Þjóðviljinn - 07.01.1945, Side 2

Þjóðviljinn - 07.01.1945, Side 2
ÞJOÐVILJINN 2 Sunnudagur 7. janúar 1945. úfiœiapuéótnrink MannllOn lalnndlnia 0 alO 1944 nalra an nastn tr 0 nnlan 17 skip, samtals 2344 rúmL Á síðastliðnu ári vaxð íslenzka þjóðin fyrir allmiklu tjóni á mönnum og skipum, eins og undanfarandi stríðsár. Árið 1944 fórust í sjó 83 menn og er það meira en 2 næstu ár á undan, þá fórust í sjó 61 maður annað árið en 75 hitt. Árið 1941 er þó mesta mannskaðaárið, en þá fórust 141 maður. í skýrslu frá Slysavamafélagi íslands um manntjón 1944 segir svo: „Á árinu 1944 hefur íslenzka þjóðin orðið á bak að sjá 83 hraustum og hugrökkum sjómönnum og öðmm sjófarendum, » flestum í blóma lífsins og fyrirvinnu heimila. 17 skip hafa horfið í hafið af ísl. flotanum fyrir fullt og allt, er vom að rúmlestatali samtals 2344 rúmlestir. Verðmæti þessa skipastóls með núverandi verðlagi mun nema um eða yfir 20 milljónir króna. Bréf gegn óvinum prent- listar Eftifarandi bréf hefur Bæjarpóst- inum borizt frá Halldóri Kiljan Laxness: „Til ritstjóra Þjóðviljans. Eg hef hvað eftir annað kvaftað við ráðamenn Þjóðviljans yfir því, að blaðið er oft svo illa prentað, að forustugreinin verður ekki les- in, vantar fleiri eða færri stafi framan á hverja linu. Þetta endur- tekur sig stundum dag eftir dag, stundum með nokkurra daga fresti. Eg hef tjáð afgreiðslunni, að áskrif- andi blaðsins, kynoki ég mér við að borga blaðið þá mánuði, þeg- ar það er dögum saman ólæsilegt vegna illrar prentunar. Eg hef spurt sérfróðan mann í prentlist, hvar eigi að flokka þá vinnu, sem lýsir sér í ólæsilegu prenti. Hann svar- aði: Undir ónýt eintök. Mér skilst að ekki sé rétt gagnvart neinum að- ilja að borga fyrir ónýt eintök af blaði, og allra sízt fyrir heil upplög. Sé spurt hverjum sé þægð í þessum vinnubrögðum er svarið: Ekki prent smiðjueiganda né prentsmiðjustjóra, ekki viðskiptavinunum, — en þó allra sízt prenturunum, því slíkur sóðaskapur miðar að því einu að vekja fyrirlitningu á íslenzkri prent vinnu og skapa íslenzkum prentur- um óvini. Eg sé ekki hvers vegna kaupendur blaðanna ættu að vera skyldir til að borga fyrir vinnu, sem virðist vera unnin í þeim ein- um tilgangi að gera prenturum skömm. í dag vantar fimm og sex stafi framan á hverja línu í forustugrein Þjóðviljans. Eg sendi eftir fleiri ein tökum, ef eitt skyldi finnast læsi- legt, en þau eru öll eins. M. ö. o. allt upplag blaðsins virðist vera ónýtt. Eg hringi til afgreiðslumanns ins og spyr, hversvegna þeir kaupi slíka vinnu, sem ekki á skylt við vinnu, heldur er uppmálað verk- menningarleysið. Mundu mennimir ekki vinna betur ef neitað væri að borga fyrir þessa ómynd, (það er nefnilega oft svo, að þeir sem ekki skilja gildi verkmenningar, skilja gildi krónu og aura). Afgreiðslu- maðurinn svarar: Þetta mál hefur oft verið til umræðu milli blaðsins og prentsmiðjunnar. En þegar við kvörtum segir prentsmiðjan: Þið getið farið eitthvað annað. Það er sama svarið og á sumar- gistihúsunum, þegar menn kvarta yfir úldnum mat og óþverra: Þið getið leitað eitthvað annað. Með öðrum orðum: ómennska í vinnubrögðum sem úrslitakostir og terror. Eg skrifa Þjóðviljanum þetta bréf sem vinur biaðsins og óvinur óvina prentlistarinnar, og skora á ykkur að reyna enn að gera einhverjar ráðstafanir til þess að blaðið sé svo úr garði gert, að kaupendur geti séð hvað stendur í því. Reykjavík, 5. janúar, 1945. H. K. L.