Þjóðviljinn - 21.01.1945, Page 3

Þjóðviljinn - 21.01.1945, Page 3
Sunnudagur 21. janúar 1944. ÞJÓÐVILJINN Stðliilr (H Pingoalla ¥»AI) var bara einn af þessum * venjulegu dögum, með þrot- lausum kennslustundum og yf- irheyrslum innan veggja, en suðaustangolu og rigningar- hraglánda hið ytra. Eg og einn herbergisfélagi minn vorum að skríða út úr klæðaskápnum, en þar höfðum við falið okkur meðan útrekstr- arhættan leið hjá, en af ein- hverjum ástæðum fengum við sterka tilhneigingu til að „skrópa“ í útivist þennan dag, og ástæðumar hafa sjálfsagt gildar! (Útivistartími nemenda var frá kl. 11—12 f. h.). — Ertu búinn að reikna? spurði þá félagi minn. — O nei, nei. Eg var ’ekki bú- inn að því. — Eg er illa svikinn ef þú gerir stóra fígúru með 21. dæm- ið, um gullkórónu Hierosar kon- ungs, sem Animedes vó í vatni og fann að hún var svikin, sagði i hann. Eg gat ósköp vel ímyndað mér að dæmið þvældist fyrir, ekki meiri stærðfræðingi en mér og svaraði því engum hreystisvörum, en fletti upp í Ólafi Dan. og byrjaði að leggja heilann í bleyti yfir bölvaðri kórónunni hans Hierosar, sem mér var alveg sama hvort var svikin eða ekta- Við reyndum margar aðferðir og uppsetning- ar, en útkomumar urðu hver annarri fráleitari: ýmist ein- tómt silfur eða þá skíra gull. Kraftaverkið skeði þó á síðustu stundu. Mér tókst að reikna dæmið í huganum, án blýs eða blaðs. en þó án þess að hafa hugmynd um hvemig á því stóð og því síður gat ég út- skýrt lausn ráðgátunnar með •orðum svo nokkrum heila yrði skiljanlegt. En útkoman var hárrétt og ég sagðist óhikað nota þessa aðferð ef ég kæmi upp í dæm- inu. Reikningstíminn var eftir há- 1 degið. Nú kallaði skólabjallan okkur til hádegisverðar. Við fleygðum bókum og blöðum og hröðuðum okkur til birðs. Eg hafði þegar gert allnákvæman samanburð á okkur Arkimedes og sá sam- anburður hafði allur orðið mér í hag, sem vonlegt var, en þegar ég sá hvað á borðum var hvarf gleðivíman eins og dögg fyri^ sólu — réttirnir voru aðeins skata og kartöflur. Þegar við höfðum slafrað í okkur skötunni eins og lystin leyfði, birtist skólastjóri við há- borðið og hóf máls á því, að nú yrðum við að fara að hugsa fyrir hinni árlegu skólaför, ef sá gamli siður ætti ekki að leggjast niður, en undanfarna vetur höfðu nemendur haldið þeirri venju, að fara eina alls- herjar skemmtiferð, langt eða skammt. Hann bað okkur nem endur að skjóta á fundi eftir hádegið og ræða hvert fara skyldi og kjósa nefnd til að annast framkvæmdir og undir- búning allan. Reikningstími dagsins skyldi verða fundar- tími um málið- Auðvitað lustu flestir upp fagnaðarópi yfir þessum tíðind- um, en ég var hálfgramur með sjálfum mér, yfir því að fá ekki tækifæri til að opinbera yfir- burði mína í stærðfræðinni, sem fyrr um getur. Á fundinum komu fram fjöldamargar ósamhljóma tillög ur og skoðanir: einn vildi fara upp að Hreðavatni, annar upp á Baulu, þriðji í Surtshelli o. s. frv. Við Jakob Þorsteinsson fá Geithömrum bárum upp þá tllögu að farið yrði alla leið á Þingvelli. Þessari tillögu var f jarri tekið , og aðeins f jórir greiddu henni atkvæði. Ekki náðist heldur samkomulag um aðrar tillögur. Svo var þrasað og þrætt um málið fram og aft- ur, án þess að niðurstaða feng- ist og að síðustu var kosið 3ja manna ráð, er annast átti fram- kvæmdir og leita fyrir sér um upplýsingar varðandi kostnað af ferðinni hvert svo sem farið yrði. Eftir þeirri gömlu og sígildu reglu, að þeir, sem kjafta mest, eru kjörnir í flest, yar ég einn þeirra, sem kosnir voru í ,.ráð- ið.