Þjóðviljinn - 07.01.1945, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 07.01.1945, Blaðsíða 5
ÞJÓÐVILJINN — Sunnudagur 7. janúar 1945 gllÓÐVILJINii Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn. Ritstjóri og ábyrgðarniaður: Sigurður Guðmundsson. Stjórnmálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson. Ritstjórnai’skrifstofa: Austurstrœti 12, sími 2270. Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavörðustig 10, sími 21Sý. Askriflarverð: I Reykjavík og nágrenni: Kr. 0.00 á mánuði. Úti á landi: Kr. ö.OO á mánuði. Prentsmiðja: Víkingsprent h.f., Garðastrœti 17. Ríkið verður að ráða öllu skipsrúmi í öllum löndum er það nú svo að ríkið ræður öllu skipsrúmi. Þetta er lífsnauðsyn allra þjóða vegna þess hve lítið er um skipsrúm í heiminum. Vér íslendingar höfum meiri þörf á slíkum yfirráðum ríkis- ins yfir skipsrúmi en nokkur önnur þjóð, vegna þess að vér eigum allt undir útflutningunum. Þetta er þegar viðurkennt í löggjöf lands vors með því að veita Viðskiptaráði lögum samkvæmt umráð yfir öllu skips- rúmi til flutninga til landsihs. Hafi þetta verið nauðsynlegt vegna innflutningsins, þá er það ekki síður nauðsynlegt vegna útflutningsins. Það verður að vera í höndum hins opinbera að ákveða notkun og verð á skipsrúmi, meðan stríðið stendur. Það hefði engum þótt viturlegt að láta braska vægðarlaust með fragtimar á vörunum til landsins, láta braskara ráða skips- rúminu og láta innflytjendur verða að bjóða í það og gefa skips- rúmsbröskurunum ægigróða, gefa þeim kost á að skatta þjóðina. Og það er jafn fráleitt að ætla að láta braskara ráða mest- öllu skipsrúmi til ísfiskútflutningsins og skatta með því fiskfram- leiðendur. Hjá hverri þjóð eru yfirráðin yfir skipsrúminu og réttur til hámarksverðákvörðimar hjá opinberum stofnunum. Það er svo hér hvað innflutninginn snertir. Það þarf að verða það líka hvað fiskútflutninginn snertir, enda var svo ráð fyrir gert í upphafi stríðsins. Braskið, sem einstaklingar nú era að hefja í ísfiskútflutn- ingnum vegna þess að Bretar hætta að flytja, sýnir og sannar að hér er þörf skjótra aðgerða. Hið opinbera verður að fá til ráðstafana skipsrúm, sem að minnsta kosti nægi til ísfisksút- flutnings frá Faxaflóasvæðinu. Viðskiptamórall Vísis Þgr kom að því að Vísir tók upp hanskann fyrir heildsalana. # I I gær segir blaðið út af heildsalahneykslinu: „Aðalatriðið, sem hér er um að ræða, er það, hvort skrásett firmu erlendis, sem íslenzkir ríkisborgarar standa að, hafa leyfi til að gefa út kaupreikninga hingað til lands í eigin nafni og leggja á vörumar eins og önnur útflutningsfirmu í því landi sem þau starfa i“. Áður er blaðið búið að taka að sér að verja það að sjálfsagt sé að íslenzku firmun megi fá erlend firmu til að leggja á fyrir sig og sjálfsagt að þau megi hafa íslenzkan starfsmann „við sér- stakt skrifborð“ í amerísku firma, til að leggja á aukaskattinn á íslendinga. Þetta séu hvort tveggja löglegar fölsunaraðferðir — og því ósvífið að kalla þessa umhyggju heildsalanna fyrir föður- landinu svindl!! En spumingin sé hvort þriðja