Þjóðviljinn - 30.01.1945, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.01.1945, Blaðsíða 2
ÞJÓÐVILJINN Þriðjudagur 30. janúar 1945. £ Raddír prentara: Ondaán ireotin i Lauiardal (Niðurlag). Fyrir tveimur árum reistu prent- arar sér sumar'bústaðahverfi í Mið- dal austur í Laugardal. í grein sem nefnist: Þar sem lconumar ráða ríkjum er rætt um þenna stað og lífið þar. Ilöfundur grein- arinnar hefur verið svo lítillátur að láta ekki nafns síns getið, en greinin er skemmtileg. Þessi staður hefur stundum, bæði í gamni og alvöru, verið nefnd ur paradís prentaranna ög í erindi, sem sett er sem einkunnarorð grein arinnar, stendúr þessi setning: „Öll mín þrá er austur frá upp við háu fjöllin“. Og víst er um það, að á laugar- dögum sumarsins eru prentarar mjög viðbragðsfljótir að búast til Laugardalsferðar. — Annars er til gamall íslenzkur málsháttur, sem er eittlhvað á þessa leið: „Þang að er klárinn, fúsastur, sem hann er kvaldastur“. 1 Hér er ekki rúm að þessu sinni til þess að segja ýtarlega frá Jand- rrámi prentara í Laugardal, aðeins teknir nokkrir kaflar úr fyrrnefndri grein: „í tungumyndaðri brekku, skógi vaxinni, standa bustmáluð smá- hýsi í skipulegum röðum, með jöfnu milli'bili. Tign öræfanna að baki en blómleg sveit framund- an........Þetta er sumarbústaða- maður keyrir hjólbörur í endalausa 'hringi kringum nr. 10. Hvort nokk- uð er í börunum, það er óupplýst mál. Við eitt af efstu húsunum er 'berfættur maður í grænum buxum og hefur mörg járn í eldinum: Smíðar húsgögn, málar gluggana, reitir arfa úr kartöflugarðinum og bregður sér þess á milli í fjallgöng- ur. Framkvæmdastjórinn gerir ekkert, því hann þarf að vera reiðubúinn að skreppa í ferðalög, ef á þarf að 'halda. Þetta eru þeir, sem ihæst bera. Hinir eru vandlega faldir. En hvað er þettaP Þéttur reykjarinökkur á fleygiferð eftir trjátoppunum. Dularfullt fyrir- brigði eða hvað? Nei, við nánari athugun komumst við að þeirri niðurstöðu, að hér sé aðeins mað- ur á gönguferð um skógargötu og reykir pípu sína. — Þegar líður á kveldið, fara menn að leggja frá sér verkfærin og leita hvíldar. Með an konurnar eru ennþá að sýsla við búverk og svæfa börn, leggja karlmennirnir leið sína um nágrenn ið, heimsækja hver annan, gefa góð ráð og bendingar. Enginn ná- búakritur, ekkert ósamlyndi. Gagn kvæm aðstoð i smáu og stóru. Þeir sitja í smáhópum hér og hvar um skóginn og spjalla saman, leggja framtiðaráætlanir um landið sitt, hvernig þeir geti gert þennan fagra blett ennþá fegurri, ennþá fleiri fái notið hans“. Verður áburðarverk-3 smiðjufruuivarpinu vísað til nýbygg- ingarráðs? Meiri hluti landbúnaðarnefndar efri deildar, Eiríkur Einarsson Kristinn E. Andrésson og Harald- ur Guðmundsson, leggur til að frumvarpið um áburðarverksmiðju verði afgreitt með rökstuddri dag- skrá. Er nefndarálit meiri hlutans svo- hljóðandi: „Nefndin hefur ekki orðið sam- ffiála um afgreiðslu frumvarpsins. Minni hlutinn (PHerm og ÞÞ) leggur til, að frv. verði samþ. ó- breytt. Hins vegar áh'ta undirrit- aðir réttast, að það fái afgreiðslu með rökstuddri dagskrá. Því til stuðnings skal hér aðeins bent á þau meginatriði, er gera dagskrár- afgreiðslu eðlilega. 