Þjóðviljinn - 22.12.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 22.12.1944, Blaðsíða 8
 þJÓÐVILIINH Oí»boi*ginn1 Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Lyfjabúðinni Iðunn. Nœturakstur: B. S. I., sími 1540. Útvarpið í dag: 20.25 Útvarpssagan: „Kotbýlið og kornsléttan" eftir Johan Bojer, VI. (Heigi Hjörvar). 21.00 Strokkvartett útvarpsins: Lít- ið næturljóð eftir Mozart. 21.15 Erindi. 21.40 Spurningar og svör um ís- lenzkt mál (dr. Björn Sigfús- son). 22.05 Symfóníutónleikar (plötur): a) Poéme eftir Crausson. b) Píanókonsert eftir Bliss. Heiniilisritið, jólaheftið, er nýlega komið út. Fjórar þýddar smásög- ur er í heftinu, fjölda margar smá- greinar, framhaldssaga, framhald Berlínardagbókar blaðamanns, söng lagatextar, leikarafréttir, skopsög- ur, þrautir, _ krossgáta o. fl. Höf- undar eru m. a. Ernest Hemingway, .Stephen Leacack og Kathleen Norr- is. — Okt.—nóv.-heftið er einnig komið út ekki alls fyrir löngu. Þar eru greinar um jazzinn, tízkuna, væntanlegar kvikmyndir, ennfrem- ur nokkrar smásögur og ýmislegt annað skemmtiefni. Gjafir til Mæðrastyrksnefndar 1944. Gísli kr. 50, N. N. 100, Fríða 50, G. H. 25, L. Þ. 50, N. N. 20. Mæðg- ur 50, Ólafía Jónsd. 50, Á. O. 20, Undína og Guðbjörg 100, Ingólfs Apótek, starfsfólk 365, Ónefndur 500 Landsíminn starfsf. 1000, Ó- nefndur 50, N. N. 20, Hafliði 20, Ríkisskip starfsm. 320, N. N. 50, Lulli 100, P. H. 15, Frá feðgum 100, starfsfólk á bæjarskrifst. 215 N. N. 150, N., N. 20, N. N. 20, S. J. 25, Kvenfél Hringur Mývatnssveit 100, Óskar Halldórsson 100, Guð- laug Jónasd. 50, Ása Norðfjörð 200, Fröken Skrubbu 100, J. J. 50, N. N. 10, Starfsfólk á skrifst. bæj- arfógeta 100, E. T. 50, Þ. Á. 10 N. N. 50, Olíuverzl. ísl. 1000, Einar Jónsson 100, Starfsfólk hjá Olíu- verzl. ísl. 525, O. 30, Jón Þor- steinsson bílstj. 50, X100 200, Stella 35. Starfsfólk hjá Gutenberg 340, Starfsfólk hjá ísafoldarprentsm. 510 Heildverzlunin Edda 400, G. G. 100, Þvottahúsið Grýta, starfsfólk 170, N. N. 30, Ásgeir Þorsteinss. 500, Samskot frá heimili 170, Katrín Thoroddsen 100, Hrafnhildur og Hildigunnur 20, Þuríður Her- mannsd. 100, Kristján Sigurgeírss. starfsfólk 245, Davíð Atli 15, G. H. og Melsteð 200, Starfsfólk hjá G. Melsteð 190, Margrét 15, Bílstjóri 10, A. J. og E. J. 300, Þrjár syst- ur 150, Hamar h. f. 1000, O. Ell- ingsen h. f. 500, Þvottahúsið Drífa 200, S. 50, Nana Gyða og Orrý 20, Gömul kona 10, Jakobína Davíðsd. og dóttir 50, Laugavegs apótek, starfsfólk 116, Á. O. 100, Elísabet 10, H. L. H. 100, Helgafell h. f. 500, Geir H. Zoega 50, H. S. 100, G. S. 10, Jóhann Guðmundss. 15, R. J. 30, N. N. 100, N. N. 15, Guðlaugur Gunnar 25, N. N. 15, Landsbankinn, starfsfólk 300, Sigurður Jónsson 100 Pétur 25, Frá systkinum 20, Jóna og Guðrún 100, Ólöf 100, Guðrún 50, Helgi Ólafss. 50, Elías Líndal 50, R. B. 50, Móðir og tengdamóðir 50, Ragnheiður Eyjólfsdóttir 25, N. N. 30, Sigurlaug Knudsen 50. Nýjung. Um þessar mundir selur Agnar Hreinsson jólatré og greinar frá Skotlandi á „planinu“ bak við verzlun O. Ellingsen. Jólatré þessi eru fest á þar til gerðan fót úr járni, sem fylltur er með vatni. Haldast trén af þeim sökum hæfi- lega rök og á það að fyrirbyggja að nálarnar falli af greinunum. Sölubúðir í Reykjavík verða opn- ar til kl. 12 á miðnætti á morgun (Þorláksmessu). Vinnan Vinnan, tímarit Alþýðusam- bands íslands, 11.