Þjóðviljinn - 22.12.1944, Blaðsíða 7
Föstudagur 22. desember 1944.
fiOÐVILJIJJxV
7
(Lauslega þýtt).
Pétur ætlaði að flýja út, en bá var dyrunum lokað
að utan og sama ljóta röddiu kallaði til hans:
„Makleg færðu málagjöldin“.
Pétur kúrði á gólfinu alla nóttina. Um sólarupprás
opnuðust dyrnar og svínið þrammaði út. Pétur lædd-
ist út á eftir. Hann hafði fengið nóg af gistingunni og
vakti bæði vinnuhjúin.
„Við förum heim“, sagði hann.
Næst átti Markús að freista gæfunnar. Hann heim-
sótti Pétur til að grennslast eftir, hvernig væri um-
horfs þarna á eyðibænum.
„Blessaður vertu“, sagði Pétur. „Þetta er ágætis jörð,
góð húsakynni og svínahjörð, sem þú getur lifað á allt
þetta ár“.
„Einmitt það“, sagði Markús. „Hvers vegna varstu
þá ekki kyrr“?
„Það er svo langt fyrir mig að fara þaðan á hreppa-
mótið“, svaraði Pétur.
Markúsi þótti þetta dálítið skrítið allt saman. En
hann var svo hræddur um, að Pétur iðraðist og færi
aftur, að hann flýtti sér af stað upp 1 skóginn.
Markús hafði með sér flugnaháf, stækkunargler og
þrjá hestburði af pappír.
„Ég þarf ekki að hafa neitt annað með mér. Ég lifi
bara á fleski“, sagði hann. Hann hafði fylgdarmann, en
þegar hann sá hvað bærinn var hrörlegur lét hann
fylgdarmanninn snúa heim aftur og vildi að fólk frétti
sem minnst', úr því ekki var skárra en þetta heim að
sjá.
Markús varð Pétri ákaflega reiður, þegar hann sá,
hvað allt var niðurnítt. Hann var að hugsa um að snúa
heim aftur. En seinast afréð hann að vera kyrr. Ann-
ars gat hann ekki fengið peningakistilinn.
„Heldur skal ég lifa á krækiberjum og sofa undir
baðstofustiganum en að fara heim. Það er skylda okk-
ar vísindamannanna að vera þolinmóðir, þó að við lepj-
um sultinn úr skel. Og nú ætla ég að skrifa bók um
framfætur fiskiflugunnar“, sagði Markús við sjálfan
sig.
Hann hreiðraði um sig undir stiganum og fór að
Þegar franska leikkonan
heimsfræga, Sara Bernhard,
kom fram á sjónarsviðið í leik-
húsinu Theatre Francais í París
árið 1862, þá átján ára gömul,
vakti leikur hennar í fyrstu
enga hrifningu. Það voru skaps-
munir ungu leikkonunnar, sem
vöktu mesta eftirtekt og urðu
umtalsefni.
Sara Bernhard hafði nefni-
lega reiðzt við hátt setta konu,
madame Nathalie, og gefið
henni ósvikinn löðrung. Hún
var jafnvel ófáanleg til að biðja
fyrirgefningar. Fyrir þessar
sakir var Söru vísað brott frá
leikhúsinu. Hún komst þó fljót-
lega að öðru leikhúsi og fékk
Itt. E:\
þá tók ekhl b.’tra viÓ: Serr
Bernhard rann í skap uppi á
sjálfu leiksviðinu og hún
gleymdi stund og stað.
Að þessu sinni beið hún ekki
úrskurðar húsbændanna, held-
ur lagði af stáð til Spánar
snemma morgunipn eftir. Hún
skrifaði leikhússtjóranum fáort
bréf um burtför sína. Og þegar
honum var fengið bréfið, er
sagt, að honum hafi orðið að
orði: „Fari hún til fjandans“.
Maður, er var viðstaddur, spurði
hvort hann hefði fengið slæmar
fréttir, „Nei, hún Sara litla er
strokin burt“, svaraði hann og
hélt áfram vinnu sinni.
Sara Bernhard vann sér ekki
ílit fyrr c;i nckkrurn ámre
I s'ðar.
ERICH MARIA REMARQUE:
VIN'IR
1
„Það er hann samt sem áður,“
Eg benti henni á lítið borð við
hliðina á veitingaborðinu.
„Eg sé ekkert annað en
grammófón,“ sagði hún.