1. Samkvæmt. frv., svo sem það liggur nú fyrir, er engin tímabund- in ákvörðun um það, hvenær verk- smiðjan skuli reist, og er það al- veg á valdi ríkisstjórnarinnar. Verður eigi séð, að samþykkt frv. að þessu sinni sé því til tryggingar, að verksmiðjan verði reisf svo fljótt, að nokkur frestun á laga- setningu þurfi að verða málinu til tafar. í frv. eru einmitt áskildar áætlanir og aðgerðir af hálfu ríkis- stjórnarinnar, áður en til nokkurra framkvæmda kernur, og kann slíkt, ef vandvirknislega á að vera gert, að verða nokkuð tímafrekt. Ferðaskrifstofa verklýðs- samtakanna Mér hefur nýlega borizt bréf frá verkamanni, þar sem hann ræðir þörfina á skipulagningu orlofsferða rerklýðsstéttamnnar, og ræðir í því sambandi hugmynd sem fram hef- ur komið um ferðaskrifstofu Al- þýðusambandsins, er sett yrði á fót til þess að skipuleggja þessi mál. Um þetta segir hann í bréfinu: Eg þekki nokkuð rnarga verka- menn og aðra alþýðumenn sem kvarta yfir því að orlofsferðirnar undanfarin sumur hafi reynzt sér nokkuð dýrar, en ekki að sama skaþi vel fallnar til hvíldar og hressingar. Þeir hafa eðlilega ckki talið það neitt sumarfrí nema þeir kæmust burt úr bænum, svo 'hafa þeir ferðast um landið þvert og endilangt með „rútubílunum“. gist á rándýrum en yfirfullum og slæm- nm gististöðum, og komið þreyttir heim úr ferðalaginu, búnir að eyða margfallt meiru, en sem nemur or- lofsfénu. Við vitum af hverju þetta staf- ar. Þúsundir manna hafa nú góðu heilli fengið frí frá störfum tvær vikur á sumri hverju, og geta var- ! ið þeim e'ftir eigin geðþótta. Hins- vegar skortir því sem næst algjör- lega hvildarheimili fyrir verkalýð- inn, en án þeirr_a ná orlofslögin ekki tiigangi sínum nema að hálfu leyti“. Samtök um lausn á vanda- máli „Þá yrðu verkalýðssamtökin um land allt að hafa samtök með sér um að sjá þessum förumannaflokk- ,um fyrir næturgistingu, en sem kunnugt er hefur það oi'ðið æði oft til óþæginda og leiðinda, hafi menn ferðast til ókunnra staða undan- farandi sumur, hvað erfiðlega hef- ur oft gengið að fá næturgistingu. Ef fastri skipan væri komið á þessi mál, gætu rnenn snúið sér beint til stjórnar verklýðsfélag- anna á staðnum eða þar til kjör- inna m'anna og fengið fyrirgreiðslu. Gistihúsavandamálið Við getum hugsað okkur að skól- ar og samkomuhús yrðu gististað- ir þessa ferðafólks er að sjálfsögðu hefði með sér viðleguútbúnað, því hér yrði í mörgum tilfellum ekki um raunveruleg gistihús að ræða. Annars er það mál út af fyrir sig, að hér þarf að koma upp gistihús- um í stórum stíl, og sýnist vera ærið verkefni fyrir hendi á því sviði. Gildir það sama í því efni um land allt. Hvarvetna skortir gististaði, þann tíma árs er ferða- lög eru mest. Það er von miín, að sú Alþýðu- sambandsstjórn er nú situr, taki þetta mál skjótt til' rækilegrar yf- irvegunar, ef hún hefur ekki gert það nú þegar, og verði fyrir næsta orlofsár búin að framkvæma þau úrræði er hér hefur verið bent á, eða önnur beti'i, ef fram koma“. hverfi prentara í Miðdal í Laugar- dal. í þessu fagra landi býr álitlegur hópur prentara yfir sumarið, eða réttara sagt: konur þeirra og börn. Sjálfir verða þeir að láta sér nægja að bregða sér hingað um helgar. Konurnar ráða hér ríkjum 6 daga vikunnar. í sex daga samfleytt