Þjóðviljinn - 29.12.1944, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 29.12.1944, Blaðsíða 4
ÞJÓÐVILJINN — Föstudagur 29. desember 1944 þJÓÐVIUIKN Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðv — Sóaíahstaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgársson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnarskrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustíg 19, sími 218ý. Áskriftarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. 5.00 á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17. » Baráttan fyrir efnahagslegu og atvinnu- legu sjálfstæði íslenzka smáútvegsins Einn aðalþátturinn í því að tryggja framtíð sjávarútvegsins er að sjá svo um að smáútvegurinn, sem hvað fjármagn og þjóð- félagslega afstöðu snertir er svo miklu veikari en togaraútgerðin, sé fjárhagslega sjálfstæður. Þjóðin man hvernig komið var fyrir þessum útvegi á kreppu- árunum. ♦ 31. des. 1932 var svo talið að eignir allra eigenda vélbáta og línugufubáta vjæru samtals rúmlegá 16 milljónir króna virði, en skuldir þeirra voru rúmar 14 milljónir kr. — M. ö. o. skuldir móti eignum voru 86 / Þjóðin man þetta ástand, þe^r hlutasjómaðurinn kom nær slyppur heim eftir þrældóminn á vertíðinni og smáútvegsmaður- inn barðist á barmi gjaldþrotsins og hafði einu sinni varla rétt til að taka fisk handa sér í soðið úr aflanum, af því allt var veðsett. Smáútvegurinn var arðrændur á allan hátt: af fiskkaup- •mönnum með því að borga of lágt verð fyrir fiskinn, — af olíu- hringum, sem heimtuðu of hátt verð fyrir olíuna, — a'f bönkun- um, sem féflettu hann með of háum vöxtum, —, af landeigend- um, sem tóku okurleigú fyrir uppsátur, — af beitusölum, veið- ✓ arfæraverksmiðjum o. fl. o. fl. Þjóðin vill að þetta ástand komi ekki aftur. Þessvegna hljóta ráðstafanimar til þess að tryggja efnahagslegt sjálfstæði og af- komu smáútvegsins að verða ejtt af aðalmálunum, sem þjóðin sameinast um. Það þarf að tryggja smáútveginum skipakost til þess að geta flu(tt fisk sinn til markaðslandanna, án þess að milliliðir græði á honum og lækki þannig raunverulega verðið, sem hann fær fyrir afla sinn. Samvinnufélag utgerðarmanna á Norðfirði (SÚN) hefur sýnt' hvílíkar hagsbætur má tryggja smáútveginum með þessu. Það þarf að sjá svo um að smáútvegurinn sé ekki ofurseldur olíuhringunum, heldur geti að stríðinu loknu, með samtökum sínum útvegað sér olíu beint í eigin geyma. Ríkið verður að sjá um að bankamir breyti um -stefnu gagnvart sjávarútveginum, hvað vexti snertir. Það nær vitan- lega engri átt að bankarnir taki t. d- 6% vexti af stofnlánum til útvegsins og svo aftur 6% af rekstrarlánunum. Eitt atriðið í því að gera íslenzkan sjávarútveg samkeppnisfæran við sjáv- arútveg annarra banka, er að tryggja honum verulega ódýr lán. arútveg annarra landa, er að tryggja honum verulega ódýr lán. sjálfstæður sjávarútvegur rísi hér upp. . Sú stefna, sem lengi hefur ríkt að líta á hann sem mjólkurkú