“ Þjóðnýting atvinnutækjanna Árni Jónasson trésmiður sendir Bæjarpóstinum langt bréf um at- vinnuvegi og þjóðlíf, og ber greinin með sér að hann hefur hugsað mik- ið um þessi mál, og er margt í grein inni athyglisvert. í bréfinu segir m. a.: „Til þess að tryggja heilbrigt þjóðfélag, vernda menningarleg lífs- kjör vinnandi stétta og að eðlileg þróun geti átt sér stað, efnahags- lega og andlega er bætt þjóðskipu- lag nauðsynlegt. Fyrsta skilyrðið til þess að svo megi verða er að þjóðin öll í sam- einingu fái yfirráðin yfir auðlind- um landsins og tækin til að nytja þær í sínar hendur. Þeir sem eiga að hafa fram- 1 leiðsluna á hendi er fyrst og fremst ríkið, sem ber um leið ábyrgð á velferð þjóðarínnar, þá bæjar- og sveitarfélög, og einstaklingar sem vinna í hinum ýmsu starfsgreinum, sameiginlega undir vernd ríkisins. Þannig á framleiðslan að fara fram, í sem stærstum stíl, við sem bezt skilyrði, með fullkomnum tækj um, en þó takmarkast eftir þörf hinna ýmsu framleiðslutegunda á hverjum tíma, svo hvorki verði of- framleiðsla eða vöntun. Ríkið á að hafa öll millilandavið- skipti, svo að þau geti farið fram í stórum stíl, með því gætu náðst hagkvæmari kjör, bæði með út- flutningsvörur og innfluttar. Vöru- dreifingin innanlands gæti einnig verið miklu hagkvæmari en nú er. og þyrfti einnig þar að gæta í- hlutunar hins opinbera svo að hags- muna fjöldans yrði betur gætt en nú er. Siglingar allar, bæði milli landa og með ströndum fram, ættu að vera í höndum hins opinbera. Þyrfti rikið að eiga nægilega stór | og mörg skip til að geta fullnægt flutningaþörfinni og hagað sigling- unum sem bezt. Ríkið ætti að eiga stóra nýtízku togara, nægilega marga, og gera þá út, en bæjarfélög og samvinnu- félög sjómanna ættu hinsvegar smærri skip og gerðu þau út. Með því móti yrðum við frekar sam- keppnisfærir við aðrar þjóðir á sviði sjávarútvegsins, en það er okkur lífsnauðsyn“. Lærði hann í Leníngrad? Gamansemi er lifsins krydd. Það ber því vissulega að skrifa hið kát- broslega í fari Alþýðuflokksforust- unnar tekna megin í reikning henn- ar — ekki mun af veita. Fyrir Alþýðusambandsþingið full- yrti Hermann Jónasson að Alþýðu- flokkurinn og Framsóknarmenn mundu verða í meirihluta á þing- inu. Þá varð Stefán við Alþýðublað- ið og Stefán hijin glaður. Hermann var búinn að segja það, og þá hlutu þeir að verða í meirihluta. Samt voru til menn sem efuðust um að þessi meirihluti Hermanns væri til í veruleikanum og vildu ekki selja Stefánunum algjört sjálfdæmi. Við skulum bara sýna ykkur það, sögðu Stefánarnir, við kjósum um for- setann. En sjá, forsetaefni Stefán- anna og Hermanns féll. Þá urðu Stefánamir reiðir og létu lið sitt ganga af þingi. Svo lýstu þeir yfir að það væri ómögulegt að vinna með kommúnistum í verklýðshreyf- ingunni * Svo víkur sögunni að Dagsbrún. í stjórn Dagsbrúnar er nú einn Al- þýðuflokksmaður. Meinhægur heið- ursmaður. Uppástungunefnd Dags- brúnar kom að máli við hann og vildi