, eins og þær gera allar, — skauzt eins og logandi ör upp í mistrið, en hrapaði svo. — Stélið eitt er eftir af henni. Flugmaðurinn liggur endilangur á jörðinni. — Iíann er allur brennd ur og brotinn. — Það rýkur enn úr líkinu. — Þetta er ófögur sjón. í jakkavasa hans var tannbursti sígarettur, glas og leiðarvísir um London. „Var hann ekki bjartsýnn?" seg- ir hermaður við mig. byssunum er. hvellari og truflar því samtalið ennþá meir. Fallbyssukúlurnar koma ekki niður hérna nálægt. — Þær springa allar í 2—3 km fjarlægð, róta upp jörðinni, ,sem Göbbels sagði, að enginn hermaður Bandamanna mundi nokkurn tíma stíga fæti á. Majorinn segir, að tími sé kom- inn til að borða. — „Eg get ekki lofað neinum kræsingum“, segir hann vandræðalega. Majorinn veit ekki fremur en milljón annarra majora, höfuðs- manna, liðþjálfa og hermanna, að þeir eru ástúðlegustu og gestrisn- ustu menn á jörðunni. Borðsalurinn er einhvers staðar undir trjánum. — Maður situr eða stendur einhvers staðar nálægt matarbílnum. Við bíðum með majornum á meðan nokkrir hermenn eru af- greiddir, enda þótt við kæmum á undan. — Hann virðist vera ná- kunnugur þeim öllum og talar við þá eins og jafningja sína. — 011 framkoma hans er óþvinguð og ein læg. Stórskotin dynja á þessum tvcimur liæðum. — Héðan að sjá lítur út fyrir að verið sé að kveikja á eldspýtum í myrkrinu. — Skot- hríð riffla og vélbyssna er látlaus. — í þessum langa fleyg, 15 km fyrir norðan Aachen, má heyra skothríðina á þrjár hliðar. „Hvað er langt til Siegfriedlín- unnar?“ — „Siegfriedlinan er þarna yfir hjá haugunum tveim- ur“. Reykháfa húsanna ber við him- in. — Það rýkur ekki úr þeim. Það er lilýtt í eldhúsinu, þar sem ofurstinn er að borða miðdeg- isverð. Þetta er snoturt hús, — heimili námumanns. — Húsgögnin eru góð, og húsið er vel byggt, en það hefur hvorki vatnsleiðslu né skolp- frárennsli — En sannleikurinn er sá, að húsið er betur byggt en nokkurt námumannshús, sem ég hef séð í Ameríku eða Bretlandi. — þetta verð ég að viðurkenna. — Önnur námamannahús, sem ég sá seinna, eru eins. Ofurstinn situr við cldhúsborð- ir EFTIR Bill Richardson, stríðsfréttaritari. „CIGARETTE POIJR PAPA“ , Við sitjum í tjaldi majorsins_— Það eru gluggar á veggjum þess og Ijósrauð haustbirtan streymir inn og lýsir upp landabréf og her- numda þýzka ritvél. Majorinn hringir og spyr um skriðdrekafjölda okkar. — Ástand- ið er ekki slæmt, þar sem um er að ræða skriðdrekasveit, sqm hef- ur rutt fótgönguliðsherfylki braut gegnum Siegfriedlínuna. Samtal majorsins og höfuðs- mannsins gengur stundum stirð- lega af því að gnýr stórskotaliðs- ins er látlaus. — Jörðin titrar, en skelfur ekki. Ilávaðinn í vél- Hollenzku börnin koma inn í aldingarðinn. — Hermenn og börn eiga sér tungnmál, þar sem nafn- orðin, sagnirnar og lýsingarorðin eru bros og bendingar. — Þetta mál er mjög áhrifaríkt. ■— Setn- ingaskil eru gerð mcð því að gefa súkkulaði eða annað góðgæti af matarskammtinum. — Er þetta mjög fjörgandi fyrir samræðurn- Og jafnvel hér hafa börnin að segja: „Cigarette pour papa“. „Ilanda pabba, — þetta hefur maður heyrt áður“, segja hermenn irnir. Þeir eru löngu búnir að kom- ast að því á herferðinni frá Nor- mandí lil Þýzkalands, að „pabbi“ er ekki annað en skálkaskjól og að krakkarnir reykja vindlingana sjálf. — Þar að auki eru þeir tó- bakslitlir. „Mamma lúbarði mig fyrir að reykja, þegar ég var l(i ára“, segir einn af liðþjálfunum. — „Heyrðu litli minn“, segir hann við sex ára gamlan snáða. „Þú verður aldrei stór, ef þú reykir“. — Drengmúnn býður honum epli. Eplin falla sjálf