Þjóðviljinn - 13.01.1945, Blaðsíða 4
ÞJÖBVILJINN. — Laugardagur 13. jan. 1944.
þlÖÐVILIIKN
Útgefandi: Sameiningarflokkur alþýðu — Sósíalistaflokkurinn.
Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Sigurður Guðmundsson.
Stjdrnnpálaritstjórar: Einar Olgeirsson, Sigfús Sigurhjartarson.
Ritstjórnarskrifstofa: Áusturstræti 12, sími 2270.
Afgreiðsla og auglýsingar: Skólavórðustíg 19, sími 218Jj.
Askriftarverð: í Reykjavík og nágrenni: Kr. 6.00 á mánuði.
I Uti á landi: Kr. 5.00 á mánuði.
Prentsmiðja: Vílcingsprent h.f., Garðastrœti 17.
Afgreiðsla sem þingið getur ekki verið
þekkt fyrir
V ■ Ö
Launalagafrumvarpið var afgreitt til þriðju umræðu í efri
deild Alþingis í gær, eftir alllangar umræður, og voru samþykkt-
ar allar breytingartillögur fjárhagsnefndar sem til atkvæða komu,
nema ein.
« ' '
En svo stendur á um þessa einu breytingartillögu sem felld
var, að ef til vill hefði einna mesta nauðsyn borið til að samþykkja
hana, og að baki henni lá skýlaus réttlætiskraf^.
Breytingartillagan miðaði að nokkurri bót á kjörum starfs-
manna í 13. launaflokki, en í þeim flokki eru nær eingöngu lágt
launaðar konur, ritarar 3. flokks. Þessar konur hafa 3000—4800
kr. í árslaun (grunnlaun) en nefndin lagði til að hámarkið hækk-
aði úr 4800 kr. í 5400 kr. og þeim launum yrði páð eftir 8 ára starf.
Þama er um fjölda starfsmanna að ræða, sem haldið er í
lágum launaflokki af því að þeir éru konur, margir þeir starfs-
manna sem þetta nær til hafa unnið svo lengi sem ritarar 3. flokks
og inna svo gott starf af -höndum, að þeir væru orðnir 1. flokks
bókarar ef um karlmenn væri að ræða.
Það fundust sjö þingmenn í efri deild Alþingis, sem léðu
atkvæði sitt til að fella tillöguna um þessa litlu kjarabót þess-
um konum til handa, — menn, sem eru þekktari fyrir annað
en það að sníða við nögl sínar eigin launakröfur. En þama telja
þeir óhætt að beita sér, þeir ráðast á garðinn þar sem hann er
lægstur, þessar bardagakempur, þarna sáu þeir leið til að spara
útgjöld ríkisins.
í frurhvarpinu eins og það var upphaílega var lítið gert að
því að bæta kjör kvenna, sem eru opinberir starfsmenn. Fjár-
hagsnefnd efri deildar gerði margar breytingar á frumvarpinu,
sem miða að úrbótum á kjörum kvenna, færði þær upp í launa-
*
flokkum og fékk samþykkt með breytingartillögu það merka
ákvæði, að við skipun í starfsflokka og flutning milli launaflokka
skuli konur að öðm jöfnu hafa sama rétt og karlar. Breytingar-
tillagan um hækkun á hámarkslaunum 13. flokks var ein af
þessum sjálfsögðu réttlætistillögum, og það er með öllu óvið-
unandi afgreiðsla sem efri deild hafði á því máli í gær, þau
mistök þarf að leiðrétta þegar við 3. umræðu.
Öflun skipa til fiskútflutnings '
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar um ísfisksverðið og skipulagn-
ingu sölunnar hefur vakið eindregna ánægju smáútvegsmanna
og hlutasjómanna.
í framkvæmd þessa skipulags veltur mikið á að Fiskimála-
nefnd fái nægilegan skipakost til flutninganna. Nú hefur komið
í ljós að nokkrir spekúlantar hér í bæ berjast harðlega fyrir
því að fá að kaupa fisk í erlend skip og hirða sjálfir gróðann,
í stað þess að eigendur fisksins fái hann- Frekja þessara manna
hefur gengið svo langt, að þeir hafa reynt að hrifsa undir sig
flutningaskip, sem talið hefur verið að ríkisstjómin mundi fá.
