Þjóðviljinn - 13.12.1944, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 13.12.1944, Blaðsíða 5
I»JÓÐVILJINN — Miðvikudagur 13. desember 1944. þJÓÐVILIIKN Útgefandi: Samaningarflokkur alþýfiu — Sósíalmajlokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurfiur Guðmundsson. Stjómmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. ítitstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 218ý. Áskriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Vikingsprent h.f., Garðastrœti 17. Frelsishreyfingin í Evrópu og einræðis- tilhneigingarnar á íslandi Það er ekki meiningin hjá þjóðum Evrópu, sem nú hafa þolað þjáningar fasista, að snúa aftur til baka til þess gamla ástands, sem þær bjuggu við fyrir 1939: atvinnuleysis, kreppna, — og í mörgum löndum einræðis og harðstjórnar. Það er meining þjóðanna að sækja fram, fram til fullkomnara lýð-; ræðis og öruggari og betri lífsa'fkomu. Og það er vitanlegt að slík fram- sókn verður á kostnað þeirra sérréttindastétta, sem fyrir stríð söls- aði undir sig völdin í þjóðfólaginu. Það þarf ekki aðeins að uppræta einræði nazismans á meginlandi Evrópu, heldur og það einræði, sem komið var á víða í öðrum löndum, svo sem Spáni, Grikklandi, Ung- verjalandi o. s. frv. — og draga úr því fjármálalega einveldi einstakra auðdrottna og auðhringa, sem nazisminn víða spratt upp af. Sókn þjóðanna fram til þessa aukna frelsis er þegar hafin. Frakkar, ítalir, Grikkir og fleiri þjóðir standa þegar í þeirri baráttu fyrir mynd- un nýs, frjálsara og betra þjóðfélags en þess, er við bjuggum við 1939. • Afstaða gömlu auðmannastéttanna til þessarar sóknar er augljós. I»ær reyna að halda í sitt með öllu móti, refjum sem vopnum. Tilraunin til þess að gera Darlan að einræðisherra Frakka var gerð að undirlagi þessara gömlu auðstétta. Fað átti að lialda niðri frelsishreyfingu de Gaulle. En það tókst ekki. Afturhaldið beið ósigur. Sama sagan endurtók sig á Ítalíu og í Jugoslavíu. Afturhaldið ætl- aði að styðja Badoglio til valda í ltalíu og Michailovitsj í Jugoslavíu. Hvor tveggja mistókst — og fór það vel. • En eftirtektarvert er í þessu sambandi hverskonar afstöðu viss blöð á íslandi hafa tekið til þessara frelsishreyfinga í Evrópu. Það eru ekki aðeins hin opinberu afturhaldsblöð, eins og Vísir, sem níða þessar hreyfingar eftir mætti. Blöð eins og Alþýðublaðið ganga þar jafnvel enn lengra. Alþýðublaðið rægði de Gaulle í sífellu, sverti frelsishreyfingu Titos í Jugoslavíu, hóf svikarann Michailovitsj til skýjanna og berst nú a: ofstæki gegn skæ^uliðum Grikklands. Þessi afstaða blaðsins verður máski vart skiljanleg, nema menn rifji upp afstöðu þess fyrir stríð í lýðræðismálum. Alþýðublaðsklíkan barðist fyrir einræðinu í Alþýðusambandinu eins lengi og hún mátti. Hún vildi beinlínis banna verkamönnum lýð- ræði innan þeirra eigin samtaka. Menn minnast þess og að hvað eftir annað hefur Alþýðublaðið áður fyrr krafist þess að Sósíalistaflokkurinn væri bannaður. Það hef- nr því ætíð sýnt sig í reyndinni að Alþýðublaðsklíkan sver sig mjög í ætt við fasismann, þegar á herðir. Viðtai við Lúðvík Jósepsson, alþingismann: ✓ r Utgerðarmenn og sjómenn í Neskaup- stað fá 30 prósent hærra verð fyrir fisk- inn en samkvæmt fisksölusamningnum Báfaflofimi fer vaxandí, Samfch úfvegstnanna fíl fyrírmyndar, Nýff