einvörðungu og þraut-, pína hann á alla lund, verður að hætta. Framtíð þjóðarinnar veltur að miklu leyti á því að þessi undirstaða verði ekki brotin. • jþað þarf einnig að tryggja smáútveginum réttinn til að kaupa veiðarfæri og annað, sem hann þarf, hvar sem það fæst bezt og ódýrast. Sömuleiðis útrýma okrinu á landleigu og húsa- leigu í verstöðvunum. Og þegar þetta hefur verið gert — og það er hægt að gfera flest af því fljótt, — þá er um leið lagður grundvöllur að því að hlutasjómenn og smáútvegsmenn fái það fyrir vinnu sína og sífellda áhættu sem íslenzka þjóðin fær við ráðið að útvega beim. , J I * \ Skipulag kiotframleiðslunnar A víðavangi Tímans birtist ný- lega smágrein undir yfirskriftinni „Stolnar fjaðfir“. Tilefni þessa greinarstúfs er þingsályktunartil- laga, flutt í neðri deild Alþingis, um „skipulag á framleiðslu kinda- kjöts fýrir innlendan markað“. Er efni greinarinnar fullyrðing um það, að hér sé um að ræða stolna hugmynd frá Framsókn, er Stein- grímur búnaðarmálastjófi liafi fyrstur flutt á síðasta 'Búnaðaf- þingi og sé nú í höndum milli- þinganefndar til undirbúnings und- ir næsta búnaðarþing. Af því málflutningur þessi virð- ist vera liður í þeirri viðleitni Frainsóknar, að tefja allar raun- hæfar aðgerðir til endurbóta á vandamálum landbúnaðarins, er ástæða til að at’huga þetta mál lít- ið eitt nánar. Viðvíkjandi þeirri fullyrðingu, að hugmyndin sé“ stolin frá Fram- sókn, mætti spyrja, hvenær sá flokkur hefði haft á stefnuskrá sinni skipulagningu framleiðslunn- ar í samræmi við neyzluþörf? A. m. k. sér þess lítil merki í starfi flokksin^ á Alþingi. Og skammt er þess að minnast, að þegar ríkis- stjórn Framsóknar var komin í vandræði með landbúnaðarfram- leiðsluna á kreppuárunum eftir 1930, þá kom þeim alls ekki til hugar að skipuleggja, liana í sam- ræmi við neyzluþörf þjóðarinnar. Þeim kom til hugar að skipuleggja afurðasöluna, og var þó hverjum manni auðskilið' að á þann hátt var engan veginn skorið fyrir ræt- ur þeirra orsaka, er skapað höfðu kreppuna. En þær voru, hvað land- búnaðinn snerti, aðallega tvær. í fyrsta lagi söluerfiðleikar á erlend- um markaði, og í öðru lagi óskipu- leg framleiðsla fyrir innanlands- markað, ásamt lítilli kaupgetu neytenda í bæjum landsins. Um fyrra atriðið má segja, að það væri okkur óviðráðanlegt. En hið síðara hefði vitanlega átt að taka fyrst til greina árið 1934, þeg- ar hafinn var undirbúningur af- urðasölulöggjafarinnar. Ilvort þá hefur ráðið meira, skilningsl^ysi á kjarna málsins, eða áhugi fyrir atkvæðaveiðum handa Framsóknarflokknum í vissum kjördæmum, skal ekki rætt hér. Hvort tveggja er jafn ófyrirgefan- legt af „ábyrgum" stjórnmála- flokki, sem í tilbót þykist bera hag landbúnaðarins sérstaklega fyrir brjósti. Afleiðingar hafa lika orð- ið fyllilega í samræmi við undir- búning. Offramleiðsla á sumum vörum, en tilfinnanlegur skortur á öðrum. Kjötframleiðsla i stóýum stíl í næsta nágrenni helztu mark- aðsstaða