“ Við þrímenningarnir fengum fljótt þær upplýsingar að Þing- vallaferð myndi kosta ca. tíu krónur á nef.'Okkur þótti þetta glæsileg frétt, ekki sízt þegar við höfðum líka til samanburð- ar kostnað við för til Hreða- vatns, en hann var aðeins þrem krónum minni. Það réð líka nokkru að skólastjóri var strax hlynntur því, að farið yrði til Þingvalla. Við sem sæti áttum í „ráðinu“, höfðum meira en nóg að starfa það sem eftir lifði dags, því laugardagur var að morgni og þá æskilegast að ferðin yrði farin. Við urðum því tafarlaust að vita um þátttöku í ferðinni, svo hægt væri að tryggja sér nægan bílakost í tæka tíð. Áskriftarlistar, í fylgd með ötulum erindrekum gengu um allt skólahúsið seinnipart dags- ins. Rúmlega sex tugir nafna komu á listana (nemendur voru um 100) og varð ekki annað sagt, en árangurinn væri öllum vobum meiri, þegar litið var til þess litla fylgis er tillagan fékk á fundinum þá um daginn, Flest ir kenn'aranna skráðu sig til far- arinnar, en einn úr okkar mikla „ráði“ taldi sig ekki geta farið, enda hafði hann áður komið á hinn „helga stað“. Við vorum því strax orðnir aðeins tveir um fararstjórnina, ég og Ágúst Eirksson frá Löngu mýri á Skeiðum. Um kvöldið var allt undir- búið svo sem hægt var, matur settur í skrínur og mjólk í dunka. Kl. 0 morguninn eftir skyldi hirðin vakna, og hálfum tíma síðar lagt úr hlaði. Sjálfsagt' hafa morgunbænir nemenda verið misjafnlega fagr ar, þegar bjallan kallaði svo árla morguns. Þeir, sem heima ætluðu að dvelja, voru fullir af ólund yfir ónæðinu, en aðrir mundu ekki eftir öðru í svefn- rofunum, en að venjulegur dag- ur væri að hefjast og ekkert biði sín utan ræstingar og svo göt ofan í göt í tímanum á eft- ir. Fljótlega opnuðust þá augu þeirra fyrir því, sem framund- an var og þeir fylltust nýrri og ferskari ferðaþrá, rifu sig í föt- in og voru komnir að bílunum á tilsettum tíma, nema með- stjómandi minn, Ágúst, hann var hvergi sjáanlegur á fótum. Eg ruddist inn í herbergið hans með blóti og bituryrðum um leti hans og ábyrgðarleysi- Hann varð fár við, en stundi því upp, að hann mætti varla mæla, hvað þá fötum fylgja sakir *kvefs og hálsbólgu Nú þótti mér vandi minn vaxa fyrir alvöru, ef ég ætti einn að leiða þennan fjölmenna flokk um óravegu óbyggðanna, sem ég hafði aldrei augum litið. Framlágur og axlasiginn undan ofurþunga ábyrgðarinnar, hélt ég á fund skólastjóra og bað hann ásjár, en hann kvað mig engrar hjálpar þurfa og mætti mér líka einræðið vel þegar þannig stæði á. Annað hafði ég ekki upp úr því flani, en varð þó heldur hugaðri, því ég vissi sem var að hann og aðrir kennarar, sem með voru, myndu