Þjóðviljinn - 27.01.1945, Qupperneq 3

Þjóðviljinn - 27.01.1945, Qupperneq 3
Laugardagur 27. janúar 1945. ÞJÓÐ VILJINN & Ræða Friðriks Engels við jarðarför Karls Karx (Flutt í Highate kirkjugarði í London 17. marz 1883) Ungir Dagsbrúnarmenn! Þurk- ið áhrif sundrungaraflanna út úr félagi ykkar Ritstjórn Æskulýðssíðunnar hefur áformað að birta framvegis fræðandi þætti úr sósíaliskum ritum. Hver einasti ungur sósíalisti verður að kynna sér frumatriði marxismans, rannsóknaraðferð hans og lieimsspeki, hag- fræðikenningar, tilgang og starfsaðferðir. Þetta er fyrst og fremst bráðnauðsynlegt til1 skilnings á stefnu og stefnu- breytingum sósíalistaflokkanna og einnig óhjákvæmilegt fyrir hvern þann, sem vill stuðla að sigri sósíalismans, því að til þess verður þekkingin eitt bezta vopnið. Hér er fyrst birtur kafli úr ræðu eftir Friðrik Engels, annan aðalhöfund marxismans og náinn samstarfsmann Karls Marx. Er þar gefið stutt, en greinagott yfirlit yfir líf og starf Marx. Síðar verða birtir þættir til skýringar á hinum ýmsu kenningum marxismans og staðfestingu reynslunnar á þeim. Hinn 14. marz, stundarfjórðung yfir þrjú síðdegis, hætti mesti hugsuður nútímans að hugsa. Við höfðum yfirgefið hann í tæpar tvær mínútur, og er við komum aftur, sat hann í hægindastól, sofn- aður værum svefni — en fyrir fullt og allt. Hin stríðandi alþýða Evrópu og Ameríku og einnig söguvísindin höfðu beðið ómetanlegt tjón við dauða hans. Við munum brátt finna , hversu stórt skarð er höggv- ið við lát þessa mikla vitmanns. Eins og Darwin uppgötvaði þró- unarlögmál hinnar lífrænu náttúru, eins fann Marx þróunarlögmál mannkynssögunnar. Hann uppgötv aði hina einföldu staðreynd, sem áður var lijúpuð í þoku hughyggj- unnar, að menn verði fyrst af öllu að eta og drekka, skýla sér og klæðast, áður en þeir geti fai'ið að leggja stund á stjórnmál, vísindi, trúarbrögð o. s. frv. Þess vegna sé framleiðsla hinna beinu efnislegu nauðsynja og þar af leiðandi það hagfræðilega þróunarstig, sem náðst hefur hjá vissri þjóð eða á •einhve/ju vissu tímabili, sá grund- völlur, sem ríkið, réttarfarið, list- irnar og jafnvel trúarhugmyndir viðkomandi þjóðar séu byggðar á. 1 þessu ljósi verði að skýra þessi fyrirbrigði í stað hins gagnstæða, eins og áður var. En með þessu er ekki allt sagt. Marx uppgötvaði einnig hið sér- staka hreyfilögmál, sem ríkir í framleiðslu nútíma auðvaldsskipu- lags og í borgarájega þjóðfélaginu, sem þessir framleiðsluhættir hafa skapað. Uppgötvun verðmætisauk- ans var skyndileg láusn á miklu vandamáli, en tilraunir allra fvrri fræðimanna til að ráða fram úr því, bæði borgaralcgra hagfræð- inga og sósíaliskra gagnrýnenda, höfðu aðeins verið fálm í myrkri. Tvær slikar uppgÖtvánir væru nógu mikið á einni ævi. Hver sá maður mætti þakka fyrir, sem Æuðnaðist að gera þótt ekki væri nema eina slíka uppgötvun. En í hverri einstakri grein, sem Marx rannsakaði — og hann rannsak- aði margar fræðigreinar, en enga þeirra með yfirborðsmennsku — í hverri grein, jafnvel í stærðfræð- inni gerði hann sjálfstæðar upp- finningar. Svona var vísindamaðurinn. En vísindin áttu ekki einu sinni hug hans hálfan. Þau voru í hans augum söguleg aflfræði, byltinga- kraftur. Þótt hann tæki nýrri upp- götvun í einhverri vísindagrein með miklum fögnuði, þrátt fyrir það að hagnýt þýðing hennar s'æri e. t. v. ekki enn sýnileg, þá var fögnuður hans allt annars eðlis, þegar uppgötvunin fól í sér skjót- ar, byltingarkenndar breytingar í i iðnaði og í hinni almennu rás sög- unnar. Til dæmis fylgdist liann nákvæmlega með þeim uppfinning- um, sem gerðar voru á sviði raf- magnsfræðinnar og nú síðast með uppgötvunum Marcels Deprez. — (Marcel Deprez (1843—1918). Franskur eðlisfræðingur, sem gerði fyrstu tilraunirnar með orkuflutn- ing milli fjarlægra staða). ■ Marx var umfram allt