Þjóðviljinn - 13.12.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 13.12.1944, Blaðsíða 7
Miðvikudagur 13. des. 1944. tJÖÐVILJINN 7 Skipsdrengurinn á Blossa með hinn illa fengna auð sinn. Það hefur kvisazt, að auk hinna 10 þúsund dollara í gulli, hafi verið í pen- ingaskápnum mjög verðmæt skjöl“. Jóa létti, þegar hann var búinn að lesa greinina. Það var áreiðanlegt, að enginn hafði verið drepinn í San Andreas, annars hefði verið minnzt á það í blaðinu. Þess mundi líka hafa verið getið, ef nokkur hefði haft hugmynd um, að hann hefði verið þar með. Á stöðinni í San Franciskó voru menn forviða að sjá sjóklæddan dreng stíga út úr lestinni, kalla á vagn og aka á brott. En Jói var að flýta sér. Hann vissi hvernig faðir hans varði tímanum og var hræddur um, að ná honum ekki, áður en hann færi til miðdegisverðar. Vikadrengurinn skotraði augunum ólundarlega á hann, þegar hann hratt upp hurðinni og spurði eftir herra Bronson. Skrifstofustjórinn, sem kom fram, þeg- ar hann heyrði þennan hávaða, þekkti hann ekki heldur. Þekkið þér mig ekki, herra Villis? Herra Villis horfði á hann: Hvað — það er Jói Bron- son. Hvaðan úr veröldinni ber þig að? Gakktu inn, fað- ir þinn er þar. Bronson hætti að lesa hraðritara sínum fyrir og leit upp: Ha! Hvar hefur þú verið? spurði hann. Á sjó, svaraði Jói alvarlega. Hann var ekki viss um, hverju hann átti að svara, en stóð og handfjatlaði sjó- hattinn sinn, kvíðafullur. Það hefur verið stutt útivist. Hvernig þótti þér hún annars? 0$ ÞETIA Myndin alkunna af hundin- um, sem er að hluta á grammo- fón, er upphaflega ekki gerð í auglýsingaskyni. Hún er mál- verk eftir enska málarann 4 Fraiyis Barraud. Honum datt í hug, að mála hund, sem hann hafði miklar mætur á, hlusí- andi á grammofón. En hann vantaði járnlúður á grammo- fóninn og fór því til verksmiðj unnar The Grammophone Company og fékk þar lánaðan lúður. Þetta varð til þess, að verksmiðjan keypti málverkið fyrir mikið fé. Og þegar „rödd húsbóndans11 var orðin kunn um allan heim, greiddi verk- smiðjan Barraud föst árslaun til dauðadags. * Kóraninn er auðugur af lík- ingamáli, þar stendur meðal annars: „ — Þegar sólin skorpnar, steinarnir fljúga, fjöllin hreyf- ast, villidýrin berjast, höfin sjóða, kviksettir rísa upp og krefjast reikningsskapar, him- inninn rifnar, helvíti brennur og Paradís nálgast — þá finnur sálin, hvað hún hefur til saka unnið“. * Gyðingar höfðu engin borg- araleg réttindi í Evrópu fram að lokum átjándu aldar, en í Norður-Ameríku voru þeim veitt þau nokkru fyrr. Frakkar og Hollendingar urðu fyrstir til að fara að dæmi Ameríku- manna árið 1791. En það átti eftir að dragast lengi, að fleiri þjóðir gerðu það. í Englandi fengu Gyðingar ekki kosningar rétt fyrr en 1852 og urðu ekki kjörgengir til neðri deildar þingsins fyrr en 1858. í Þýzka- landi voru þeim veitt borgara- leg réttindi að nafninu til ár- ið 1848, en í Ítalíu og Sviss tutt ugu árum seinna. Á Norðurlöndum fengu Gyð- ingar fyrst borgaraleg réttindi í Danmörku — árið 1814. í Sviþjóð urðu þeir ekki kjör- gengir eða fengu rétt til em- bætta fyrr en 1870 og í Nor- egi 1891. að við værum komin aftur í kaffistofuna. Fred kom 'með veitingarnar og við drukkum. Rommið var sterkt og vermdi eins og sól- skin. Og það var athvarf, sem aldrei brást. Eg rétti Fred glas- ið tómt aítur. „Fellur yður vel að vera hér?