rétta mér, vesælum, hjálparhendur ef í nauðir ræki. Eftir að hópurinn hafði mett- að sig á hafragraut og blóðmör. var farið að raða í bílana. Eg varð að sjálfsögðu að fara síð- astur til sætis. Það fylgdi stöðu minni að telja og kanna liðið og sjá um að ekki færu aðrir en þeir, sem skráð höfðu nöfn sín á listana. Fyrir þetta ómak fekk ég versta sætið sem „skrjóðarnir" höfðu upp á að bjóða. í ferðina fóru fjórir bilar, all- ir úr Borgamesi, sumir voru ekki sem þýðastir og .,body“- sætin hörð og hriktandi, en allir dugðu þeir vel og enginn bilaði á leiðinni, þó vegur væri ójafn. Veður var hið ákjósanlegasta, logn og hreinviðri. Loft var að vísu nokkuð þungbúið, en þoku laust að sjá til öræfanna. í sveit um var jörð að mestu auð. en snjóað hafði örlítið til fjalla um nóttina. Okið skautaði drif- hvitum faldi við dökka geira og fegurð þess og hreinleiki birt- ist okkur í þetta sinn skærari og meiri, en við höfum áður séð. Bílamir siluðust fram Hálsa- sveitina hægt og hlöktandi, því vegurinn er krókóttur og í þetta sinn blautur og grafinn- Þegar fram undir Húsafell kom, ljóm- aði af degi, svo við gátum farið að njóta útsýnisins til fulls, enda var nú framundan hin fagra skógarleið milli Húsafells og Kalmannstungu, en sú bæj- arleið er að margra áliti sú feg- ursta á landi hér, og er það Húsafellsskógur sem því veld- ur, hann er víðáttumikill, en hvergi hávaxinn. Hellan hans síra Snorra var látin í friði að þessu sinni og ekkert tafið á Húsafejli. Nú vaf rennt inn í skóginn. Vegurinn er aðeins ruddur, en trjágreinarnar strjúkast víða við hlíðar og þök bílanna svo snarkar og kaurar í öllu, og er það í senn skemmtilegt og ævintýralegt ferðalag. Um þrjátíu kílómetrar eru frá Húsafelli að Kalmannstungu og má af því marka að jörðin er allafskekkt, en hún ber þess lítil merki. Byggingar allar eru hinar staðarlegustu og jörðin öll hin byggilegasta. Bærinn stendur vestast í tungunni, milli Norðlingafljóts og HVítár, svo við sjáum hann aðeins tilsýnd- ar, þar sem vegurinn liggur al- staðar sunnan Hvítár. Stórt fjár bú hefur lengi verið í Kalmanns tungu og iandrými mikið, sem ráða má af því, að beitilönd Kalmannstungu og Grímstungu í Vatnsdal lágu saman. Nú er búið að leggja mikið af þessu landrými jarðanna undir afrétt- ina. Við höldurn nú áfram upp með Hvítá, norður og austur fyr ir Ok. Þar er áð litla stund. Langjökull rís hár og bunguvax inn í austri og bannar okkur algeriega að siá anr.að en sig í þeirri áttinni. enda dálítið fyr ir augað. í norðrinu gnæfir strýtumjór skalli Eiríksjökuls, en í baksýn beggja megin við hann, mæta auganu svartir sandar, sviðin fell og fjöll- Við erum á þessum stað, ræki lega minnt á veldi hinnar stór- brotnu öræfanáttúru, allt i senn: fegurð og hrikaleik, misk- unnarleysi og blíðu, eld og ís, gróður og auðn. Það verður ett- irminnileg sjón öllum þeim er aðeins hafa séð útverði öræfa- ríkisins í móðu f jarlægðarinnar. Okkur verður hugsað til úti- legumannanna, sem í stopulu skjóli þessara jökulbungna háðu sín fangbrögð við ógnarvald íss og myrkurs. Nú erum við