landsins og flutningur neyzlumjólkur um yegalengd er skiptir hundruðum kílómetra til þessara sömu staða, ásamt þeirri verðhækkun og vöruskemmdum er slíku fyrirkomulagi fylgir. Þegar Sósíalistaflokkurinn er búinn að margítreka bæði í blöð- um sínum og á mannfundum nauð- syn jiess að skipuleggja landbún- aðarframleiðsluna í samræmi við neyzluþörf innanlands, ,og ríkis- valdið komið í óþrotleg vandræði með offramleiðslu kjötsins, koma fram á síðasta Búnaðarþingi tvö erindi er koina inn á þetta svið. Ilið fyrra var „Tillaga til þingsá- lyktunar um skipun milliþinga- nefndar á framleiðslumálum land- búnaðarins“, og hið síðara var „Er- indi Sveins Jónssonar um fram- kvæmdaáætlun í landbúnaðarmál- um“. Þessum 2 málum er síðan steypt saman í eina tillögu um stofnun nefndar, er „vinni að rannsókn á framle$5slu landbúnaðarins og markaðsskilyrðum' fyrir landbún- aðarafurðir. Sé í því sambandi at- hugað hverjar framleiðslugreinar sé nauðsynlegt að cfla, og hvort hagkvæmt væri að draga saman aðrar einstakar greinar, svo að frainlciðsla Iandbúnaðarins verði sem bczt samræmd neyzluþörf þjóðarinnar og erlendum markaðs- skilyrðum“. Þessi tillaga um rannsókn jiess- ara mála er góð, það sem hún nær, ef hugur fylgir máli.áÞó verður ekki hjá því komizt að benda á hve orðalagið er að sumu leyti loð mullulegt og óákveðið. Þegar selja þarf úr landi allt að á um þetta atriði, þar .sem svo er fyrir mælt, að ríkisstjórnin skuli láta undirbúa frumv. um málið fyrir næsta reglulegt Alþingi. Þetta mál er að verða svo aðkallandi dæg urmál, að aðgerðir mega ekki drag- ast lengi úr því sem komið er. Ef B. 1. er nú eftir tvö ár, búið að géra það upp við sig „hvort“ rétt sé að gera einhverjar breytingar í þessum efnum, þá getur það lagt sínar tillögur fyrir ríkjsstjórnina, og væri þess mjög óskandi að á þeim mætti byggja framkvæmdir, því það mundi flýta fyrir fram- gangi málsins. Aftur á móti vaknar sú spúrn- ing, hvers vegna slíkrar andstöðu gætir hjá „forustumönnum búnað- armálanna“, gegn því að Aljúngi og ríkisstjórn taki. ákvarðanir um skipulegar aðgerðir í málinu. Og svarið liggur beint við. Framsókn íhefur haft alla forustu í landbún- aðarmálum síðastliðin 17 ár og er komin í jiá sjálfheldu, að flokkur- inn sér enga leið út úr ógöngunum. Framsóknarmönnum er það fylli- ýA-AVjv ir EFTIR Asmund Sígurðsson alþíngísmann % kjötsins fyrir minna en fram- leiðsluverð, og j.afnframt er tilfinn anlegur skortur á mjólk, smjöri skyri, eggjum, grænmeti o. fl., virð- ist ekki mikil ástæða til að velta vöngum yfir því „hvort“ heppilegt kunni að vera að „draga saman“ kjötframleiðslu í Ölfusi, Mosfells- sveit, Kjalarnesi, Kjós o, vf, s.vo nokkur dæmi séu nefnd, eða jafn- vel á bæjarlandi Reykjavíkur og Ilafnarfjarðar, og auka aftur aðrar framlciðslugreinar á þessum stöð- um. Slíkt orðalag vekur tortryggni gagnvart því, að hugur fylgi máli. Væri vel ef sú tortryggni væri á- stæðulaus ogf mætti þá e./ t. v. segja, að „batnandi mönnum er bezt að lifa“. Til frekari glöggvunar á því, hvað hér er um að ræða, skal einn- ig birt tillaga um kjötframleiðsl- una. Hún hljóðar svo: „Neðri deild Alþingis ályktar að skora á ríkis- stjórnina að láta rannsaka, hvern- ig bezt verði tryggt að þau héruð, sem bezt eru fallin til sauðfjárrækt- unar eða vegna legu sinnar verða að . stunda hana sem aðalfram- leiðslu, fái forgangsrétt að hinum innlenda kindakjötsmarkaði, á svipaðan hátt og viss héruð hafa nú einkarétt til sölu mjólkur og rjóma á helztu markaðsstöðum landsins. Að lokinni rannsókn skal ríkisstjórnin láta undirbúa frumv. til laga um þessi mál og leggja fyr- ir næsta reglulegt Aljiingi*-. Hver maður, sem ber þessar tvær, tillögur saman, sér að hér er ekki um sama mál að ræða, nema að nokkru leyti. Þótt tillaga Bún- aðarþingsins væri íramkvæmd út' í æsar, hefur sú aðgerð ekkert laga- gildí. Þar verður Alþingi og ríkis- stjórn að koma til skjalanna með að lögfesta og framkvæma ákveðn- ar raunhæfar aðgerðir á grundvelli undangenginnar : rannsóknar. Og siðari tillagan kveður einmitt skýrt lega Ijóst að verðuþpbætur úr rík- issjóði geta ekki gengið til lengd- ar og bændunum er að verða það almennt Ijóst, að þeir geta ekki 'byggt atvinnuveg sinn á slíkum greiðslum lil lengdar. Samt þolir Framsókn ekki að heyra tillögur ifrá neinum ’öðrum. Sumir láta skína í Jrað, að þetta muni allt lag- ast af sjálfu sér eftir styrjöldina, jiegar leiðir opnast til útlanda og muni þá opnast markaðir fyrir landbúnaðarafurðir. Ef þetta væri á rökum byggt, væri jiað fagnaðar- efni, én það er að fljóta sofandi að feigðarósi, að draga á langinn raun liæfar aðgerðir til að dreifa innan- landsmarkaðinum sem réttlátast og jafnast á framleiðendur land- búnaðarvaranna í því trausti, að erlencfir markaðir opnist þegar minnst varir. En í raun og veru eru úrslit þessa máls komin undir bændum sjálfum. Nú cr svo ástatt, að yfir- stjórn allra þeirra stofnana, sem með landbúnaðarmálin fara, er í höndum stjórnarandstæðinga. Svo er um B. í., Mjólkur og kjötverð- lagsnefnd. Sé þessum mönnum alvara að liindra breytingar í þessum efnum, geta þeir gert stjórninni svo erfitt/ fyrir, að lítið verði úr framkvæmd- um. Þess vegna þurfa bændurnir sjálfir að láta málið til sín taka. Þeir þurfa að ræða það bæði sín á milli og á fundum, sbnda frá sér ályktanir og krefjast þess bæði áf stjórnarflokkunum og sínum eigin fulltrúum, sem eru í stjórnarand- stöðu, að þeir vinni að lausp máls- ins. Þá fyrst er tryggt að allt verði gert, sem hægt er, til að finna við- unandi lausn, sem bjargað geti sauðfjárræktunarthéruðum landsins frá fjárhagshruni, þegar kjötverð fellur erlendis, að styrjöldinni lok- inni. Þetta er sanngirniskrafa þeirra, sem verða að býggja afkomu sína á sauðfjárræktinni einni. Ásmundur Sigurðsson. Löngu pörf f/rir stefnu- breytingar í Svisslandi Æsfæðan fíl þess að efebí er neiff sfjórnmála^ samband míllí Sovétríkjanna og