—12. tölublað er nýkomið út. Efni er fjöl- breytt og frágangur ágætur. Þessar greinar eru í blaðinu: Bjöm Sigfússon: Þættir úr bar- áttu 11 alda; Sigurður Einars- son: Við dagrenning komandi friðar; Sverrir Kristjánsson: Is- lenzk verklýðshreyfing og sögu legar erfðir; Jón Rafnsson: Um 18. þing Alþýðusambands ís- lands; Guðmundur Vigfússon: Stefna ríkisstjórnarinnar og af- staða verklýðshreyfingarinnar. Ennfremur eru í blaðinu sögur eftir Selmu Lagerlöf, Sergei. Sinjonoff og Peter Chr. Peter- sen og kvæði eftir Jón Óskar, Sigurð Einarsson og Stein Stein- arr. Auk þess eru dómar um bækur, sambandstíðindi og fl. greinar og margt ágætra mynda. Danska frelsisráðið Framhald af 1. síðu. Opnaðar voru botnlokurnar á tveimur skipupi „Sameinaða", „Virginia“ og „Lousiana“, sem Þjóðverjar höfðu kastað eign sinni á. — Þjóðverjar fiuttu afar stór björgunartæki til Kaupmanna- liafnar, en liafur ekki tekizt að ná skipunum upp ennþá. A hálfum mánuði hafa Þjóðverj- ar misst 40 skip, sumpart vegna loftárása Bandamanna, — sum- part. fyrir tilverknað danskra föð- urlandsvina. Þjóðverjar munu sennilega nota döns'ku véls'kipin sem íbúðarskip, áf því. að þá skortir eldsneyti handa þeim. — Eh mikilvægir vélahlutar hafa verið fluttir í land, og enginn Dani veit nú, hvar þeir eru niðurkomnir. (Frá dönsku sendisveitinni). Samningar bæjarstjórnar við Slippfélagið Framhald af 1. síðu. og tryggja fiskveiðunum þá af- stöðu sem þær þyrftu innan henn- ar, jafnframt væri rétt að byrja j' undirbúning hafnargerðar inn við Elliðaárveg, þá langt væri í ]and með framkvæmd þeirra stórfelldu fyrirætlana, sem uppi eru um það. Haraldur Guðmundsson tók í streng með Jóni. Borgarstjóri bar fram svohljóð- andi tillögu: „Þar sem ágreiningur hefur kom- ið upp um það, hvort ráðgerðir samningar við Slipþfélagið sam- rýmist hagsmunum útgerðarinnar þá óskar bæjarstjórn eftir að feng- in verði umsögn félagssamtaka út- gerðarmanna hér í bænum um þetta efni áður en samningar þess- ir verði gerðir“. Tillaga borgarstjóra var sam- þykkt með samhljóða atkvæðnm og málinu þar með frestað. Gjafir til Blindravinajélags íslands. Til jólaglaðnings fyrir blinda frá M. Ó. 200 kr. Frá H. II. ">0 kr. Frá N. N. í>0 kr. Áheit frá G. N. 100 kr. Gjöf frá S. S., Neskaupstað, .70 kr. Gjöf frá G. Þ. II. .70 kr. Álieil frá M. í. Ó. 25 kr. — Með kæru þakklæti móttekið. Þórsteinn Bjamason, formaður. Þjóðverjar ræna Koimnglega bóka- safnið JÞjóðverjar hafa rænt, og sennilega eyðilagt, fullkomnu safni af öllum þeim ólöglegu bókum og blöðum, sem komið bafa út í Danmörku fram að þessu og var geymt í konung- lega bókasafninu í Kaupmanna höfn til notkunar fyrir sagna- ritara í framtíðinni. Fyrir skömmu sótti Gestapo Fabricius ríkisbókavörð kl. 6 að morgni og fór með hann í safnið- Þar varð hann að benda á felustaði þá, þar sem leyni- bl'öðin og bækurnar, sem safn- inu höfðu verið send öll her- námsárin, voru geymd. Tilgangurinn var eingöngu sá að gera seinni tíma mönnum í Danmörku ókleift að skapa sér rétta mynd af sögu hernámsins. Þjóðverjar óku öllu þessu burt og er óttazt, að það hafi verið eyðilagt eins og fleiri sönnunargögn, sem Þjóðverjar búast við að