Þjóðviljinn - 13.12.1944, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 13.12.1944, Blaðsíða 2
2 ÞJÓÐVILJINN Miðvikudagur 13. des. 1944. Sósíalistar! Þjóðviljann vantar nú þegar unglinga eða eldra fólk til að bera blaðið til kaupenda í eftir- • talin hverfi. Austurbær: Leifsgata Rauðarárstígur Gunnarsbraut. 1 Vesturbær: • Framnesvegur Bræðraborgarstígur Ásvellir. Hjálpið íil að útvega blaðbera. Talið strax við afgreiðsluna. AFGR. WÓÐVILJANS Skólavörðustíg 19 — Sími 2184 antiglihlip 18. Diigs nmuODsaiDbandslDS Ný, sérkennileg barna- og unglingabók Töfragripurinn, eftir Guðmund Geirdal er sérkennileg og fögur bók fyrir börn og unglinga. Hún er ævintýri um jörðina og heiminn allan, skrifuð af manni, sem skilur börnin og um efni, sem þau spyrja oft um. — Helgi , Péturss. ritar nokkur formálsorð fyrir bókinni og hvetur fólk 'til að kynna sér hana og láta bömin lesa hana. Bókin er í góðu bandi. Gefið hinum litla vini ykkar þessa ágætu barna- og unglingabók í jólagjöf. í S R O N . - •sn/.’wwwwvvwvv%fl///w,^An/Awwwivwwwvwuvvvwi Hið íslenzka fornritafélag: | Laxdæla saga er komin aftur í ljósprentaðri útgáfu. Fæst hjá bóksölum. Aðalútsala: Bókðv. Sigfúsar Eymundssonar /WW/UVW/^AWWWWUVWVVWVVWVSAWVVtfWVWWVWVV Hér fara á eftir nokkrar samþykktir 18. þings Al- þýðusambands íslands, sem Þjóðviljinn hefur eigi áður birt. Fjalla þær m. a. um eftirlit með öryggi skipa, breyt- ingar á byggingalöggjöfinni, breytingar til fullkomn- unar tryggingarlöggjafarinnar, breytingar á orlofslög- unum o. fl. VAXTAKJÖR BYGGINGA- LÁNA VERÐI GERÐ HAG- STÆÐARI „18. þing Alþýðusambands ís- lands lítur svo á, að ekki verði bætt úr húsnæðisleysi því, sem nú ríkir í landinu, nema til komi stórum meiri aðstoð hins opinbera en nú er. Fyrir því skorar 18. þing Alþýðusam- band íslands á Alþingi að breyta löggjöf varðandi þessi mál þannig, m. a., að vaxtakjör byggingarlána verða hagstæð- ari en verið hefur og starfrækt verði teiknistofa fyrir kaup- staði og kauptún í sambandi við teiknistofu landbúnaðar- ins“. ÖRYGGISEFTIRLITIÐ „18. þing Alþýðusambands ís- lands samþykkir að skora á yf- irstandandi Alþingi að sam- þykkja frumvarp það, ,sem milliþinganefnd í öryggismál- um hefur samið „um eftirlit með skipum“ og sem nefndin hefur lagt fyrir ríkisstjórnina“. BJÖRGUNARSKIP Á HORNAFIRÐI „18. þing Alþýðusambands ís- skorar á Alþingi að hlutast til um það, að skip verði haft á Hornafirði til eftirlits og aðstoð ar fiskibátum á komandi ver- tíð. Áherzla skal lögð á, að skip ið verði komið þar í vertíðar- byrjun, eða ekki seinna en 1. febrúar, og að ennfremur verði á skipinu maður, sem kunnug- ur er öllum aðstæðum11. FRAMFÆRSLUKOSTNAÐ- UR VERÐI SAMRÆMDUR „Vegna þess hvað orðinn er lítill munur á framfærslu- kostnaði í Reykjavík og öðrum landshlutum, þá ályktar 18. þing Alþýðusambands íslands, að sá munur sem er á úthlutun til elli- og örorkubóta miðað við Reykjavík og aðra staði á landinu, til sjávar og sveita, sé nú of mikill og skorar á Al- þingi og ríkisstjórn að jafna þennan mismun í samræmi við framfærslukostnað“. MÓTMÆLI GEGN BREYT- INGUM OG SKERÐINGU Á IÐNNÁMSLÖGG J ÖFINNI „18. þing Alþýðusambands ís- lands vill hér með árétta þau mótmæli er sambandsstjóm hef ur sent háttvirtu Alþingi, um breytingar þær á iðnnámslög- unum, er fyrir því liggja, enda verði iðnaðarlöggjöfin í heild í engu