fölsunaraðferðin á innkaupa- reikningunum sé lögleg eða ekki, — þetta að hafa sjálfir lepp- firma til að leggja á! „Mórall“ Vísis minnir á „boðorðið“: Auðgastu, — löglega, ef þú getur, — annars hinsvegin! Og máli sínu til sönnunar vitnar svo Vísir í sjálfan Bjöm Ólafsson!! En hvers vegna gleymir Visir að spyrja hann um af- stöðu coca-cola-ríkisstjómarinnar til þess að Viðskiptaráð beitti dagsektum strax í fyrra og svipti þá, sem neita að skila reikn- ingum innflutningsleyfum? Er eitthvað að batna í Alþýðuflokknum? Það hefur vakið ánægju ýmissa verklýðssinna að Alþýðu- flokksmennirnir 1 Reykjavík sóttust eftir því að eiga sæti í full- trúaráði verklýðsfélaganna og breyttu um stefnu frá Alþýðusam- bandsþinginu. En þar heimtuðu Hannibalarnir sem kunnugt er „hnífakaup óséð“, — vildu ekki nefna þá menn, sem þeir ætluðu íisllr „tlBBirien" Siainidir fri iizistaiaidi ÞJÓÐVILJINN — Sumiudagm’ 7. janúar 1945 Willi nokkur Ivleine, sem á heima í Berl'ín, er vafalaust bráð- fyndinn. — En þar sem öll gam- ansemi er dálítið kvíða blandin í Þýzkalandi núna, endar bréf Kleines til Hans Herk fremur þunglyndislega. — Eg tilfæri hérna athyglisverðustu kaflana: „Ef til vill efast þú, llans vinur minn, enn um það, livort j'órðin snúist. — Ilý/n liraðsnýst. — Sann- leikurinn er sá, að hún snýst með svo miklum hraða, að höfuðin á okkur cru farin að snúast. Ég tala ekki núna um breyting- arnar á borg okkar og öllum, bygg- ingarstíl hennar. — Eg man eftir ráðagerðum bandvitlausra manna árið 1922, sem stungu upp á, að allt vœri rifið niður og byggðir skýjakljúfar í staðinn. — Það er að vísil búið að framkvœma fyrri, hluta áœtlunarinnar. — En það er hœgt að lifa án þess að eiga falleg- an legubekk, — eins og Óskar gamli sagði —, en það er ekld hœgt að lifa án þess að hafa Ijóta lifur. Breytingar fara einnig fram í hugum fólks. — Heilinn í Michcl, sem áður virtist hreyfingarlaus, er nú farinn að snúast. Manstu, að það var venja að segja, að við yrðum að sætta okk- ur við þrautir stríðsins, og að sönn hamingja myndi falla okkur í skaut eftir sigurinn? — Nú er sagt, að það sé bezt fyrir okkur að njóta stríðsins, á meðan það er, því að ástandið verði jafnvel ennþá verra síðar meir. Og Velemeclc litli fœr Bertu til að láta að vilja sínum, því að hann segir: „Eftir stríðið höfum við elcki geð í okkur til að hugsa um þessa hluti“. Þegar þú varst liér ennþá, og við vanir að fara í Adler Haus, var fólk alltaf að þrœta um, hvort stríðið yrði búið bráðum eða ekki. — Þeir bjartsýnu sögðu, að það yrði búið um áramótin, en þeir svartsýnu, að það yrði ekki búið fyrr en um hvítasunnu. — Nú eru það þeir bjartsýnu, sem segja, að það verði búið um hvítasunnu, en þeir svartsýnu um áramót. — Þú manst, að Richard byrjaði að lœra rússnesku veturinn fyrir Rússlandsherferðina? — Ég sagði honum þá, að liann vœri bjartsýn- ismaður, því að við mundum fyrst Ijúka við stríðið við England. — Og nú býr fólk til slcýrslur um bjartsýnismenn, sem eru að lœra ensku, og svartsýnismenn, sem lœra rússnesku. En ég hef geymt mcstu stórtíð- indin þangað