Þjóðviljinn - 22.12.1944, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 22.12.1944, Blaðsíða 4
2?JÓÐVILJINN — Fostudagur 22. desember 1944 þJÓÐVILIIKN Útgefandi: SameiningarflokkuT alþýðv — Sásíahsiaflokkurinn. Bitstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Bitstjómarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, simi 218ý. Áskriftarverð: í Beykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastræti 17. Samvinna ekki samvinna Það er dálítið fróðlegt og bísna skemmtilegt að athuga af- stöðu Alþýðuflokksins til samvinnu við Sósíalistaflokkinn. Fyrir fjórum árum samþykkti Alþýðuflokkurinn, svo sem vera bar, yfirlýsingu um stjómmálastefnu sína og afstöðu til annarra flokka. Þegar sú samþykkt var lögð fyrir flokksþingið stóð þar skýrum stöfum að samvinna við kommúnista kæmi ekki til greina. Sumum þingmönnum þótti þetta varhugaverð yfir- lýsing og bentu réttilega á, að flokkar þessir ynnu saman í ýms- um verklýðsfélögum, og að ekkert væri eðlilegra en að þeir hefðu allsherjar samstarf innan verklýðshreyfingarinnar. Radd- ir þessara gætnari og betri manna flokksins fengu því áorkað að yfirlýsingunni var breytt í það horf, að engin samvinna kæmi til greina við kommúnista í stjórnmálum. Allir vissu að þetta þýddi að Alþýðuflokksþingið teldi eðlilegt að þessir tveir flokk- ar ynnu saman innan verklýðshreyfingarinnar, en hinsvegar rangt að þeir hefðu samstarf á Alþingi og í bæjarstjórnum. Vitibomir menn sáu, að slíkt tvístig var ekki á viti byggt, heldur fram komið sem tilraun til að sætta gjörólík sjónarmið innan Alþýðuflokksins, sjónarmið sem raunar voru og eru ó- sættanleg, niðurstaðan hlaut því að verða fálm og tap fyrir hinn fálmandi flokk, en það var vissulega mál Alþýðuflokksins og ekki annarra að gera rellu út af því- Nú hófst margháttað sam- starf þessara tveggja flokka í verklýðshreyfingunni, verklýðs- hreyfingunni til mikils frama og þar með þjóðinni til blessunar, því ekkert verk er þjóðinni betra en að vinna að því að verklýðs- hreyfingin eflist, því það þýðir hagsæld og aukin menning til handa fjölmennustu stétt þjóðfélagsins. Einnig varð þetta þeim flokknum til mikils framdráttar, sem stóð einhuga að samstarf- inu og dró af því þá rökréttu ályktun að halda fram nauð- syn á allsherjar samstarfi og helzt sameiningu þessara flokka. Miður gekk fyrir hinum flokknum, þeim með yfirlýsinguna um ekkert samstarf í stjórnmálum. Síðan hefur það gerzt, þrátt fyrir yfirlýsingu Alþýðuflokks- ins, að stjórnmálasamstarf' hefur tekizt milli verkalýðsflokk- anna og það stjómarsamstarf. Svo virðist sem sumir Alþýðuflokksmenn vilji þó láta hina fomu samþykkt gilda, þó með þeirri breytingu að setja nú verk- lýðsmál í stað' stjómmála og yrði samþykktin þá eitthvað á þessa leið: Engin samvinna kemur til greina við kommúnista um verklýðsmál sem þýðir að rétt sé hinsvegar að vinna með þeim í ýmsum’ greinum stjómmálanna. Þessi stefna, ef stefnu skyldi kalla, kom berlegast fram á Alþýðusambandsþinginu og nú síðast hefur hún birzt í þeirri mynd, að stjóm Alþýðuflokks- íns hefur bannað Alþýðuflokksmönnum að vera í kjöri í