Þjóðviljinn - 29.12.1944, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 29.12.1944, Blaðsíða 7
ÞJÓöVl*. JINII 7 Föstudagui’ 29. desember 1944. 1B ® f f HALVORFLODEN: Maurakóngurinn Steinn gekk á undan kúahjörðinni og blés í nýja hornið sitt, svo að bergmálaði í fjöllunum. Stóri .uxinn, hann Þrymur, gekk fast á eftir honum og þefaði af malpokanum, sem Steinn bar á bakinu. Þrym langaði í salt. Hann féjck líka salt, og Steinn klappaði honum og strauk, því að þeir voru miklir vinir. Þrymur var stór og sterkur. Enginn kúasmali í sveitinni hafði ann- an eins uxa í hjörð sinniT Þrymur hafði stangast við hina uxana og þeir höfðu fengið fyrir ferðina. Allar litlar stúlkur voru logandi hræddar við hann, bara af því að hann var svo stór. Þrymur var ekki illur/ Það var að eins einn uxi, sem Þrymur hafði ekki enn barizt við. Það var hann Skjöldur á' Syðra-Seli og hann var nú karl í krapinu eftir því sem fólkið þar sagði. En það var líka montið af öllu, sem það átti. Steinn lagði engan trúnað á það. Hann langaði bara til að uxarnir hittust í dag og þeim lenti saman. Þá átti Skjöldur að fá að sjá skepnu, sem hefði krafta í kögglum. Steinn lagðist niður, velti sér í sólskininu, blés í hornið og sendi hinum smaladrengjunum tóninn, þegar þeir komu í kallfæri. Hann þekkti þá alla. En hvað heyrði hann nú? Steinn spratt’ á fætur. Var sem honum heyrðist, að þetta væri bjölluhijómur frá Syðra-Seli, sem hann heyrði? — Loksins hafði þá Ágúst, þessi vesalingur, árætt að koma svona langt. norður eftir. „Nú er ekki um annað að ræða eri að fylkja liði“, / Maður skagfirzkui- sagði mér frá vélindiskerti — jólakertinu sínu. Þess hef ég hvergi annars staðar heyrt getið. Það var svo til búið: Vélinda úr stórgrip var blásið upp og þurkað- Gegnum það var svo mjórri spýtu stungið. Utan um þá spýtu var svo lín- trafi eða fífu vafið, bráðnúm tólg helt svp í vélindað fullt og látið storkna. Það hafði- þann góða kost, að kertið rann ekki niður, en smám saman varð að klippa ofan af vélindanu, eftir því sem spýtan brann og tólg- urinn eyddist — -------“. • Fyrsta bindindisfélag í heim inum var stpfnað í New York- ríki árið 1808. Tæpum tuttugu árum seinna var landssamband bindindisfélaga í Bandaríkjun- um stofnað í Boston. Fyrsta friðarvinafélagið var einnig stofnað í New York. Hug myndipa átti maður að nafni Daniel L.' Lodge. Hann hafði ritað í blöð um nauð§yn þess að tryggjh varanlegan frið í heim mum og stofnaði síðan félagið á heimili sínu ásamt nokkrum vinum sínum árið 1815. Skömmu seinna hófu kvekarar í Englandi friðarstarfsemi sína. • ' 1 • Einhver sá merkilegasti mað- ur sem starfað hefur innan frið arhreyfingarinnar var Ameríku maðurinn Elihu Burrit, sem al- mennt var kallaður „lærði smið urinn“. Hann var uppi um miðja nítjándu öldina og stund aði smíðar mestan hluta ævi sinnar. En hann var námsmað- ur með slíkum fádæmum, að talið er að hann hafi numið um tuttugu tungumál án skóla- menntunar. Hann er einnig tal inn fyrsti alþjóðlegi blaðamað- urinn og hafði hann sambönd við fjörutíu blöð og tímarit í Evrópu. Sjálfur gat hann út rit sem hann kallaði ,.01íublöðin“ (Olive leaves) og þar barðist hann fyrir hugmyndinni um al- heimsfrið. 