bvltinga- sinni. Hin raunverulega köllun hans í lífinu var að stuðla á einn eða annan hátt að kollvörpun auð- valdsskipulagsins og valdakerfis- ins, sem það hafði komið á: að stuðla að frelsun öreiganna, en fyrst fyrir hgns átbeina hafði al- þýða nútímans orðið sér meðvit- andi urti ástand sitt og þarfir sín- ar, um skilyrðin, sem þurfti til frelsunar hennar. Baráttuvilji lá í eðli hans. Og hann barðist með ákafa og þrautseigju og náði meiri árangri en flestum öðrum hefur tekizt. Starf hans við Rheinische Zeitung (1842), (Vorwárts í París (1844), Deutsclie Zeitung í Briissel (1847), Neu 1 Rheinische Zeitung (1848—49), New Yorlc Tribune (1852—61) og þess utan við feikn- in öll af áróðursbæklingum, starf- ið í byltingasinnuðum félögum í Nú þessa dagana standa yfir stjórnarkosningar í Verkamanna- félaginu Dagsbrún. Þessar kosn- ingar eru þær örlagaríkustu, ekki aðeins fyrir okkur Dagsbrúnar- menn, heldur allan verkalýð lands- ins, því ef Dagsbrún yrði sigruð í þessum kosningum af fjandmönn- um verkalýðsins, mundi það veikja verkalýðshreyfinguna meira en margir e. t. v. gera áér Ijóst. Eldri mennirnir í Dagsbrún, sem hafa starfað i félaginu síðustu áratugi, vita það af reynslunni, hvað hér er á ferðinni. í félaginu eru um eitt þúsund ungir menn, sem flestir hafa géng- ið í Dagsbrún núna á síðustu ár- um, svo því verður ekki neitað, að æskan. á mikil ítök í félaginu, enda fullt tillit tekið til þess í til- lögum uppstillingarnefndar urn stjórn og trúnaðarráð í félaginu. Flestir okkar, ungu Dagsbrúnar- manna, höfum, fyrir æsku sakir, litla persónulega reynslu af verka- lýðsbaráttunni, en það getur ekki hjá því farið að það hlýtur að dærnast á okkur, að taka við störf- um eldri kynslóðarinnar og verð- um við því ekki aðeins að læra af reynslu hennar, heldur einnig að leitast við að bæta það sem af- laga hefur farið; því aðeins getum við talist færir um að taka okkur þær skyldur á herðar. I þeim kosningum, sém nú París, Brússel og London, og að síðustu mesta afrekið, myndun Al- þjóðasambands verkamanna (1. Alþjóðasambandið). — Þetta voru vissulega afköst, sem hver maður gæti hrósað sér af, jafnvel þótt hann hefði ekkert annað gert. Og af þessum ástæðum var Marx meira hataður og rægður en nokk- ur annar af kynslóð hans. Bæði einveldis- og lýðveldissí jórnir gerðu hann útlægan af umráða- svæðum sínum. Borgarastéttir lándanna, jafnt þær íhaldssömustu og lýðræðissinnuðustu, kepptust við að rægja hann. Allt þetta lét hann sem vind uni éyrun þjóta, lét sem hann vissi það ekki, svar- aði aðeins, er brýn nauðsýn krafði. Og nú er hann dáinn, elskaður, virtur og harmaður af milljónum samverkamanna — frá námum Síberíu til Kaliforníu, hvarvetna í Evrópu og Ameríku — og ég þori að segja, að hánn á varla nokkurn persónulegan óvin, þótt hann kunni að eiga marga ahd- stæðinga. Nafn hans mun varðveitast um aldir. Svo mun einnig um stiirf hans. (Birt í blaðinu Sosialdemokrat í Zúrich, 13. tbl., 22. rnarz 1883). standa yfir í Dagsbrún, getur það ráðið úrslitum hvar í fylkingu við stöndum. Þess vegna verðum við að gera okkur það Ijóst, um hvað er raunverulega kosið. Það er ekki aðeins verið að kjósa stjórn í Verkamannafélaginu Dagsbrún, það er engu síður kosið um það, hvort verkalýðurinn á að fá að halda því sem honum hefur áunn- izt á undanförnum árum, undir forystu hinna víðsýnustu manna innan Dagsbrúnar, eða hvort sundrungaröflunum á að takast að gera þá sigra að engu. Það er kosið um það hvort verkamenn- irnir í Reykjavík eiga cð fá að ráða sínu verkalýðsfélagi sjálfir og halda sig við það lýðræðisfyrir- komulag sein nú ríkir innan Dags- brúnar, að verkrfmennirnir kjósi sér sjálfir trúnaðarmenn á vinnu- stöðunum og hafi þannig áhrif á gang þeirra mála sem snertir þá sjálfa og tryggir þeim að þeirra hagsmuna sé gsett, eða