Þjóðviljinn - 22.12.1944, Blaðsíða 3
Föstudíigur 22. desember 1944
Þ JOÐVILJINN
3
Þeir döu fyrir Frakkland
eftir Sam Russel
Þegar hið endurskipulagða
fulltrúaþing Frakklands kom
saman þann 7. nóvember, áttu
þar sæti sex fultrúar æskulýðs-
ins.
Þessir sex ungu fulltrúar
voru kosnir af Forces Unies de
la Jeuness Patriotique (banda-
lag ungra föðurlandsvina).
Um líkt leyti kom út bók,
sem er ein sú . átakanlegasta,
sem ég hefi lesið. Hún heitir
blátt áfram „Morts pour la
France“ (Þeir dóu fyrir Frakk-
land), og er hún safn af bréf-
um, sem ungir Frakkar skrif-
uðu ástvinum sínum, áður en
þeir gengu síðustu spor sín til I
fallöxarinnar eða f ram fyrir
byssuhlaup aftökusveitanna
fyrir þann „glæp“ að berjast
fyrir land sitt.
Hér birtast síðustu orð unga
kaþólska prestsins, Rene Bon-
pain, sem var tekinn af lifi í
Loos í marzmánuði 1943, og á
næstu síðu les maður síðustu
orðsendinguna frá Julien Hapi-
cot, eins af leiðtogum sam-
bands ungra Kommúnista og
höfuðsmanns í skæruhemum,
sem var skotinn í Arras í ágúst
sama ár. — Þama er líka síð-
asta bréfið frá Rene Laforgue,
skóladreng frá Dijon, annað frá
Paul Gery, 18 ára gömlum pilt
frá Rochelle, þriðja frá Coura-
geot, hinum alkunna íþrótta-
manni í Lyon, — og frá svo
mörgum öðrum, sem allir dóu,
til að Frakkland gæti lifað.
★
Þann 26. septem'ber 1943 skutu
Þjóðverjar 16 unga föðurlandsvini
í miðaldakastalanum Besancon. —
A meðal þeirra var Henri Pertea,
16 ára gamall drengur. — Hann
var lokaður einn inni í klefa í 17
daga, áður en Þjóðverjar leiddu
hann fram fyrir byssuhlaupin. —
Þetta skrifaði liann foreldrum sín-
um, áður en hann dó: „Ég dey
fyrir land mitt. — Ég vil frjálst "
Frakkland og hamingjusama
Frakka, — ekki hrokafullt Frakk-
land, en heiðarlegt, vinnandi
Frakldand, þar sem franska þjóðin
er hamingjusöm, því að það er
aðalatriðið. — Berið ekki áhyggj-
ur mín vegna, ég mun bera höfuð-
ið hátt til síðustu stundar og fara
syngjandi „Sambre et Meuse“, af
því að þú, elsku mamma, kenndir
mér það.
Iiermennirnir eru að koma að
sækja mig, og ég verð að flýta mér.
— Ég er ekki hræddur við dauð-
ann, því að samvizka mín er hrein.
— Biddu fyrir mér, mamma, og
mundu, að ég dey fúslega fyrir
land mitt, — livaða dauðdagi er
meiri heiður?
Verið þið sæl, — dauðinn kallar
mig, og ég fer án klúts um augun
og án fjötra á höndunum“.
★
Ungur Kommúnisti, Paid
Camphin að nafni, gekk í lið
„frönsku slcyttanna“ ásamt bróð-
ur sínum í marz 1942. — í október
sama ár særðist hann í viðureign
við nokkra Þjóðverja og Vichy- |
lögreglumcnn og var tekinn hönd- ,
um.
I heilt ár var liann kvalinn og
dreginn á milli fangelsanna. —
Þann 8. október var hann dæmdur
til dauða í Arras með fimm öðrum
félögum sínum. — Hann var 21
árs.
í síðasta bréfinu til félaga sinna
skrifar hann: „Ég mun verða
Kommúnisti til síðustu stundar. —
Ég iðrast einskis nema e. t. v. þess
eins, að ég hef ekki getað starfað
nóg, og ef ég ætti að byrja lif mitt
á ný, myndi ég ekki breyta öðru
vísi en ég hef gert.
Eftir stutta stund endar hin 21
árs ævi mín, svo að börn Frakk-
lands verði frjáls og hamingjusöm.
Dauðinn skelfir mig ekki, — ég
hefi ekki brugðizt málstað flokks
míns, — ég mun fara með bros á
vör.
Far vel mikli ílokkurinn minn!