fá þær ótruflaðar að beita stjórn- kænsku sinni og hyggjuviti“. Síðan er á skemmtilegan hátt sagt frá lífinu í þessari prentara- nýlendu, þar sem konurnar ráða rfkjum fram að kvöldi sjötta dags vikunnar, þegar „Miðdalsbændurn ir' koma heim og segir svo: „Og „bændurnir“ taka óðara til starfa. Óþrjótandi verkefni bíða, til þæginda, samræmis og fegrun- ar. Það cr hlaðið og grafið, hrært og steypt, málað og kíttað, sagað og neglt. Söngur skógarins stígur og breikkar, nýjar raddir grípa inn í. Miðdals-hljómkviðan er að ná hámarki sínu — aðeins ófærð í let- ur. — Þarna stendur húsbóndinn í nr. 9 uppi á þaki og ber við him- inn, nakinn að beltisstað. Hann hefur kúst í hendinni, en annars óljóst hvað liann er að gera; ef til vill þykir honum, eins og fleinim gaman að vera h'átt uppi. Lítill Auk þess eru í Prentaranum ýmsar fleiri greinar varðandi mál prentara. \ Frágangur blaðsins er yfirleltt góður, en óheitanlega virðist það kaldhæðni örlaganna (engu síður en vitlausa „niðúrstungan“ i „prentvilluorsakagrein“ prentar- ans í Alþýðublaðinuý26. þ. m.) að jafnvel i blaði prentaranna skuli þessi undravera „prentvillupúk- inn“, ekki enn vera „kveðinn nið- ur að fullu og öllu“. Tillaga um raforkumál Húsavfkor og Reykja- hverfis flutt á Alþlngi Krístinn Andrésson jlytur í sam- einuðu jnngi tillögu til jnngsálykt- unar um ejniskaup til rafveitu jrá Laxárvirkjuninni til Húsavíkur og Reykjahverjis. Tillagan er svohljóðandi: „Alþingi ályktar að heimila rík- isstjórninni að verja fé úr ríkis- sjóði til kaupa á efni, strax og það er fáanlegt, til rafveitu frá Laxár- virkjuninni til Húsavíkur og Reykjahverfis“. 2. Jafnframt er þess að gæta, að mjög 'hefur verið gert að álitamáli,' hvort meginatriði (áburðartegund o. s. frv.), er lagasetningin og ann- ar undirbúningur byggist á, sé svo gaumgæfilega rannsakað og undir- búið, að lagasetning sé tímabær. 3. ,Með því að nýbyggingarráð héfur nú til meðferðar mál þau, er lúta að heildarskipun og endur- reisn isl. atvinnulífs til lands og sjávar, er langeðlilegast, að ráðinu sé falinn endanlegur undirbúning- ur þessarar lagasetningar. Er á- burðarverksmiðja vissulega einn Framh. á 5. síðu. Næturlæknir er í lseknavarðstof- unni í Austurbæjarskólanum, sími 5030. Næturvörður í Laugavegsapóteki. Ljósatími ökutækja er frá kl. 4.25 að kvöldi til kl. 8.55 að morgni. Næturakstur: Bifröst, sími 1508. ÚTVARPIÐ í DAG : 18.30 Dönskukennsla, 1. i'lokkur. 19.00 Enskukennsla, 2. i'lokkur. 19.25 Þingfréttir. 20.25 Tónleikar Tónlistarskólans. (Strengja sveit leikur. — Dr. Urbantsehitsch stjórnar). a) „Dans Anitru" og „Dauði Asu“ úr „Pétri Gaut“ eftir Grieg. b) Serenade í e-moll eftir Fuchs. 20.45 Erindi: Frá Grikkjum, III.: Róma- veldi og grísk menning (Sverrir Krist- jánsson sagnfræðingur). 21.10 Hljómplötur: Lög leikin á píanó. 