„Það er ekki grammófónninn
sjálfur, heldur ein tegund af
plötum, sem rugla hann í rím-
inu. Það eru kórsöngsplötur.
Hann leggur ekki eyrun að
danslögum og symfonium —
engu öðru en kórsöng. Karla-
kór! bíönduðum kór! Allavega
kórum! — En nú kemur hann.“
„Hvernig féll ykkur matur-
inn?“
„Eins og hann væn heimatil-
búinn,“ svaraði ég-
„Og hvað segið þér?“ spurði
hann Patrice.
„Hátíðamatur,“ svaraði hún
glöð.
Alfons kinkaði kolli „Nú
ætla ég líka að lofa ykkur að
heyra nýju plöturnar mínar
Þær eru framúrskarandi.11
Hann gekk að grammófónin-
um. Nálin féll ofan á plötuna
og raddsterkur karlakór belj-
aði „Hinn þögla skóg, ‘ af öil-
um kröftum.
Mikill var hávaðinn af þögn-
inni í þeim skógi.
Það varð dauðaþögn í saln-
um, undir eins og fyrstu tón-
arnir heyrðust. Allir vissu, að
Alfons gat orðiö hættulegur,
ef einhver sýndi kórplötum
hans ekki viðeigandi virðingu.
Hann lagði handleggina fram
á veitingaborðið. Draumaró
færðist yfir andlit hans — að
svo miklu leyti, sem mannapi
getur orðið dreymandi á svip-
inn. Kórsöngur hafði ótrúlegt
vald yfir honum. Hann varð
gæfur eins og lamb, þó að hann
væri í grimmustu áflogum, féll-
ust honum hendur, einsoghann
hefði verið snortinn töfrasprota
ef hann heyrði kórsöng. Áður
fyrr, meðan hann var enn æst-
ari, hafði kona hans alltaf haft
kórplötu við hendina og gramm
ófóninn uppdreginn. Og svo
þegar hann óð fram með ham-
arinn á lofti var nálinni skellt
á plötuna — og Alfons lét ham
arinn síga, hlustaði og varð ró-
legur.
Nú orðið voru þessar varúð-
arreglur ekki eins nauðsynleg-
ar. Kona hans var dáin. Ferdin-
and Grau hafði málað mynd af
henni og fært Alfons að gjöf.
Myndin hékk í salnum. Síðan
þáði Ferdinand hér jafnan ó-
keypis greiða og sat við visst
borð. Alfons var orðinn gæfari
með aldrinum.
Kórsöngnum var lokið. Al-
fons kom til okkar.
„Dásamlegt!“ sagði ég.
„Einkum tenórinn,“ sagði
Patrice.
„Alveg rétt,“ sagði Alfons og
I varð himinglaður. „Þér berið
i skyr. á þeita T.?rr ;ir.n va-
I hreinasía list.“
Við kvöddum hann. , Eg bið
að heilsa Gottfried. Hann ætti
að líta inn bráðum.“
— Við námum staðar úti á
götunni. Dyraljósið sló hvik-
ulli birtu á gamla trjákrónu,
sem var að byrja að grænka.
Tréð virtist hærra og föngu-
legra í ljósbirtunni en það í
raun og veru var.
Við ókum um götumar stund
arkorn, án þess að hafa nokk-
urt markmið. En það var nota-
legt að renna svona hægt og
rólega. Bíllinn skreið hljóð-
laust eins og skip innan um
mislita, ólgandi umferðina. Við
fórum framhjá albjörtum glugg
um og götuljósum. Það var eins
og að líða áfram í hlýjum,
björtum straumi. Og yfir höfð-
um okkar hvelfdist stjörnubjart
ur himinninn.
Eg leit öðru hvoru á stúlk-
una, sem sat við hlið niér,
hvernig birta og skuggi féllu
á víxl á andlit hennar. Nú var
hún lík því sem hún var fyrsta
kvöldið, sem ég hitti hana. And-
lit hennar var alvarlegt, ofur-
litið ókunnuglegt — og fallegt.
Það var þessi svipur, sem hafði
heillað mig það kvöld og ég
hafði ekki gleymt síðan. Mér
fannst hún búa yfir einhverri
dularfullri ró. Eg finn þessa
unaðslegu kyrrð, þegar ég horfi
á skóginn, skýin eða á dýr. Og
stundum þegar ég lít á konu —
aldrei karlmann.
