Þjóðviljinn - 30.01.1945, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.01.1945, Blaðsíða 1
10. árgangur. Æ.F.R. Sellufundur verður hald- inn í 3. sellu (vesturbær) í kvöld kl. 8.30 á venju- legum- stað. A-íístínn hlauft 1301 afkvæðí, scm cr mcsta fylgí cr nokkur Dagsbrúnarsffórn hcfur hlofíd i kosnxngabaráffu* Klofningsftisfinn hlauft 372 atkvaeði cda minna cn Alþýðufft, cinn 1941 1412 greiddu atkvædi med heíldarsamníngum, — 272 á móti Dagsbrúnarkosningunum er lokið. Fulltrúar hinnar stéttarlegu einingar — A- listinn — voru kosnir með 1301 atkvæði, sem er mesta fylgi sem nokkur Dagsbrúnarstjórn hefur haft að baki sér í kosningabaráttu. Enn einu sinni hefur Dagsbrún reynzt hin örugga forustusveit ‘íslenzks verkalýðs. Það voru Dagsbrúnarmenn, undir forustu Sigurð- ar Guðnasonar, sem sköpuðu hina stéttarlegu einingu 1942 og hafa í krafti þeirrar einingar unnið sigra und- anfarandi ára. Enn eru það Dagsbrúnarmenn sem standa svo glæsilega vörð um einingu samtakanna og tryggja þar með framtíðarsigra íslenzks verkalýðs. ' B-listinn, klofningslisti afturhaldsins undir forustu Alþýðuflokksins, hlaut 372 atkv. og er það minna en Alþýðuflokksmenn fengu einir 1941. Jafnhliða stjórnarkosningunni fór fram atkvæða- greiðsla um það hvort heimila ætti Alþýðusambandinu að gera heildarsamninga við atvinnurekendur og var það samþykkt með 1412 atkv. 272 greiddu atkvæði á móti. Þegar Sigurður Guðnason formaður Dagsbrúnar hafði flutt skýrslu sína um störf félagsins á árinu á Dagsbrúnarfundinum 1 gærkvöld og úrslit stjómarkosn- inganna voru birt, fögnuðu fundarmenn sigri einingar- innar með dynjandi lófataki Það er tvennt sem vekur sér- 1939: A-listi (Sósíalistar aðallega) staka athygli í þessum Dagsbrún- arkosningum: Atkvæðamagn A-listans er það stærsta sem nokkur Dagsbrúnar- stjórn hefur hlotið í kosningabar- 659. B-listi (Alþýðuflokksmenn) 408. C-listi (Sjálfstæðisfl.menn) 426. áttu. Klofningslistinn, sem Alþýðu- fiokkurinn bar fram með stuðn- ingi Framsóknarafturhaldsins og Vísisliðsins, fær minna atkvæða- 1940: A-listi (Sósíalistar og Héð- inn Vald.) 636. B-listi (Alþýðufl.menn og Sjálfstæðisfl.menn) 729. xnagn en Alþýðuflokksmenn fengu einir 1941. 191)1: A-listi (Héðinn Vald. og Sjálfstæðisfl.menn) 834. Frá og með 1939 hafa atkvæði við stjórnarkosningar í Dagsbrún skipzt þannig: B-listi (Atþýðuflokksmenn) 392. Framh. á 5. síðu. Hcr Súkoffs cr komínn 20 km, inn í Pommcrn 0$ hcfur roftð aðalbrautina og bilvcgínn á millí Bcrlinar og Daneig Rétt fyrir miðnætti í gær tilkynnti Stalín mar- skálkur að her Súkoffs markskálks hefði komizt inn í Þýzkalánd á 50 km. breiðu svæði fyrir vestan og norð- vestan Poznan, farið yfir ána Netzfe, sótt fram allt að 20 km., rofið aðaljárnbrautina á milli Berlínar og Danzig á 3 stöðum á 50 km. löngum kafla, tekið fjóra stóra bæi, m. a. Woldenberg, 95 km. frá Stettin og um leið rofið aðalbílabrautina frá Berlín til Danzig. Her Súkoffs tók samtals um 150 bæi og þorp Þýzkalands- megin við landamærin, m. a. bæinn Kreuz við jámbrautina milli Berlínar og Danzig. — Woldenberg er við aðaljám- brautina frá Póllandi til Stett- in og bílabrautina frá Berlín til Danzig. — Þarna er her Sú- koff kominn lengst vestpr og er 95 km. frá Stettin, en 150 km. frá Berlín. Póllandsmegin við landamær- in tók her Súkoffs um 400 þorp og bæi. — Miklir götubardag- ar eru háðir í Poznan. ROKOSSOVSKI YFIR VISLU Norðar er her Rokossoskis kominn yfir Vislu og hefur kom izt í samband við her Súkoffs á löngu svæði. — Sá fyrr nefndi stefnir til Danzig og Stettin. k j Rauði herinn hefur tekið Memel. ! Her Tsémakovskis er 3 km. frá Köngsberg og er byrjaður að skjóta á varnarvirki borgar- innar. — Um 100 þorp og bæir voru teknir í Austur-Prúss- landi í gær. — Öllum tilraun- um Þjóðverja til að brjótast út úr kvínni var hrundið. t VERÐUR BRESLAU KRÓUÐ INNI? Suður í Slésíu er búið að koma á föstu sambandi milli herja Konéffs og Súkoffs. Sækja þeir fram á langri víg- línu fyrir norðvestan Breslau og virðast ætla að ki'óa borg- ina inni. — Þjóðverjar' segja, að barizt sé í Steinau á vestari bakka Odem, 55 km. fyrir norð vestan Breslau. Rússar tóku um 70 bæi og i þorp í Slésíu í gær. TAKA NOWY TARG Stalín tilkynnti í gær, að her Petroffs hefði tekið borg- ina Nowy Targ í Póllandi, 65 km. fyrir sunnan Krakow. Vestar stefnir her Konéffs til borgarinnar Ostrava í Tékkó slóvakíu. Rússar eyðiögðu 203 skrið- dreka fyrir Þjóðverjum og skutu niður 116 þýzkar flug- vélar í gær. Dr. Subastc að mynda uýja stjórn Júgoslavneski forsætisráð- herran í London, dr. Subasic, baðst lausnar í gær fyrir sig og stjóm sína og fól konungur honum að mynda nýja stjóm. Pétur kóngur hefur tilkynnt að hann hafi skipað ríkisráð samkvæmt eigin vali. Tito marskálkur hélt útvarps ræðu í gær og fór hörðum orð- um um afskipti Péturs kóngs af samningi þeirra dr. Suba- sics. Sagði hann kóng vera að reyna að koma af stað borgara- styrjöld í landinu. I

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.