Er þess að vænta, að spekúlantar verði ekki látnir komast upp
með slíka ósvífni, enda væri það í algeru ósamræmi við þá hug-
mynd, sem söluskipulagið er byggt á.
Minningar um vini og hetjur
Gestapo lagði mikið fé til
höfuðs Emilienne Moreau, t—
en tókst ekki að ná í þessa
hetju tveggja styrjalda.
Hún var sæmd heiðurs-
merki í fyrri heimsstyrjöld-
inni fyrir að vara Banda-
menn við þýzkri fyrirsát.
f þessari styrjöld skipulagði
hún mótspymu í Norður-
Frakklandi og komst til Eng
lands, þegar henni var ekki
vært lengur.
Kvöld eitt árið 1941 var ég í
járnbrautarlest á leið frá Haze-
brouck til Lens.
Það var algert myrkur, því að
Þjóðverjar höfðu í öryggisskyni
slökkt öll ljós í klefunum.
Á viðkomustað einum opnuðust
dyrnar á klefa mínum. — Kona
staulaðist upp með miklum erfið-
ismunum, og er ég flýtti mér henni
til hjálpar, tók ég eftir, að hún
hafði gervifót.
„Eg er voðalega stirðbusalég“,
sagði hún, — „ég er búin að hafa
þetta tæki svo stuttan tíma, og
ég er þreytt, en ég vildi endilegfl
vitja grafar eiginmanns míns og
barna!“
„Eru foreidrar yðar einnig grafn-
ir hérna?“ spurði ég.
„Já, í næsta bæ“t •_ Hún nefndi
nafnið.
0Ó,.......bær“. — Nafnið sjálft
var ’harmþrungið. — „Ægilegir at-
burðir urðu þar, þegar fjandmenn-
irnir komu þangað“.
„Ó, frú, ég get borið vitni um
>ð“.
Það varð löng þögn.
Svo byrjaði hún að segja mér
sögu sína með rödd, sem var
drungalegri en myrkrið umhverfis
okkur. i
Bær hennar var norðar. — Hún
hafði flúið þaðan í skyr.di eins
og allir aðrir, þegar innrásin hófst,
með eiginmanni sínum og þrem
sonum. — Sá yngsti var 15 ára.
Þau voru gangandi og fóru ekki
hratt, því að Þjóðverjar náðu
þeim eftir fáeina kílómetra, eins
og þúsundum annarra Frakka á
vegum Frakklands, — fullorðnum
og börnum, gamalmennum, kon-
um og hvítvoðungum.
„Þjóðverjarnir skipuðu karl-
mönnunum að raða sér á vegar-
brúnina“, sagði hún lágri röddu.
— „Svo skutn þeir þá með vél-
byssum. Yngsti drengurinn minn
reyndi að leita hælis í faðmi mín-
um, en þýzkur herforingi greip í
háx-ið á honum og reif hann frá
mér. Þjóðverjinn skaut hann fyrst
með skammbyssu og skaut svo á
mig.
— Eiginmaður minn og tveir eldri
synir mínir létu þcgar líf sitt. —
En litli drengurin miun dó ekki
strax. — Hann lxv á jörðinni við
hliðina á mér og sárbændi nug um
vatn, en ég vaí líka mikið særð
og gat ekki útvegað honum það.
Eftir þrjá klukkutíma komu ein-
hverjir og fluttu mig í spítala, ..
.... en þeir komu of seint til Iians“
Það var eitthvað í hinni tilbreyt
ingarlausu rödd hennar, sem kom
mér til að sjá skýrt fyrir mér, —
þarna í myrkrinu, — dauðastríð
sonar hennar.
