Þjóðviljinn - 12.01.1945, Page 8
DassHami fylkja m n elo-
iflgarsloli itfaepandi félaossllðn
Pólífísbt brðlf Afbýðuflokksíns á engan
hljónigrunn meðal verkamanna
SamþYbbtíra Dagsbrúnar um heíldarsamnínga víð
atvínnurehendur og híndrun atvínnuleysís
Verkamannafélagið Dagsbrán hélt fjölmennan fund í Lista-
mannaskálanuin í fyrrakvöld.
Fundurinn skoraði á ríkisstjom og bæjarstjóm að gens ráð-
stafanir til þess að koma í veg fyrir atvinnuleysi á þessum vetri.
— Áki Jakobsson atvinnumálaráðherra flutti erindi á fundinum
um stefnu ríkisstjómarinnar og verkefni í atvinnumálum.
Fundurinn lýsti sig fylgjandí því að gefa Alþýðusamband-
inu umboð til að gera heildarsamninga við atvinnurekendur.
Uppstillingarnefnd lagði fram llsta við væntanlega stjóm-
arkosningu og er núverandi aðalstjöm óbreytt að undanskildum.
Iveim mörmum og lýsti fundurinn næstum einróma fylgi sínu
við listann. Enda þótt Haraldur Guðmundsson kæmi á fundinn
til þess að þrábiðja fundarmenn um að ljá listanum ekki fylgi,
fengust aðeins 7 menn til þess að greiða atkvæði gegn honum
(Og sýnii; það greinilega hve hið pólitíska brölt Alþýðuflokksins
er fýigjislaust í félaginu og að verkamenn eru ákveánir í því
-að íylkja sér um hina stéttarlegu einingarstefnu núverandi
stjo.mar.
EÁÐSTAFANIR GEGN AT-
VINNULEYSI
Eggert Þoi1bjarnarson hafði fram
sögu um atvinnumálin, ræddi
hann atvinnuiiorfur reyvískra
verkamanna á þessum vetri og ráð-
stafanir til að fyrirbyggja atvinnu-
leysi.
Eftirfarandi tillaga var sam-
þykkt í því máli:
- „Fundur í Vmf. Dagsbrún, bald-
inn 10. janúar 1945, skorar á rík-
isstjórnina og bæjarstjórn Reykja-
víkur að fylgjast nákvæmlega með
vinnumarkaðinum í Reykjavík og
gera ráðstafanir til þess að verka-
menn þurfi ekki að vera atvinnu-
lausir yfir vetrarmánuðina".
FUNDURINN LÝSTI SIG
FYLGJANDI HEILDARSAMN-
INGUM VIÐ ATVINNUREK-
ENDUR
Varðandi það hvort veita skuli
Alþýðusambandi fslands umboð til
þess að gera heildarsamninga við
atvinnurekendur, var eftirfarandi
tillaga samlþykkt með öllum greidd
um atkvæðum gegn 1 :
„Fundur í Vmf. Dagsbrún, liald-
inn 10. janúar 1945, ákveður, að
allsherj aratk væðagreiðsla sku I i
fram fara í félaginu jafnhliða stjórn
arkosningum, um það, hvort gefa
skuli stjórn Alþýðusambands ís-
lands umboð til að gera heildar-
samninga við atvinnurekeno’ur um
'kaup og kjör. Mælir fundurinn
með því við félagsmenn, að slíkt
nmboð verði gefið“.
ERINDI ATVINNUMÁI'A-
RÁDHERRA
Þegar fyrrgreind mál höfðu ver-
iið afgreidd fíutti Áki Jakobsson,
.atvinnumálaráðherra erindi um at-
vinnumál og stefnu núverandi rík-
isstjórnar og gerðu fundarmenn
anjög góðan róm að erindi hans.
