Þjóðviljinn - 29.12.1944, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 29.12.1944, Blaðsíða 1
pfzM hennn æflaðt að komasí til Andverpen á 5 dðgum Bandamenn hafa nú alveg stöðvað gagnsóknina. — Þeir komu í veg fyrir að Þjóðverjar komust til Meuse- fljóts og neyddu fremstu sveitir Þjóðverja til að hörfa / . $ * 5 km. í gær. Bandamenn hafa komizt að því, að þýzþu her- mönnunum hafði verið sagt, að þeir mundu komast til Antverpen á fimm dögum, ef engin sérstök hindrun yrði á veginum. Þjóðverjum varð ekki að þeirri von sinni, að þeir gætu brunað ó- 'bindrað yfir Meuse og til Ant- werpen. Bandamenn unnu taísvert á við suðurenda sóknarfleygsins í gær og við báðar hliðar hans. Þjóðverjar játa, að þeir hörfi skipulega. HER PATTONS KOMST TIL BASTOGNE Það er nú kunnugt, að það var 3. ameríski herinn, sem undanfarið ihefur bartizt í Saar undir stjórn Pattons, sem rau'f umsát Þjóðverja um Bastogne og kom setuliðinu til hjálpar. 1 og við Bastogne koma saman 7 vegir og var því afar mikilvægt, að Bandaríkjamönnum tókst að halda bænum. Bandaríkjamenn hafa tekið Eohtanack í Luxemburg aftur. — Á svæðinu á milli Echternack og Bastogne hafa þeir náð aftur töluverðu iandsvæði og nokkrum þorpum. Á milli Celle og Iiockefort er allmikið þýzkt lið króað inni, og liggur það undir stórskotahríð. ■ Bandamenn hafa unnið á fyrir norðan Laroche. Nyrzt hafa Bandamenn komið í veg fyrir tilraunir Þjóðverja til að komast til Liege. Þarna norður frá hefur fleygur- inn verið þrengdur niður í 20 km. -*r M sllfirnfD sklplir m seidl- herra hfir ð laidl Esmarch sentlherra fer til Stokkhðlms. — Torgelr Anderssen-Rysst ve ður sendiherra hér Norska blaðafulltrúanum í Reykjavík barst í gær * svofelld frétt frá London: „Það hefur opinberlega verið tilkynnt að norska ríkisstjómin hafi ákveðið að senda stjómmálafulltrúa til Rómar og hefur Jens Bull, sendi- herra í Stolckhólmi verið útnefndur til þeirrar stöðu. Bull sendiherra hefur gœtt hagsmuna Norðmanna í Svíþjóð, fyrst sem sendifulltrúi (chargé d’affaires) og síðan se'm sendiherra á mjóg erfiðum tínium. Esmarck sendiherra norsku stjóriiarinnar á íslandi liefur verið skipaður ■eftinnaður Bulls í Stokkhólmi. , Stórþingsmaður Torgeir AndersenRysst, sem fyrir strið var yfir- hermálafuUtníi, hefur verið skipaður sendiherra Norðmanna á íslandi“. Ilinn nýi sendiherra Norðmanna á íslandi fæddist árið 1888. Hann var ritstjóri „Sunnmörsþosten“ í Álasuncíi, er hann var kosinn stór-' þingsmaður árið 1935 fyrir vinstri flokkinn. Síðan var hann endurkos inn. Hann varð lögfræðingur árið 1913 og var árið 1934 skipaður skattstjóri í Álasundi. Hann var landvarnaráðherra í stjórn J. L. Mowinckels og var skömmu fyrir stríð skipaður yfirhermálafulltrúi, þ. e. yfirmaður herkvaðningarstarf seminnar norsku. Hann var einn a'f fulltrúum Norðmanna á Alþingis- iiátíðinni og hann hefur verið full- trúi við samninga Norðmanna og íslendinga. Hann liefur óft komið til íslands. VX .X Von Kluge mar- skálkur framdi . sjálfsmorð Það hefur upplýstst að von Kluge hershöfðingi framdi sjálfsmorð, en dó ekki af hjartabilun, eins og þýzka fréttastofan tilkynnti. Þessi frétt kemur úr dagskipun frá Hitlert þar sem hann segir að von Kluge liafi framið sjálfsmorð sökum þess að hann hafi borið ábyrgð á óförum þýzka hersins í Normandí. Von Kluge tók við yfirherstjórn þýzka hersins á vesturvígstöðvun- eftir að von Rundstedt var um SNJÓR Á VESTURVÍGSTÖÐVUNJJM. — Hermenn úr 7. bandaríska hemum sækja fram eftir snjóþöktum slóða í nánd við St. Dio