Þjóðviljinn - 22.12.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 22.12.1944, Blaðsíða 1
9. árgangur. VILJINN Föstudagur 22. desember 1944. 261. tölublað. Pólskir bændur f á land Pólska Þjóðfrelsisnefndin hefur útlhlutað landi til 40.000 bænda. — Hefur mörgum stórjörðum ver- ið skipt upp samkvæmt umbóta- áætlunum Þjóðfrelsisnefndarinnar um landbúnaðarmál. tll ill I Beloin Hámark sóknarinnar sennilega ekki fyrir jól Yfirherstjórn Bandamanna gaf út yfirlit yfir þýzku gagnsóknina í gær. — Er þar sagt, að Þjóðverjar hafi rekið tvo stóra fleyga inn í varnarsvæði 1. bandaríska hersins og komizt allt að 50 km inn í Belgíu. Þjóðverjar hertu sóknina í gær, en vöm Banda- manna var líka öflugri. Herfræðingar telja ólíklegt, að gagnsókn Þjóðverja nái hámarki fyrir jól. Nyrðri fleygurinn nær vestur fyrir veginn frá Liege til Ardenna- fjalla. — Á þessu vígsvæði hafa Bandaríkjamenn náð bænum Stavelot aftur á sitt vald. — Þeir hafa og króað inni þýzkt lið, sem jhöfur um 60 skriðdreka, og hrundu í gær öllum tilraunum Þjóðverja til að koma því til hjálpar. — XJrðu Þjóðverjar fyrir afar miklu tjóni. Syðri fleygurinn er í norðurenda Luxemburgs. — Hafa Þjóðverjar tekið bæinn Wiltz og eru komnir 8 km inn í Belgíu. Malmedy er í höndum Banda- manna. 1 Kaupmannahöfn hafa liðs- menn okkar sökkt þremur þýzk- um gufuskipum og sprengt upp einn vagnsfarm af hlutum úr hefndarvopninu, V2. — Eru þeir Rússar taka 80 þorp og bæi Rauði herinn tók meir en 80 þorp og bœi í Téklcoslovakíu og Ungverjalandi i gœr. — Þar af voru tveir mikilvœgir járnbrauta- bœir í Slovakíu og 30 aðrir bœir og þorp. 1 Norðaustur-Ungverjalandi tók liann um 50 bæi og þorp, þ. á. m. merka hergagnaiðnaðarbæi. Rússar tóku 1500 fanga í fyrra- dag og eyðilögðu 59 skriðdreka fyr- ir Þjóðverjum og 27 flugvélar. Engar fréttir hafa borizt frá Moskvu um sókn þá, sem Þjóð- verjar segja, dð rauði herinn hafi byrjað í Suðvestur-Ungverjalandi. Skriðdrekavarnabyssur og steypiflugvélar Bandamanna valda Þjóðverjum miklu tjóni. Þjóðvcrjar segjast nú hafa tekið 20.000 fanga, eyðilagt 136 skrið- dreka Bandamanna og tekið 120 s'kriðdreka og vélknúnar fallbyss- ur herfangi. Þjóðverjar beita enn talsvert miklu fallhlffáliði. — Sumir her- manna þeirra eru klæddir einkenn- isbúningum Bandamanna, og öku- tæki þeirra hafa sum einkennis- merki Bandamanna. Flugveður er ekki gott ennþá, en sprengjuflugvélar Bandamanna framleiddir í verksmiðjunni Toro- tor.' Á Fjóni var m. a. sprengd raf- magnsskiptistöðin, sem þýzka sjó- liðsstöðin í Böjden notar. Samgangnaskemmdarverkum er nú ekki aðeins bcint af miklu a/fli gegn flutningum Þjóðverja til Nor- egs og frá, heldur ná þau einnig til skipa þeirra, sem Þjóðverjar nota við flutningana. — Er hér bæði um að ræða skip, sem Þjóð- verjar hafa kastað eign sinni á í Danmörku, og herskip, sem þeir nota til fylgdar. — Á einiim degi voru átta skip eyðilögð eðá skemmd