Þjóðviljinn - 30.01.1945, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.01.1945, Blaðsíða 7
Þriðjudagur 30. janúar 1945. PJOÐVILJINN 7 N. ROLFSEN: ÍSAK Auglýsingin hljóðað svona: „Skóladreng úr sveit vantar fæði og húsnæði á sama stað hjá góðu fólki.“ Pabbi átti nóg af börnum en ekki peningum, þess vegna datt mömmu í hug að taka þennan dreng. En pabbi var á móti því. „Eg vil engan gauksunga í hreiðr- ið“ sagði hann. „Þá reynum við heldur að komas't af eins og við höfum gert.“ ( En mamma lét ekki undan. Hana vantaði aukaskild- inga. Sérstaklega langaði hana til að hafa eitthvað betra á borðum á kvöldin. Læknirinn hafði sagt, að pabbi þyrfti að fá gott fæði. Hún sagðist að minnsta kosti ætla að spyrjast fyrir um drenginn. Ekki skaðaði það. En það voru ekki skemmtilegar upplýsingar, sem mamma fékk. Drengurinn hét ísak. í fyrsta lagi var hann svo mikill ofstopi, að hann var ekki í húsum hæfur. í öðru lagi — ja, það var leiðinlegt, að þurfa að segja frá því — en hann var fingralangur. Hálfur dalur hafði horfið úr kommóðuskúffu kennslukonunn- ar hans. Enginn hafði ge'tað tekið hann nema ísak. Hann hafði líka farið í leikhús um kvöldið. Auðvitað neitaði ísak öllu, en til allrar ha'mingju var bróðir kennslukonunnar lögregluþjónn. Honum tókst seinast að fá drenginn til að meðganga. Tárin komu fram í augu mömmu, þegar hún var að segja okkur frá þessu. Pabbi sagðist ekki bera á móti því, að við værum „gott fólk“, eins og stóð í auglýs- ingunni, en betrunarhús væri hér ekki. Og þar við sat. Mamma fór til kirkju með litlu stúlkurnar á sunnu- daginn. Við strákarnir vorum úti að leika okkur. Pabbi var aleinn heima. Hann sat í hægindastólnum og var að hvíla sig. Alla aðra daga sat hann á skrifstofunni, svo að hann var feginn að láta fara vel um sig á sunudögum. Þá heyrði hann gengið um þrepin á leðurstígvélum. Það var eins og gesturinn væri óvanur að ganga upp W ÞETT4 Það er ekki ýkjalangt síðan „sæormurinn“ svokallaði dó út í alþjóðlegri hjátrú og var mik ið um hann ritað. Hollenzkur náttúrufræðingur, Qudeman að nafni, safnaði t. d um hann 300 sögusögnum. Olaus Magnus biskup í Upp- sölum (á 16. öld) segir í fræði- bók, sem hann ritaði: „Sá, sem siglir meðfram ströndum Nor- egs, verður var við einkennilegt fyrirbrigði: Það er ormur, tvö hundruð feta langur og tuttugu feta breiður, sem lifir í fjöllun- um við Bergen, í skútum og hellum. Hann fer út um næt- ur, etur kálfa, kindur og svín. Eða hann fer til sjávar og étur krossfisk, krabba og þesskonar dýr. Hann hefur álnar langt fax, mikið hreistur og eldur brennur úr augum hans. Hann úreitir og skip á siglingu, rís upp að framan eins og súla og grípur af þeim menn —Þess- ari lýsingu fylgdu teikningar til skýringar. • í ameríska tímaritinu „Grap- hich,“ er þessi frásögn árið 1886 „Sæormurinn er nú kom- inn hingað, þvert yfir Atlanz- hafið. Kom hann skyndilega í ljós nálægt Kingsten Point í Hudsonflóa. Tveir menn á báti sáu hann og urðu þeir þess brátt varir, að ófreskjan elti þá. Segja þeir, að dýrið hafi brugðizt illa við, er þeir sluppu. Það barði sjóinn ákaft með sporðinum, sem virtist vera sjö- tíu og fimm fet frá hausnum. Hausinn var stór og líkastur tunnu í laginu. Augun voru græn og djöfulleg. Áður en dýr ið hélt leiðar sinnar upp Hud- sonflóann, spjó það hvítum flyksum, likustum hefilspónum í lögun —.