21.20 íslenzkir nútímohöfundar: Ilalldór Kiljan I.a.xness les upp úr skáldrit- um sínum. @1.45 Hljómplötur: Kirkjulög. Það sem gert hefur verið í þessu efni „Viss stéttarfélög hafa sýnt lofs- verðan skilning á þessu. Nægir því til sönnunar að benda á landnám prentara í Laugardal og landnám Dagsbrúnarmanna að Stóra-Fljóti í Biskupstungum, en fyrir báðum þessum stéttarfélögum vakir, að skapa sér þarna hvíldarheimili, til lengri eða skemmri dvalar. , Það má ganga að því vísu að fleiri stéttarfélög munu feta í fót- spor þeirra er tímar líða, og hvert félagið af öðru koma sér upp hvíld- arheimili með svipuðu sniði“. Þeir sem kjósa að ferðast „En alltaf verður það fjöldi fólks sem fremur kýs að verja sumar- fríinu til ferðalaga, jafnvel .getum við gert okkur í hugarlund að skamrnt verði að bíða þess tíma að flugsamgöngur geri alþýðu manna kleift að ferðast til annarra landa í sumarleyfinu. Við s'kulum taka ferðalögin inn- anlands samt til athugunar fyrst og fremst, því bréfi þessu var ætl- að að gera því atriði nokkur skil“. Hópferðir nauðsynlegar „Eg held það sé ágæt hugmynd, að Alþýðusambandið taki að sér að skiþuleggja 'sumarleyfisferðirn- ar, fyrir' þá sem þess óska. Það er enginn vafi á því að margir vilja ferðast öðruvísi en með bílum, t. d. gangandi, hjólandi eða á hest- um. Hópferðir eru þá nauðsynleg- ar, ekki sízt af farið er fó'tgang- andi eða á hestum um óbyggðir landsins. Og það verður að vera til einhver stofnun sem kemur því ,fólki er þannig v'ill fcrðast, í sam- band hvort við annað. Ferðaskrifstofa er starfaði beint í þessu skyni, gæti líka veitt ýmsár gagnlegar leiðbeiningar til handa þeim, Sem óvanir eru ferðalögum, t. d. 'hvernig ferðunum yrði liagað sem ódýrast, en þó þannig, að þær næðu tilgangi sínum, hvaða útbún- aður væri nauðsynlegur o. s. frv.“. Hvernig eru pósthólfin leigð? Það hefur'verið venja á póstliús- inu í Reykjavík að leggja inn í pósthólfin, rétt fyrir hver áramót, blað, þar sem leigjandinn var minntur á að greiða leiguna, en hún var greidd við hver áramót, fyrirfram fyrir árið. Eg furðaði íiiig á því, að engin tilkynning var lögð inn i hólf mitt við þessi áramót, aldrei þessu vant. Þegar ég spurðist fyrir um þetta á bréfastofunni, þá var mér sagt, að það yrði bráðlega lögð inn til- kynning. Eg kvaðst þá vilja borga hólfleiguna, en þá var mér sagt, að kvittanirnar væru ekki tilbún- ar. Rétt eftir áramótin kom ég við á pósthúsinu og var þá búið að breyta læsingu hólfsins, svo lyk- ill minn gekk ekki að því. Spurðist ég þá fyrir á póstJbréfastofunni, hverju þetta sætti. Mér var sagt, að eftirspurn eftir pósthólfum væri mjög mikil og meðal annars þyrfti stétt manna, sem nefnd var á nafn, nauðsynlega að fá hólf. Það hafði því verið gripið til þess ráðs að taka pósthólfin, áf nokkrum leigj- endum, sem minnst notuðu þau, og ætti síðan að leigja þau öðr- um. Eg tjáði póstmanninum, að ég hefði haft hólfið í 12—14 ár og hefði ævinlega greitt leiguna á rétt- um gjalddaga. Já já, póstmaður- inn efaðist ekkert um það, þetta var nauðsyn, sem ekki varð kom- izt hjá. Mér er mjög bagalegt afj rnissa hólfið, bréf til mín utan af landi eru nærri öll send í það, allur póst- ur til mín utanlands frá er. send- ur í hólfið og tala þess er prentuð á bréfhausa mina. Eg vil leyfa mér að leggja eftir- fárandi spurningu fyrir póst- og símamálastjóra: Teljið þér rétt, að pósthólf séu tekin af gömlum leigjendum eins og hér befur verið lýst. Og er það álit yðar, að ég eigi ekki framar tilkall til pósthólfs þess, sem ég hef leigt? Ilanhes M. Þórðarson. \ \

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.