hvort það á að fá stjórnina í hendur fjand- manna verkalýðsins — fótaþurrk- um Alþýðuflokksklíkunnar með Framsóknarafturhaldið að bak- hjalli —, sem ennþá hafa ekki lát- ið sér skiljast annað en að þeir | eigi að ráða verkalýðshreyfingunni, ' svo þeir geti enn á ný farið að selja sjálfum sér eignir verkalýðs- ins, án þess að spyrja hann um leyfi. í Alþýðublaðinu á miðvikudag- inn var voru birtar myndir af nokkrum Dagsbrúnarmönnum, sem sjálfum sér til vanvirðu, en öðrum til leiðinda, höfðu látið hægri klíkuna í Alþýðuflokknum kúga sig til að setja nafn sitt á lista, sem Alþýðúflokkurinn stillir n upp í Dagsbrún. Þeir kalla þetta lista lýðræðissinnaðra verka- manna. Ástæðan sem Alþýðu- flokksmenn færðu fyrir þessari uppstillingu, átti að vera sú, að Alþýðuflokkurinn fékk ekki svo og svo marga menn kosna á Alþýðu- sambandsþingið s.l. haust. Svo sannfærðir eru þeir um að þeir eigi að eiga eiyliver ítök í verka- lýðshreyfingunni, en Dagsbrúnar- menn vilja ekki heyra slíkt þvað- ur, ,því þegar þeir kjósa sér mann í trúnaðarstöðu þá líta þeir fvrst á verkin sem hann liefur unnið, en varðar ekki skapaðan hlut um hvaða stjórnmálaflokki hann fylg- ir. Yerkamenn vita, að sú ástæða, sem Alþýðuflokksmenn færa fyrir uppstillingunni, er sama og engin ástæða. Hitt dylst engum, að þetta er lævísleg árás hægri klíkunnar i Alþýðuflokknum á verkalýðshreyf- inguna, sem vill koma af stað inn- bvrðis baráttu innan verkalýðs- hreyfingarinnar til að sundra henni og koma með því í veg fyrir samstarfið í ríkisstjórninni, seim byggist á vopnahléi því, sean verkamenn og atvinnurekendur sömdu s.l. haust. í þessari árás á verkalýðssamtökin njóta kratarnir stuðnings Framsóknarafturhalds- ins, það er enguin blöðum um það að fletta og ætti að vera nóg til að skýra tilganginn. Og þó þeir kalli þetta lista lýðræðissinnaðra verkamanna, þá kalla verkamenn það bara að skreyta sig með stoln- um fjöðrum, því þeir vita að þessu er stefnt gegn því lýðræðisfyrir- komulagi sem hefur ríkt innan Verkamannafélagsins Dagsbrúnar, eða síðan þeir losuðu félagið und- an yfirráðum Alþýðuflokksins. Þegar þessar skýringar Alþýðu- flokksmanna ekki duga, þá kalla þeir þefta liðskönnun. 1 þeim kosningum, sem nú standa yfir í Dagsbrún, mun sundrungaröflunum verða sýnt það, að verkamenn hafa enn engu gleymt. Verkamenn muna þá tíð þegar Alþýðuflokksklíkan réði lög- um og lofum í verkalýðshreyfing- unni, og þeir hafa heldur ekki gleymt því, hvernig þeim fórst sú stjórn af hendi. Verkamenn, ungir sem gamlir, minnast þess nú þessa dagana, þegar þeir ganga til kosn- inga, þegar Alþýðuflokkurinn gerði bandalag við svartasta aft- uilhaldið í landinu árið 1939, gegn verkalýðnum, þegar þeir hjálpuðu aftuúhaldinu til að verðfella ís- lenzku krónuna á kostnað laun- þeganna, og komu á þrælalögun- um illræmdu til þess að útiloka það, að verkamenn gætu rétt hlut sinn. Það hljómar ennþá í eyrum verkamannanna, hvei'nig það hlakkaði í þessum sömu mönnum, þegar ýmsir beztu forystumenn fé- lagsins voru handteknir af erlendu hervaldi árið 1941, en dæmdir fyr- ir landráð samkvæmt ísienzkum Jögum. Þá kipptu foringjar AI- þýðuflokksins að sér höndunum og horfðu á Dagsbrúnarverkamenn tapa verkfalli, án þess að hafast nokkuð að. Það er sama hvemig þessir menn tala. Dagsbrúnarmenu þekkja þá af verkum þeirra og muna eftir því núna þessa dag- ana, þegar þeir voru hnepptir í fjötra þrælalaganna með hungur- svipuna reidda yfir höfðum sér, og þá langar ekki vitund til að lifa það upp aftur. Æskan á mikil ítök í Dagsbmn. Einn þriðji hluti felagsins eru æskumenn. Fyrr en varir komum við til með að bera hitanh og þungann í baráttu félags okkar, hver á sínuni stað. Þó við höfum ekki langa reynslu að baki okkar, Framh. á 5, síðu.

x

Þjóðviljinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.