“ ERICH MARIA REMARQUE: VINIR um veginn skaplega. Hann ætl- aði ekki að hræða læknirinn, áður en þeir legðu af stað. Það var aðalatriðið, að Jaffé kæm- ist upp í bílinn með öll sín á- höld, þá kom hitt allt af sjálfu sér. Meðan Jaffé var að ferð- búa sig, talaði hann við Lenz og sagði honum, hverju hann ætti að skila í símann. Síðan steig hann upp í bílinn til Köst ers. „Er lífshætta á ferðum?“ spurði Köster. „Já,“ svaraði Jaffé. í sama bili breyttist bíllinn í fljúgandi ófreskju, sem æddi af stað hvínandi og blásandi. Hann smaug alstaðar' í gegn, þar sem hann á annað borð komst, stundum með önnur hliðarhjólin uppi á gangstétt- inni en hin í göturennunni. Og hann ók í öfuga’átt á götum, þar sem átti að vera einstefnu- akstur. Það reið á að komast sem fyrst út úr borginni. „Eruð þér brjálaður maður?“ sagði læknirinn. Köster hægði ferðina eitt augnablik, lofaði strætisvagni að fara framhjá, en hélt svo áfram á sama flugi og áður. „Akið þér hægar,“ hrópaði læknirinn. „Hvað er unnið með því að við drepum okkur?“ „Engin hætta,“ sagði Köster. „Jú, áreiðanlega, ef þér hald ið svona áfram.“ Köster ók vinstra megin við sporvagn, komst fram fyrir hann og nú lá bein, breið gata framundan. Hann leit snöggv- ast á lækninn. „Eg veit það svo vel, að ég verð að koma yður til skila heilum og lifandi. Þér megið treysta því, að ég geri það.“ „En hvað dugir þetta æði?“ Þær mínútur sem þér sparið. yður—- 4 „Jú, það dugir —“ Köster vék úr vegi fyrir malarbíl. „Við höfum tvö hundruð og tuttugu kílómetra hraða.“ „Hvað segið þér, maður?“ Bíllinn smaug eins og örskot milli strætisvagns og póstbíls. „Já, ég vildi ekki segja yður það fyrirfram.1 „Það hefði engu breytt. Eg vanræki ekki verk mín, hvað sem ökuhraða líður. Akið þér til járnbrautarstöðvarinnar. Við verðum fljótari með lest.“ „Nei —.“ Þeir voru komnir í úthverfi borgarinnar. ,Eg er búinn að athuga það. Lestin fer of seint.“ Hraðinn var svo mikill, að það var eins og ofsastormur léki um bílinn. Læknirinn leit á Köster og réð af svip hans, að mikil alvara væri á ferðum. „Er það unnustan yðar?“ Köster hristi höfuðið. Eftir það sagði hann ekki orð. Nú voru þeir komnir út á þjóðveg- inn og bíllinn flaug áfram með háskalegum hraða. Læknirinn hnipraði sig saman í hominu. Köster reif af sér skinnhúfuna og fleygði til hans. Köster lét bílinn blása í sí- fellu og skógarnir bergmáluðu óhljóðin. Hann hægði ferðina lítið eitt, þegar þeir fóru gegn- um þorp. Og' svo af stað aftur á sömu ferð út á þjóðveginn, sem tunglið brá yfir flögrandi bjarma. Hringarnir ýldu og hvæstu. Vélin var knúin til hins ýtrasta. Köster laut fram yfír stýrið og hlustaði með lík- ama og sál. Hann skynjaði hvert minnsta aukahljóð. Veikt ískur eða núningshljóð gat boð að vélarsprengingu — dauðann. Vegurinn var blautur og þar, 'sem laus möl var, runnu hjól- in. Köster varð að hægja ferð- in. Til að bæta það upp, fór hann beygjurnar eins og ekkert væri. Hann ók ekki lengur af skynsemi héldur eðlisávísun. Ljósin báru ekki nægilega birtu þegar bíllinn tók snögga beygju. Hann s^nti í svarta myrkri,. meðan á því stóð. Læknirinn þagði. Allt í einu var eins og loftið færi að ganga í bylgjum í ljós- bjarmanum framundan á veg- inum — hvítum bylgjum Það var komin þoka. Læknirinn heyrði Köster bölva í fyrsta sinn. Eftir litla stund óku þeir í niða þoku. Hús og tré flutu framhjá í mjólkurhvítu hafi. Vegurinn sást ekki. Nú varð kylfa að ráða kasti. En eftir tíu mínútur voru þeir komnir út úr þokunni. Læknirinn leit á Köster og sá að andlit haps var öskugrátt og torkennilegt. En nú jók hann hraðann aftur, fór eins og vélin þoldi og beygði sig yfir stýrið æðrulaus og rólegur eins og áður. -----Mér varð erfitt uffi and- ardrátt í hitanum í stofunni. „Er ekki hætt að blæða?