stjóm Ðagsbrúnar eftir áramótin. Tvídrægnin og hringlandahátturinn er sem sagt samur við sig hjá fomstu Alþýðuflokksins. Stefnan er í öðru orðinu sam- vinna, í hinu orðinu ekki samvinna við kommúnista. Öllum er Jjóst hvert þessi tvídrægni leiðir flokkinn, hún leiðir hann beint í gröfina, og við það er það eitt að athuga, að það tefur fyrir eflingu og veikir einingu verkalýðssamtakanna, væri því vissu- lega æskilegra að Alþýðuflokkurinn vildi taka afleiðingunum af því sem orðið er og hefja ærlegt samstarf við Sósíalista- flokkinn á öllum þeim sviðum sem þeir mætast á, en betra er en ekki, að svo verði sem er, að annað tímabilið sé samvinna um verklýðsmálin en hitt um stjómmálin- Því ekki berum við sósíalistar ábyrgð á lífi Alþýðuflokksins. Þessi bersöglu orð em sögð Alþýðuflokknum til leiðbein- ingar, og má hann taka þeim svo sem honum þykir henta. Stefna ríkisstjórnarinnar og af- staða verkalýðssamtakanna 18. þing Alþýðusambands ís- lands samþykkti á þingfundi 26. nóvember s.l. eftirfarandi ályktun, með samhljóða atkvæðum þing- fulltrúa: „18. þing Alþýðusambands ís- lands fagnar hinni nýju ríkisstjórn íslands og stefnuskrá hennar. Þingið lítur á myndun ríkis- stjórnarinnar og stefnuskrána sem mikinn sigur fyrir lýðræðisöfl landsins í baráttunni fyrir efnalegu og andlegu frelsi þjóðarinnar. Þingið vill undirstrika það meg- inatriði í stefnuskrá ríkisstjórnar- innar, er fjallar um nýsköpun at- viniiuvega landsins, einkurn sjáv- arútvegsins, sem þingið telur und- irstöðuatvinnuveg landsmanna. Þingið leggur áherzlu á þá nauð- syn, að allur hinn skipulagsbundni verkalýður og þjóðin öll standi sem órjúfandi heild að baki þeirra framkvæmda, er stefnuskrá ríkis- stjórnarinnar felur í sér, og telur, að þjóðin þurfi að vera vel á verði gegn tilraunum afturhaldsins til þess að tortryggja stefnuskrána og hindra framkvæmd hennar. Til þess að skapa sem bezta og voldugasta tryggingu fyrir fram- kvæmd stefnuskrárinnar álítur þingið, að einmitt nú sé þess brýnni nauðsyn en nokkru sinni fyrr, að alþýða íslands til sjavar og sveita myndi með sér öflugt bandalag, er vinni að framkvæmd stefnuskrárinnar og veiti ríkis- stjórninni þar með styrk hins vinn- andi fólks í baráttu hennar fvrir framförum í landinu. Þar sem þinginu er það Ijóst, að framkvæmd stefnuskrár ríkis- stjórnarinnar er fyrst og fremst undir því komin, að vinnandi stéttirnar einbeiti öllum kröftum sínum að framkvæmd hennar, fel- ur þingið hinni nýju sambands- stjórn að gera sitt ítrasta til þess að koma bandalagi vinnandi stétt- anna á fót sem allra fyrst. Ennfremur vill þingið, með til- liti til hinna nýju viðhorfa í þjóð- málum landsins, hvetja öll sam- bandsfélög sín til þess að taka sem virkastan þátt í því starfi og þeim áætlunum, sem nú fara í hönd um nýsköpun atvinnuveganna og al- mennar framfarir, hvert á sínum Stað.og í sinni grein. Um leið og þingið undirstrikar mikilvægi þess fyrir hinar vinnandi stettir og alla þjóðina, að sú fram- sækna tilraun takist, sem nú er hafin, leggur það áherzlu á nauð- syn þess, að sem nánast samstarf takist milli ríkisstjórnarinnar og Alþýðusambandsms