Og takið eftir þessu: Eftir að
hún var gróin sára sinna bauö
þýzkur foringi henni lífeyri, ef hú.i
vildi skrifa undir skjal þess efnis,
að hún hefði verið meidd í Eng-
landi!,
Franskar konur hafa þolað óg-
uilegar þjáningar í stríði. — Brezki
flugherinn gerði einu sinni loftár-
ás á höfnina í stórri borg á norð-
ur ströndinni. — Var það liður í
því áformi Bréta að koma í veg
fyrir innrás í Bretland. — Húsin
hjá höfninni skemmdust mikið. —
Ein húsmóðirin, sem hafði farið á
markað, kom að húsi sínu í rúst-
um, og voru börn hennar og eigin-
maður undir þeim.
Þýzkur foringi, gekk út úr hópi,
sem hann hafði staðið í, til kon-
unnar, sem var örvita af harmi,
og sagði hæðnislega: „Svona þakka
Bretarnir ykkur fyrir ást ykkar á
þeim!“
Konan æpti ofSalega: „Villi-
mennirnir ykkar, — þið myrtuð
börnin mín!“ — Hún þreif upp
múrstein og hefði kastað honum
framan í hann, ef nágrannar henn-
ar hefðu ekki hindrað það. — En
Hér kemur ævintýri flugmanns.
Bændur fundu brezkan flug-
mann, sem lá lamaður á akri.
Þeir fluttu hann með mikilli var
kárni til leynilegs staðar. — Nótt-
ina eftir var hann fluttur í bíl til
annars staðar, sem var ennþá ör-
uggari felustaður.
Flugmaðurinn var Belgíumaður,
þótt hann væri í brezka flughern-
um, og skildi vel frönsku.
Okkur var falið að annast hann.
Einn daginn sagði hann við mig:
„Þeir létu mig í heykerru, og öku-
maðurinn sagði við bóndann, sem
hafði fundið mig: „En ef hann
deyr á leiðinni, og hvað á ég að
gera við hann?“
Hinn svaraði: „Ef hann deyr,
leggurðu hann við veginn. — Það
er gagnslaust að láta taka sig
vegna líks!“
„Eg var hræddur um“, hélt flug-
maðurinn áfram, „að þessir góðu
menn héldu, að ég væri í andar-
slitrunum! — Því að þótt ég gæti
heyrt til þeirra, var ég lamaður og
gat ekki sagt orð“.
það verk hefði kostað hana lífið
tafai’laust.
1 Suður-Frakklandi gerðu Bretar
loftárás á stóra verksmiðju, sem
framleiddi hjólbarða fyrir Þjóð-
verja. — Á meðal þeirra, sem
særðust, var 21 árs gamall piltur,
sem missti annan handlegginn.
Petain marskálkur kom í heim-
sókn til þessa bæjar og bjóst við
góðum móttökum. En öllum hús-
um var lokað, þegar hann kom,
og dregið fyrir alla glugga.
Petain kom til spítalans í fylgd
með þýzkum foringjum og stanz-
aði við rúm unga piltsins og
spurði með blíðum málrómi: „Líð-
ur yður illa, vinur minn?“
Ungi verkamaðurinn svaraði:
„Ef mér líður illa, er það ekki
vegria sárs míns, heldur af því
að sjá yður, lierra, í fylgd með
Þjóðverjum og vegna hugsunar-
innar um samvinnu yðar við þá“.
Það er óþarfi að taka fram, að
heimsókninni lauk skyndilega.
Líkir atburðir eru óteljandi og
er erfitt að velja úr þeim. — Eg
lýsi aðeins þeim, sem mér detta
fyrst í hug.
Brezk flugvél nauðlenti hálægt
heimili mínu, og áhöfnin fórst í
logandi flakinu.
Þjóðverjar grófu flugmennina
skammt frá járnbrautinni. 1— Ibú-
ar bæjarins þöktu grafirnar jafn-
skjótt með blómum. — Þjóðverj-
ar fylltust bræði og létu varðmann
gæta grafanna. — Folkið tók ser
þá far með lestinni til næstu stöðv-
ar og varpaði blómum út um g(ugg
ana um leið og hún fór framhjá
gröfunum. — Þjóðverjar urðu al-
veg óðir, grófu líkin upp með leynd
og íluttu þau á ókunnan stað.