leggja til að hann ætti áfram sæti í stjórninni. Hann kvaðst þurfa að tala við sína menn. Hans menn sögðu að kommúnistar væru vond- ir menn, meira að segja svikarar og að enginn Alþýðuflokksmaður mætti vera með þeim í stjóm Dags- brúnar. Svo ákvað Alþýðuflokkur- inn að stilla í Dagsbrún, til að sýna svart á hvítu að svo „finn flokkur“ vilji engin mök eiga við kommún- ista. * Loks kom ab því að kjósa átti stjórn í fulltrúaráð verklýðsfélag- anna í Reykjavík. Þar ráða „komm- únistar" öllu. Þessir sömu sem höfðu meirihluta á Alþýðusambands Framh. á 5. síðu. Mannskaðana hefur skrifstof an flokkað þannig: 1) Af farþegaskipi fórust 14 skipverjar og 10 farþegar 24 samt. 2) Af togara sem fórst fórust 29 samt. 3) Af flutninga- skipi sem fórst fórust 2 far- Or bor*g?rmI Næturlæknir er í læknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður er í Reykjavíkurapó- teki, sími 1760. Ljósatími ökutækja er frá kl. 3.20 e. h. til kl. 9.50 f. h. Næturakstur: Bifröst, sími 1508. » Útvarpið í dag: 8.30 Morgunfréttir. 11.00 Morguntónleikar (plötur): Óperan „Tosca“ eftir Puccini, } 1. þáttur. 12.10—13.00 Hádegisútvarp. 14.00 Messa í Dómkirkjunni (séra Sigurbjörn Einarsson). — Kveðjuguðsþjónusta. 15.20—16.30 Miðdegistónleikar (plöt ur): Óperan „Tosca“ eftir Puccini, 2. og 3. þáttur. 18.30 Barnatími (Pétur Pétursson o.fl.). 19.25 Hljómplötur: L’Arlesienne1 svíta eftir Bizet. 20.20 Einleikur á píanó (Fritz Weisshappel): Rapsodia nr. 5 eftir Liszt. 20.'35 Erindi: Annáll ársins 1944 (Vilhjálmur Þ. Gislason). 21.00 Hljómplötur: Norðurlanda- söngvarar. 21.15 Upplestur: Úr ritum Guðrún- ar Lárusdóttur (frú Lára Sigurbj örnsdóttir). 21.40 Hljómplötur: Klassiskir dans- ar. 22.05 Danslög. 23.00 Dagskrárlok. Útvarpið á morgun: 18.30 íslenzkukennsla, 2. flokkur. 19.00 Þýzkukennsla, 1. flokkur. 19.25 Þingfréttir. 20.30 Erindi: Samtíð og framtíð: Viðskipti manna og gerla, II (Sigurður Pétursson gerla- fræðingur). 21.55 Hljómplötur: Lög leikin á xylofon. 21.00 Um daginn og veginn (Sigurð ur Einarsson og Vilhjálmur Þ. Gíslason). 21.20 Útvarpshljómsveitin: íslenzk alþýðulög. — Einsöngur (Mar- íus Sölvason). 22.00 Fréttir. Dagskrárlok. þegar. 4) Af mótorskipum yfir 12 rúml., sem fórust, 14 samt. 5) Af litlum vélbát, sem hvolfdi J 1. 6) Af vélbát yfir 12 rúml. j sem hvolfdi, 1- 7) Féllu út af flutningaskipum 5 samt. 8) Féllu út af vélbátum yfir Í2 rúml. 1. 9) Drukknaði af segl- bát 1. 10) Féllu út af togara 1. 11) Féllu út af bryggjum 4; samtals 83. Bráðabyrgðaflokkun á skipa- tjóni: 1) 1 farþegaskip , Goðafoss“ 1542 rúml. 2) 1 togari, „Max Pemberton“ 321 rúml. 3) 3 flutningaskip, „Rafn“, „Sæ- unn“, „Búðarklettur“, samt. 217 rúml. 4) 7 fiskiskip, mótorskip yfir 12 rúml. „Njörður“ „Freyr“, „Bjöm“ H“. „Óðinn“, „Árni Árnason“, „Kolbrún11 „Þorgeir Goði“, samtals 234 rúml. 5) Vélbátar undir 12 rúml. Vélb. frá Djúpavogi, „Ell- iði“, „Sæfari“, „Ella“, „Hafald- an“, samtals 30 rúml. Samtals 2344 rúmlestir. Franskir kommúnistar semja við sósíaldemó- krata Franski kommúnistaflokkur- inn hefur stigið nýtt skref í átt- ma til sameiningar verkalýðs- ins í Frakklandi. Hann hefur skipað sex manna nefnd til að hefja sameiningarviðræður við