um úrlausn þeirra miklu framfaramála, er rík- isstjórnin hefur tekið að sér að framkvæma“. Þessi ályktun 18. þingsins er í raun og veru staðfesting æðstu stofnunar verkalýðssamtakanna í landinu á áður gefnum yfirlýsing- um miðstjórnar sambandsins og fjö'lmargra eimstakra verkalýðsfé- laga um stuðning við ríkisstjórn- ina og stefnuskrá hennar. Það er og alþjóð kunnugt, að éður en ríkisstjórnin var fullmjmd- uð, var af hálfu þeirra, er að þvi unnu, leitað hófænna bæði hjá Al- þýðusambandinu og Vinnuveit- enda'félagi Islands um vilja þess- ara sambanda til að gera með sér heildarsamninga um kaup og kjör, er gilda skyldu í 1—2 ár. Var þá gert ráð fyrir því, að núgildandi kaupgjald héldist i meginatriðum óbreytt, nema ]>ar sem nauðsyn- legt þætti að bæta úr greinilegum ágöllum. Bæði samböndin tjáðu sig reiðu- búin til sameigjnlegra viðræðna um þessi mál. Má telja fullvíst, að þessar jákvæðu Undirtektir verkalýðsins og atvinnurekenda hafi ráðið miklu um, að svo giftu- samlega tókst um myndun þing- ræðisstjórnar, eftir nærfellt 2ja ára valdatímabil úrræðalausrar utan- þingsstjórnar afturhaldsaflanna í landinu. Nýafstaðin þing beggjia aðila, Alþýðusambandsins og Vinnuveit- endafélagsins, hafa fyrir sitt lcyti staðfest þessar yfirlýsingar mið- stjórnanna. Liggur nú fyrir að ir EFTIR þeim sviðum. Komist framleiðslu- tækni okkar hinsvegar á svipað stig og hún gerist bézt með öðrum þjóðum, sem samskonar atvinnu- vegi stunda, er lagður grundvöllur að góðri afkomu fólksins, sem að framleiðslunni vinnur, og í kjölfar batnandi fjárhagsafkomu alþýð- unnar vex alhliða menning og stór- hugur þjóðarinnar allrar. Með málefnasamningi núverandi stjórnarflokka er tryggt, að eigi minna en jafnvirði 300 millj’. ísl. króna sé „sett á sérstakan reikn- ing. Má eigi ráðstafa þeim gjald- eyri án samþykkis ríkisstjórnar- innar og eingöngu til kaupa á eft- irtöldum framleiðslutækjum: a) Skip, vélar og efni til skipa- bygginga o. fl., samtals a. m. k. 200 millj. kr. b) Vélar og þessháttar til aukn- ingar og endurbóta á síldarverk- smiðjum, hraðfrystihúsum, niður- suðu, svo og til tunnugerðar, skipa- smíða o. fl. — um 50 mil'ljónir kr. c) Vélar og þessháttar til áburð- arverksmiðju, vinnslu og hagnýt- GUÐMUND VIGFUSSON 'höfja undirbúning að þessum heild- arsamningum milli vinnuveitenda og verkamanna. Verkalýðssamtökin starida nú að mörgu leyti vel að vígi að semja uin festingu kaupgjaldsins í aðalat- riðum, um nokkurt skeið. Undan- farin 2—3 ár hafa þau fært með- limum sínum margvíslegar kjara- bætur og kauphækkanir og unnið stærri sigra en nokkru sinni fyrr á jafn skömmum tíma og má segja, að víðast hvar sé kaupið orðið við- unanlegt, ef um varanlega atvinnu er að rœða. En það, sem leggur verkalýðnum einkum .skyldur á herðar um ótví- ræðan stuðning við stefnuskiui nú- verandi ríkisstjórnar, er einmitt það atriði málefnasamnings henn- ar, sem snertir nýbyggingu at- vinnuveganna í landinu. Þar á verkalýðurinn ekki einungis færi á að búa í haginn fyrir eigin fram- tíð og öryggi, heldur og að leggja sitt lóð á vogarskálina með algerri umbyltingu í höfuðatvinnuvegi þjóðarinnar, sjávarútveginum, sem öllum er orðið Ijóst að tilvera okk- ingu landbúnaðarafurða og jarð- yrkjuvélar og efni til rafvirkjana o. fl. — um 50 milljónir kr.