Þjóðviljinn - 17.01.1945, Qupperneq 8

Þjóðviljinn - 17.01.1945, Qupperneq 8
Allmiklar skemmdir urðu á símalínum og sambandslaust víða í gær Sambandslaust við Austfirði, Snæfellsnes, Isafjörð Allmiklar skemmdir urðu í jyrrinótt á símalínum víðsvegar um landið og seint í gœr var enn sambandslaust mð Austjirði, ísajjörð og Snœfellsnes og slœmt samband við Norðurland og nákvœmar jregnir af skemmdunum þvi ekki jyrir liendi, en yfirleitt munu þœr þó eigi haja verið mjög stórvœgilegar. í gærmorgun voru línurnar bil- aðar í nágrenni bæjarins og var gert við þær í gær. Einnig var þá sambandslaust við Vestmannaeyj- ar, en sam'bandið þangað komst í lag í gær. í gærmorgun vai sam- band við Austfirði, en bilaði í gær og er bilunin fyrir austan Vík. Sambandslaust Var við Snæfells- í gærkvöld og yar bimnin í nes Borgarfirði. Einnig var sambands- laust við tsafjörð. Var línan biluð fyrir norðan Borðeyri Mest af bilununum mun hafa verið samsláttur á línum og smá- slit, en ekki mikið um staurabrot. Unnið var að viðgerðum allan daginn í gær og er von um að samíband komist fljótlega á aftur við liina ýtnsu staði. Skip á höf ninni slitna upp og laskast I jyrrinótt var hér ajspymurok og slitnuðu nokkrir bátar upy licr á höfninni, Vélbátinn Hring frá Siglufirði rak út úr ytri höfninni og síðan upp í fjöruna við Skúlagötu. Skemmdir urðu á nokkrum bátum og skipum, m. a. brotnaði Hafborg frá Akranesi nokkuð. Nýr aðstoðarbókavörð- ur við Landsbókasafnið Geir Jónaissyni inagister hefur verið veitt aðstoðarbókavarðar- staða við Landsbókasafnið, frá 1. janúar þ. á. Embætti laus til um- sóknar * Eftirgreind embætti við Háskóla íslands hafa verið auglýst laus til umsóknar: Dósentsembætti í sögu og dósentsem'báetti í bókmenntum við heimspekideildina, og þrjú pró- fessorsembætti við verkfræðideild- ina. Umsóknarfrestur til 15. febrúar. Dómar Sex mánaða fangelsi fyrir svik Nýlega hefur sakadómari kveð- ið upp nokkra dóma fvrir ýmis af- brot. Stefán Agnai' Magnússon var dæmdur í sex mánaða fangelsi og sviptur kosningarrétti og kjör- gengi fyrir svik. Hafði hann haft 200 kr. af tveim mönnum á þann hátt að bjóða þeim fataefni til i kaups og taka greiðslu fyrirfram. I Fataefnið hafði hann aldrei átt. j Stefán hefur margsinnis verið dæmdur áður fyrir auðgunarbrot. Veitandinn hlaut 500 kr. sekt. — Þiggjandinn 20 daga varðhald Síðastliðið haust fór bifreið út af veginum hjá Hólmi. Kona, sem var í bifreiðinni, varð undir henni og slasaðist alvarlega. Bifreiðar- stjórinn var ölvaður. Hann var ný- lega dæmdur í 20 daga varðhald og sviptur ökuleyfi í eitt ár.'Mað- ur konu þeirrar er slasaðist hafði veitt bifreiðarstjóranum vínið og var hann dæmdur í 500 kr. sekt. Innbrotið í KKON í Sandgerði Tveir menn hafa nýlega verið dæmdir fyrir að brjótast inn í KRON í Sandgerði, skömmu fyrir áramótin. Stálu þeir 150 kr„ vind- lingum og einhverju smádóti. X>eir voru dæmdir í þriggja mánaða fangelsi, skilorðsbundið. og sviptir kosningarrétti og kjörgengi. Þjófnaður og misferli T>á hefur 17 ára pilbur verið dæindur nýlega í 0 mánaða fang- clsi skilorðsbundið fvrir þjófnaði og ýmislegt annað misferli. ITafði hann m. a. stolið úri og penmgum, verið ölvaður og haft í frammi ó- spektir og unnið skemmdarverk. Aðalfundur Verka- lýðsfélags Skaga- strandar Verklýðsjélag Skagastrandar liélt aðalfund sinn 8. janúar s.l. Þessi voru kosin í stjórn: Formaður: Pálmi Sigurðsson. Ritari: Haraldur Sigurjónsson. Gjaldkeri: Guðmundur Jóhann- esson. Meðstjórnendur: Jóhanna Benó- nýsdóttir og Kristófer Arnason. Sjór gengur yfir Strandgötuna í Hafnarfirði í fyrrinótt gekk sjór upp á Strandgötuna í Hafnarfirði og færði þangað möl og þara, braut ennfremur skúr við Hressingar- skálann og færði hann upp á göt- una. Var Strandgatan lítt fær um morguninn og var unnið að því fram eftir degi að hreinsa hana. Aðrar skemmdir af völdum veðurs urðu litlar í Hafnarfirði. ___________________________ Alþýðublaðið og atvinnuleysið í Hafnarfirði Alþýðufblaðsmennirnir urðu æfir í gær út af því að Þjóðviljinn skyldi segja frá samþykkt hafn- firzkra verkamanna, þar sem þeir skoruðu á bæjarstjórn Hafnarfjarð- ar að hefja framkvæmdir svo hafn- firzkir verkamenn þurfi ekki að ga,nga