— Far vel fagra landið mitt! —
Dauðadæmdur maður heilsar þér!“
Þannig dóu þessir ungu menn.
— Fulltrúar franska æskulýðsins
munu taka þátt í störfum franska
þingsins með endurminninguna um
félaga sína, sem færðu fórnina
miklu, ferska í hugum sínum.
MOiigiðSllilli
f Hirtgl
Frá Noregi hafa nú borizt frétt-
ir um það, að hinn þraleiti orð-
rómur, cm gengið hefur um, að
Itandulic hershöfðingi, áður yfir-
maður þýzka hersins í Finnlandi,
ætti að taka við af Falkenhorst
hershöfðingja • sem yfirforingi
þýzka hersins í Noregi, hafi nú
verið staðfestur.
Það eru einnig ákveðnar sann-
anir fyrir því, að Þjóðverjar hafa
ráðgert að flytja aðalbækistöðvar
hersins frá Osló til Lillehammer á
næstunni. í tjlefni af þessu hefur
mikill undirbúningur verið í Lille-
hammer, og nýjar símalínur hafa
verið lagðar þar. Astæðan fyrir því
að Lillehammer hefur verið valinn
fyi'ir aðalbækistöð er vafalaust sú,
að bærinn liggur vel við Þrænda-
lögum, Vesturlandinu og Austur-
landinu hvað samgöngur snertir.
Flugvélar Bandamanna yrðu að
fljúga lengi yfir norsku landi til að
komast þangað og það er auðveld-
ara að verjast gegn skemmdar-
I verkamönnum og leynihemum í
1 þessum litla bæ en t. d. í Osló. .
Þeir sem vel þekkja til, álíta að
þessi hershöfðingjaskipti muni
þýða aukna ógnarstjóm, þar sem
Randulic er háttsettur ílokksmað-
ur og stormsveitarmaður. Það var
liann ásamt Terboven landstjóra
sem kom alf stað hryðjuverkunum-
í Austur-Finnmörku. Héruðin
austan Fossaingerfjarðarins í Finn-
mörku liafa einnig á öllum her-
námstimanum heyrt undir yfir-
ráðasvæði þýzka Lapplandshers-
ins í Finnlandi. Margir Norðmcnn
heima fyrir álíta einnig að hers-
höfðingjaskiptin muni þýða skerð-
1 ingu á valdi Terbovcns, þar sem
Rendulic þykir harður í horn að
taka og varla fús til að deila völd-
unum við nokkurn.
(Frá norslca blaðafulltrúanum).
Eldfast
Pönnur, 3 teg.
Skaftpottar
Steikaraföt
Pottar
Kaffikönnur
Hringform
ísskápasett
Könnur
Skálar
Bakkar
Föt
Unl. Uovi
Barónstíg 27. — Sími 4519 ^
Skemmtilegasta jólabókin:
Don Quixote,
hið afburða skemmtilega skáldverk Cer-
vantes.
Jólabók eiginkonunnar:
Hamingjudagar heima í Noregi,
Hin fagra og heillandi bók Sigrid Undset um
norsku jólin, heimili skáldkonunnar . og
börnin hennar.
Jólabók ungu stúlkunnar:
Sólnætur,
eftir Nóbelsverðlaunahöfundinn Sillanpáá,
fegursta og'hugljúfasta ástarsaga, sem til er
í norrænum nútímabókmenntum.
Wbr
Jólabók sjómannsins:
SKIPAUTGERÐ
. irrmlTTi-n
Hermódur
til Sveinseyrar, Þingeyrar,
Flateyrar og Súgandafjarð
ar. Vörumóttaka í dag.
Súðin
Vörumóttaka til Patreks
fjarðar, Bíldudals og ísa-
fjarðar í dag.
Varðskipið Þór
er til sölu, ef viðunandi
. boð fæst. Tilboðum sé
J skilað til vor fyrir 10. jan-
% úar næstkomandi.
TIL
liggur leiðin
Daglega
NÝ EGG, soðin og hrá.
Kaffisalan
H AFN ARSTRÆTI 16.
Sjómenn.
Spennandi lýsingar á einum ævintýralegasta
þætti sjómennskunnar, selveiðum í Norður-
höfum.
Gleðjið vini yðar og vandamenn með góðri bók á
jólunum. Veljið framantaldar bækur, — þá velj-
ið þér vel.
■
Bókaútgáfa Pálma H. Jónssonar
Höfum á boðstólum úrval af:
Tóbaksvörum.
Konfektöskjum
Kertum
Ávaxtadrykkjum
Öli.
Sælgæti
Spilum
Kjamaðrykkjum
Gosdrykkjum.