En hvað heldurðu, að náma-
mennirnir í héraðinu hafi gert? —
Þeir jöfnuðu öllum hinum mörgu
þýzku legstæðum héraðsins við
jörðu og þöktu grafirnar með gras-
þökum, svo að ómögulegt var að
finna þær.
Eg ferðaðist mikið um Haute-
Savoie vegna starfsemi minnar. —
Fólkið í Savoie er hart í horn að
taka óvinum. — Mótspyrna þess
er oft óvirk, en lamandi fyx-ir and-
stæðingana. ■— Og þegar hún er
virk, er ’hún ægileg.
Nálægð svisslenzku landamær-
anna hefur orðið mörgum, sem
Vichy eða Gestajxi eltu, til bjarg-
ar. — Fjöldi Gyðinga á frelsi sitt
og líf hinum hraustu Savojum að
þakka.
Ungir menn frá öllum hlutum
Fi-akklands leituðu hælis í sælu-
húsum hátt uppi í Álpafjöllum. —
Aumingja piltunum var mjög kalt
á veturna, því að þeir voru klæð-
litlir og oftast skólausir. — Á dag-
inn unnu þeir að viðarhöggi og
nærðust mestmegnis á brauði, sem
ungar stúlkur báru upp í fjöllin
til skæruliðanna. — Þeir síðar
nefndu gi’ipu til ýmissa hættulegra
ráða til að afla sér skotvopna og
klæða.
Dag nokkurn fréttu þeir, að járn
brautarlest, hlaðin varningi, — þ.
á. m. tveim vagnsförmum af skóm,
— til óvinanna, mundi fara gegn
um tiltekinn bæ næstu nótt.
Þeir rotuðu vai'ðmennina með
kylfum og hlóðu tvo vörubíla með
leifturhraða. — Og hvílík heppni!
— Níðsterk hermannastígvél!
Þjóðverjar hafa leikið St. Ging-
olph, litla, fallega þorpið á strönd
Lemanvatnsins, hörmulega. —
Hvað ætli ég eigi eftir að sjá marga
af hinum hugdjörfu vinum mín-
um, sem ég dvaldist með í marga
mánuði? :— Þeir veittu mér skjól,
vitandi vel, að ég var á flótta und-
an Gestapo.
í St. Gingolph var varðstöð,
skipuð 20 ítölum undir stjórn fas-
istisks foringja. — Þessi litli Músso
lini var mjög áhugasamur og gerði
marga leiðangra út upp í Novelle-
fjall, þar sem yngstu drengirnir úr
hópi skæruliða leyndust.
Þessir ungu vinir okkar þreytt-
ust á hroka og ofsóknum fasist-
anna og ákváðu að gera þeim
gi-ikk.
Kvöld eitt komu fimm piltar til
varðstöðvarinnar. — Einn þeiiTa
talaði ágæta ítölsku og bað um að
fá að tala við foringjann til að
skýra honum nákvæmlega frá
dvalarstöðum skæruliðanna.
Þegar foringinn kom, skutu þeir
hann allir í einu. — Piltarnir af-
vopnuðu því næst allan varðflokk-
inn og tóku af ítölunum einkenn-
isbúninga og skó. — Þessir tutt-
ugu vai'ðmenn voru í nærbuxun-
um einum, þegar félagar þeirra
kom til liðs við þá.
Skæruliðarnir eru menn úr flest-
öllum stéttum. — Þeir eru verka-
menn, sem vildu ekki fara í nauð-
ungarvinnu í Þýzkalandi, — stú-
dentar, smákaupmenn. — Meðal
þeirra eru líka ungir menn, sem
skammast sín fyrír feður sina, —
oftast, lágt setta em'bættismenn,
— sem hafa unnið með Þjóðverj-
um. — Þessir piltar vilja þvo smán
anblettinn af nafni sínu. — Meðal
skæruliðanna ei’u prófessorar, lög-
fræðingai', fyrri herforingjar, sem
vildu ekki gefast upp.
Þeir voru vel menntaðir og
skynsamir og voru færir um að
vinna með höndunum, gátu
unnið Þjóðverj'um ýmiskonar
tjón með skemmdai*verkum,
truflað samgöngur þeirra og
vegið með vopnum.