“ Allar þessar einstöku fram- kvæmdir miða að því, að tryggja framkvæmd þess höfuðverkefnis stjórnarinnar „að allir landsmenn geti haft atvinnu við sem arðbær- astan atvinnurekstur“, eins og seg- ir í upphafi málefnasamnings hennar, og þar með leggja drög að efnalegri og menningarlegri hagsæld landsmanna. Annað höfuðatriði málefnasamn- ingsins fjallar um verndun Qg við- hald sjálfstæðis og frelsis þjóðar- innar. Er. þetta hvorttveggja svo samofið, sjálfstæði landsins út á við og efnaleg afkoma þess fólks, sem bj'ggir landið, að ekki verður sundurskilið. Fátæk þjóð og fá- kunnandi stendur aldrei þegar til lengdar lætur svo trúan vörð um frelsi sitt, sem nauðsyn ber til. íslenzku þjóðarinnar bíður nú hið mikla verkefni uppbyggingar- innar. Höfuðandstöðustéttir auð- ar sem sjálfstæðrar mcnningar-1 valdsjijóðfélagsins íslenzka, verka- þjóðar byggist á. Öllum er og Ijóst, að áframhald sömu stefnu og áður ríkti í at- vinnu- og fjárhagsmálum þjóðar- innar, hefði leitt til atvinnuleysis og hruns. Hinar miklu og marg- lýðsstéttin og atvinnurekendurnir við sjóinn, hafa samið grið um stund til að hrinda uppbygging- unni í framkvæmd. Báðum er ljóst að engu er gleymt af ágreinings- efnum þeirra um varanlega skip- "ni m’mnnwj/ nn ’• ''t'i rr að sér að leysa, verða rnörg erfið viðfangs og sterk öfl í þjóðfélagi okkar leggjast gegn þeim, óska að framkvæmd þeirra mistakist. Það mun reyna á samheldni þeirra afla, er að þessari tilraun standa. Það mun og reyna á þrautseigju þeirra og úthald, þegar á móti blæs. Mikl- ar vonir eru tengdar við nýsköp- un atvinnulífsins og önnur stærstu úrlausnarefnin. Alþýðan skyldi minnug þess, að samtök hennar eru sterkari í dag en nokkru sinni áður, og beiti hún mætti þeirra til framgangs þessara miklu verkefna og gegn þeim afturhaldsöflum, sem hindra vilja nýsköpunina, getur hún gefið mikilvægustu trygging- una, sem nokkur samtök lands- manna geta í té látið, fyrir því að verkefnín verði framkvæmd og þessi merkilega tilraun heppnist. Við eigum um að velja ísland nú- tímatækninnar eða hrunið og ves- aldóminn. Alþýðan hefur þegar valið. Hún vcitir framfaraöflunum fullkomið brautargengi. En undirstaða markvísrar þátt- töku verkalýðssamtakanna í ný- byggingu atvinnuveganna og sköp- un hins nýja Islands, er einingin í samtökunum sjá'lfum. í hverju ein- asta verkalýðsfélagi þarf að styrkja hina stéttarlegu sameiningu með- limanna um samciginleg áhuga- mál og stéttarhagsmuni. Það er grundvallarskilyrði þess að alþýðu- samtök landsins leysi af hendi sitt stóra hlutverk i starfinu að fram- kvæmd þeirra mikilvægu úrlausn- arefna, sem núverandi ríkisstjórn hefur ásett sér að leysa. (Grein þessi birtist í 11.