Svísslands i Föstuaagur 29. desember 1944 -— ÞJÓÐVILJLsN Kveðja til Dana á Qrænlandi Fr. de Fontenay sendiherra Kæru landar! Eitt ár cr nú enn liðið án þess að færa. okkur jiað frelsi og þann J frið, sem við höfum nú brátt von- ast eftir í fimm ár. Við vorum margir, sem vonuð- um og væntum, að harðstjórarnir mundu velta úr sessi sínu á þessu ári og lokið mundi þeim jijáning- um, sem hafa á svo ómannúðlegan hátt' fallið i hlut hinna kúguðu þjóða. En enda þótt árið sé nú senn liðið, án jiess að hiíiar björlu von- ir okkar frá því í fyrra hafi orðið að veruleika, og það hafi valdið mörgum sárum vonbrigðum, þá verðum við saint að líta með bjart- sýni til framtíðarinnarj/Jg við ætt- um að bera saman tvö síðast liðin ár og liugsa um alla ])á sigra, scm unnizt hafa á þessu ári, um þau mörgu lönd og þjóðir, sem þegar hafa verið frelsaðar uífdan okinu. Og við Danir. Enda þótt jietta ár hafi ekki haft þá hamitigju í för með sér, sem við vonuðumst til, þá höfum við samt ástæðu. til að'bera höfuðið liátt. Æ ofan í æ hef ég látið í ljós þá von eða öllu heldur þá fullvissu, að danska þjóð in myndi, þegar fylling tímans kæfni, standast þá erfiðleika, sem á hana voru lagðir, með fullum sóma. * . Já. Framkoma dönsku þjóðar- innar á s. 1. ári, þegar við höfum lent í beinni styrjöld við kúgara okkar, hefur farið langt fram úr því, sem umheimurinn bjóst við af okkur á fyrstu hernámsárunum. í Danmörku ríkir nú skeggjöld og skálmöld. Danmörk er ekki leng ur réttarríki, hch'Rir lögregluríki, jiar sem réttleysið ríkir. Réttur- inn er falinn í vopnunum, í byssu- kúlunum eða pyndingaklefanum, pyndingaklefa, sem mannkyns- sagan þekkir engan líka til. Beztu menn jijóðarinnar, — sem það eitt hafa brotið af.sér að tala/ósmeykir gegn valdhafanum, — er rutt úr vegi að hætti stigamanna — Ivaj Munk —, ncyddir í útlegð — Niels Bohr — eða er misþyrmt af djöfullegri sadistískri grimmd, sem engin prð geta lýst. En þrá'tt fyrir allt hefur danska þjóðin ekki misst léttlyndi sitt, jietta ódrepandi dauska léttlyndi, og hin ójafna barátta\er háð með öllum ráðum, sem til eru, og danska Jijóðin vinnur óHúlega sigra undir stjórn hins ÓKunna, leynilega frelsisráðs, sem stjórnar Frh. á 8. síðu. Svisslánd hefur verið einn af hinum vafasömu hlulieysingj- um í þessu stríði. — Enda þótt brezka stjórnin hafi á allan hátt tekið tillit til landfræði- legrar aðstöðu landsins, þar sem það hefur Þýzkaland öðru megin við sig og Ítalíu hinum megin, hefur hún oftar en einu- sinni orðið að setja svisslenzk framleiðslufyrirtæki (þ. á m. hinar frægu Sulzer-vélaverk- smiðjur) á svarta listann. • Það er alræmt, að samkvæmt þýzk-svissneskum verzlunar- samningum fluttu svisslenzkar verksmiðjur inn kol og járn frá Þýzkalandi og sendú svo fram- leiðsluna,. vélar og vopn, til Þýzkalands. — Það hefði e. t. v. mátt halda því fram, að Þjóð- verjar hefðu neytt Svisslend- inga til þess með hótunum, en hin fræga ræða, sem forseti svisslenzka