Fyrstu flokkamir urðu síðar
fyrstu deildimar í F.F.I.
(franska heimahemum).
Skömmu áður en ég fór til
Englands, dvaldist ég í þorpi,
sem F.F.I. hafði frelsað. — Þjóð
verjar vom aðeins 30 km. í
burtu. — En samt fann maður
þar vel hina dýrlegu frelsis-
hrifningu, sem fyllti hug allra.
F.F.I. hafði, þegar búið var
að útrýma Þjóðverjavinunum,
endurskipulagt stjóm þorpsins,
upprætt svarta markaðinn og
aðra ólýðræðislega hluti, —
allt í samvinnu við bæjarstjór-
ann, sem var sjálfur meðlimur
í mótspymuhreyfingunni.
Hérna er saga af einu afreki
F.F.I. — Tuttugu skæruliðar
óku af stað eitt kvöld í þýzkum
vörubílum, sem þeir höfðu her-
tekið, til að ráðast á sextán
vagna lest, sem áttatíu Þjóðverj
ar gættu.
Hinn ungi foringi. skærulið-
anna sagði við mig: „Það er
varla hægt að segja, að árásin
hafi heppnazt vel. — Við
brenndum aðeins 13 af vögnun-
um þó að við brytjuðum niður
þessa áttatíu Húna. — En einn
hlýtur að hafa komizt undan,
því að hópar Þjóðverjar komu
á vettvang úr öllum áttum.
Við misstum ein bíl, og einn
af okkar mönnum særðist lítils
háttar.“
Tveir þriðju járnbrautarvagn
anna vom alltaf ætlaðir þýzk-
um hermönnum eingöngu.
Dag nokkurn var ég í einni
svona lest í Suður-Frakklandi.
Þá er lestin rann inn á stöð
eina, þustu skæruliðar inn á
stöðvaxpiallinn, skipuðu almenn
um farþegum út og réðust svo
á Húnana. — Þeir tóku marga
KONA MALRAUX LATIN
Kona hins fræga franska rithöf-
undar Andre. Malraux er nýlega lát-
in. Hún var sjálf kunnur rithöfund-
ur. Malraux, sem var foringi í
franska heimahernum berst nú með
Bandamönnum í Vogesafjöllum.
STALIN UM STRÍÐIÐ
Bók Stalíns „Hið mikla ættjarðar
stríð Sovétríkjanna“ hefur nú kom-
ið út í fjórum útgáfum í Sovétríkj-
unum og hefur þá komið út í 15
milljónum eintaka. Bókin inniheld-
ur allar ræður Stalíns á stríðsárun-
um, mikilvægustu dagskipanir hans
og viðtöl hans við rússneska, enska
og bandaríska blaðamenn um ýmsa
mikilvægustu atburði á sviði utan-
ríkismálanna. Bókin hefur verið
þýdd á öll tungumál Sovétríkjanna
og öll heltzu tungumál heimsins.
SJÓNVARP
Þrátt fyrir hernám Þjóðverja hafa
franskir vísindamenn unhið öll her-
námsárin að endurbótum á sjónvarp
ipu, og eru rannsóknir þeirra nú
þegar komnar svo langt, að búizt
er við að hafið verði sjónvarp í til-
raunaskyni frá útvarpsstöðinni í
París þegar í þessum mánuði. Sex
frönsk félög eru farin að framleiða
sjónvarpsviðtæki.
\ ,
V
ÖRLÖG 2000 RÓMVERSKlRA
GYÐINGA ÓKUNN
Um 2ÖÖÖ Gyðíngar búsettir í Róm
voru fluttir nauðugir af Þjóðverj-
um til norðurhéraða Ítalíu. Af þeim
voru um 1000 konur og böm. Af-
drif þeirra eru með öllu ókunn, en
talið er líklegt, að Þjóðverjar hafi
myrt þau með þeim íljótvirku morð
aðferðum, sem þeir eru svo vel
kunnir fyrir. Fyrir stríð voru um
12000 Gyðingar búsettir í Róm.
fanga, áður en þeir hurfu aftur
burt.