í Frakldandi settur af(í sumar og hafði hana á hendi í tvo mánuði, er von Mock- ell tók víð af honum,'en liann lét af henni, þegar Rundstedt tók við að nýju. Von Kluge stjórnaði þýzka hernum á miðvígstöðvunum í Rússlandi haustið 1942, og lá undir ákæru fyrir stríðsglæpi. Sjómanntekur út af togara Það slys vildi til á jóladagsmorg- un að mann tók út af togaranum Karlsefni. Var það Sœmundur Bjamason frá Innri-Lambadal í Dýrafirði. Sæmundur var að vinna á þilfari þegar slysið vildi til, veður var vont og myrkur. Skipið var þá statt út af ísafjarðardjúpi. , SLÆMT FLUGVEÐUR Snjókoma og þoka var í gær og hefti a,ð mestu leyti flughernað Bandamanna á vígstöðvunum. Meir en 1200 „flugvirki“ réðust á samgöngumiðstöðvar á bak við vígstöðvarnar. LEYFI ÞRÁTT FYRIR ALLT ! Meir en 1000 liðsforingjar og ó- ‘breyttir hermenn á vesturvíg- stöðvunum fara næsta mánudag í 7 daga leyfi til Bretlands, þrátt fyrir gagnsókn Rundstedts! Alræmdur norskur Gestapo-njósnari líflátinn Fyrir skömmu tóku norskir föðurlandsvinir hinn alræmda Gestaponjósnara, Ivar Grande, af lífi. — Hann var einn af þeim Norðmönnum í þjónustu Gestapos, sem hafa flest manns líS á samvizkunni- Hann starfaði í Þrændalög- um, á Mæri og í Raumadals- fylki, oftast í félagi með öðrum alræmdum njósnara. Sérgrein hans var að smeygja sér inn í norsk leynisamtök og benda svo Gestapo á meðlimina. —Hann var einn af þeim, sem bar aðalábyrgðina á hinum'ell- efu aftökum í Þrándheimi í maí 1943. (Frá norska blaðafulltr.). Gamli maðurinn sem hvarf frá Elliheim- ilinu finnst örendur Nokkru fyrir jólin hvarf frá Elli- heiuiilinu Grund maður að nafni Halldór Jónsson. frá Þorlákshöfn, 77 ára að aldri. Barizt áfram j Aþenu Churchill og Eden ætla að taia við Georg * Barízt var af sama kappi og áður í Aþenu og Pireus í gær. Churchill og Eden héldu þá heimleiðis og áttu áður tal við erkibiskupinn og lofuðu honum að biðja Georg konung að sam- þykkja stofnun ríkisstjóraembættis. Bretar beittu flugvélum sínum í viðureigninni við grísku föður- landsvina í ÁÞenu í gær. —r Þeir unnu nokkuð á í Pireus. Talið er að Grikkir séu sammála um að láta almennar kosnmgar fara fram í apríl, en þjóðaratkvæða greiðslu um stjórnskipulagið fyrr. Ohuróhill segist ætla að tala um Grikklandsmálin við Roosevelt og Stalin á ráðstefnu þeirra. — Hann kvað það geta komið til mála að setja Grikkland undir alþjóðlegt eftirlit, ef Grikkir yrðu ekki á eitt sáttir. Raudí hcrínn á ausfurbahba Hrons Rauði herinn hefur mikinn hluta Búdapests á sínu valdi. — Hann tók 12 úthverfi á austurbakka Dónár í gær. Rússar hafa hrakið Þjóðverja burt af svæðinu á milli ánna Hron og Ipol og' hafa allan austurbakka Hrons frá Levice til Dónár, — um 50 km. kafla —, á sínu valdi JdJjJLiUjL, Rauði herinn er komin langt ; vakíu, — fyrir vestan Ipol —, inn í Búdapest. — Verður hann \ tók rauði herinn meir en 2000 að hrekja Þjóðverja hús úr i'fanga í fyrradag. húsi. Fyrir skömmu urðu uppþot í borginni og tóku Þjóðverjar fjölda fólks af lífi. í sókninni inn í Tékkosló- Hann fannst örendur í gærmorg- un fyrir ncðan Borgartún 5. I Þar sem hann fannst var svell- ■ runnið mýrarsund og er álitið að I hann hafi ^dottið á svellinu. í Dónárbugðunni heldur her Tolbúkins áfram að uppræta þýzka og ungverska herinn. — Meðal fanga, sem teknir voru í gær, var einn ungverksur hers- höfðingi og 8 ofurstar. Sóknin gengUr vel vestur frá Búdapest. — Eru Rússar komn- ir a. m. k. 50 km. vestur fyrir borgina.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.