til síðast. — í fyrra- dag trúði mér þorpari, sem vinnur við blaðið „Berliner lllustrierte", fyrir því, að hann vœri ekki þýzk- ur, lieldur danskur. — Kannski þú sért nú Frakki, þegar öllu er á botninn livolft? Og e. t. v. er ég argentinskur? — I stuttu máli sagt, — við liöfum allir slœma „timburmenn“. Þjóðverjar segjast hafa „katzen- jammer“, þegar þeim líður illa eft- ir ölæði. — Ég veit ekki, hver er uppruni þessa orðs. — Kettir eru ekki drýkkfelldir. — En Þjóðverj- ar eru sannarlega búnir að svalla. —- Nú finna þeir eftirköstin, og aspirin mun ekki hjálpa þeim mik- ið. — ★ Þjóðverjar af ýmsum gerðum, sem lifa utan Þýzkalands, — sósí- aldemokratar og venjulegir þorp- arar, prestlingar, spilafölsunarvið- vaningar og aðrir, treysta auðsjá- anlega minnisleysi okkar. — Einn áf þeim skrifar sér til varnar: „Ekki er liœgt að varpa ábyrgð- inni á glœpum nokkurra Gestapo- foringja á þýzku þjóðina eða þýzka herinn. — Þessi hryðjuverk eru hernum alveg óviðkomandi". „I þorpinu Dúbrovka rákumst við á 55 manns, grunuð um sam- band við skœruliða. — Þetta fólk drápum við. — Fimmtán voru kon- ur, hitt karlmenn. — Við brennd- um þetta þorp til ösku. Sjálfur brenndi ég 28 hús. — Ég brenndi 64 Rússa, og, — auðvitað —, voru nokkur börn á -meðal þeirra, af þvi að það kom ekki til mála að tína þau úr. — En ég skaut aldrei fólk, sem var liggjandi. — Ilvenœr sem ég þurfti að drepa sœrt fólk eða sjúkt, lét ég aðra styðja það“. í þetta skipti munu góðu menn- irnir e'kki gleyma illverkum þeirra vondu. — Liðsmenn rauða hersins, sem hafa rutt sér braut inn í Þýzkaland, munu ekki gleyma hógværa Ijósmyndaranum, Kurt Ley. — Látum verjendur „aum- ingja Þjóðverjanna" syngja eins og næturgala, ef þeir vilja, — en við, sem höfum heyrt dauðavein litlu barnanna, erum ekki upp- næmir fyrir trillum hinna fyrirlit- legu talsmanna morðingjanna. ----------------- ★ EFTIR Dómur í lýsismálinu SiidéiM dænd ligles IUA ERENBHRG Kurt Ley úr 2. herdeild 4. flug- herfylkisins er ekki Gestapoforingi. — Hann er venjulegur Þjóðverji, sem enginn grunar um neitt illt, — Hann fékkst við mjög sóma- samlega vinnu, —( að framkalla filmur. — Eins og við mátti búast, er hann núna á móti Ilitlep. Það var bara dagbókin hans, sem kom upp um hann með smá- smugulegri nákvæmni. — Hann skrifaði alltaf hjá sér, hvað hann skaut margt fólk. — Þessi litli, kurteisi, þýzki ljósmyndasmiður hafði skotið og brennt meir en 1200 manns í Sovétríkjunum. — Hann segir svo frá: „Gœzla stríðsfanga kom. mér ekki jbcinlinis við. —r Ég varð að skjóta þá i tómstundum mínum, af því að aðalstarf mitt var í Ijós- myndastofunni. — Ég slcaut 577 fanga á samt Kaalsveld undirfor- ingja, og um 250 sjálfur. — Af þeim voru 92 almennir borgarar. — Ég hugsaði ekkert út í, af hverju ég vœri að skrifa þetta. — Ég jékk míndr fyrirskipanir, og ég jramkvœmdi þœr. — Mér fannst. frekar tilbreytmgalítið að skjóta“. Lesaranum dettur e. t. v. í hug, að þessi Kurt Ley hafi hrópað: „Niður með Hitler“, þegar hann byrjaði að fá obeit á að skjóta. — Það gerir hann núna sem fangi.