Eg get ekki reynt að segja frá
öllum árásum F.F.I. á samgöng-
ur Þjóðverja.
Hér\ er eitt dæmi:
Lest, hlaðin sementi á leið
gegnum jarðgöng var hleypt af
sporinu. — Önnur lest, sem
rann við hlið hennar, hlaðin
bensíni, varð alelda.
Húnamir komu á vettvang
með slökkvislöngur. — kæfðu
eldinn, en bleyttu sementið,
sem harðnaði. — Fimmtán dag-
ar liðu, áður en samgöngur gátu
aftur hafizt gegnum jarðgöng-
in.
Aðalhlutverk okkar kvenn-
anna í mótspymuhreyfingunni
var oft að flytja skjöl. — Það
var eins gott að láta ekki Hún-
ana ná í sig þá!
— Og hvílíkt hugvit, sem ein-
att var sýnt við flutning skjal-
anna! — Stundum virtist ég svo
greinilega vanfær, að samferða-
fólk mitt lét jámbrautarfar sitt
af hendi við mig. — Og það
þurfti mikið til að slíkt værí
gert eins og samgönguvandræð-
in voru mögnuð.
Hjartað í mér barðist stund-
um í hraðara lagi, á meðan Hún
amir voru að athuga vegabréf
mín og rannsaka farangur minn.
. (Endir á morgun).
Pipanðrið. slHnmðMirlM.
al
w
Laugardagur 13. jan. 1944
Georg Papandreú, fyrrverandi
forsætisráðherra Grikklands, hef-
ur verið kallaður „flokkslausi
stjói’nmálamaðui’inn". í stað
flokks hefur hann pólitískan her,
sem var skipulagður í Kairo og
fluttur til Aþenu eftir frelsunina.
Papandreú fæddist í Patras árið
1890 — sonur prests.
Hann var ágætur námsmaður,
en fann enga köllun hjá sér til
neins sérstaks, og gekk hann
snemma í Frjálslynda flokkinn
undir stjórn Venisélosar og varð
hægri hönd hans.
Eftir stjórnaxbyltinguna 1922
reyndi hann að afla sér frægðar
sem róttækur stjói'nmálamaðui',
sagði skilið við Veniselos og varð
seinna í sambandi við, ýmsa flokka
og flokksbrot, en tókst aldrei að
tryggja sér stuðning nema örfárra
og ótryggra fylgismanna á hinum
Óstöðuga vettvangi grískra stjórn-
mála.
Hann var brögðóttur og óháður
nokkurri sérlega einlægri hollustu
við grundvallarreglur og tókst á
næstu árum að ná í allmargar ráð-
herrastöður og virtist ætla að
vei'ða álitlegur menntamálaiáð-
herra, þegar Geoi-g II. konungur
skellti einræðisstjórn Metaxas á
árið 1935. — Næstu fjögur ár vúr
Panandreú annað hvort í fangelsi
eða útlegð.
Paparidreú vár aftur kominri til
Gi'ikklands fyrir hérnám Þjóð
verja, og hann var einn af þeim
fáu fyrrverandi þingmönnum, sem
voru ófúsir til að berjast gegn
Þjóðverjum, og neitaði seinna að
ganga í mótspyrnuhreyfinguna.
— Jafnvel eftir að hreyfingin var
orðin mjög öflug undir hinni ötulu
forystu E. A, M., hélt hann því
fram, að ckki væri hægt að gera
neitt, fyrr en Bandamenn kæmu
til hjálpar.
Hann skipti sér ekkert af bar-
áttunni og hélt áfram að dveljast
í Aþenu og ávann sér hvorki hylli
mótspyrnuihreýfingarinnar né
fjandskap Þjóðverja. — Hann lét
það heldur ekki hafa nein áhrif á
sig, þegar Bandamenn lýstu yfir
stuðningi sinum við skæruherinn
með því að senda E.L.A.S. (hinum
hernaðarlegu jamtökum E.A.M.)
byssur og skotfæri.