verði notuð við réttarfarslegar rannsóknir eftir stríðið,. og reyna því að eyði- leggja þau eftir megni.. (Frá dönsku sendisveitínni). Iíaupið Noregsgjafakortin Þegar menn kaupa kort til þess að senda vinum sínuni á jólunum ættu menn að muna esftir Noregs- gjafakortunum. Minnstta gjald er 1 króna, en menn mega gjarna greiða þau eins háu verði og þeir vilja. Allur ágóðinn af sölu lcortanna rennur til norskra bama. Noregsgjafakortin fást á af- greiðslu Þjóðviljans. Prestskosningin: Sigurjón Þ. Árnason fékk flest atkvæði Talning atkvœða úr prestslcosn- ingunni í HallgrímsprestakaUi lauk í gœr, og urðu úrslit sem hér segir: Sigurjón Þ. Árnason 1572 atkv. Þorsteinn L. Jónsson 1344 atkv. Jón Þorvarðarson 1249 atkv. Ragnar Benediktsson 86 atkv. Auðir seðlar voru 36 og ógihlir 16. Kosningin er ólögmæt, þar sem enginn frambjóðenda hlaut helm- ing greiddra atkvæða, og ræður þá úrskurður kirkjumálaráðherra (Emils Jónssonar) veitingunni. Innlausn hlutabréfa Utvegsbankans Fjármálaráðuneytið hefur á- kveðið að innleysa nokkuð af hlutabréfum Útvegsbanka ís- lands h. f. Nær þessi ákvörð- un aðeins til þeirra hlutafjár- eigenda, sem keypt hafa hluta- bréf með hluta af sparisjóðs- og innistöðuskírteinainneign í NÝJA BÍt» Bragdarefírnír „Gög ogGokke (,,Jitterbugs“) Fjörug skopmynd með STAN LAUREL og OLIVER HARDY Sýning kl. 5, 7 og 9. KAUPIÐ ÞJOÐVILJANN TJAKNAEBlÓ Tundurspillir (Destroyer) Spennandi mynd um skip í flota Bandaríkj- anna. EDWARD G. ROBINSON GLENN FORD MARGUERITE CHAPMAN Sýnd kl. 5, 7 og 9. 1 í ÁLFHÓLL Önnur sýning fimmtudaginn 28. des. kl. 8 s. d. Þeir sem hafa fasta aðgöngumiða að annari sýn- ingu, eru vinsamlega beðnir að vitja þeirra kl. 4— 7 í dag. í Regnhlífar Margar tegundir, mörg verð. Mjög fallegar. Einnig KARLMANNAREGNHLÍFAR. Regnhlífabúðin, Hverfisgötu 26, sími 3646. Maðurinn minn Aðalsteinn Jóhannsson, frá Fellsaxlarkoti, andaðist að Landakotsspítalanum fimmtudaginn 21. þ. m. Jarðarförin verður ákveðin síðar. fyrir hönd dætra okkar, foreldra hans, systkina og annara vandamanna. UNNUR ÞÓRARINSDÓTTIR. Bidault um fransk-rússneska samninginn Bidault, utanrikisráð'herra Frakk lands, hélt ræðu í fulltrúaþinginu í gær um fransk-rússneska samn- inginn. Hann sagði m. a„ að hvorki Frakkland né Sovétrfkin stefndu að myndun bandalags meginlands- þjóða, sem Brotland og Bandarík- in væru útilokuð frá. Hann sagði bæði Frökkum og Rússum ljóst, að ef koma ætti í veg fyrir árásir Þýzkalands í fram- íslandsbanka h. f. þegar hon- um var lokað. Útvegsbankinn og útibú hans annast innlausn hlutabréfanna fyrir hönd ríkis-. sjóðs og hófst innlausnin 20. þ. m. Bréfin verða greidd við nafn verði og aðeins gegn afhend- ingu þeirra. tíðinni, yrðu sameinuðu þjóðimar að vera við því búnar að grípa fljótt í taumana. Hann kvað samkomulag hafa orðið um, að Frakkar fengju auk- in lönd á kostnað Þjóðverja. Þjóðverjar yrðu látnir bæta fyr- ir tjón það, sem þeir hafa valdið, eftir fremsta megni. Bidault sagði Rússa óska eftir öflugu Póllandi, sem gæti staðizt árás Þýzkalands og væri vinveitt Sovétríkjunum. — Kvaðst hann vona, að Pólverjar yrðu sjálfir sammála sem fyrst. NÝKOMIÐ Regnhlífar og Silkisokkar Verzlun H. Toft Skólavörðustíg 5. Sími 1035.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.