— Ó, nei! — Þegar hann var orðinn of leiður á að skjóta, breytti hann til méð því að drepa fólk með sniðugri hætti. Ilann heldur áfram sögu sinni: að setja í stjórn sambandsins, heldur skyldu það vera huldu- menn, sem enginn mætti sjá fyrr en þeir væru komnir í stólana. Alþýðuflokksmenn í fulltrúaráðinu í Reykjavik voru ekki með svona óvitaskap- Þeir nefndu mennina og sósíalistar sam- þykktu þá og allt féll í ljúfa löð. Óskandi væri að þetta vissi á eitfihvað gott í samstarfinu í verklýðshreyfingunni. Yfirforingi þýzka hersins, „Nord“, gaf út eftirfarandi dag- skipun til hermanna sinná: „Ilja Erenbúrg er að hvetja Asíuþjóðir til að drekka blóð þýzkra kvenna. — Ilja Erenbúrg krefst þess, að Asiumenn fái að njóta kvenna okkar. — „Takið gul- hœrðu konurnar, — þœr eru her- jang ykkar“, segir hann. — Ilja Erenbúrg œsir upp lœgstu hvatir gresjubúanna. — Sá, sem hörfar núna, er níðingur, því að þýzkir hermenn eru nú að verja eiginkon- ur sínar“. Einu sinni voru Þjóðverjar van- ir að falsa skjöl, sem höfðu þýð- ingu í stjórnmálaviðskiptum, ríkja. — Nú eru þeir komnir á það stig, að þeir eru farnir að falsa greinar mínar. — Setningar þær, sem þýzki hershöfðinginn eignar mér, koma upp um höfundinn. — Að- eins Þjóðverji gæti fundið upp slíka svívirðingu. Nazistarnir eru skjalafalsarar að iðn og lrafa fengið talsverða æf- ingu. — Það er til lítils fyrir þenn- an hershöfðingja að halda því fram, að við förum til Þýzkalands vegna þýzka kvenfólksins. — Við ætlum ekki að heimsækja Gréturn- ar þeirra, heldur Fritzana, sem svívirtu konur okkar. Og við segj- um skýrt og skorinort, að við Hun- um ekki vorkenna þessum Þjóð- verjum. Þessar þýzku konur, — þær vekja aðeins eina tilfinningu í okkur, — viðbjóð. — Við fyrirlít- um þær, af því að þær eru mæður, eiginkonur og systur böðla. •— Við fyrirlítum þær, af því að þær skrifúðu til sona sinna, eiginmanna og bræðra: „Sendu mér fallega loð- kápu!“ Hvar áttu þeir að taka loð- kápu? — Auðvitað utan af rúss- neskri konu. -— Var það ekki sjálf- sagt? Við þörfnumst ekki þessara gul- Fvrir stuttu síðan var kveðinn upp dómur í Félagsdómi í lýsis- málinu svo kallaða. Dómur þessi og öll meðferð málsins fyrir dóm- stólunum er hin athyglisverðasta fyrir verkalýðshreyfinguna. Mál þétta var höfðað snemma á síðastliðnu vori fyrir Félags- dómi, af Alþýðusambandinu, fyrir hönd Dagsbrúnar, vegna ágreip- ings, sem varð út af samningum félagsins frá 22. febr. s.l. í þessum samningum er orðið lýsisbræðsla notað yfir vinnu á lýsisvinnslu- stöðvunum, og fyrir þá vinnu átti að greiða kr. 2.90 um tímann í grunnkaup. Þegar samningarnir áttu að koma til framkvæmda neituðu atvinnurekendur að greiða þetta kaup, þar sem engin lýsis- bræðsla færi fram hjá fyrirtækj- um þeirra. Þetta orð — lýsis-. bræðsla — er komið inn í samn- ingana fyrir tilstilli sáttasemjara ríkisins og nefndar þeirrar er rík- isstjórnin skipaði til að koma á sættum í samningagjörðunum, á síðastliðnum vetri. í fyrsta samn- ingsuppkasti Dagsbnínar var not- að orðið lýsisvinna, og samninga- nefnd félagsins tók það skýrt fram við sáttanefnd, að