“ spurði ég- „Ágætlega. Það er svo rólegt ■héma“. „Við komum oft hingað. Þetta er heimili okkar á kvöld in“. Fred færði mér glasið aftur og lagði havanavindil hjá því. „Frá Hauser“ sagði hann. Valentin kinkaði kolli til mín og lyfti glasinu: „Þrítug- asti og fyrsti júlí, Robby“, sagði hann raunalega. Eg lyfti glasi mínu líka. Hann varð alltaf að skála við einhvem. Eg hafði séð hann sitja á litlum knæpum og skála við stokka og steina eða jafn- vel tunglið. Þá mundi hann allt í einu eftir einhverjum ógnar- degi í skotgröfunum og varð innilega þakklátur fyrir að vera enn á lífi. „Hann er vinur minn“, sagði ég við ungu stúlkuna. „Hann er sá eini maður, sem ég veit til, að geti gert sér ofurlitla ánægju úr óhamingju sinni. Hann hefur ekki hugmynd um, hvað hann á að taka sér fyrir hendur og til hvers hann á að lifa. Hann blátt áfram huggar sig við, að hann lifir“. Hún horfði á mig með at- hygli. „Eg skil hann“, sagði hún. Eg leit undrandi á hana. „Þér eruð allt of ung til að geta skilið það“. Hún brosti þessu kyrrláta brosi sem aðeins sást í augún- um. Andlitið breyttist nærri því ekkert, en það birti yfir því. „Eg lá einu sinni alvarlega veik. Þegar ég kom á fætur og sat í fyrsta sinni í sólskininu við gluggann, þá greip mig þessi tilfinning. Allt var lítils virði saman borið við það, að fá að lifa — það eitt var ó- skiljanleg hamingja. Eg man þetta enn, og þó er langt síð- an“. Hún hallaði sér aftur á bak í stólnum. „Og svo er það ann- að, sem ég hef ekki gleymt- Það er fyrsta sígarettan, sem ég reykti eftir veikindin. Mér þótti hún ekkert sérstaklega góð, en bara þetta, að mega reykja — “. „Æ, fyrirgefið þér — síga- rettur — en að mér skyldi ekki detta það í hug“. Eg fór ofan í vasa minn og náði í þær. Eg bað Fred um meira vín. Stúlkan var rólega og eðlileg í tali og framkomu. En ég vissi ekki hvað ég átti að gera af mér. Mig langaði til að vera ræðinn og skemmtilegur, en mér datt aldrei í hug fyrr en á eftir, hvað ég ætti að segja. Lenz kunni að koma fyrir sig orði. Hann sagði líka, að ég væri ekki samkvæmishæfur. Fred færði mér stórt glas að þessu sinni. Það sparaði hon- um sjálfum ómak og þá bar heldur ekki eins mikið á því, hvað ég drakk mikið. Og ég varð að drekka, annars var von laust, að ég gæti tekið til máls. „Hvað eruð þér að drekka?“ spurði stúlkan. „Það er romm- Ósköp létt romm“. „Þykir yður það gott? Það get ég ekki skilið“. „Einu sinni þótti mér það ekki gott, en ég hef vanizt þvi. Og hvort mér þykir það gott, það veit ég eiginlega ekki“ Hún hló: „En hvers vegna eruð þér þá að drekka það?“ Eg var feginn að fá eitthvert umtalsefni. .Það kemur ekki málinu við, hvort það er bragð gott eða ekki“ sagði ég. „En það er athvarf og þrautalend- ing, sem gerir lífið léttara, stytt ir tímann, dregur úr’ einstæð- ingsskapnum, og fær mig til að gleyma endurminningunum. Vínið er eins og hljómlist. Og það bregzt ekki. Það er stöð- ugt athvarf“. Stúlkan þagði um stund. ..Eg verð þá einhvern tíma að reyna það“. Fred kom með glösin og salt ar möndlur í skál. „Skildu flösk una bara eftir“, sagði ég. Nú var ég að komast á rétt-- an