í Kaupmannahöfn. Dansldr föðurlandsvinir hafa fengið sannanir fyrir því, að Þjóð- verjar séu byrjaðir að flytja her sinn burt úr a. m. lc. nokkrum hluta Noregs. Sökkt hefur verið allmörgum tundurskeytaibátum og ferjum, sem Þjóðverjar geymdu í skipa- smíðastöð flotans. Framh. á 8. síðu. gerðu harða árás á borgina Trier, sem er ein lielzta flutningamiðstöð þýzka sóknarhersins. TAKA DILLINGEN. Bandamenn liafa nú tekið bæinn Dillingen í Saar og ýmsa víggirta staði nálægt Saarlautern. Fyrir austan Saarregumines var hrundið gagnáhlaupi Þjóðverja. Reykjavík fær 5 Svíþjóðarbáta fíorgarstjóri upplýsti á fundi bœjarstjórnar í gœr, að Reykjavík mundi fá 5 af hinum svokölluðu Svíþjóðarbátum og yrðu það allt 80 tonna bátar. Til að festa lcaup í bátunum þarf bœrinn að leggja fram 75 þús. lcrónur vegna hvers báts, og fór borgarstjóri fram á að bœjarráði vœri heimilt að leggja þetta fé fram í bráð. Bátana kvað hann mundu verða selda einstak lingum eða félögum og vœri vissa fyrir að lcaupendur vœru tilbúnir, og bœrinn því brátt fá þetta fé endurgreitt. Gríska stjórnin klofin Fréttir frá Grikklandi herma, að stjórn Papandréus sé lclofin um ríkisstjóramádið. •— Sé „vinstri“ armurinn undir forystu Papandré- j us fylgjandi stofnun þessa embœtt- is, en hœgri armurinn á móti. Ekkert svar hefur borizt frá Ge- org lconunig. Harold McMillan er kominn aft- ur til Aþenu frá Ítalíu. — Þangað skrapp hann til að tala við Alex- ander yfirhershöfðingja. fíretar brutust í gær inn á vam- arsvœði ELAS-hersins í Áþenu eft- ir harða lofárás. Gerði þetta fót- göngulið stutt skriðdrekum. — Á- kaft er barizt á Likabettos-hœð. Bretar segjast hafa um % Aþenu á sínu valdi og liafa tekið allmargt fanga. í brezkum fréttum er sagt, að ELAS-hersveitir, sem undanfárið hafi barizt í Albaníu, séu komnar inn í Norður-Grikkland og hafi ráðizt á hersveitir hægri manna undir stjórn Servas hershöfðingja. Slfitla liplng fiansla Mnmislis í síðara helmingi nóvembermánaðar höfum við haldið áfram árás- um okkar á jámbrautasamgóngur, skip og verlcsmiðjur óvinanna. Við gerðum fœrri árásir á jámbrautimar en i fyrri helming mánað- arins, af því að Þjóðverjar hafa lítið fengizt við herflutninga. læiirstlfFE ösHir niiiinr öloiröi? ■i'PI-t e * ■ ’UUE "<*■• M-H- ■*" ' " mnni in smiiin oll miDPiöiigið Allmiklar umræður urðu á fundi bæjarstjómar í gær, um samningsuppkast, sem hafnarstjóm hefur gert við Slippfélagið. Réttindi félagsins til að reka slipp þar sem hann nú er, renna út 1951 og getur bærinn þá keypt nokkuð af því landi, sem félagið á þama fyrir 30 kr fermetrann. Slippfélagið hyggst að endur- byggja slippinn bráðlega, og hefur því farið fram á að fá rétt- fyrst trúboða til njósna en framkvæmdi síðan fjöldafangels- anir og misþyrmdi föngum grimmilega. Jón Áxel Pétursson gagnrýndi þessa áfstöðu hafnarstjórnar, og taldi hana mundu tefja fyrir fram- kvæmdum inn við Elliðaárvog, ennfremur