—12. tbl. vinnunnar). Ólöf Jónsdóttir Minningarorð. Júgóslavneskir kvisl ingar á förum til Svisslands Útvarpsstöð júgoslavnesku Þjóð- frelsisnofndarinnar skýrir svo frá, að samkvæmt fregnum frá Zagreb hafi erlendur gjaldeyrir og gull hækkað mjög í verði. — Stafar þessi hækkun af auknum gull- og gjaldeyriskaupum kvislingafor- ingjanna (Ustasi), sem eru að búa sig undir að flýja. Samkvæmt útvarpsfréttinni hef- ur aðalaðstoðarmaður Pavelics og aðrir háttsettir kvislingar þegar fengið erlend vegabréf. — A cinum degi voru gefin út 40.vegabréf til Svisslands handa þeim. umtö'luðu inneignir þjóðarinnar er- an þjóðfélagsins. En jafnframt lendis hefðu hrobkið skammt sem eyðslueyrir, of allt hefði verið lát- ið fljóta sofandi að feigðarósi um endurnýjun og nýbyggingu fram- leiðslutækjanna. Og hagur vcrka- lýðsins, og reyndar allrar þjóðar- innar, hefði fljótlega orðið bágbor- inn, ef fylgt hefði verið þeirri stefnu, að láta skeika að sköpuðu um framleiðslutæknina, meðan aðrar þjóðir búa sig undir stór- felldar breytingkr í framfaraátt á gera þær sér fullkomlega ljóst, að nú er óvenjulegt tækifæri til að hrinda stórum málum áleiðis, ef framsýni og stórhugur er ráðandi en ekki smásálarskapur og skamm- sýni um þjóðarheill. Verkalýðs- breyfing íslands hefur heils hugar fagnað þessari ríkisstjórn, fyrstu ríkisstjórninni, sem hún á veru- legan þátt i að mynda. En það er ckki nægilegt að fagna. Verkefni þau, sem ríkisstjórnin hefur tekið Lóð undir Kennara- skólann Skólastjóri Kennaraskólans hefur farið þess á leit við bæjarráð, að skólanum verði ætluð lóð til fram- búðar við Miklatorg, milli Eiríks- götu og Hringbrautar. Er í ráði, að bráðlega verði hafizt handa um byggingu tilrauna og æfingaskóla fyrir Kennaraskólann og liggur það í hlutarins eðli, að hann verður bezt settur á þeim stað, sem Kenn- araskólanum verður ákveðinn til frambúðar. Mál þetta er undir at- hugun. Það var óvænt sorgarfregn, þeg- ar ég heyrði sagt frá andláti Ólaf- ar Jónsdóttur í útvariiinu 12. þ. m. Ég hafði þá hitt hana fyrir nokkrum dögum hressa og káta. Hún i^iinntist reyndar á, að hún inyndi Ieggjast inn á sjúkrahús til uppskurðar, en var svo örugg og viss u m bata sinn, að sízt óraði mig fyrir, að dauðann mundi bera svo fljótt að garði. 1 Með Óliifu sálugu er horfin mæt kona og góð og heitur verkalýðs- sinni. Hún var meðlimur í Sósíal- istaflokknum og lagði þar fram krafta sína með þeim áhuga og ó- sérplægni, sem einkennir þá er vita, að öll þau störf, sem unnin eru i þágu frelsisbaráttu verka- lýðsstéttarinnar, eiga eftir að bera ávöxt, hversu yfirlætislaus og smá sem þau kunna að sýnast. Þegar konur í Sósíalistaflokkn- um gengust fyrir því að safna ull- arfötum til barnaheimilis í Sovét- ríkjunum, lagði Ólöf þar drjúga hönd að verki, og síðasta erindi (hennar til mín var einmitt að af- henda mér stóran böggul af barna- fötuni í þessa söfnun. Hún prjón- aði þau sjálf í frístundum sínum og lagði við þá alúð, sem henni var lagið, við hvert það starf, er hún tók að sér. Hún sagðist mundi bæta einhverju meira við, þegar hún kæmi aftur af spítalanum. En dagarnir voru taldir og hún kom ekki aftur úr þeirri ferð. Og nú þegar við njótum ekki lengur starfskrafta hennar og á'huga finn- um við með sársauka, að skarð er fyrir skildi, þar sem hún stóð. En 'hugsjónir hennar halda áfram að lifa í íslenzku verkalýðssamtökun- um