stödd við nyrðri enda Kaldadals. Nafnið á daln- um er enganveginn of kulda- legt, því. jöklar eru til beggja eftir Rósberg G, Snædal 3 hliða, undirlendi lítið og gróð- urlaust að kalla. Rétt í því að haldið er ofan í dalinn, sjáum við allstóran flokk manna á veginum framundan. Þeir eru kuldalega búnir, með skjóður og skíði um öxl og langa brodd- stafi í höndum. Þetta reyndust þó ekki útilegumenn, þó einhverj- um hafi e. t. v. orðið á að minn- ast þeirra í fyrstu. Sá er fyTÍr flokknum gekk, var Steinþór Sig- urðsSon magister og liðsmenn hans munu einnig hafa verið úr höfuð- staðnum. Þeir hugðust ganga á Langjökul og leita hins margum- talaða Þerisdals, sem eitt sinn var dvalarstaður Grettis Ásmundar- sonar. Bifreið þeirra félaga ‘hafði orðið íóðurjaus neðst í Kaldadal og þar af leiðandi urðu þeir að ganga lengra en til var ætlast. Það var líka sérstök heppni að við skyld- um fara þarna um þennan dag, því annars voru allar líkur til að þeir hefðu orðið að ganga aftur til byggða, þar sem. umferð er sjald- gæf á þessum slóðum að vetrar- lagi. Við lofuðum að færa þeim bensin i bakaleiðinni, síðan var ferðinni hraðað suður dalinn. Veg- urinn var góður vegna frostsins, sem á var og ferðin gekk greið- lega. I>ó urðum við í tveim stöð- um að draga bílana yfir mjóa skafla, sem lágu yfir veginn. i „Fjallið allra hæða val“ blasir nú við sjónum í suðaustri og við „tökum lagið“ honum til lofs eins og vera ber. Áður en varir liöfum við 9éð og fa’rið framhjá, Meyjar- sæti, Hofmannafleti og Bolabás. Allir þessir staðir þótti okkur ein- kennilegir og fagrir, en framund- an var enn fegurra, Þingvellir sjálf ir, hraunið, gjárnar og vatnið. Yf- ir vatninu hvildi meinleysisleg þokuhula, en hún var nóg til þess, að við fengum ekki að sjá „djúp- ið mæta, mest á Fróni“ að neinu gagni í þetta sinn. Ekið var að norður enda Al- mannagjár. Bilarnir tæmdust á skammri stund og hópurinn tvístr- aðist um gjána. Þá var miður dag- ur. Ferðin hafði tekið rúmar fimm klst. frá Reykholti. Mér, framkvæmdarstjóra og ein valdsherra fararinnar lá nú við ,.sjokki“ af þeirri tilhugsun að gjá- in skilaði aldrei nema litlu af hópn 1 um aftur, a. m. k. ekki á tilskild- um tíma. Allir fyllast villtri hrifningu og lifa sig inn í fornar sögur staðarins og mér varð á að hugsa að þjóð- legri og helgari svipur myndi vf- ir Alþingi voru, ef það stæði nú, ,.þar sem ennþá Oxará rennur ofan í Almannagjá“. Af bergveggjum Almannagjár er útsýni gott og fagurt, margbreyti- leg fjallasýn í norðri og vestri, en víðáttumiklar bunguvaxnar heið- ar í austri. Byggingár á staðnum eru ein- staklega snotrar og staðhættir fagr ir. Öxará rennur út í Þingvallavatn milli gistihússins Valhallar og bæj- arins á Þingvöllum. Þegar til Lögbergs kom, hvarf ótti minn að mestu því ég sá þeg- ar að flestir eða allir voru þar mætt ir heilu og höldnu. Þeir kennarar, sem áður höfðu komið hingað, skýrðu fyrir ok'kur umhverfið og lýstu staðnum. Eg hafði daginn áður símað til Jóns Guðmundssonar gestgjafa í Framh. á 5. síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.