taldi liann að Slippfé- lagið fengi með samningi þessum \ fríðindi fram yfir hliðstæ'tt fyrir- tæki, h. f. Skipanaust, sem fyrir- hugað er að reisi slipp inn við Elliðaárvog, þar sem það félag yrði sjálft að annast dýpkun vegna sinna mannvirkja, en Reykjavík- unhöfn mundi annast þá dýpkun, sem þyi'fti vegna frámkvæmda Slippfélagsins. Ennfremur taldi Jón að slippar við vesturhöfnina myndu verða í vegi fyrir nauðsyn- legum byggingum vegna ýmiskon- ar fiskvinnslu. Jón bar fram svo- hljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn samþykkir að lýsa því yifir, að það er hennar vilji að Reýkjavíkurhöfn. notfæri sér kauparéttinn að Slipplóðinni, sam- anber samning dags. 15. jan. 1932 3. og 7. gr., og frestar að svo stöddu ákvörðun um hagnýtingu lóðarinnar, þar sem enn eru 7 ár eftir af samningstímanum“. Borgarstjóri og Björn Bjarnason andmæltu Jóni og töldu að nauð- syn bæri til að slippur yrði fram- vegis innan hafnarinnar og sjálf- sagt bæri að leggja megin á'herzlu á að fullbyggja Reykjavíkurhöfn Frh. á 8. síðu. Hryðjuverk Gestapo nálægt Bergen Grimmd þýzku gestapomannanna í Noregi vex enn. Nýlega nauðlenti brezk flugvél hjá Os, sem er 30 km. fyrir sunnan Bergen og tókst flugmönnunum að komast undan. Gestapo sendi fyrst trúboða til njósna en framkvæmdH síðan fjöldafangels- anir og misþyrmdu föngum grimmilega. Fyrst sendu gestapomenn mjög „kristilegan“ kvenmann til Os, seldi hún kristileg smá- rit og Nýja testamentið. Jafn- hliða njósnaði hún um íbúana og hvarf síðan á brott, en kom brátt aftur í fylgd með gestapo- mönnum, er framkvæmdu gagn gera húsrannsókn Voru allir frá 18 ára til 65 ára aldurs reknir út úr húsunum og særð- ir jafnt seni ósærðir fangar látn ir liggja á freðinni jörð allt að Deilt á brezku stjórnina í lávarða- deildinni Harrington lávarður, sem er Vérkamannaflokksmaður, deildi á brezku stjórnina í gær á fundi í lávarðadeild brezka þingsins. — Ilann sagði gríska kónginn ekki verðan stuðnings, því að hann hdfði fyrrum haldið uppi einræðis- stjórn í landinu. Harrington sagði, að Scobie hershöfðingi ætti að bjóða ELAS sanngjarna vopnahlésskilmála. 8 stundir. Einum fanganna var misþyrmt svo, að hann lézt á leið til höfuðstöðva Gestapo í Bergen. Öllum, sem álitnir voru „grunsamlegir“ var meira og minna misþyrmt. Daginn eftir var leitinni haldið áfram með aðstoð her- liðs- Þjóðverjar segjast hafa fundið leynilegt voþnabúr Norð manna. Yfir 100 manns voru teknir fastir og sendir ýmist í fanga- búðir eða gestapofangelsið í Bergen. Þetta grimmilega framferði gestapomannanna hefur vakið mikla ólgu meðal íbúanna í Bergen. (Frá norska bfaðafulltrúan- um í Reykjavík). Sókn segir upp samningum Starfsstúlknafélagið Sókn hefur sagt upp samningum við llíkis- spítalana og Elliheimilið. Sainn- ingarnir ganga úr gildi 1. janúar. Samningaumleitanir standa yfir.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.