og verða bornar áfram'til fulln- aðarsigurs. Og þegar bygging hins samvirka þjóðfélags rís af grunni, mun því ekki gleymt, að traust- ustu hornsteinarnir voru lagðir með starfi þeirra mörgu í landinu, sem áttu sama drengskap og hug- sjónaeld og Ólöf heitin. Lík hennar verður flutt til út- landa og brennt. Á þeim síðasta áfanga fylgja henni kveðjur og innilegt Jiakklæti félaga og vina fyrir samveruárin. Ólöf var fædd á Torfastöðum í Fljótsihlíð, ólst þar upp hjá for- eldrum sínum. Hún átti tvær syst- ur og dó önnur á unga aldri, hin 'systirin, Kristín, býr á Njálsgötu 84 hér í bæ, og bjuggu þær systur í sama húsi. Ólö’f fluttist til Reykjavíkur 1921 og dvaldist hér síðan. Hún vamn fyrir sér með saumum, var ógift, og 45 ára, þeg- ar hún andaðist. Þóra Vigfúsdóttir.' Fjölnir kominn út ljósprentaður P $ « }f r * i n- Bókmenntaviðburður er það, að Fjölnir er kominn út, í hinni ljós- prentuðu útgáfu sem Lithoprent hóf fyrir nokkrum árum. í þessari útgáfu er Fjölnir fimm hefti, fyrsti árgangurinn sér, en í seinni heftunum tveir árgánggr saman. Á kápum eru myndir af Jónasi Hallgrímssyni, Tómasi Sæ- mundssyni, Konráð Gíslasjmi, Grími Thomsen og Benedikt Grön- dal. í formála, sem Sigurður Nordal ritar að 1. bindi, segir hann m. a.: . „Af slíku riti vilja menn einmitt lesa frumútgáfuna eða eftirmynd hennar. Þeir vilja liorfa á blaðsíð- urnar, eins og þcir Jónas og Kon- ráð ákildu við þær í síðustu próf- örk. Þær bera með sér angan þess- ara vordaga í þjóðlífi Islendinga, og hún dofnar, ef breytt er um let- ur og stafsetningu“. „Nú geta margir menn, sem varla liafa séð Fjölni og því síður , lesið hann, kynnt sér efni hans frá : upphafi til enda. Drjúgur meiri- hluti þcss er hvergi á prenti nema hér, þar á meðal nær allar ritgerð- ir Tómasar. í rauninni ætti hver íslendingur að telja sér skjdt að lesa þær. Þó að flestir þckki kvæði Jónasar, munu einmitt þeir, sem unna þcim mest, hafa yndi af að jlesa þau hér einu sinni ennþá — í jsömu röð og með sama svip sem 'þau birtust fyrst. Þeim mun verða ljósara, hversu hægt Jónas fór sér með skáldskapinn framan af: eitt kvæði í fyrsta árgangi, aðeins litla „Heiðlóarvísan“ í öðrum, tvö 'kvæði í þriðja, annað þeirra (Grikkur: Fýkur yfir hæðir) prent- að án leyfis hans, eitt kvæði í fjórða (GunnarShólmi) og ekkert í fimmta árgangi, sem Tómas var einn um að gefa út. Kvæði Jónasar fara ekki fyrr en í sjötta árgangi, 1843, að skipa mikið rúm í Fjölni. Níundi árgangur, 1847, er að mestu helgaður minningu lians og því, sem óprentað var eftir hann í sundurlausu máli. Þá eru þeir Tómas og Jónas, vinirnir og and- stæðurnar, eldhuginn og snilling- urinn, báðir horfnir úr hópnum, og Fjölnir tekur andvörpin. Margir muriu líka hafa gaman* af að lesa héf fyrstu kvæðin, sem komu á prent eftir þá Grím Thomsen, Benedikt Gröndal og Jón Thor- oddsen“. Ný bók Föstudagur 22. deseinber 1944 — ÞJÓÐVILJINN Ásmundur Guðmundsson, prófessor: Þor og þrótt- ur. Bókaverzlun Sigurðar Kristjánssonar gaf út. Freysteinn Gunnarsson kallar bók þessa kennslubók í sjálfsupp- eldi, og er það sannnefni. Kafla- fyrirsagnirnar: Vertu