vélaverbsfædi febíd fíf sfarfa o$ dráffarbrauf vænfanleg Þjóðviljiim sneri sér til Lúðvíks Jósepssonar alþingismanns og óskaði eftir því, að hann segði nokkuð frá útgerðarmálum Norðfirðinga. Fer hér á eftir útdráttur úr frásögn Lúðvíks. BÁTAFLOTINN FEB VAXANDI S- 1. vor bættust 4 góðir fiskibátar í fiskibátaflota bæjarms. Þeir voru um 25 rúmlestir að stærð hver. Nú hafa verið fest kaup á 4 80 rúmlesta fiskiskipum frá Svíþjóð og er þess vænzt að þau komi næsta sumar eða næsta haust. Þá hefur Samvinnufélag útgerðarmanna samþykkt að kaupa tvö 180 rúmlesta fiskflutningaskip, sem jafnframt gætu verið fiskveiðiskip eftir því sem hentugast þætti. Auk þess eru allmargir sem hafa í huga bátasmíði, ef eitt- hvað rýmkvaðist um með lánveitingar til slíkra framkvæmda og eins um útvegun efnis og véla. Áhugi fyrir eflingu fiskiflotans er mjög almennur í Nes- kaupstað og fullur skilningur á nauðsyn þess að afla stærri og fullkomnari báta í stað hinna minni og gömlu. Útflutningur á fiskf. Útgerðarmenn í Neskaupstað hafa með sér fyrirmyndar félag, sem í daglegu tali er kallað Sún, en bað er skammstöf.im úr heiti félagsin? jem er: Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað. Þetta félag hefur eitt á hendi all- an fiskútflutning frá Neskaup- stað. Það hefur undanfarin ár og þó einkum nú í sumar haft all- mörg fiskiskip á leigu, og með gerð bæjarins Verkstæðið er í beim hefur félagið flutt út ísað-jnýrri. rúmgóðri oS vandaðri Nú telur Alþýðublaðið það skyldu sina að gerast einskonar opin- ber fulltrúi brezku yfirdrottnunarstefnunnar, einmitt þegar her henn- ar er beitt gegn frelsishreyfingunni í Grikklandi — og velur nú gríska frelsishernum öllu hraMegri orð en nazistum áður. Þessi afstaða undrar engan. Aldrei Ivefur Alþýðublaðsklíkan verið reiðubúnari til að þjóna brezku hervaldi, en ef það hefur hafst eitthvað a rangt að. — íslendingar muna enn Júdasana við Alþýðublaðið frá 1941. Það er því táknrænt fyrir einræðistilhneigingarnar hér á íslandi að Alþýðublaðsklíkan, sem vitanlegt er að er einna lengst til hægri í íslenzkum stjórnmálum, skuli hefja svo hatraman áróður gegn frelsis- hreyfin.gunni í Evrópu, sem það nú hefur gert. Stórblaðið „Times“, — Daily Herald, blað Verkamann'aflokksins, — Beynold News, blað brezkra samvinnumanna, — Daily Worker, blað kommúnista, — hið frjálslynda, — Manchéster Guardian — öll taka þessi ensku blöð afstöðu gegn pólitík Churchills í GrikMandi. En hér á íslandi hefur Þjóðviljinn einn sömu afstöðu og þau. Það er sama fyrirbrigðið og oft var hér fyrir stríð, þegar verið var af hálfu okkar sósíalista að vekja eftirtekt á hættunni áf fasismanum. Það er ástæða fyrir alla frjálshuga menn að hugsa rækilega hvað í þessu felst. m fisk til sölu í Englandi. Útflutningur þessi befur gefist ágætlega; þanhig greiddi félagiS í fyrra um 28% hærra verð fyrir þann fisk, sem það flutti út með leiguskipum sínum. heldm en verð það er, sem ákveðið er með enska fisksölusamningnum. S. 1. vetur var svo góður hagnaður af útflutningi félagsins, að verð- hækkunin mun hafa numið nærri 40%. eða verð á hverju fiskkílói 60 aurar í stað 45 aura. f sumar hefur næstum allur afli Norðfjarðarháta veriS flutiur út með leiguskipum, og má telja nokkurn veginn fullvíst, að út- gerðarmenn og sjómenn í Nes- kaupstað munu