fýlkjasambandsins hélt 25. júlí 1940, nokkrum vik- um eftir uppgjöf Frakklands og stofnun Vichystjórnarinnar, virðist benda á að ekki hafi verið þörf fyrir hótanir. „Við verðum að hafna göml- um siðum, ekkert mas, heldur hugsa, — engar umræður, held- ur vinna, — engar kröfur, held- ur fómir, — engir leikir, held- ur framleiðsla.... Nú er ekki tími til að horfa dapurlega til fortiðarinnar, heldur líta fram á við, vera reiðubúinn til að taka þátt í endurskipulagningu heimsins á þessum sögulegu tímamótum.“ Og hver var þessi stjómmála- maður, sem skoraði svona greinilega á landa sína að taka þátt í „nýskipun“ nazista? — Það var enginn anhar én Pilet- Golaz, sem sama ár varð utan- ríkisráðherra (eða „forstjóri stjómmáladeildarinnar“, eins og hann nefnist í Svisslandi). — Og í þessari stöðu sat hann til 10. nóv. s.l. Ástæðan til að hann sagði af sér, var birting opinberrar til- kynningar frá sovétstjóminni þann 4. nóvejnber, — þess efnis, að 10. október hefði svisslenzki sendihemann í London tilkynnt svoétsendiherranum og vitnað um leið til hinna „aldagömlu erfðavenja Svisslands,“ að stjórn Sín óskaði aftur að taka upp stjómmálasamband við Sovétríkin. Þann 1. nóvember hafði sov- étstjórnin svarað og hafnaði beiðninni og* minnt svissnesku stjómina á, að í mörg ár hefði hún „brotið í bága við hinar gömlu, lýðræðislegu erfðavenj- ur sínar og fylgt fasistiskri stefnu, fjandsamlegri í garð« Sovétríkjanna, og að hún hefði alls ekki hreytt um stefnu. Því að enda þótt stefna sviss- lenzku stjómarinnar gagnvart öðrum þjóðum Bandamanna hafi verið vafasöm, þá hefur hún verið alveg efalaus þegar Sovétríkin áttu í hlut. Jafn-seint og í sepember s.l. hallmæltu helztu blöð Sviss- lands vopnahlésskilmálum þeim, sem sovétstjórnin setti Finnlandi, sem „hörðum“ og „sligandi“, þótt Bandamenn hefðu fallizt á þá,, ög þeim hefði verið fagnað í öllum lýð- ræðislöndum sem merkilega vægum. Og þetta er ekki ný bóla í utanríkispólitík Svisslands. — í 26 ár hefur Svissland ekki haft stjómmálasamband við Sovétríkin. Rússneskir „hvítliðar“ settust að í Svisslandi, og 10. maí 1923 skaut einn þeirra Yorovski, að- alfulltrúa Sovétríkjanna á al- þjóðlegri ráðstefnu í Lausanne, til bana. Réttarhöldin út af morðinu urðu alræmt hneyksli- — Byrj- unin var sú, að sviss^enzka lög- reglan. dró ’í þrjá daga eftir glaepinn að gera húsrannsókn í skrifstofu annars ,,hvítliða“, sem hún vissi, að var aðalsam- starfsmaður morðingjans. — Svo hófust sjálf réttarhöldin, sem hinn opinberi ákærandi breytti - í saksókn gegn sovét- stjórninni og rússnesku bylting- unni í stað hins ákærða, — og enduðu þau með svívirðilegri sýknun launmorðingjans. Árið 1934 yar Motta, sviss- lenzki u^anríkisráðherrann, einn af hirium fáu fulltrúum 1 Genf, sem mótmæltu því, að Sovétríkjunum væri boðið að ganga í Þjóðabandalagið. Það er fróðlegt að minnast þess, þegar hér er komið, að svisslenzka stjómin, varð' með þeim fyrstu til að viðurkenna