Það var ekki fyrr en E.L.A.S.
var raunverulega búinn að reka
Þjóðverja á flótta og skapa^kil-
yrði fyrir landgöngu Bandamanna,
að Papandreu lét á sér bæra. —
Þá herti hann upp hugann og fór
til Kairo, var hylltur af hinni kon-
unglegu útlagastjói-n sem hetja
mótspyrnuhreyfingarinnar og
komst bráðlega í stjórn.
Grísku skæruhermennirnir voru
um þetta leyti að krefjast þess
að fá sæti í stjórninni. t umi'æðun-
um, sem á eftir fóru, risu grískir
sjóliðar upp og mótmæltu kóng-
inum og afturhaldinui og voru
bai'ðir niður af bi'ezka flotanum.
— Um sama leyti var gríska stjórn
in að skipuleggja í Kairo „Fjalla-
hersveitina“ og þá „heilögu“ og
hvatti nýja skæruliðsflokka í
Grikklandi til að rísa gegn E.A.M.
Veniselos yngri, varð nú forsæt-
isráðherra, var skömmu síðar
kvaddur til London til að ráðgast
við kónginn. — Veniselos neitaði,
og Paþandreu varð eftirmaður
hans.
Svo fór Papandreú til Grikk-
lands, vel út- búinn með „Heilögu
herdeiklina“ og „Fjallahersveit-
ina“, sem fljótlega fengu liðsauka,
þar sem „Oryggisherdeildin“ var.
Það er lögreglulið það, sem harð-
stjórinn Metaxas hafði stofnað, og
hafði haldið áfram að vernda ein-
ræði og harðstjórn í samvinnu
við Þjóðverja.
Papandreú mun verða minnzt
sem mannsins, sem skipaði lög-
regluliði sínu að skjóta á óvopn-
aðan mannfjöldann á sti-ætum
Aþenu og hóf með þvi borgara-
styrjöldina.
Starf ungra
sósíalista
Framh. af 3. siðu.
málum sínum. Þess vegna er
eitt öllu öðru nauðsynlegra, og
það er, að hin sósíalistiska æska
starfi ötullega í verklýðsfélög-
unum. Hver einasti ungur sósí-
alisti verður að vera meðlimur
í sírfu stéttarfélagi, og í hverju
einasta félagi eiga ungir. sósíal-
istar að vera sú forustusveit
sem alltaf er vakandi og aldrei
hikar við að gera það sem fé-
laginu og stéttinni í heild er
fyrir beztu.
»En nú mun sennilega margt
ungt fólk, sem aðhyllist sósíal-
ismann hugsa sem svo, að
hvernig eigi það svo vanþrosk-
að og óreynt að verða félagi
sínu til gagns. Það er! til eitt
ráð við þessu, og það er að
ganga 1 Æskulýðsfylkinguna.
Æskulýðsfylkingin er félag,
sem ungir sósíalistar hafa með
sér, til að vinna í að áhugamál-
um sínum. Félagið leggur á
það sérstaka áherzlu að veita
meðlimum sínum þann félags-
lega þroska og þá fræðslu, sem
þeim er nauðsynleg, til að geta
tekið þátt í stétta- og stjóm-
málabaráttu alþýðunnar á op-
inberum vettvangi. Þess vegna
er það nauðsynlegt fyrir alla
unga sósíalista að vera meðlim-
ir í allsherjarfélagsskap hinnar
sósíalistisku æsku: Æskulýðs-
íylkingunni.
Ungir sósíalistar sem eiga
heima á hinum ýmsu stöðum á
landinu, þar sem æskulýðsfylk-
ingin er ekki ennþá til, eiga að
taka sig saman og stofna deild,
hver á sínum stað, og sækja
síðan um upptöku í Samband
ungra sósíalista. Það er tak-
mark Æ. F. að sameina alla
unga sósíalista innan sinna vé-
banda, og ef það má verða er
stigið stórt skref í áttina að
lokatakmarkinu: sigri sósíal-
ismans. g.
!