reglusamur, Vertu áreiðanlegur, Vertu einbeitt- ur, Vertu þrautseigur, gefa nokk- uð til kynna um efni bókarinnar. Efnismeðferðin skiptir hér þó meira máli. Siðaprédikanir eru oft- lega fluttar í því formi, að áhrifin verða fremur neikvæð en til gagns, vekja leiða og andúð. Um þessa litlu bók er því öðruvísi farið. IIún er skemmtileg aflestrar, snjöllum lýsandi dæmum er haglega ofið inn í frásögnina og siðakenning- unum þannig stillt í hóf, að á'herzla er yfirleitt lögð á það eitt, sem hefur mannlegt og persónulegt gildi. Ilvernig sem menn greinir á um stefnur í uppeldismálum, stjórnmálum eða trúmálum, þá munu íslendingar eins nú og til forna sammála um að telja reglu- semi, orðheldni, einbeittni óg þrautseigju til eftirsóknarverðra dyggða. Hver er sá, sem vildi ekki kjósa. sjálfum sér og börnum sín- urn þessa eiginleika í sem ríkust- um mæli? Ekki ber þó að skilja þessi ummæli svo, að ég sé höf. sammála í öllum atriðum. Til dæmis hefði ég kosið á annan veg ummæli hans á blaðsíðu 29 um * ósannsögli og ýkjur barna, sem auðvelt er að misskilja. Sannleik- urinn er sá, að ýkjur og missagnir ungra barna eru eðlileg fyrirbrigði og þurfa ekki að benda á veilur í skapgerð. Skyldi því með varúð ávíta ung börn fyrir slíkt. En hvað um ]iað. Bókin Þor og þróttur lætur í té skynsamlegar og 'hleypidómalausar leiðbeiningar og hvatningar, sem eiga brýnt erindi til margra. Sigurður Thorlacius. KAUPIÐ ÞJÓÐVILJANN! Jólatré og greni jólatrésfætur og allskonar jólagjafir. Nýkomið skreyttar blómakörfur og bátar, einnig nokkrar sælgætisskálar, skreyttar. Verzlunin Ljósbiik Laugaveg 53A — Sími 4461. og greinar frá Skotlandi Ennfremur jólatrésfætur sem halda trjánum rökum. sem varnar því að nálarnar losni og detti á dúkinn. Komið og talið við Agnar Hreinsson' í krikanum bak við Verzlun O. Ellingsen. Leikföng Speglar Eldfast gler. IARN & GLER h. f. Laugavegi 70. — Sími 5362. Um jurtalitun Nýlega er komin út lítil bók: Um jurtalitun. Höfundurinn er Matthildur Halldórsdóttir, hús- freyja að Garði í Aðaldal. Eins og nafn bókarinnar ber með sér er hún um það hvemig nota megi til litunar allmargt íslenzkra jurta. Matthildur . Halldórsdóttir hefur s. 1. 25 ár fengizt við jurtalitun og vakti litun henn- ar og band fyrst athygli á heimilisiðnaðarsýningunni 1921. Árið 1939 hlaut Matthildur nokkurn fjárstyrk frá Alþingi og varði hún honum til þess að reisa litunarklefa. Þekking sú á jurtalitun sem Matthildur hefur aflað sér með 25 ára tilraunum og starfi er samankominn í þessari litlu bók. Málaflutningskrifstofa Áki Jakobsson Sigurhjörtur Pétursson. Lögfræðingar Jakob J. Jakobsson Klapparstíg 16- Sími 1453. Málfærsla, innheimta, reikningshald, endur- skoðun. Bör Börson junior inn á hvert heimili um jólin i .« -----n--r r-iii—inrrjuiu MUNIÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 Enskt ullartau Drengjafataefni ERLA Laugaveg 12. Við RYDENS KAFFIÐ heitt ég hressist hvaða þraut, sem gengur að. Það er eins og í mér blessist ekkert kaffi nema það. ATHUGIÐ Hvítir pokar með rauðu bandi yfirstimplað Rydens kaffi

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.