yfirráð Mússolinis yfir Abes- siníu (fór þar fram úr Cham- berlain), — að hún var ein af þeim fyrstu, sem tók upp stjóm málasamband við Franco, og að á síðustu árunum fyrir stríð ófsótti hún samtök andfasista í landi sínu, en lét allskonar nazistafélög í friði. Er nokkur furða, þótt sovét- stjórnin, — eftir þessa fortíð, — láti sér ekki nægja, að sviss- lenzka stjórnin gefi í skyn, að hún sé náðarsamlega re'iðubúin til að koma stjórnmálasam- bandi á og „ræða hreinskilnis- lega vandamál fortíðarinnar"? — Er nokkur furða, þó að sovét blöðin krefðist miklu áþreifan- legri stefnubreytingar? Það er mjög athyglisvert, að blöð svissneskra sósíalista og önpur frjálslynd blöð í landinu styðja alls ekki stjómina 1 þessu máli, en skoða brottför Pilet-Golaz úr stjórninni að- eins sem fyrsta sporið, sem stig- ið er í hreingemingu, sém fyr- ir löngu er orðin full þörf fyrir, og krefjast þess, að róttækar og víðtækar ráðstafanir komi á eftir. (Úr Daily Worker). Seint í sumar var haldið skákmót i Bandaríkjunum. Þátttakendur voru 18, þeirra á meðal Reshevsky, sem varð lang- efstur, hlaut lö’/L' Vinning,' enda fátt hinna sterkari meistara Bandaríkjanna með. Mesta athygli vakti það, að 17 ára gamall drengur, R. Steinmeyer, varð nr. 3—4 á mótinu og tefldi margar ágætar skákir, og er honum spáð glæsilegri fram- tíð. Hér birtist skák, sem hann tefldi á þessu móti. — Athugasemdirnar Vru teknar úr Chess Review. R. Steinmcyer: HVÍTT: 1. c2—ei 2. cl,—eð 3. c2—C/ 4. Jb2—b3 5. Ddl—f3 N. Bemstein. SVART: RgS—/6 Rf6—d5 Rd5—b6 g7—g6 Venjulega er ekki gott að leika drottn- inguuni svona snemma í tafli, en leikurinn er þó að ýmsu le.vti góður. T. d. hótar hvítur c5 og undirbýr jafnframt lengri hrókun, og hindrar 5. .... c5 hjá svörtum vegna 0. Bb2, Bg7; 7. e6 og vinnur. 5 - c7—c6 6. BÁ—b2 BfS—g7 7. <j2—d 't RbS—c6‘ S. Df3—e3 0—0 9. Rgl-fS d7—dtí 10. Rbl—d2 dGXeó 11. dfXc5 Dd8—e 7 12. 0—0—0 Rb6—d7 Betra er að hefja gagnsókn með a7- aö—a4. 13. Rd2—bl ..... Eðlilegra er 13. h4 og h5. Ef þá 13...... Dcö; 14. Df4, Dxf2?; 15. Re4, Db6; 16. Rftit með óstöðvandi sókn. 13. Ennþá var betra aö. u. h2—hi 15. hh—hö 16. Rbl—cð ii 7—a6 Rc6—a7 b7—bó b5—bý Eyðileggur einu sóknarmöguleikana. Svartur átti að halda línunum opnum- 17. Rc3—«4 HfH—dS 18. De:i—U De7—fS 19. hðxgtí f 7Xg6 20.’ Rei—ftíf! Bg7Xf6 21. eðxf6 c6—e5 22. Rf3Xc5 Rd7Xf6 23. HdlXdS DfSXdS -4- Re5.XgG! Rj6—gí 25 Hhl X h7U KgS-xh7 26. bfixf7f Kli7—h6 27. Bb2—g7f Kk6—g5 Ef 27 Kh5, 1. á 28. Re5f og mát næsta leik. 28. f2-M 29. g2—g3 Kg5—hð Martin Andersen-Nexö á ferð í Sovét- ríkjunum Moskvaútvarpið skýrír svo frá, að Martin Andersen-Nexö sé kominn til Leníngrad. — í viðtali við fréttaritara frá Moskvaútvarpinu sagði Nexö: „Eg var í föðurlandi mínu, er hið fasistiska Þýzkaland réðst á Sovétríkin — og átti heima 45 km. frá Kaupmannahöfn. Skömmu eftir að fasistaher- irriir höfðu ruðzt inn í Sovétrík- in byrjuðu trylltar ofsóknir gegn öllum þeim, sem nokkru