Við ókum eftir kyrrlátum út-
hverfum borgarinnar. Nú var
að hvessa. Við komum á autt
svæði, milli lágra húsa með
görðum fyrir framan. Þökin
slúttu fram yfir gluggana.
„Hér er fallegt,“ sagði ég og
stöðvaði bílinn.
Hún brosti: „Yndislegt. Ef ég
ætti bíl, mundi ég aka á hverju
kvöldi um borgina, svona hægt,
eins og við höfum gert. Það er
eins og að hverfa frá veruleik-
anum og gleyma sér í góðum
draumi. Þá mun ég líka geta
gleymt, hvað það er dauflegt,
að vera stöðugt alein — sér-
staklega á kvöldin“.
Eg leit á hana. „Það er ein-
mitt allra verst að vera ein-'
mana á kvöldin", sagði ég.
,Já“.
„Viljið þér reyna að aka? Eg
er viss um, að þér hafið gaman
að því“.
„Það væri gaman, en ég get
það ekki. Eg hef aldrei reynt
það“.
„Þér verðið ekki lengi að
læra það. Binding hefði átt að
kenná yður það fyrir löngu“.
„Binding! Nei, hann mundi
ekki tíma að láta neinn snerta
bílinn sinn“.
„Það er asnalegt", sagði ég,
ánægður yfir að geta skotið
Binding aftur fyrir mig.
, Svcna! Nú skulið þér i'synn* .
j Vio skipturn um sa.t' og ók-
um hægt eftir breiðri götu.
Bíllinn skjögraði ofurlítið til
beggja hliða, eins og hann hefði
verið fylltur með kognaki en
ekki bensíni- Stundum stanz-
aði vélin alveg. Stundum nálg-
aðist bíllinn gangstéttina í-
skyggilega. En annars fór allt
eins og ég hafði búizt við. Við
vorum orðin kennari og nem-
andi og áhrifin voru þau sömu
og algengt er, þegar menn
stjórna bíl í fyrsta sinn —
ótti og afbragðs skemmtun-
Patrice sat teinrétt við stýrið
og ók hægt og í mörgum beygj-
um. Hún var logandi hrædd,
þegar bílar komu á móti okkur
og feikna montin, þegar þeir
voru komnir framhjá. Þegar
við höfðum haldið svona áfram
.hálfa klukkustund og talað
fram og aftur um handtökin,
sem hún var að læra og allt,
sem hún vai’ð að skilja í því
sambandi, vorum við orðin
miklu meiri kunningjar og fé-
Jag^r en þó við hefðum sagt
hvort öðru ævisögur okkar.
Eg stöðvaði bílinn í Nikolai-
stræti, undir eldrauðri kvik-
myndaauglýsingu. Malbik göt-
unnar gljáði í rauðum bjarm-
anum. Á gangstéttinni var
olíublettur.
„Eigum við ekki að fara ein-
hversstaðar inn og fá okkur
hressingu?“ spurði ég.
Hún hugsaði sig um. „Við
skulum koma aftur á barinn
þann um daginn — með segl-
skipinu og því öllu. Hann var
svo viðkunnanlegur“.
Fyrst greip mig hræðsla. Það
var áreiðanlegt, að á þessum
tíma kvöldsins sat „síðasti
draumóramaðurinn" einmitt á
barnum. Eg sá hann í anda —
ef við kæmum inn.
„Æ, það er nú frekar ómerki-
legur staður“. sagði ég fljót-
mæltur. „Eg veit um mörg
smekklegri kaffihús“.
„Það getur verið — en ég
kunni bara svo vel við mig
þarna“.
„Er það mögulegt?“ spurði ég
undrandi. „Kunnuð þér vel við
yður þar?“
„Já, ágætlega“.
„Alltaf heyrir maður eitthvað
nýtt“, sagði ég við sjálfan mig.
Og ég sem hafði kvalizt af
samviskubiti!
„Eg er hræddur um að það
sé svo margt fólk þar um þetta
leyti“, sagði ég.
„Við skulum gá að því“.
svaraði hún.
„Já, auðvitað getum við það“
sagði ég og var að íhuga. hvað
ég ætti að taka til bragðs. Við
ókum þangað og ég stökk út
úr bílnum. „Bíðið þér við. Eg
skal gá að hvort margir eru
inni. Eg kem strax aft^r“,
\ sagði ég.
! Eg sá eiigan, tcrn cg gekV:,
1 nema VaUntin .HeyrCu heíur