af trjánum. — Súms staðar Jiggja þau svo þétt, að ekki er hægt að stíga niður fæti. IIÚS NÁMUMANNS Eremsta foringjastöðin er fimm kílometra héðan. — Þar er ofursti með aðstoðarmenn sína, einn skrið drcki og nokkrir sendlboðar í smá- bílum. Foringjastöðin er í yfirgcfnu húsi, — eign ])ýzks námuverka- manns. Við erum í Þýzkalandi. — Eg vissi ekki hvenær ég fór yfir landa- mærin. — Landið er eins báðum megin. Það er komið nálægt sólarlagi. — Handan við víðáttumikla, flata akra gnæfa tveir haugar, gráir og rauðir, baðaðir síðustu geislum sólarinnar. — Þeir eru við Úbach, fimm kílometra héðan. ið. — Landabréfin hans liggja við vinstri hlið hans. — Skriðdrekinn hans er fyrir utari eldhúsdyrnar, í litlum bákgarði. Ofurstinn lítur út eins og mað- ur frá Suður-Dakota. Montana eða Texas. — Hann lítur út fvrir að vera rétt fyrir innan fert.ugt, er þráðbeinn í vcxti, beinastór með magurt andlit og þunnt, stutt- klippt, ljóst hár. — Hann lítur út eins og hann ætli ekki að láta Siegfriedlínuna stöðva sig. Ofurstinn er mjög viðmótsþýð- hafði ráðgert að flytja foringja- stöð sína fram um þrjá kílometra í kvöld, en það er ekki hægt i svip inn. — Ástæðan cr auðheyrð, — gluggarúðurnar nötra stöðugt Ofurstinn snýr sér að lækni her- sveitarinar og spyr: „Ilvernig líð- ur — —?“ — Hann er illa á sig kominn. Hann getur ekki hreyft handleggina“. Ofurstirin sker upp matarbögg- ulinn sinn og segir hægt: „Hann var skrambi góður foringi". Er ofurstinn hefur athugað landabréfin um stund, skreppur hann út í skriðdrekann til að nota sendistöðina. — Eftir stutta stund kemur harin inn aftur og tilkynn- ir, að foringjastöðin verði flutt til Úbach á morgun. „Eg vona, að það verði ekki önn ur eins læti þar upp frá á morgun eins og verið hafa í dag“, segir einn af foringjunum. — „Það er undir okkur komið", svarar ofurst- inn. Að svo mæltu fer ofurstinn að hátta í litlu herbergi skammt frá eldhúsinu. Við hinir sváfum surnir í eldhús- inu, a'ðrir hér og þar. Skothríðin var látlaus alla nótt- ina. — Glriggarnir hættu aldrei að titra. Loftskeytamaðurinn vakti of- urstann nokkrum nokkrum sinn- um, og þeir töluðu saman lág- raddaðir. Það var dálítið frost um nótt- ina, og morgunninn var bjartur. Ofurstinn gekk inn í eldhús og sagði við þá, sem þar sváfu: „Kom- ið þið piltar. Það er kominn tími til að fara“. Þennan októberdag sóttu skrið- drekarnir fram til Úbach. — Þar var sett upp ný foringjastöð hjá haugunum tveimur, innan um græna steinsteypuveggi Siegfried- ÍÞrottastsfseini í Vestmannaeyjum Framhald af 3. síðu. svo er áliðið og varla hægt að búast við jafngóðum árangri í kalsa veðri og þegar hlýtt er. Úrslit Meistaramótsins urðu þau að Týr vann það, fékk 9 meistara 51 stig gegn 5 32 stig- um. Flest stig fékk Einar Hall- dórsson Týr, 13 stig Gunnar Stefánsson, Týr, fékk 10 stig Gunnar hafði bezta afrek á mót inu fyrir 100 m. á 11.4 sek. sem gefur 735 stig. Þór jafnaði þetta aftur á drengjamótinu sem hald ið var 30. sept—3. okt. Þar urðu þessi úrslit: 80 m. hlaup: Torfi Bryngeirs son Þór, 10.3 sek. 400 m. hlaup: Ágúst Ólafsson Týr 65.6 sek. 3000 m. hlaup: Ágúst Ólafs- son Týr 10.53-- mín. Hástökk ísleifur Jónsson, Týr, 1.56 m. Þrístö'kk: Torfi Bryngeirsson, Þór, 11.93 m. Langstökk: Torfi Bryngeirs- son, Þór, 5.50 m. Stangarstökk: Sigurst. Mar- inósson, Þór, 3.11 m. Kúluvarp: Matthías Ástþórs- son, Þór, 11.84 m. Kringlukast: Áki Gránz, Þór, mc“’ auðnast i 37-70 m. Spjótkast: Óli Jóhannesson, Þór, 41.50 m. Sleggjukast: Áki Gránz, Þór, 40.73 m. Árangur Áka er sennilega nýtt drengjamet og mjög sæmi- legt, þar sem hann hefur aðeins keppt þetta ár. Veður var slæmt á þessu móti, mjög kalt og vindur. Guðjón Magnússon hefur unn ið bikar þann sem F. H. gaf í fyrra fyrir bezta afrek 1 frjáls- um íþróttum. Fékk Guðjón hann fyrir afrek sitt 3.65 m. í stangarstökki sem gefur 754 stig, í fyrra vann Guðjón einn- ig bikarinn, afrek hans þá var 3.53 m- sem gaf 704 stig. Á undan meistaramótinu var keppt í fimmtarþraut, voru keppendur 3. 