fá um 30% hærra aflaverð. en flestir aðrir fiski- landinu. um gífurlega mikið hagsmunamál, jafnc útgerðar- manna sem hlutamanna, aS ræða. Reynslan sýnir, aS ef vel er á haldiS, geta framleiðendur fisks- ins stórhækkað fiskverðið og þar með launakjör sín, með því aS fá hið endanlega verð fyrir fisk- inn og útiloka alla milliliði, eða fiskikaupmenn. Skip þau, sem Sún hefur haft til fiskflutninganna, hafa flest verið færeysk. Eigendur skip- anna hafa krafist ákveðins hluta af nettóhagnaði skipanna, auk nokkurrar fastrar leigu. Eins og eru nýjar og ýmsar þeírra taldar með þeim fullkomnustu af sinni gerð, sem til enl í landinu. Dráttarbraut. ÁkveSiS er aS hefja byggingu dráttarbrautar á næsta sumrí, og er henni ætlað að starfa í sam- bandi við vélaverkstæÖið. Norðfirzkum útgeiðarmöi'.uum hefur lengi leikið hugur á að eign ast dráttarbraut, enda mikið ör- yggi fyrir bátana og mjög mikill sparnaður við umbætur bátanna að þurfa ekki að senda þá til annarra fjarða til þess að takast upp og til viÖgeröar. Ný hafnarbryggja. í sumar hefur farið fram bygg- ing vandaðrar hafskipabryggju í Neskaupstað. — Er byggingu bryggjunnar nú lokiS og hún tal- in. kosta um 600 þús. kt.. ViS bryggjuna er stór og rúmgóS upp- fylling. Eldri hafskipabryggja bæjarins var orðin algjörlega ó- fullnægjandi og ekki sízt vegna aukningar útgerÖarinnar sem nú leggur allan afla sinn á land á sama stað í bænum eða á haf- skipabryggju bæjarins. — MeS byggingu hinnar nýju bryggju greiSist mjög úr þrengslum þeim sem verið hafa, þegar aflinn er mestur, og ættu nú að skapast möguleikai til stórum bættari vinnuskilyiSa við fiskmóltöku, byggingu. Allar vinnuvélar þess I upp- og útskipun og annað það, áSur segir, hefur Sún nú sam- þykkt að kaupa tvö 180 rúm- lesta skip, sem fyrst og fremst eru ætluð til þessara fluaunga. Nýtízku vélaoerkstœbi. Nýlega hefur tekið til slarfa í Neskaupstað nýtísku vélavcrk- stæði. Verkstæðið er taliS rnjög fullkomið og hefur eflaust óir.et- anlega þýðingu fyrir vélbátaút- sem lýtur að aðalatvin.iuvegi bæjarins, útgerÖinni. Olíuverzlunin. Allt þetta ár hefur olíusalan verið í höndum Sún og útgerðin í Neskaupstað búið við hagstæð- ara olíuverð, en víðast hvar á landinu. FélagiÖ hefur fengið ol- íuna keypta milliliðalaust beint úr Hvalfirði. ÞaS hefur nú keypt síldarverksmiðjuna í Neskaup- stað og þar meS eignast stóran, steinsteyptan geymi sem notað- ur er undir olíuna. BæSi olíufélögin B. P. og Shell sitja nú með geyma sína tóma og bryggjur sínar auðar og hafa enga hráolíusölu með höndum í bænum. Verzlunarmál útgerðarinnar. Hún hefur með höndum öll verzlunarmál útgeiðarinna> á staðnum. Það selur öll veiðarfæri og all- ar aðrar nauðsynjavörur útgerð- arinnar meS því lægsta verÖi, sem unnt er. FélagiS hefur í hyggju að koma sér upp stóru hraÖfrysti- húsi. íóöurmjölsverksmiSju og jafnvel niSursuSuverksmiðju. Er ráðgert að rekstur þessi verði þar sem síldarverksmiðjan er, og mundi þá það af þeirri eign, sem nothæft teldist, koma þar að gagni, t. d. bryggja, plön. verk- smiðjuhús, íbúðar- og skrifstofu- hús verksmiðjunnar o. fl. Þýzku fangarnir eru ekki herskðir lengur Miðvikudagur 13. desember 1U44. — ÞJÓÐVILJINN ! Það þrengir stöðugt að Japönum á Kyrrahafi. Bandaríhjamenn nálgast œ höfuðstöðvur þeirra. Jlern- < aðaraðgerðimar