þar væri átt við alla vinnu á lýsisstöðvunum, svo og alla upp- og útskipun á lýsi. Að sögn sáttanefndar voru at- vinnurekendur ófáanlegir til að greiða þetta kaup fyrir upp- og út- skipun á lýsi og náðist að lokum samkomulag um að þessi hluti lýs- isvinnunnar skyldi greiðast með almennu kaupi. Við þessa meðferð málsins kom orðið lýsisbræðsla inn í samninginn og átti að áliti sátta- nefndar að skýra þessa undantekn- ingu frá samningsuppkastinu. En atvinnurekendur hafa snúið út úr samningnum og talið að með lýs- isbræðsla væri átt við lifrar- bræðslu, og þar sem þeir hefðu ekki þann atvinnurekstúr bæri þeim ekki að greiða hærri taxtann. Nú vita allir, sem til þekkja, að lýsi er aldrei brætt, heldur lifrin og grúturinn, en sú vinna fer ein- göngu fram um borð í skipunum og lifrarbræðsliustöðvum úti á landi. Það er fráleitt a,ð hugsa sér að Dagsbrún hafi verið að semja um kaup fyrir þennan atvinnu- rekstur, sem ekki er til á félags- svæði hennar og við menn, sem ekki hafa hann með höndum. Þegar málið horfir þannig við, hefðu flestir haldið að verkefni Fé- lagsdóms hefði verið að fá úr því skorið, um hvað hefði raunverulega verið samið, þegar samningar voru gjörðir. Eina leiðin til að fá þetta upplýst, var að leiða sem vitni fyrir dóminn samninganefndina og sáttanefndina, sem um samning- ana fjölluðu, enda fór lögfræðing- ur Alþýðusambandsins fram á að það yrði gert. í stað þess að við- hafa þessi eðlilegu vinnubrögð eru allar vitnaleiðslur í málinu bann- aðar og dómurinn fer inn á þá hæpnu braut að útskýra orðið ’hærðu norna. — Þýzbaland sjálft er takmark okkar. Og gulhærðu þjófakvendin skulu fá að vita, hvað það gildir að vera þjófsnaut- ur. „lýsisbræðsla“, orð, sem í þessu sambandi er ekkert annað en vit- leysa, því verknaðurinn, sem það á að lýsa er alls ekki til. Félagsdómur byggir úrskurð sinn, um að banna vitnaleiðslur í málinu, á Vinnulöggjöfinni, þar sem segir að „bannað sé að skýra frá eða leiða vitni um, hvað aðilar hafa lágt.til á sáttafundum, nema báðir aðilar samþykki“. Þessi úr- skurður var síðar staðfestur í Ilæstarétti pg rökstuddur með lög- um um meðferð einkamála í hér- aði, sem virðist nokkuð hæpið í þessu sambandi, i fyrsta lági vegna þess að í Vinnulöggjöfinni eru á- kvæði um þessi mál, í öðru lagi vegna þess að á venjulegum sátta- fundum eru báðir aðilar mættir og fjallað um mál sem snerta þá per- sónulega, en á sáttafundum í vinnudeilum á síðari tímum (að minnsta kosti hvað snertir Dags- brún), liafa aðilar alls ekki talazt við öðruvísi en fyrir milligöngu sáttanefndar (ekki sézt fyrr en kom að undirskrift samningá) og fjallað um mál, sem snerta bein- línis hagsmuni fjölda manns, sem engin tök hafa á að vera viðstadd- ir eða fylgjast með málunum, og í þriðja lagi átti ekki að uppljósta neinu leyndarmáli, heldur aðeins að fá úr skorið hvernig skilja bæri gerða samninga. í fáum orðum sagt er málið þannig vaxið: Atvinnurekendur brjóta samninga. Dagsbrún legg- ur m'álið fyrir Félagsdóm og vill leiða sáttanefndina sem vitni. Sáttanefndin er reiðubúin að mæta og styður