atvinnulausir. Abvinnuleysið í ITafnarfirði er staðreynd, og sinnuleysi bæjar- stjórnarinnar í Hafnarfirði er líka staðreynd, því miður. Það er því tilgangslaust fyrir Alþýðublaðið að ybba sig lít af því að þetta mál sé rætt og skal það verða gert betur síðar. Bálför ■ Samkvæmt tilkynningu frá Bál-, stofunni í Edinborg, fór bálför ÓI- i afar Jönsdóttur, Njálsgötu 84,' fram þ. 8. janúar s.l. (Tilkynning jrú Báljarajclagi lslands). ÐVILIINN Sáttmáli Frakklands og Sovétríkjanna ^AMVINNA Evrópuveldanna austan og vestan Þýzka- lands hefur lengi verið mikilvægur þáttur í alþjóða- stjórnmálum. Þessi hefðbundna samvinna hefur enn á ný verið staðfest með samningi þeim um „bandalag og gagn- kvæma aðstoð“ milli Sovétríkjanna og Frakklands, sem Molotoff utanríkisþjóðfulltrúi og Bidault utanríkisráðherra undirrituðu í Moskva 10. des. 1944. í tilefni af undirritun samningsins birti Pravda, aðalmálgagn Kommúnistaflokks Sovétríkjanna, ritstjórnargrein, og segir þar meðal annars: JJNDIRSTAÐA árangursríkrar samvinnu sovétþjóðanna og Frakka í hinni sameiginlegu baráttu gegn Hitlers- Þýzkalandi var lögð 20. sept. 1941, þegar sovétstjórnin við- urkenndi de Gaulle hershöfðingja sem foringja allra frjálsra Frakka, er fylktu sér til baráttu gegn þýzka fas- ismanum við hlið Bandamanna- Sovétstjórnin lagði þá þegar áherzlu á þá eindregnu stefnu sína að tryggja eftir fullnaðarsigur yfir hinum sameiginlega óvini algera end- urreisn sjálfstæðis og fullveldis Frakklands, og lýsti sig reiðubúna að veita frjálsum Frökkum fyllsta stuðning. Samningur sá, sem nú hefur verið gerður, er staðfesting þeirra gagnkvæmu skuldbindinga sem gefnar voru 20. sept. 1941, hvað snertir sameiginlegar aðgerðir í stríðinu við Þýzkaland. Næsta mikilvæga skrefið í þróun samvinnu Sovétríkjanna og Frakklands var fundur Molotoffs utan- ríkisþjóðfulltrúa og de Gaulles í London, sumarið 1942. Molotoff ítrekaði þá ósk sovétstjórnarinnar, að Frakkland öðlaðist frelsi og gæti beitt sér sem lýðræðisstórveldi í Evrópu að alþjóðamálum". pRAVDA skýrir því næst frá sívaxandi styrk frönsku þjóðfrelsishreyfingarinnar. í ágúst 1943 viðurkeiindi sovétstjórnin Þjóðfrelsisnefnd de Gaulle sem fulltrúa rík- ishagsmuna Frakklands, og forustu franskra ættjarðarvina t baráttu gegn Hitlerskúguninni. Eftir lausn Frakklands sumarið 1944 viðurkenndi sovétstjómin, ásamt stjómum Bretlands og Bandaríkjanna, bráðabirgðastjóm franska lýð- veldisins. Samkvæmt tillögu sovétstjómarinnar var Frakk- landi boðið sæti í Evrópunefndinni jafnrétthátt stórveld- unum þremur. j FYRSTU grein bandalagssamningsins frá 10. des. 1944 heita samningsaðilar að halda áfram sameiginlegri bar- áttu ásamt öðrum Bandamönnum þar til úrslitasigur yfir Þýzkalandi hefur unnizt, og veita hvor öðrum alla þá aðstoð í baráttunni sem þeim er unnt- Þá skuldbinda að- ilar sig til að semja ekki sérvopnahlé eða sérfrið við Hitl- ersstjómina eða neina þá stjóm í Þýzkalandi, sem ætli sér að halda áfram þýzkri ágangsstefnu, og hafa samvinnu, einnig eftir stríð, sem ráðstafanir til að ^fstýra ágangi af Þýzkalands hálfu. Lendi annað ríkið í stríði við Þýzka- land, skal hitt veita bandalagsríkinu hjálp af fremsta megni. Samningsaðilar lofa að taka ekki þátt í neinum bandalögum, sem miðist gegn öðrum aðilanum. í sjöttu grein samningsins heita Sovétríkin og Frakkland hvort öðm fyllstu aðstoð í því skyni að flýta fyrir endurreisn landanna og í þágu velmegunar allra þjóða. — Samning- urinn gildir til 20 ára (eins og bandalagssamningurinn við Bretland, gerður 1942) en framlengist um ótakmarkaðan tíma ef annarhver aðili segir honum ekki upp ári áður en hann á að renna út. EÐ BANDALAGSSAMNINGUM við Bretland og Frakk- land hafa Sovétríkin sýnt svo ekki verður um villzt vilja sinn til langvarandi samvinnu við önnur lýðræðisríki Evrópu. Hugmyndir sem brezkir stjórnmálamenn hafa ymprað á um „Vestur-Evrópubandalag“, sem sennilega ætti að verða mótvægi gegn hinum víðtæku áhrifum Sov- étríkjanna í Evrópu, eru heldur ólíklegar til framgangs, eins og nú standa sakir. Héðan af tekst ekki að einangra alþýðuríkið og hindra samvinnu þess við hin endurleystu þjóðríki Vestur-Evrópu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.