HID PÓLITÍSKA UPPSTILL-
INGARBRÖLT ALÞÝÐU- ;
FLOKKSINS Á ENGAN (.f
HLJÓMGRUNN MEÐAL /
DAGSBRÚNARMAN NA '
Zophónías Jónsson hafði því
næst framsögu fyrir uppstillingar-
nefnd. Skýrði hann frá því að
nefndin legði til að aðalmenn í
stjórn yrðu þeir sömu og nú eiga
sæti í stjórninni að undanskildum
tveim mönnum. Annar þeirra: Jón
Agnars, hefði beðizt undan end-
urkosningu og nefndin tekið þá
ósk til greina, en hinn: Árni Krist-
jónsson hefði lýst því yfir að hann
tæki ekki sæti í stjórninui nema
annar Alþýðuflokksmaður yrði
einnig í stjórninni, og hefði nefnd-
in ákveðið að taka ekki tillít til
krafna pólitískra flokka, heldur
velja menn eftir starfshæfni á stétt
arlegum grundvelli.
í stað þeirra tveggja er úr stjórn
inni ganga leggur nefndin til að
kosnir verði þeir Gunnar Daníels-
son og Sveinbjörn Hannesson.
Þegar hér var komið hófst hinn
grátbroslegi þáttur hins pólitíska
brölts Alþýðuflokksins. Haraldur
Guðmundsson, sem undanfarið hef
ur ekki mætt á Dagsbrúnarfund-
um, fór fögrum orðum um „rétt-
mæti“ þess að Alþýðuflokksverka-
menn settu pólitíska hagsmuni of-
ar stéttarlegum hagsmunum í
Dagsbrún. Þrábað hann fundar-
menn um að greiða ekki atkvæði
með framkominni tillögu um að
fundurinn lýsti fylgi sínu við list-
ann.
Urðu um þetta nokkrar umræð-
ur. Ivom það greinilega fram á
fundinum að margir Alþýðuflokks
verkamenn t. d. Árni Kristjánsson,
gengu nauðugir til þessa leiks.
Eftirfarandi tillaga var sam-
þykkt með öllum greiddum at-
kvæðum gégn 7 :
„Fundur í Verkamannafélaginu
DagSbrún, haldiun 10. janúar
1945, lýsir sig samþykkan tillög-
um uppstillingarnefndar um stjórn
og trúnaðarráð félagsins fyrir
næsta starfsár.
Fundurinn lieitir á alla Dags-
brúnarmenn að fylkja sér einhuga
um lista uppstillingarnefndar og
vernda þar með þá einingu, sem
ríkt liefur í félaginu á undanförn-
um árum“.
Sýndi fundurinn ótvírætt að hið
pólitíska brölt, sem hægri klíka
Alþýðuflokkins hefur knúð fram
í Dagsbrún, á engan hljómgrlinn
meðal verkamanna og mun ekki
vinna hinni stéttarlegu einingu
tjón, heldur aðeins verða Alþýðu-
flokksverkamönnum til skapraun-
ar og flokknum til minnkunar.
Fréttir frá
(. s. (.
STAÐFEST ÍSLANDSMET
Stjórn íþróttasambandsins hef-
ur staðfest met í 4x800 m boð-
hlaupi karla, sett 19. sept. 1944.
Methafi er boðhlaupasveit Knatt-
spyrnufélags Reykjavíkur. Illaup-
tími 8 mín., 45 sek. í sveitinni
voru: Páll Halldórsson, Indriðl
Jónsson, Haraldur Björnsson og
Brynjólfur Ingólfsson.
GEFNIR SJÚKRASLEÐAR
Stjórn Rauða kross íslands hef-
ur gefið íþróttasambandinu 5
sjúkrasleða með öllum útbúnaði.
Stjórn sambandsins hefur þegar af-
hent félögunum Ái-manni, K. R.,
í. R., Val og Víking þessa sjúkra-
sleða og samið reglugerð um notk-
un þeirra.
STAÐFESTIR ÍÞRÓTTABÚN-
INGAR
íþróttabúningur' Knattspyrnufé-
lags Siglufjarðar er þannig:
Gul skyrta með dökkgrænum
kraga, dökkgrænar buxur og dökk-
gfænir sokkar með gulu ofanbroti.
íþróttabúningur Knattspyrnu-
félagsins Kára á Akranesi er þann-
ig:
Rauður bolur með hvítu brjósti
og axlastykki, eripar rauðar að inn
anverðu, en hvítar að utanverðu.