málstað félagsins. At- vinnurekendur neita að láta vitna- ■leiðslur fara fram, því þeir vita upp á sig skömmina. Félagsdóm- ur beygir sig og úrskurðar að eng- ar vitnaleiðslur skuli fram fara. Aleð öðrum orðum: Það er hindr- að með ráðnum hug að sannleikur- inn fái að koma í Ijós og Dagsbrún gert ómögulegt að sanna sitt mál. Samningsbrotin eru dæmd lögleg. Málarekstur þessi sannar pkkur, að hér er enn eitt atriði í Vinnu- löggjöfinni, sem þarf lagfæringar við, og það tafarlaust, því verka- lýðshreyfingin getur ekki unað við að óvandir andstæðingar geti í krafti laganna og skjóli dómstól- anna leikið sér að því að brjóta Iöglega gerða samninga. (Ur Dcigsbríui, 3. árg. 1. tbl.). Bæjarpósturínn i Framhald af 2. síðu. þingi og ráða í Dagsbrún. Þá komu fulltrúar Alþýðuflokksins til komm anna, og sögðu: Megum við vera með ykkur í þessari stjórn? Sjálfsagt, kæru bræður, sögðu kommarnir. Og nú situr Sigurjón Á. Ólafsson við hlið Eggerts Þor- bjarnarsonar, sem sagður er afleit- ur „Moskvakommúnisti", í þessari stjórn. Ámi Kristjánsson, sá hinn sami sem ekki má vera með komm- um í stjórn Dagsbrúnar, situr þar við hlið Björns Bjamasonar, sem er einn „hinn versti kommi" og fimmti maðurinn er svo hinn járn- harði kommi, Snorri Jónsson. — Já, það er gaman að þeim Alþýðuflokks-Stefánunum. Skyldi Stefán P. hafa lært að dansa Óla skans á ballettum í Leníngrad? HREINSUN Hitler hefur rekið níu marskálka og 145 hershöfðingja úr stöðum sínum, siðan stríðið hófst. ‘ VERÐBÓLGA OG DÝRTÍÐ Síðustu skýrslur þýzka ríkisbank- ans sýna að seðlaútgáfa hefur auk- izt svo á síðustu mánuðum, að seðlar í umferð eru nú að upphæð 44.800.000.000 mörk, eða aukning sem nemur um 2.000.000.000. Þessi geysilega verðbólga á rætur sínar að rekja, eftir því sem talið er, til þess glundroða, sem loftárásir Bandamanna hafa skapað í við- skipta- og fjármálalífi Þýzkalands. SVARTUR MARKAÐUR Vöruverð á svörtum markaði í Þýzkalandi fer nú upp úr öllu valdi. Eitt pund af góðu kaffi kostar nú um 600 mörk (tæpar 800 krónur), en pund af smjöri 240 mörk (rúm- ar 300 kr.). Vegavinnuverkfall Framhald af 3. síðu. allt vera orðið vel skipulagt innan félagsins. Þegar við vor- um að leggja á heiðina var for- maður okkar kallaður í síma. Varð því varaformaður að taka við forustunni. Kl. 9 f. h. vorum við komnir á vinnustað verkfallsbrjóta. Enn voru þeir stöðvaðir. — Gekk það líkt og í fyrra skiptið- — Um kl. 11 komu tveir bílar af Húsavík. Voru þeir fullskip- aðir mönnum úr „Verkamanna- félagi Húsavíkur“. Komu þeir til að sýna okkur samúð sína. Húsvíkingar höfðu setið hjá okkur stutta stund, er formað- ur „Félags verkamanna og bænda“ kom móður af hlaup- um. Er hann var búinnaðheilsa, kvaddi hann sér hljóðs. Las hann upp símskeyti frá vega- málastjóra, er var þess efnis, að okkar gamli verkstjóri væri skipaður yfir vegarsvæði það, sem hafði verið af honum tek- ið síðastliðinn fimmtudag. Ekki ætla ég að lýsa svip- brigðum hins unga fráfarandi verkstjóra. — En eitt var víst, að vegavinnudeilunni var lokið. Það var öllum ljóst. Henni var lokið með sigri