1. Gunnar Stef- ánsson, fékk 2509 stig (6.15— 38.43 — 24.7 — 32.34 — 4.54.2). 2. Einar Halldói’sson 2364 stig og 3. ísleifur Jónsson 1595 stig. Knattspyrnukappleikurinn í I flokki sem óleikinn var þeg- ar við töluðum síðast saman lauk með sigri Týs 2:1. í dag er 1. desember. Þessi hrímgaði vetrardagur hefur síðan 1918 verið minningardagur ís- lenzku þjóðarinnar, hátíðardagur hennar í minningu um eitt stærsta skrefið, sem hún steig í aldalangri þjóðfrelsisbaráttu sinni. Ríkis- stjórnin hefur nú fyrirskipað að þjóðhátíðardagur Islendinga s'kuli héðan í frá vera 17. júní, til minn- ingar um lýðveldisstofnunina í sumar. Þeim úrskurði mun öllum auðvelt að hlíta. En minningin um 1. desember má ekki og mun ekki fölna í hugum þjóðarinnar. ís- lenzkir stúdentar hófu daginn til virðingar og hafa jafnan staðið fyr ir hátíðahöldum þennan dag. Fer vel á því. Þeir stóðu jafnan fremst í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar og lögðu einna drýgstan skerfinn til andlegs og efnalegs sjálfstæðis liennar. Það var því næsta eðlilcgt, að þeir hefðu forgöngu um hátíða- hölcl þennan dag, og minntu þjóð- ina þannig á, að vert sé að líta yfir þann árangur, sem þegar hef- ur náðst og horfa fram á við á þá 'baráttu, sem hver þjóð verður jafnan að heyja fyrir andlegu og menningarlegu sjálfstæði sínu. 17. júní er nú orðinn þjóðhátíðardag- ur allrar íslenzku þjóðarinnai’, 1. desember mun einnig lifa í hugum hennar vegna þeirra minninga, sem við hann eru bundnar. En ísleuzk- ir stúdentar hafa helgað sér 1. desember sérstaklega. Þeir hafa helgað sér hann til að hvetja ])jóð- ina til nýrra átaka í hinni ei- lífu sjálfstæðisbaráttu hennar. í dag minna þei'r þjóðina á að standa á varðbergi gegn öllum þeim öflum, sem sjálfstæði ])jóðar- innar stafar hætta af. í dag hvetja þeir hana til að varðveita arf sinn, tungu sína, bókmcnntir og önnur þjóðleg verðmæti. í dag óska þeir þess henni lil handa, að henni náinni franjtíð að skapa hér á landi þjóðfélag, þar sem frelsi og farsæld verði tryggð hverjum íslenzkum borgara. Filipseyjar, - Éfangi á leið til Japans Filippseyjar eru afar mikill eyja- klasi í Kyrrahafi, — meir en 7000 eyjar. Þær eru um 800 km frá suð- austurströnd Asíu. Síðan í spánsk-ameríska stríð- Isl. verklýðshreyfingin 50 ára Framhald af 2. síðu. „EF EITT LJÓSIÐ BILAR .. .“ Meðan Alþýðusambandsþing- ið stóð yfir hékk á veggnum yf- ir sviðinu í Iðnó líkan af ís- landi. Jón Sigurðsson, sem stjórnað hafði „dagskrá“ kvöldsins, geng ur að líkaninu og skýrir frá því að það sé gert af Hermanni Guðmundssyni formanni Hlífar í Hafnarfirði, en gefið Alþýðu- sambandinu af verkamannafé- laginu Hlíf. „Eins og þið sjáið er þetta kort alsett ljósum. Hvert Ijós inu 1898 hafa þær tilheyrt Banda- ríkjunum. Lét Spánn þær af hendi við Bandarí'kin í friðarsamning- unum. Eyjarnar eru auðvitað mjög mis stórar. — Af þessum 7000 eru ekki nema 462 meir en ein fermíla að stærð, og aðeins 2441 hafa sér- stök nöfn. Luzon, sú nyrsta af stóru eyj- unum, er heldur stærri en ísland, og Mindanao, sem er syðst, er heldur minni en Island. Leyte, sem Bandaríkjamenn berjast nú á, er rúmlega 7000 km2 að