Bláar buxur, rauðir sokkar með
blárri fit með hvítri rönd í miðju.
Þau félög, sem ekki hafa enn
fengið staðfesta íþróttabúninga
sína, ættu að gera það sem allra
fyrst.
Kviknar í kassarusli
Slökkviliðið var í gær kvatt á
Vesturgötu 36. Hafði kviknað í
kassarusli og tókst slökkviliðinu
brátt að ráða niðurlögum eldsins.
Þjóðviliinn
Þýzkur herforíngi, jrá Berchtesgaden, tekinn ásamt mörgum
félögum sínum í orœtunum um þýzka bœinn Hurtgen, sem 1.
Bandaríkjaherinn tók 28. nóv. 1.9.^4 cftir mánaðarbardaga.
Búdapest, Vín, Berlín!
^OVIET WAR NEWS, vikublaðið fræga, sem sovét sendi-
ráðið í London hefur gefið út þrjú síðustu árin, birti
seint í desember forustugrein eftir Moskvafréttaritara,
með fyrirsögninni Búdapest — Vín — Berlín, og segir þar
meðal annars:
•
y^ÐALVANDAMÁL Hitlers er útvegun varaliðs. Austur-
vígstöðvamar halda rígföstum mestum hluta þýzka
hersins. í desemberbyrjun 1944 voru 220 fasistaherfylki, þar
af 200 þýzk, á austurvígstöðvunum. Þetta þýðir að naz-
istum er ljóst að þar em úrslitavígstöðvamar, og treysta
sér því ekki til að flytja lið sitt þaðan. Öðm nær. Þangað
er stöðugt þörf- varaliðs.
•
^ VESTURVÍGSTÖÐVUNUM hafa Þjóðverjar um 75
herfylki, en þau virðast ekki ráða við herafla Banda-
manna, og verða að sjálfsögðu ekki fær um að standast
hina væntanlegu stórsókn allra Bandamannaherjanna. Þjóð
verjar viðurkenna sjálfir, að þeir geti ekki sent úrslita-
varalið sitt til vesturvígstöðvanna. Ástæðan er einfaldlega
sú, að slíkt varalið er ekki til, og þeir geta með engu móti
urgað það upp með frekari herkvaðningu.
•
EN HITLER sendir stöðugt lið til Búdapes^- Samkvæmt
brezkri fregn eru Þjóðverjar famir að kalla Búdapest
„ytri hurðina11 að Þýzkalandi, og Vín, höfuðborg Austur-
ríkis „innri hurðina“. Þannig verður það. „Ytri hurðin“
verður moluð innan skamms með höggum rauða hersins.
Og við munum einnig komast að innri hurðinni. Auk þess
er rauða hemum Ijóst, að allar leiðir liggja til Berlín.
•
jjEGAR Búdapest er fallin verður Vin næst. Rauði her-
inn er þegar kominn liálægt austurrísku landamærun-
um. Þjóðverjar töldu Austurríki ömggasta landið, fjar-
lægast vígstöðvum, og komu þar upp öflugum hergagna-
iðnaði. Nú er landið ekki fjarri vígstöðvum lengur. Stríð-
ið er við dymar. Framhaldandi sovétsókn í Ungverjalandi
hefur enn víðtækari áhrif. Herfræðingar benda á að þessi
sókn geti gert samgöngur milli Þýzkalands og Ítalíu ótrygg-
ar bg meira áð segja stöðu þýzka hersins í Ítalíu.
•
jyAZISTAR trúa ekki lengur að þeir vinni stríðið, segir
Soviet War Nqws ennfrempr, en þeir gera örvæntingar-
tilraunir í því skyni að þeim megi takast að lifa það af,
halda sér ofanjarðar og fá tóm til að unga út annarri
heimsstyrjöld. Þessvegna reyna þe.ir að draga stríðið á
langinn. Þessvegna búa foringjamir í haginn- fyrir sig í
svokölluðum hlutlausum löndum. En hinn rússneski grein-
arhöfundur heitir því, að fasisminn skuli molaður svo
rækilega, að ógnir þýzkrar árásar verði aldrei framar
hugsanlegar.