Þjóðviljinn - 29.12.1944, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 29.12.1944, Blaðsíða 8
(Orrboi*gíom Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarbarnaskólanum. Næturvörður er í Ingólfsapóteki. Útvarpið í dag: 19.25 Hljómplötur: Harmóníkulög. 20.25 Útvarpssagan: „Kotbýlið og kornsléttan“ eftir Johan Boj- er, (Helgi Hjörvar). - 21.00 Strokkvartett útvarpsins: a) Hugleiðing eftir Þórhall 1 Árnason um „Lótusblómið" eftir Schumann. b) Hugleiðing um „Malakoff" eftir Þórarinn Guðmundsson. 21.15 Erindi: Ertu tryggður? (Jens Hólmgeirsson skrifstofustjóri) .22.05 Symfóníutónleikar (plötur); a) Fiðlukonsert í d-moll eftir Schumann. b) Symfónía, nr. 1, í B-dúr, eftir sama höf. Gjafir til Slysavarnafélags ís- lands. Frá L. Ó. 20 kr. Frá Ólöfu Ingimundardóttur, Svanshóli 10 kr. Frá Verkakvennafélaginu Bára, Hofsós 182 kr. Frá N. N. 20 kr. Frá Skaftfellingi 10 kr. Frá Ónefndum 200 kr. Margréti Jónsdóttur, ljós- móðir, til minningar um látinn sjó- mann 50 kr. Frá Ungmennafélaginu „Drengur“ í Kjós 200 kr. Frá Gam- alli konu 50 kr. Frá Friðjóni Jens- syni, lækni, Akureyrý 1000 kr. — Bamtals 1742 kr. Þetta er í annað skiptið sem Frið jón læknir gefur Slysavarnafélagi íslands þúsund krónur á þessu ári, en áður hefur hann gefið Slysa- varnafélaginu miklar fjárgjafir. Með þessari síðustu gjöf hans fylgdi bréf frá honum, þar sem hann sagð- ist finna til samvizkubits í hvert skipti sem hann frétti um slys þJÓÐVIlllNN lilaolaiM HmassOMnoai1 selð- ssl lyrir to-io bímt hriair Noregssöfnunín nemur ntí rúmí. 900 þús, hr. í pen. auh fatagjafa Jólagjafalcort Noregssöfnunarinimr seldust upp' é skömmum tíma’ fyrir jólin og er óiœtlai) að inn Jvafi komið til söfnurvarinmir um 60—70 fmsund krónur. Nemur því peningasöfnunin til Nor.egs rúmlega 900 þúsund krónum. Auk þess bárust aUmilclar fatagjafir og nokkuð wf peningum. NÝJA BÍÓ SKEMMTISTAÐURINN CONEY ISLAND Dans- og söngvamynd í eðli- legum litum. Aðalhlutverk leika: BETTY GRABLE, CESAR ROMERO, GEORGE MONTGOMERY. SýndTd. 5, 7 og 9. - TJARNARBÍÓ < Stássmey Cover Girl) Skrautleg og íburðar- mikil söngva- og dans- mynd í eðlilegum litum. RITA HAYWORTH GENE KELLY Sýning kl. 5, 7 og 9. Mest seldist af jölagjafakort- mn lijá L. II. Muller, eðá fyrir kr. 14 200. Uin 15 þús. kr. bárust til Nor- egssöfnunarinnar um jólin. Verka- Kveðjur frá Rie- hard Beefc Eftirfarandi kveðja frá Ricíiard Beck hefur sr. Jakob Júnssyn i borizt: „Hjartaulegar hátíðalcveðjur olc/car til alls skyldfólksvns með beztu þökk fyrir siðast. Richard Beck“. vegna þess að hann hafi ekki lagt sitt af mörkum, sem er þó harla ó- líklegt, því fáir munu hafa hreinni samvizku gagnvart slysavarnastarf- seminni en hann, sem færir henni stórgjafir á hverju ári. menn sem vinna/ við flugvöllinn gáfu kr. 6035, starfsmenn olíustöðv arinnar í Hvalfirði 620 kr., nem- ! endur og kennarar Reykjaskóla í Hrútafirði 3000. kr.. og Rauðakross- deikl Akraness 3000 kr. Skátar á Akureyri söfnuðu