9 Burrit kom til Evrópu í fyrsta sinn árið 1846 og gekkst fyrir f jmm alþjóðlegum friðar- þingum á næstu árum. Þ^1' komst hann í kynni við skáld- ið Victor Hugo og fleiri merka menn, sem studdu áhugamál hans. ERICH MARIA REMARQUE: VINIR ■ Eg glápti á manninn. Hlátur hans var engin uppgerð. „Það er engin hræsni að hrósá konu“, sagði ég, „það getur aldrei ver- ið hræsni, því að konan á heimtingu á hrósi. En það gleymist eins og annað á þess- um eymdartímum. Konan telst ekki með stálhúsgögnum. Hún er lifandi blóm, sem þarf. sólskin. Það er betra að segja við hana fáein ástarorð á hverj- um degi en að þræla eins og vitlaus maður fyrir peningum handa henni alla ævi. — Og hvað það snertir, sem ég sagði, þá var það ekkert hól heldur hrein og bein staðreynd, að blátt og gult á vel saman“. „Vel mælt“, sagði Blúmenthal brosandi. ,,En vitið þér það, að ég get látið yður lækka verðið um eitt þúsund enn?“ Eg hörfaði aftur á bak- Þar kom það sem ég hafði óttast. Bölvaður refurinn! Og ég sá sjálfan mig ,í anda sem bind- indismann, það sem Pftir var ævinnar. Eg leit bænaraugum á frú Bluménthal. „En heyrðu nú, pabbi-------“, sagði hún. » „Eg veit það, mamma. Eg sagði bara að ég gæti það, en ég geri það ekki. Eg er kaup- sýslumaður og ég hef haft mikla skemmtun af að kynnast vinnu- brögðum yðar. Þér jjafið ímyndunarafl. — Það var fynd- ið af yður að minnast á Meyer & Shon. Var móðir yðar af Gyðingaættum ? “ „Nei“. En eruð þér útlærður í við- skiptafræði?“ „Já“. „í hvaða grein?“ „Sálnahirðingu. Eg átti að verða skólameistari“. „Mér fellur vel við yður“, sagði Blumenthal- „Ef þér verð- ið einhverntíma atvinnulaus, getið þér hringt til mín“./ Hann skrifaði ávísun og réttí mér. Eg trúði varla, því sem ég sá. Þetta var kraftaverk. „Herra Blumenthal“, sagði ég hrærður. „Eg ætla að láta krist- alsöskubikar fylgja bílnum — ókeypis, auðvitað — og gúmmí- mottu“. „Gott, ágætt! Þá fær Blum- enthal gamli einu sinni á æv- inni eitthvað gefins“, sagði hann. — Og svo bauð hann mér að koma og borða kvöldverð annað kvöld. Frú Blumenthal leit móðurlega á mig: , Það verður gedda“. „Og þá færi ég ykkur bílinn um leið“, sagði ég. --------„Eg held, að við lok- um verkstæðinu börnin, góð. Við höfum unnið til þess í dag. Nú förum við og æfum, Karl, íyrir kappaksturinn“, sagði Köster. En fyrst ókum við til næsta banka með ávisunina. Lenz var ekki róíegur, fyrr en hann komst að raun um, að hún var ófölsuð- Og svo brunuðum við af stað á fleygiferð. --------Köster og Jupp voru að „æfa“ bílinn einhversstaðár langt í burtu og við heyrðum drunurnar álengdar. Við Lenz lágum á engi skammt frá veg- inum undir stóru kastaniutré Vindurinn þaut hægt í ljós- grænu liminu og t milli gre'-n- anna sá ég faghrbláan himin- inn. . „Yndislegt 'veður, Gottfried41, sagði ég. „Eg -tók ekkert eftir því inni í borginni“. Lenz reis upp við olnboga og ljóst hár hans, glitraði í sól- skininu. „Legðu eyrað niður að jörðinni“, sagði hann. Eg gerði það. Eftir litla stuna heyrði ég lág og hvíslandi hljóð, vindinn, sem þaut í gras- inu, lindárnið úr fjarska - —. „Það er undarlpgt, Gotrfried hvað ,heyrist langt til bílsins. Mótorhljóðið berst býsna langt“. „Þú hefur ekki ímyndunar afl á við dauðan trédrumb“,' sagði „síðasti draumóramaður- inn“. „Leggðu evrað þá að trjá- stofninum og vittu, hvort þú heyrir nokkuð“- Eg heyrði nægan þvt — eins og andardrátt. Blærinn lék sér varlegá að nýútsprungnu lauf- inu. Og mér fannst ég skynja, hvernig rærur trésins sugu þrótt úr