“ spurði ég. „Nei“, svaraði læknirinn. 'Pat leit á mig. Eg reyndi að brosa. „Þeir koma eftir hálf- tíma,“ sagði ég til að hug- hreysta hana „Eftir hálfan annan klukku- tíma,“ svaraði læknirinn, „ef ekki tvo, því að nú er farið að rigna.“ Regnið draup hægt af trjá- liminu í garðinum Eg horfði út en sá allt í móðu. Hvað var langt síðan við gengum að næt- urlagi milli rósatrjánna og Pat raulaði vögguvísu? Hvað var. langt síðan trjágöngin Ijómuðu i tunglsljósi og Pat dansaði milli runnanna, grannvaxin og létt í hreyfingum. Eg gekk — líklega í hundr- aðasta sinn — fyrir dymar, sem lágu úr garðinum inn í stofuna. Eg vissi vel að það var heimsku legt, að æða fram og aftur, en biðin var svo löng. Nú var hætt að rigna, en loftið var skýjað enn og þokuslæðingur. Eg bölv- aði í hljóði. Eg vissi, að það var óþægilegt fyrir Köster. Ein hvers staðar gargaði fugl. „Haltu kjafti,“ tautaðj ég ó- styrkur og mundi allt í einu eft ir hjátrúarsögum um, að fuglar boði mannslát. „Hindurvitni!“ sagði ég upphátt. En þó fór um mig hrollur. Eitthvert skordýr suðaði — ég vissi ekki hvar. En það kom ekki nær. Hljóðið var kyrrt á sama stað. Svo varð þögn. En það kom aftur — og aftur. Eg skalf eins og hrísla. Þetta var ekki skordýr. Þáð var bíll, langt í burtu. Hann var að fara upp og niður í bratta. Eg hlust- aði af öllum kröftum með op- mn munninn. Nú kom það aftur — og aft- ur. Það var eins og reið býfluga væri að suða. En nú kom hljóð ið greinilega nær. Og ég var ekki í neinum vafa lengur. Og angist þessarar skelfilegu næt- ur, hvarf eins og dögg fyrir sólu. Eg hljóp inn í stofuna. „Lækn ir! Nú koma þeir. — Pat, nú eru þeir að koma. Eg heyri til þeirra“. Læknirinn hafði aldrei álitið mig með réttu ráði. Þó stóð hann á fætur og hlustaði. „Það getur verið annar bíll“, sagði hann. „Nei, ég þekki hljóðið í þess- um“. Hann leit gremjulega á mig. Hélt hann, að hann hefði vit á bílum? Hann hafði verið nær- gætinn og alúðlegur við Pat, eins og móðir við barn. En mér sýndi hann enga þolinmæði. „Þetta er bara vitleysa“ sagði hann ónotalega og fór ‘inn í stofuna aftur. Eg stóð úti og beið, skjálf- andi af geðshræringu. Nú fór bíllinn gegnum þorpið. Hraðinp var ógurlegur. Hljóðið lækkaði, þá var hann innj í skóginum. Og nú-------. Langur, bjartur geisli kom í ljós úti á veginum — hvellir véladynkir. Læknirinn var allt í einu kominn til mín. Við fengum of- birtu í augun. Bíllinn staðnæmd ist frammi fyrir okkur við hlið- ið og hjólin ristu djúpt niður í mölina um leið. Eg tók stökk að bílnum. Pró- fessorinn steig út í sama bili. Hann leit ekki á mig heldur gekk beint til læknisins. Köster kom á eftir honum. „Hvemig líður henni?“ spurði hann. „Það blæðir enn“. „Það blæðir oft lengi. Þú skalt ekki vera alltof hræddur við það“. Eg horfði þegjandi á hann.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.