fatn- aði og komu um 200 fatakassar með Esju að norðan. Hér í bæn- um var einnig gefiið nokkuð af fatn aði,« þótt ekki væri gengið í húsin, en söfnunarnefndin sótti heim tif þeirra er tilkynntu slíkar gjafir. Eftir er að. floikka þennan fatnað sem nú. liefur borizt og því ekki hægt að segja ákveðið um verð- mæti. hans,. Þegar Noregssöfnunin var gerð upp á s., L hausti liöfðu safnazt 842 þús,. kr„ og nemur því söfnun- in nú rúmlega 900,þús. kr. íí pen- ihgum alik þess, sem borizfc kefnr af fatnaði. Kvcðja tíl Dana á Grænlandí Framhald af 5. síðu. leynisamtökunum. eins og nafn- laus ríkisstjórn. -— Öll danska þjóð in hlýðir .fyrirmælum þess eins og töfraorði. Skemmdarverkin, allsherjarverk föllin, — þetta eru göfugustu vopn in, sem hernumin þjóð á, — og þessum vopnum hefur verið beitt snilldarlega. Skemmdarverkin lama sam- göngur og hergagnaframleiðslu ó- vinanna. — Þau eru framkvæmd með glæsilegu samstarfi við brezka flugherinn, — með nákvæmri skipu lagningy og með sem minnstu manntjóni Dana, því að skemmdar verkamenn okkar vinna það verk, sem sprengjuflugvélarnar hefðu annars gert. Og það hefur ekki tekizt að rjúfa allsherjarverkföllin með byssustingjum og skriðdrekum. — Þessi verkföll, — þessi friðsanjlega stöðvun iillra^ vinnu —, hefur stundum mátað þýzka herinn. — Borgir eins og Kaupmannahöfn, Otftnsc, Esbjerg, Áalborg og marg- ar aðrar munu alltaf lifa í sögu Danmerkur. Og hvernig hefur danska þjóð- in getað afrekað þetta, vopnlaus, vanmáttug, eins og Davíð and- spænis albrynjuðum Goliat? — Með einhuga, órjúfanlegum sam- tökúm. — Allir taka höndum sam- an, allar stéttir, frá verkamanni til konungs. — Það er ómögulegt að taka nokkurn einstaklipg út úr. — Og þó, — þegar nú sá dag- ur nálgást, er eitt ár er liðið frá morði Kaj Munks, ber okkur að sýna lotningu kirkjunnar mönn- um, sem hafa sýnt, að meðal þeirra eru menn, sem eru færir um að taka krossinn upp og þola píslar- vættisdauða. Þessi einhuga barátta gegn óvin unum hefur veitt Danmörku sitt rúm í fylkingum þjóðanna, sem berjast fyrir frelsið. — Sökum bar- áttn sinnar liefur dönsku þjóðinni hlotnazt það, að vera talin með í (hópi Bandamanna. — Og þegar Danmörk er frjáls aftur, væntum við þess, að hún berjist með Banda mönnum á vigvöllunum. — Dan- mörk er nú þegar stríðsland að öllu öðru leyti en nafninu einu. Samheldni þjóðarinnar gefur góð ar vonir um friðsamlega þróun á hinum erfiðu tímamótum stríðs og friðar. — Frelsisráðið hefur lýst því yfir, að þessi þróun skuli fara fram á grundvelli laga og réttar. — Konungurinn mun mynda á vana- legan hátt það ráðuneyti, sem á að stjórna Danmörku til bráða- birgða á þcssum tímamótum, þang að til nýjar kosningar sýna, hvern- ig danska þjóðin óskar að hafa framtíðarstjórn sina, og hvernig fara á með stríðsglæpamennina. Við hlökkum til þess dags, er Danmörk verður aftur réttarríki, með löghlýðna borgara, sem fylkja sér um konung og ríkisstjórn á grundvelli laganna. í fyrra