mold'oni og næringin hríslaðist um stofn og greinar innan við harðan börkinn. Þ^ð var líkast því sem ég væri sjálf- ur runnin upp ur þessari mold og vissi alla leyndardóma henn- ar. Gottfried horfði á mig og lagði flata lófana á jörðina. „Nei, þetta er ekki til í borg- inni“. , Eg lagðist endilangur á bak- ið. Það var undarlegt, að mega liggja svona og gleyma öllu milli himins og jarðar, horfa út yfir engið og á rauð blóm syrenunnar og finna sólargeisl- ana verma sig. Eg skildi það allt í einu, að ef einhver ham- ing'ja var til, þá hlaut hún að vera skyld þessari djúpu, eðli- legu ró náttúrunnar sjálfrar. ' % — Við fórum seint heimleið- is um kvöldið. Jupp fór úr bílnum, þar sem hann átti heima. Við hinir héldum áfram. Þegar við ókum þvert vfir Goethestrasse hevrðum við hvell högg gegnum mótorhljóð ið. „Hvað er þetta?“ sagði Gott- fried- Köster stöðvaði bílinn, og enn heyrðust tveir hvellir. „Skot!“ kallaði Leriz. „þarna til hægri! Farðu niður Char- lottenstrasse!“ • Við héldum í áttina og heyrð um hróp og háreysti. Fólk kom hlaupandi. Á undan hópnum voru tveir unglingar, að hálfu leyti einkennisbúnir og í hné- buxum. Þeir voru tæplega tví- tugir að sjá. Þeir voru svo sem tuttugu metra á undan hópn- um, sem elti þá og hlupu eins og örskot meðfram húsaröð- inni. ’ m „Stöðvið þá. Takið þá. Þeir skutu“, hrópaði mannfjöldinn. „Snúðu við, Ottó“, sagði ég. Köster sneri við bílnum, eins og örskót. En rptt í því þusti mannfjöldin framhjá okk ur. Gatan var orðin mannauð á svipstundu. Ekkert var eftir nema svört þústa, sem hreyfð- ist. „Farðu, og vittu, hvort þú get ur hjálpað honum“, kallaði Köster- Lenz stökk út úr bíln- um og hljóp til særða manns- ins. Köster setti bílinn- á fulla ferð. „Karl“ æddi vælandi gegn um mannþyrpinguna, sem vék til beggja handa í ofboði. Nú sáum við piltana aftur. .Beygðu þig!“ kallaði Kösfer til mín.' „Þeir skjóta líklega“. Hann ók upp á gangstéttina og beygði sig niður yfir stýrið. En áður en við komumst fram> íyrir flóttamennina, stukku þeir allt 1 einu upp dyraþrep og hurfu inn í hús. Þegar við fórum fram hjá, á næsta augna bliki, tók ég aðeins eftir því, að þetta var ölkrá Og í sama bili var slagbröndum skotið fyrir bæði hurð og glugga, rétt eins ög allt hefði verið reiðu- búið til að taka við flóttamönn- unum. Mannfjöldinn var nú kominn að húsinu. „Sáuð þið þá?“ hrópaði vélamaður í kynd árafötum. Við bentum á ölkrána. Fólk ið réðst á hurðina, en hún lét ekki undan, Kyndarinn heimt- aði barefli „Við förum. Hér er ekkert að gera“, sagði Köster. Við ók- um til baka. Lenz kom á móti okkur. „Hann deyr. Það er ekk ert hægt að gera“, sagði Lenz. Við stigum út úr bílnum. IJdaðurinn lá á miðrj akbraut- inni með annan handlegginn yfir andlitinu. Hann var í brúnum, slitnum buxum og gráum jakka. Upp úr vasa hans sást vandlega samanbrot- ið dagblað. Hann hefur ætlað að lesa það, þegar hann kæmi heim. Blóðið rann úr hálsi hans og niður undan vestinu hægra megin. Það seytlaði niður á steinlagða götuna. Andlit hans var orðið gráhvítt.’ Maðurinn lá alveg grafkyrr- Aðeins hægri höndin hreyfðist. Fingurnir leit uðust við að kreppa sig í lófan- um, en þeir réttust jafnhraðan aftur. Neglurnar kröfsuðu stein inn máttleysislega, en það heyrðist vel, svo dauðahljótt var í kring. Maðurinn sjálfur

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.