sinni höfðu dvalizt í Sovétríkj- unum eða látið samúð í Ijós með sovétþjóðunum. Eg var tekinn höndum og var marga mánuði í fangelsi. •— Að- búnaður og viðurværi í fangels- inu var óskaplegur,, og fékk ég hættulegan sjúkdóm af þeim völdum. Bækur mínar voru teknar úr bókasöfnunum og bókaútgefend um var bannað að prenta rit mín. Eg fór huldu höfði og dvald- ist hjá vinum mínum, komst til Svíþjóðar og birti margar grein, ar um hina blóði drifnu „ný- skipun“, sem þjónar Hitlers voru að koma á 1 föðurlandi mínu, og um það, hvemig danska þjóðin heldur áfram leynibaráttu sinni, þrátt fyrir hræðilega kúgun. í HINUM ENDURFÆD.DA LENÍNGARÐI , Á þessum árum þráði ég að ferðast til vina minna í Sovét- ríkjunum, — og nú er ég aftur kominn hingað, þar sem ég- var skömmu fyrir stríðið- — Aftur sé ég Leníngrad, — borg, sem hefur endurfæðzt og lifir nýju, fögru lífi eftir hina hræðilegu daga hinnar villimannlegu um- sátar. Bráðlega fer ég til Moskvu, og svo vonast ég til dð geta ferðast um þau landsvæði, sem frelsuð hafa verið undan her- námi Þjóðverja. Mig langar til að sjá sjálfur ‘endurfæðingu Sovétríkjanna og að- safna efni til að rita um í framtíðinni. — Núna ei* ég að ljúka við bók, sem ég hef verið að skrifa öll þessi ár. — Hún er um baráttu hinnar frelsis- urinandi þjóðar minnar gegn iiazismanum.“ Rithöfundafélagið í Lenín- grad hélt samsæti til heiðurs Martin Andersen-Nexö. (Úr Frit Danmark). Nú er svarti kóngurinn kominn í óverj- andi mátstöðu. t 29........ Rgli—hli 30. Rgtí—eðf!! ...... Rothöggið. Hvítur hefur teflt skákina ágætlega. 30. Rh6Xf7 Gcjið. Fine hefur skrifað grein í Chess Review, þar sem hann ræðir fyrirkomulag á keppn- inni um heimsmeistaratitilinn í skák í fram- tíðinni. 1 stað einviga eins og nú, vill hann láta keppa um titilinn á mótuni )>ar sem aðeins 6—10 allra beztu skákmenn heimsins hafi þátttökurétt og'séu þeir vald- ir af sérstakri nefnd. Hann vill að slík mót séu haldin annað hvort ár og að Bandaríkin hefjist þegar handa um að und- irbúa fyrsta mótið, er fari fram undir eins að stríðinu loknu í New York. Ilann telur að þessir meistarar eigi að hafa þar þátt- tökurétt: Aljechin, Botvinnik, Euwe, Fine, Flohr, Keres. Reshevsky og Smysloff. Frð enskri knattspyrnu Framhald af 3. síðu. þó að ná í fimm menn, sem komn- ii' voru til að horfa á feikinn. Eins og/nú er háttað keppni í Englandi er Chelsea efst í Syðri „Líkuni", og álitið eins sterkt og jafnvcl landsliðið, ef það getur náð til allra sem því tillyyra; nú er þar á meðal Hapgood, frægasti bakvörður Breta, qr áður hefur leikið með Arsenal. Þar keppir cinnig Tommy Walker, frægasti framherji Skota úm laiiga hríð. Eftir 10 leiki hefur ielagið 17 stig, sett 49:13; en næsta félag er Brent- ford með 35:17 mörk. í Nyrðri „Líkuni" er Sunderland efst með 18 stig oftir 10 leiki, sett 31:9 mörk- um. Næsta telag er ]Manchester City með 10 stig, en 33:12 mörk- um.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.