kjöl- Óframfærnin hvarf. Eg var ekki lengur í vandræðum með hvað ég ætti að segja. Orðin komu af sjálfu sér. Og ég hugsaði ekki um hvað ég var að segja. Eg hélt áfram að drekka. Það var eins og ég bær ist á hárri, mjúkri öldu. Og þar birtust mér sýnir og draum ar, sem ekki áttu heima í þess- ari vondu veröld. Á móti mér sat ung stúlka, sem ekki gat verið af þessum heimi. Mér fannst hún hafa komið svífandi með kvöldhúminu utan úr ein- hveiTÍ ói’afjarlægð. Mér var farið að hitna um gagnaugun. Eg hlustaði á sjálf an mig tala. En það var eins og það væri ekki ég, heldur ein- hver annar, sem hefði getað verið ég. Og. frásögnin átti ekki við mig, eða það, sem fyrir mig hafði komið. Eg vissi sjálfur, að ég sagði ekki satt. Það var allt ímyndun og lygi, sem ég var að segja. Sannleikurinn er svo miskunnarlaus- En ímynd- unaraflið og draumamir eru lífið sjálft. Ljósið speglaði sig í gljáandi koparskjöldunum. Valentin hóf glasið öðru hvoru og nefndi einhvern mánaðardag í hálfum hljóðum. Skræk bílanna yfir- gnæfðu götuysinn úti og bár- ust, hingað inn, þegar hurðin var opnuð. Það var eins og göm ul, grimm norn væri að hvæsa einhvers staðar. — Eg fylgdi stúlkunni heim. Það var úðarigning. Síðan gekk ég, hægt heimleiðis. Eg stað- næmdist utan við sýningar- glugga. Nú varð mér ljóst, að ég hafði drukkið of mikið. Ekki svo að skilja, að ég væri valt- ur á fótunum. En ég fann það samt. Það sló út um mig svita svo að ég hneppti frá mér frakkanum og færði hattinn aftur á hnakka. Drottinn minn, hvað hafði ég eiginlega sagt í kvöld? Eg þorði varla að rifja það upp. Það var annað að standa nér i umferðinni á göt- unni, en að sitja í hálfrökkri inni á veitingahúsi- Stúlkan hafði víst ekki fengið góðar hugmyndir um mig. Hún hafði sjálfsagt fylgzt' vel með öl.lu, því að hun drakk næstum ekk- ert. Og þegar ég kvaddi hana, hafði hún horft svo einkenni- lega á mig. Þetta var allt saman afleitt. — Eg rak mig á litinn, feitan mann. „Hvað er þetta?“ hreytti. ég út úr mér. „Reynið þér aö hafa opin aug un, sauðarhaus“, svaraði mað- urinn. „Það er ekki von að aðrir komist fyrir á götunri, þegar svona áma er á ferðinni“, sagði ég- Sá feiti varð hinn versti og sagði að sofanöi hengilmænur hefðu heldur ekkcrt erindi út á götu. Mér þótti maðurinn ó- svífinn og ætlaði ekki að láta í minni pokann. „Burt með þig afturgangan þín“, sagði ég. Hann sagðist ekki láta svona apakött segja sér til vegar. Eg nefndi hann .í staðinn steinrotaða kartöflu. Þá leit maðurinn upp: „,Hef ég nú aldrei heyrt get- ið um steinrotaða kartöflu. Hún ætti að vera á safni- í guðs friði!“ sagði hann og við skild- um eins og kurteisir menn. Rifrildið hafði hresst mig. En gremjan sat í mér. Mér fannst ég eins og hvert annað fífl. En smám saman hætti ég að ásaka sjálfan mig. Eg var reiður við allt og alla — hana líka. Henn- ar vegna hafði ég drukkið mig hálffullan. Hún mátti halda hvað sem hún vildi. Sama var mér. Nú vissi hún að minnsta kosti, hvernig ég var, og hún mátti fara norður og niður fyr- ir mér. Það er ekkert við því að gera sem orðið er. Og ef til vill var bezt að svona fór. Eg fór heirn og skreiddist í rúmið klukkan’ átta — í fvrsta sinni í mörg ár.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.