vonuðumst við eftir komu sigursins og ljóssins árið 1944, nú erum við viss um, að her- ir Bandamanna, sem einnig berj- ast fyrir málstað Danmerkur, munu leiða baráttuna í Evrópu til lykta og ráða niðurlögum óvin- anna. Við« skulum því í þessari ör- uggu vissu um þetta, óska hvert öðru gleðilegra jóla og nýjárs! i 1945 verður ár sigursins! Gleðileg jól og gott nýtt ár. Æskulýðsfylkinplia getur af sérstökum ástæðum sýnt franska gam- anleikinn tt HANN" ennþá einu sinni, í kvöld kl. 8. Aðgöngumiðar verða seldir eftir kl. 2 í dag. Athygii skal vakin á því að skólafólk fær aðgöngumiða sína með niðursettu verði, og getur vitjað þeirra eftir kl. 3 í dag. Inriilega þökkum við öllum sem heiðruðu minn- ingu ÓLAFAR JÓNSDÓTTUR, og sýndu okkur vinsemd og samúð við andlát hennar og útför. Kristín Jónsdóttir. Jón Arason. Slysavarnafélagið • ákveður sjóðstofnun til veitingar á björgunarverðlaunum Stjórn Slyavamafélags íslands hefur ákveðið að stofna sjóð innan # félagsins í þvi skyni að veita þeim mönnum heiðursverðlaun, sem með snarrœði sínu og hjálpfýsi verða til þess að bjarga öðrum frá yfirvofandz hœttu eða bráðum bana. Sjóðstofnun þessi er gerð í til- efni af láti Friðriks Halldórssonar loftskeytamanns, ritara félagsins og með því fé er félaginu barst til minningar um hann. Meðal hinna mörgu, sem minnt- ust hins látna með því að senda Slysavarnafélaginu gjafir, var Sjó- mannadagsráðið í Reykjavík og Alþýðusambandið, námu gjafir þess til samans kr. 3016.00, stjórn Slysavarnafélagsins ákvað þá að bæta þar við 1000 krónum og mynda síðan' með allri upphæð- inni sérstakan sjóð til veitingar á björgunarverðlaunum, en að sjálf- sögðu má síðan auka sjóðinn með frjálsum, framlögum. Verðlaunaveitingar eins og liér eru ráðgerðar, eru mjög algengar meðal erlendra slysavarnafélaga, en hafa ekki tíðkast hér á landi önnur en afreksverðlaun Sjómanna dagsins, sem félag íslenzkra botn- vörpuskipaeigenda hefur veitt und anfarin ár fyrir mesta björgunar- afrek ársins. En mikil þörf er á því, að veita öllum er björgunar- afrek vinna, einhverja viðurkenn- ingu eftir því sem tilefni gefur til. Slysavarnafélagið á og annan sjóð, gefinn til minningar um Gunn ar heitinn Hafbcrg, sem nota á til að veita unglingum viðurkenningu fyrir björgunarafrek. Þessir tveir sjóðir eiga því að geta náð til allra, unglinga sem fullorðinna, er björg- unarafrek vinna. heldur skemmtifund að Skólavörðustíg 19 á gamlárkvöld, sunnudaginn 3,1. des. n.k. kl. 10 s.d. Skemmtunin hefst með dansi en kl. 12 á miðnætti fara fram eftirfarandi dagskráratriði: 1. Forseti Æsku- lýðsfylkingarinnar flytur ávarp. 2. Töframaður sýnir listir sínar. 3. Upplestur. Að þessu loknu verður dansað fram eftir nóttu. x Félagar Æskulýðsfylkingarinnar og Sósíalistafélagsins og gestir þeirra eru velkomnir meðan húsrúm leyfir. Aðgöngumiðar verða seldir í dag og á morgun á skrifstofu Æ.F.R. kl. 4—7. t y

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.