stærð, en samtals eru allar evj- arnar 310 000 km2. Ibúarnir eru'17 milljónir. Evrópumenn* vissu ekki að eyj- arnar vofu til fyrr en Ferdinand Magellan kom þangað árið 1521 og eignaði þær Filipusi 2. Spánar- konungi og kenndi þær við hann. Filipseyingar undu illa stjórn Spánverja, og árið 1896 gerðu þcir uppreisn. Spánverjar sendu liðsauka þang að og höfðu loks 28000 manna her Föstydagur 1. desember 1944. — ÞJÓÐVILJINN Ef þú ætlar að senda vini þínum, dreng eða telpu, góða bók í jólagjöf, þá skaltu kaupa í dag Pésa og Mafu söguna eftir norsku skáldkonuna Barbara Ring, um föðurlausa drenginn og leiksystur hans, æv- intýri þeirra í stóru borginni og viðhorf þeirra til lífsins. Þetta er áreiðanlega saklausasta og bezta barnabókin í ár. SLEIPNIStJTGÁFAN. i táknar að á þeim stað sé félag eða félög í Alþýðusambandi ís- j Þar> 011 Satl1 e^i bælt uppreisn- lands. Ljósin eru þannig tengd Studiosus að ef eitt ljósið bilar slokknar á 'þeim öllum. Þetta er táknrænt að því leyti,' að ef eitt verklýðsfélag bilar í hagsmunabaráttunni hef- ur það lamandi áhrif á önnur félög. Það minnir okkur á að verklýðssamtökin eru ein heild, sem verður að standa saman“. Þetta voru sannarlega orð í tíma töluð, sem ekki ættu að gleymast. • Milli þess er ræður voru flutt ar lék hljómsveit og fólkið söng. Nokkra stund enn dunar húsið af söng. — Síðan er dansað og rabbað. Þetta kvöld fyllir reykvísk alþýða og fulltrúar samtakanna utan af landi gamla Iðnó, sem nú er orðið allt of þröngt fyrir verklýðssamtökin. Þetta kvöld ríkir glaðværð og samhugur, samhugur hinna vinnandi stétta sem munu, hvað sem í skerst, standa saman og sigra. J B. ina niður. Þann 15. febrúar 1898 sprakk baridaríska orustuskipið „Maine“ í loft upp í höfninni í Havana. Sendi Bandaríkjastjórn þá flota- deild til Filipseyja og gjöreyddi hún hinum úrelta flota Spánverja við Cavito. — Seinna tók banda- rískt landgöngulið Manila, og kost aði það 20 menn fallna. Þann 12. júní 1898 lýstu Filips- evingar sig óháða Spáni og lýstu yfir stofnun lýðveldis með stríðs- leiðtoga sinn, Aguinaldo, sem for- seta. Eyjarskeggjar væntu stuðnings Bandaríkjanna við lýðveldisstofn- unina, en sú von brást, því að þau litu á eyjarnar sem nýlendu. Fjandskapur varð brátt milli Filipseyinga og Bandarí'kjanna og innan skamms styrjöld. Sagði Ag- uinaldo Bandaríkjunum stríð á hendur. Styrjöldin var ákaft skærustríð og voru Baridaríkjamenn 3 ár að vinna bug á Filipseyingum. Upp frá því hefur Bandaríkja- Framhald á 8. síðu. Karl Jónsson. Borðbúnaður (silfurpfett) fyrirliggjandi. Heiídverzlun S. ÁRNASON & CO Laugaveg 29. — Sími 4128. UNGLINGA vantar til þess að selja „Stúdentablaðið“ og 1. des. merki í dag (1. desember). — Afgreiðsla verður í Menntaskólanum frá kl. 9 f. h. NEFNDÍN ? F. R. S. F. R. S. | DANSLEIKUR >; að Hótel Borg laugardaginn 2. des. kl. 10 e. h. Aðgöngumiðar verða seldir að Hótel Borg eftir kl. 5 á laugardag, gengið inn um suðurdyr. SKEMMTINEFNDIN. S'. G. T. -- dansleikur í Listamannaskálanum í kvöld, hefst kl. 10. Aðgöngumiðar seldir frá kl. 5—7, sími 3008. Á myndinni sjást jormcnn brezku, bandarísku og rússneslcu sendinefndanna á öryggismála- ráðstefnunni í Dumbartons Oaks. Þeir eru (talið frá vinstrí) Sirráðherra Bandaríkjamw, og utanríkisráðherra fíreta, Edward Stettinius núverandi utanríkis Alexander Cadogan, undir- Andrei Gromyko.' sendiherra Sovétrílcjanna í fíandaríkjunum. Daglega NÝ EGG, soðin og hrá. Kaffisalan HAFNARSTRÆTI 16. Enskt ullartau Drengjafataefni ERLA Laugaveg 12.

x

Þjóðviljinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.