ÞJOÐVILJINN
TILKYNNING
frá nýbyggingarráði
varðandi umsóknír um innflutning á
flutningaskipum
Nýbyggiugarráð óskar eftir því, að allir þeir,
sem hafa í hyggju að eignast flutningaskip, ann-
aðhvort með því að kaupa skip eða láta byggja
þau, sæki um innflutnings- og gjaldeyrisleyfi til
nýbyggingarráðs fyrir febrúarlok þ. á.
Umisóknum skulu fylgja upplýsingar svo sem
hér segir:
a. Ef um fullsmíðað skip er að ræða; aldur, smá-
lestatala, skipasmíðastöð, fyrri eigendur, vél-
artegund, annan útbúnað (sérstaklega skal til-
greina ef um kæliútbúnað er að ræða), verð,
greiðsluskilmála o. s. frv.
b. Ef um nýsmíði er að ræða:
Stærð, gerð, tegund, hvort samninga hafi ver-
ið leitað um smíði þess, verðtilboð, greiðslu-
skilmála o. s. frv.
Þá óskast tekið fram, hvort umsækjandi æski
aðstoðar nýbyggingarráðs við utvegun skipanna.
NÝBYGGINGARRÁÐ.
H AFN ARF J ORÐUR
H AFN ARF J ORÐUR
Grímudansleikur
Gömlu dansarnir í skálanum á Vesturgötu 8
sunnudaginn 14. janúar kl. 9 s.d.
Aðgöngumiðar í 9144 og vörubílastöðinni.
Skemmtifélagið GLEÐI OG GLAUMUR
Skíðafélag- Reykjavíkur fer skíða-
för upp á Hellisheiði ef veður og
færi leyfir. Lagt af stáð kl. 9 frá
Austurvelli. Farmiðar seldir hjá L.
H. Múller í dag, til félagsmanna til
kl. 4, en kl. 4—6 til utanfélags-
manna, ef aígangs er.
rwwwwwwwwvwrwwwwwwwwirt/wwvwwwwwwwww%rt/
Atvinnumál Akureyrar
Framhald af 2. síðu.
Við verkamenn munum atvinnu
leysisárin fyrir styrjöldina, áðui' en
„ástandið“ þvoði smánarblett at-
vinliuleysisins af hinni duglausu og
skafnmsýnu bæjarstjórn og at-
vinnurekendastétt þessa bæjar.
Við munum hvernig allar tillögur
okkar um kaup á framleiðslutækj-
úm og nauðsynlegar framkvæmdir
voru drepnar af bæjarstjórninni,
sem þannig olli bæjarfélaginu óbæt
anlegu tjóni og við vitum að þar
er að finna orsakir þess að vofa
atvinnuleysisins knýr. nú á dyr
okkar.
Verkamenn vænta nú mikils af
hinni nýju ríkisstjórn og nýskopun
aráformum hennar, en hinsvegar
er augljóst að hún mun litlu fá
umþokað til úrbóta á atvinnumál-
um bíejarinSj'ef bæjarfélagið sjálft,
atvinnurekendur og verkamenn
hafa þar ekki /orgöngu. Verkalýðs-
samtökin munu ekki láta sinn
hlut eftir liggja. Þau munu innan
skamms leggja fram tillögur sínar
um framtíðarskipan atvinnumál-
anna hér í bænum, en í bráð munu
verkamenn leggja áherzlu á að til-
lögur þeirra um atvinnu til að
bæta xir brýnustu þörfum verði
teknar til greina af bæjarstjórn og
fylgja því fast eftir.
b.
Glímt við eigin drauga
Framhald af 3. síðu.
er kvikmyndin Sendiför til
Moskvu, sem sýnd er í Tjarnar-
bíó um þessar mundir, og er
gerð eftir bók Josephs Davies,
sem var sendiherra Bandaríkj-
anna í Sovétríkjunum.
Þótt hér hafi ekki verið
%
nefpd nema tvö dæmi, þá eru
þær ótal margar fleiri aftur-
göngusögurnar, sem hafa átt
að vinna bug á sósalismanum,
en snúist gegn auðvaldinu
sjálfu. Og það er vissulega full
ástæða til að óska auðvaldinu
sigurs í ^baráttu þess við þessa
drauga sína.
t