á Kyrrahafssvœðinu eru enn mest komnar undir flotanum, enda hafa Brctar nú | sent aUmikinn flotastyrk til Kyrrahafs til þess að talca þátt í lokaátökunum. Myndin sýnir bandaríska flotadeild á Kyrrahafi ENGIHIEN, BELGÍU Hér eru hermenn „húsbænda- þjóðarinnar' fjórum mánuðum eft- ir innrásarbyrjun. — Þrjár þúsund ir þeirra eru staddir hérna, háir og lágir, íeitir og magrir, glaðlegir og svipþungir, en flestir eru þeir glaðlegir. Þegar þeir stökkva nið- ur úr vörubílunum, sem fluttu þá frá víglínunni. Þetta eru menn úr hópi hinna beztu, sem þýzki herinn á enn eftir, og hafa verið teknir höndum í bardögunum við Leopold-skurð- inn, við Nijmegen og í námunda við Siegfried-línuna. Innan skamms er bakgarður þessa stóra húss, sem einu sinni var þýzkur hermannaskáli, en er nú fangelsi þeirra, troðfullur af Þjóðverjum, og loftið er þrungið undai'legri moldarlykt. — Þetta er alveg sérstök moldarlykt eða fúgga eins og af hlut, sem hefur verið grafinn lengi í rökum og dimm- um kjallara. — Verðirnir segja mér að þetta sé hin venjulega lykt af hópi þýzkra fanga, ólík allri ann- arri lykt. Eg er staddur í fangaflutninga- miðstöð 2. brezka hersins, sem hef ur tekið 80000 fanga frá innrásar- degi. — Hér er sveit hermanna og foringja úr upplýsingarherdeild- inni og herlögreglunni. —- Þessir menn heyja einkennilegt stríð. A hverjum degi taka þeir á móti fangahópum, meðhöndla þá sam kvæmt föstum reglum og senda þá til Englands til dvalar í íangabúð um þar. — En þessir menn hafa sennilega réttari hugmynd um breytingarnar á þýzka hernum en hermennirnir í freirtstu víglínu. Fyrst, í bardögunum frá Erma- suridsströndinni til Bayeux, voru fangarnir blanda af þýzkum virkja hermönnum og útlendingum, — Mongólum, Pólverjum, Rússum, Tékkum og öðrum, sem liafði ver- ið þröngvað í þýzka herþjónustu. Þjóðverjarnir voru ennþá hroka- fullir og vissir um, að innrásin yrði skammlíf. — Og útlendingarnir urðu meir en fegnir frelsinu. Því næst, frá Bayeux til Falaise, ibyrjaði hinn raunverulegi þýzki her að streyma inn í fangabúðirn- ar. — Það voru úrvals hermenn, fullir af félagsanda og ennþá vissir um, að við mundum verða hrakt- ir í sjóinn. Svo kom hin agalega slátrun í Faláise-„sundinu“, þar sem blóm- inn úr þýzka hernum var brytj- aður niður í svo ægilegri hríð fall- Ibyssukúlna, flugvélasprengna og flugeldakúlna (flugvéla), að annað eins hafði aldrei þekkzt áður. — Dögum saman voru fangarnir að grafa lík félaga sinna. — Þeir voru alveg bugaðir menn. — Þeir höfð.u séð fyrir endann á stríðinu. Verð- irnir sögðu, að svipurinn á þeim hefði verið annar en á fyrri fanga- hópum. Eftir að vörnin bilaði í Nor- mandí og alla leið til Belgíu fengu þýzku fangarnir enn annan svip. Þeir virtust alveg áhugalausir og sætta sig við að vera fangar; all- ur bardagahugur horfinn úr þeim. Gefa nú fangahóparnir rétta mynd af þýzka hernum? — Lítum á þessa menn, sem eru nýkomnir, hermenn, sem hafa verið teknir höndum við landamæri heima- lands síns, óþreyttir hermenn úr varaliði Þýzkalands, — ekki leyf- Carl Olsen skýrir hér frá heimsókn til fangaflutninga- miðstöðvar 2. hersins brezka. Framvarp um prófessorsembætti Sigurð- ar Nordals Það er harla lítill svipur með þessum skitnu og tötralegu þýzku herföngum, sem sjást hér á myndinni og hinum uppdubbuðu og vígreifu „ofurmennum' sem Hitler sendi til að leggja undir sig heiminn. ar af liernum, sem hetur hönfað vf- ir Frakkland. Fyrsta atriði úr móttökuathöfn fangabúðanna er rétt að byrja. — Það er nafnakall og herdeilda. — Dálítið athyglisvert kemur strax í ljós. Ilér er varla tugur manna úr sömu herdeild. — Þeir þekkja ekki nöfn foringja sinna. — Þeir eru ekki einusinni úr herfylkjum. Það eina, sem þeir vita, er, að þeir eru úr „bartittuhópum“, sem myndaðir hafa verið úr leyfum herfylkja, sem eru úr sögunni sem sérstakar herdeildir. Hér eru menn úr flnghernum, sem liafa barizt sem fótgöngulið- ar,sem gerðir hafa verið að fall- byssuskyttum. Hér er sveit her- manna, úr frægum þýzkum her- deildum, sem liafa verið teknir höndum af belgíska skæruliernum (Armée Blanche). Sumir þeirra höfðu verið vikum saman í sveit- unum, í felum eða unnið hjá bændunum. — Það mætti kalla þá liðhlaupa, — þetta eru menn, sem em búnir að fá nóg — fyrir mörg- um vikum síðan. Annað vekur athygli mína. — í röðum hinna einkennisklæddu manna standa nokkrir tugir manna í borgaralegum fötum, — Þeir eru tíndir úr fljótlega og látnir til hlið ar. — Þeir eru flestir Þjóðverjar og Austurrikismenn, en nokkrir Litúvar og Pólverjar eru meðal þeirra. — Upplýsingaforingjarnir Ibyrja að yfirheyra þá, — nafn her- deild o. s. frv. — Það kernur í Ijós, að þeir eru allir „Halbjude“ (Gyð- ingar að hálfu leyti), og þeir segja að sér hafi verið þröngvað í herþjónustu fyrir mörgurn mán- uðum. — Sumir höfðu verið í flug- hernum og öðrum deildum þýzka hersins og unnið sem skrifarar, þjónar foringjanna eða sem hjúkr- tmarmenn. — Þeir vom sennilega langánægðustu fangarnir. Allir fangarnir eru nú látnir raða sér til þátttöku í næstu móttöku- atliöfn. —Hún er í því fólgin, að skordýraeitri er dreift á þá innan klæða. — Hver maður lýtur auð- mjúklega. — Næstum allir eru lús- ugir. — í nútíma stríði verða her- mennirnir því aðeins lúsugir, að þeir séu búnir að glata sjálfsvirð- ingu sinni eða herinn’er í upplausn. Þeir ganga inn í borðsalinn til að eta, og ég tek eftir öðru. — Hermenn eru vanir að borða í hópi félaga sinna, en Jiessir menn taka við skömmtum sínum og borða liver í sínu lagi. — Og fjarri öll- um öðrum sitja S. S.-mennirnir. Þeir einir sitja saman, rétt eins og þegar sé bil á milli þeirra og annarra Þjóðverja. Síðast kemur vopnaleitin. — Lögreglumennirnir bretta ermun- um upp og þreifa á föngunum raeð æfðum höndum. „Verndað starfslið“ svo sem hjúkrunarmenn, fékk að halda skærum, skurðhnífum og öðrum tækjum, sem tilheyra læknisáhöld-| um þeirra. — I einu tilfelli var' sagt, að maður nokkur væri rakari; fangahóps eins. — Er upplýsinga- foringi hafði spurt hópinn um þetta á þýzku, skipaði hann að af- henda manninuin skæri hans og rakhníf. — Hann gat sannarlega ekki kvartað um að Genferreglun- um væri beitt hörkulega. í þessum sundurleita hópi mátti sjá mörg undarleg einkenni þýzks hugarfars eins og það er nú. — Þarna var fangi, sem brosandi út að eyrum sýndi upplýsingaforingj- anum fyrirskipun um að handtaka hann sjálfan. — Handtökuheim- ildin, sem var undirrituð af S. S,- foringja, bar sakir á manninn fyrir „þjóðhættulega - starfsemi". — Ilann hafði einhvern veginn náð í skjalið og komizt undan. — Ilann hélt auðsjáanlega að við mundum taka lionum eins og löngu horfnum bróður vegna skjals ins. — Hann var dálítið ruglaður á svipinn, þegar honum var skip- að að fara aftur í hóp hinna fang- anna. Og þarna var S. S.