verkamanna og bænda í Reykjadal. Þeir unnu hana á grundvelli hinna félags- Iegu samtaka sinna. Það var staðreynd. Laust eftir hádegi, er við komum suður í Máskotsgryfjur var verkstjóri þar fyrir og veif- aði til okkar hattinum sínum brosandi að vanda- Er hann var búinn að þakka okkur barátt- una fyrir sína hönd, hófst vinna á ný. Það var bjartviðri og sólskin. En þó varð allt bjartara í aug- um okkar sökum þess, að hinni fasistisku árás Jónasar frá Hriflu á okkar vinsæla verk- stjóra var hrundið. Leiðréttingar: Misritazt hefur í tilkynningu frá Hringmim i Þjóðviljanum 4. jan.: Minningargjafir: frá frændfólki kr. LOÍO.QO í stað 1000.00 — eitt þúsund krónur. — Og frá Ragnhildi Hall- dórsdóttur 1.0000.00 í stað 1.000.00 — eitt þúsund krónur. Gjafir: frá Enskt ullartau Drengjafataefni ERLA Laugaveg 12. Ragnar Ólafsson Hæstaréttarlögmaður og löggiltur enðurskoðandi Vonarstræti 12, sími 5999. Skrifstofutími 9—12 og 1—5. MUNÍÐ Kaffisöluna Hafnarstræti 16 Kennsla hefst á morgun bæði í Austurbæjarskól- anum og Miðbæjarskólan- um- Nokkrir nemendur geta komizt að í garðyrkju námskeið sem er að byrja. Sími 5155. Forstöðumaðurinn. Daglega NY EGG, soðin og hrá. Kaffisalan HAFNARSTRÆTI 16. FÉLAGSLÍF íþróttafélag kvenna. F imleikaæf ing félags- ins á mándagskvöld í Aust urbæ jarskólanum. Jólatrésskemmtun fyrir börn félagsmanna og gesti þeirra, verður föstudaginn 12. jan. kl. 5 e. h. í Veit- ingahúsinu Röðull, Lauga- veg 89. Nýársfagnaður fyrir full- orðna verður á eftir kl. 9.30. Aðgöngum. að báðum skemmtununum verða seldir í verzluninni Pfaff og Bókaverzlun ísafoldar, eftir helgina. ■ t ÁLFHÓLL f Sjónleikur í 5 þáttum eftir J. L. Heiberg. Hálídasýniag vegna 50 ára leikstarfsafmælis frk. Gunnþórunn- ar Halídórsdóttur, í dag kl. 2.30 e. h. Uppselt. S AMSÆTI verður haldið í Iðnó í kvöld kl. 8.45 í tilefni af 50 átra leíklístarafmælí frk. Gunnþórunnar Halldórsdóttur. Af sérstökum ástæðum eru enn fáanlegir nokkrir • aðgöngumiðar að samsætinu og verða þeir seldir í Iðnó kl. 2 í dag. -- í S. G. T. -- dansleikur í Listamannaskálanum í kvöld kl. 10. Aðgöngumiðar frá kl. 5—7. Sími 3008. 1 Spaðkjöt Eigum enn óselt nokkuð af úrvals dilkakjöti í smá- ílátum- Verð: 25 kg. kútur kr. 155.00. 28 — — — 175.00 30 — — — 186.00 ■I Kjötið er flutt heim kaupendum að kostnaðarlausu. I* Þeir sem vilja tryggja sér þetta ágæta kjöt, ættu að senda íj pantanir sem fyrst því birgðir eru litlar. !• Samband ísl. Samvinnufélaga. S Símar 1080 og 2678- yviWuww%PAVAvuvyv*M,vwwwvvvwvwwwwMiwvvmvv Happdrætti stuðníngsmanna Þjóðvíljans Þeir meðlimir Sósíalistafélags Reykjavíkur og Æskulýðsfylkingarinnar sem hafa tekið happ- drættismiða til innheimtu, verða að hafa skilað af sér til afgreiðslu Þjóðviljans eða skrifstofu Sósíalistaflokksins fyrir n. k. mánudagskvöld. Utgáfustjóm Þjóðviljans. Fataviðgerðir AUGLÝSING Saumavélanálar — sauma- Tökum nú aftur viðgerðir. vélareimar — saumavéla- olía, bezta tegund og Efnalaugin gúmmíhringar fyrirliggj- TÝR Týsgötu 1. andi. Magnús Benjaminsson & Co.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.