skert frá því sem nú er, þar til gagngerð endurskoðun á henni hefur farið fram“. ÁSKORUN TIL ALÞINGIS UM FULLKOMNUN TRYGG- IN GARLÖGG J AF ARINN AR „18. þing Alþýðusambands ís- lands fagnar því, að samkvæmt loforði ríkisstjórjiarinnar og samkomulagi flokka þeirra, er styðja hana, muni komið á full kominni tryggingalöggjöf á ís- landi á næstu árum. Skorar sambandið á Alþingi og ríkis- stjóm að taka upp í hinum nýju tryggingalögum eftirfar- andi atriði: 1. Réttur gamalla manna og sjúkra til framfærslu sé tryggð ur af ríkinu án tillits til að- standenda. 2. Öryrki, sem hefur til þess orku, hefur rétt og skyldu til náms á kostnað ríkisins. Óheim ilt er að draga af örorkustyrk nema að sannað sé að sú orka sem öryrkinn kann að hafa, komi honum að notum til fram- færslu. 3. Allar kpnur, giftar sem ó- giftar, eigi rétt á fæðingar- hjálp úr ríkissjóði, án sérstakra iðgjalda. 4. Kona, sem er í atvinnu, eigi rétt á fríi frá störfum allt að 6 vikna tíma fyrir barns- burð og jafnlengi eftir, með fullu kaupi. Sé þetta greitt úr ríkissjóði, að því leyti sem rétt ur þessi er ekki tryggður með samningum eða á annan hátt. 5. Kona, sem ein er' fyrir- vinna heimilis síns eigi rétt á launum úr ríkissjóði, til við- bótar öðrum tekjum sínum, ef nokkrar eru, sem géri henni fært að halda heimilinu sam- an- 6. Landið sé allt eitt fram- færslusvið og meðlög greidd úr ríkissjóði, iðgjaldalaust. 7. Konur, sem sviptar eru fyr irvinnu, vegna sjúkdóma, ör- orku, fangavistar eða óreglu manna sinna, eigi rétt á með- lögum með bömum sínum á sama hátt og ekkjur“. FRAMFÆRSLULÖGUNUM VERÐI BREYTT ÞEGAR Á ÞESSU ÞINGI „18. þing Alþýðusambands ís- lands skorar á Alþingi að breyta þegar á þessu þingi fram færslulögunum samkvæmt of- angreindri tillögu, þar sem of lengi hefur dregizt að rétta hlut þessara kvenna“. GRUNNMEÐLÖG BARNA VERÐI HÆKKUÐ OG SAM- RÆMD „18 þing Alþýðusambands ís- lands skorar á Alþingi að breyta lögum um aðstöðu for- eldra til óskilgetinna barna á þann veg, að samræming með- laga um land allt komi til framkvæmda frá 1. janúar 1945, grunnmeðlagið verði jafnt all- an framfærslualdur bamsins og enginn eða lítill munur gerður á meðlagi eftir landshlutum. Grunnmeðlagið verði hækkað verulega11. LANDBÚNAÐARVÖRU- VERÐ „18. þing Alþýðusambands ís- lands skorar á hið háa Alþingi að gera ráðstafanir til þess að landbúnaðarvöruverð sé eigi hærra út um land en í Reykja- vík“. BREYTINGAR Á ORLOFS- LÖGUNUM „18. þing Alþýðusambands fs- iands telur eftirfarandi breyt- ingar á orlofslögunum æskileg- ar, og felur sambandsstjórn að koma þeim á framfæri við Al- þingi: 1. Hlutasjómenn fái undan- tekningarlaust óskertan orlofs- rétt (þ. e- 4%). 2. Ríkið setji á stofn ferða- skrifstofu, er með sérstaklega hagkvæmum kjömm sjái um hópferðir orlofsnotenda á sjó og lar^di, og annist rekstur ódýrra dvalarstaða fyrir þá, sem halda vilja kyrru fyrir í orlofi sínu. 3. Við dauðsfall orlofshafa gangi orlofsfé það, sem hann hefur hlotið á yfirstandandi ári til nánustu ættingja hans, svo sem foreldra, barna og maka. 4. Einhliða ákvörðun um or- lofstöku,, bæði af hendi or- lofsveitanda og orlofstaka sé óheimil nema með minnst viku fyrirvara“. Jólabókín er kotnín í bókaverslanír: GLITRA DAGGIR, GRÆR FOLD Hlaut bæsfu bókmenntaverðlaun Svíaríkís 1943 25000 krónur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.