-foringi, ung- ur, illmannlegur bófi, sem gekk til okkar með smeðjulegt bros og gat þess, að hann hefði verið læknis- fræðinemi áður en hann gekk í S. FramJiald á 8. síðu. Fjórir þingmenn, hver úr sín- um flokki, flytja í neðri deild frum varp til laga um prófessorsembœtti dr. Sigurðar Nordals. Flutnings- menn eru Gunnar Thoroddsen, Sigfús Sigurhjartarson, Barði Guð- mundsson, Eysteinn Jónsson. Er frumvarpið og greinargerð þess svohljóðandi: 1. gr. Þegar dr. Sigurður Nordal lætur aif prófessorsembætti því, er nú gegnir hann í heimspekideild Há- skóla Islands, skal honum gerður kostur á að liafa áfram á hendi prófessorsem'bætti í deildinni í ís- lenzkum fræðum með öllum þeim réttindum, er fylgja prófessorsem- bættum, en undanþeginn skal hann kennsluskyldu og ákvæðum laga uin aldurshámark opinberra starfsmanna. 2. gr. Lög þessi öðlast þegar giídi. Greinargerð. Sigurður NordaJ hefur við mik- inn orðstir annazt kennslu í ís- lenzkum bókmenntum við Há- skóla íslands síðan haustið 1918. Er hann nú 58 ára að aldri. Hann má hiklaust telja einhvern merk- asta fræðimann og rithöfund is- lenzkan, sem nú er uppi, og er naifn hans kunnugt víða um lönd. Ilann hefur nú með liöndum mik- il og merkileg ritverk um íslenzk- ar bókmenntir og mcnningu, og óskar að geta helgað ritstörfum krafta sína óskipta. Frv. þetta mið ar að því að tryggja honum full- komið næði til þess. Þess eru dæmi áður, að Alþingi háfi veitt vísindamönnum, sem enn voru í fullu fjöri, eri með starfi sínu höfðu unnið þjóðinni gagn og sóma og vænta mátti mik- ils af, lausn frá einbættisstörfum með fullum launum. Svo var um þá náttúrufræðingana Þorvald Thoroddsen og Bjarna Sæmunds- son. Var Þorvaldur þá 44 ára, en Bjarni 56. — Samkv. frv. er þó ekki gert ráð fyrir, að Sigurður Nordal sé slitinn úr sambandi við háskólann, lieldur verði tengdur honum áfram. Verði frv. þetta að lögum, er það tilætlun Sigurðar Nordals að flytja erindi um íslenzk fræði, bæði í Háskóla íslands og við erienda háskóla, eftir því sem tími og á- stæður leyfa. Samúðarkveðjur vegna Goðafoss- slyssins Forseta íslands og forsætisráð- herra háfa borizt margar samúð- arkveðjur vegna Goðafossslyssins m. a. frá þessum aðiljum: Sendiherrum Islands, sendifull- trúum og ræðismönnum erlendis, viðskiptafulltrúa Færeyja í Reykja vík, fulltrúum íslands á alþjóða- kaupþinginu í Bandaríkjunum, Birni Björnssyni kaiupmanni í London og Porter McKeever, fyrrv blaðafulltrúa Bandaríkjanna í Reykjavik. Ymsir erlendir menn hafa einn- ig vottað fulltrúum íslands er- lendis samúð sína, meðal þeirra sendiherrar Dana i Washington og London. At'burðarins hefur verið getið í tlesturn blöðum Bretlands og Bandaríkjanna. í „The Scotsman“ Edinborg, er sérstaklega getið læknishjónanna frú Sigrúnar og dr. Friðgeirs Ólasonar og barna þeirra, sem fóru'st, svo og frú Ellenar Downey og barns hennar. Fréttatilkynning frá ríkis- stjórninni. AfVWVVWVVVVVWAAWMVWWVSAWWWVAJWWWWWVVVVVU'U Síðasta neyðaróp nazistaófreskjunna-r: „Nei, nei! Eg skal ekki fram-; ar minnast á „lífsrúm“ ef ég fœ aðeins að draga andann“. ,VV.*.V»V.WAN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.