Sósíaldemókrataflokkinn. Þetta var gert sem svar við ályktun þeirri, sem samþykkt var á flokksþingi Sósíaldemó- krataflokksins. Var í henni end umýjað það sameiningartilboð, sem hann hafði þegar lagt fram á tímum ®leynibaráttunnar. Um leið og Kommúnistaflokk urinn fellst á að hefja þessar viðræður, tekur hann skýrt fram, að þær megi alls ekki skerða þá einingu, sem þegar er innan mótspymuráðsins. Hann bendir líka á að flokk- urinn kunni að hefja viðræður einnig við aðra flokka og mót- spymufélög. Sjötugvr er á morgun Jón Engil- bertsson, trésmíðameistari, Sunnu- hvoli, Grindavík. Hefur Jón tekið mikinn þátt í félagsmálum, átt sæti í hreppsnefnd og sóknamefnd, og starfað innan Góðtemplarareglunn- ar. Úrslit þingmála (Frá skrifstofu Alþingis). STJÓRNARFRUMVÖRP SAMÞYKKT: Frumvarp til laga um Hjúkrun- arkvennaskóla íslands. Samþykkt sem lög 12. desember. ÞINGMANNAFRUMVÖRP SAMÞYKKT: Frumvarp til laga um breyt. á lögum nr. 99 16. des. 1943, um á'byrgð ríkissjóðs á tjóni, sem hlýzt af veru herliða Bandaríkja Norð- ur-Ameríku hér á landi. Samþykkt sem lög 29. nóvember. Frumvarp til laga um breyt. á hafnarlögum fyrir Akureyrar/caup- stað, 3. nóv. 1915. Samþykkt sem lög 6. desember. Frumvarp til laga um breyt. á lögum nr. 21 14. júní 1929, um hafnargerð á Skagaströnd. Sam- þykkt sem lög 12. desembef. Frumvarp til laga um breyt. á lögum nr. 85 23. júní 1936, um meðferð einkamála í héraði. Sam- þykkt sem lög 14. desember. Frumvarp til laga um breyt. á og viðauka við lög nr. 36 30. júlí 1909, um laun háskólakennara, og um beryt. á lögum nr. 21 1. febrú- ar 1936, ufn Iláskóla íslands. Sam- þykkt sem lög 14. desember. Frumvarp til laga um lendingar- hœtur í Djúpavogi. Samþykkt sem lög 14. desember. Frumvarp til laga um lendingar- bœtur í Selárdal í Ketilsstaða- hreppi. Samþykkt sem lög 15. des- ember. Frumvarp til hafnarlaga fyrir Ólafsfjörð. Samþykkt sem lög 15. desember. Frv. til laga um veiting rílás- horgararéttar. Samþvkkt sem lög 16. desember. Frumvarp til laga um breyt. á hajnarlögum fyrir N eshaupstað r nr. 66 4. júlí 1942. Samþykkt sem lög 16. desember. Frumvarp til laga um breyt. á lögum nr. 38 30. júní 1942, um breyt. á lögum nr. 26 13. janúar 1938, um bœndaslcóla. Samþykkt sem lög 16. desember. ÞINGMANNAFRUM- VÖRP, VÍSAÐ TIL RÍKISSTJÓRNARINNAR. Frumvarp til laga um breyt. á lögum nr. 100 1938, um iðnaðatr- nám, og lögum nr. 43 1940, um breyt. á þeim lögum. Tillaga minnt hl. iðnn. Nd. í nál: á þkj. 548 um að vísa frv. til ríkisstjórnarinnar samþykkt í Nd. 2. apríl, við fram- hald 2. umr. málsins. ÞINGSÁLYKTUNAR- TILLÖGUR SAMÞYKKTAR: Tillaga til þál. um að skora á ríkisstjórnina að gera nú þegar ráðstafanir til þess að auka við húsnœði jyrir geðveikt fólk. Sam- þykkt sem ályktun Alþingis 30. nóvember. Tillaga til þál. um þátttöku í alþjóðlega v innumálasam b andinu. Samþykkt sem ályktun Alþingis- 7. desember. Tillaga til þál. um rannsókn á skilyrðum til hitaveitu vegna Húsavíkur. Samiþykkt sem álykt- un Alþingis 15. desember. Tillaga til þál. um smíði brúar á Jökvlsá á Fjöllum hjá Gríms- stöðum. Samþykkt sem ályktun Alþingis 16. desember.

x

Þjóðviljinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.