Þjóðviljinn - 30.01.1945, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.01.1945, Blaðsíða 3
'Þriðjudagur 30. janúar 1945. ÞJÓÐVILJINN Franklin Ðelano Roosevelt Franklin Delano Roosevelt tók fyrra laugardag við forsetaembættinu í fjórða sinn. — Er hann nú búinn að vera for- seti Bandaríkjanna í 12 ár, og er hann fyrsti forseti landsins, sem hefur setið 3 kjörtímabil í embætti, því að það var orðin venja, að forsetar biðu sig ekki oftar fram en tvisvar. — En nú bauð hann sig meir að segja fram í fjórða sinn 7. nóvember s.l. ^)g vann frækilegan sigur sem kunnugt er. Kunnugt er, að Roosevelt hefði helzt kosið að bjóða sig ekki fram oftar, en miklum meiri hluta Bandaríkjaþjóðar þótti skjótum sigri í stríðinu stefnt í tvísýnu, ef Roosevelt léti af stjóm, þegar baráttan stendur sem hæst. Sá Roosevelt sér ekki fært að skorast undan. Roosevelt er 63 ára gamall í dag, 30. janúar. Sumir landa hans hafa getið þess til, að hann mundi segja af sér áður en ' f jórða tímabilið er útrunnið, ef stríðið hefur áður verið leitt til farsælla lykta bæði í Evrópu og Asíu, sem varla er ástæða til að efa, og búið verður að stofna hið nýja þjóðabandalag. — En engu skal hér um það spáð, og er ólíklegt, að Roosevelt verði búinn að koma öllum áhugamálum sínum innanlands og utan í framkvæmd löngu áður en hið nýbyrjaða kjörtímabil er liðið. — Verkefnin, sem bíða hans, eru svo risa- vaxin, ekki sízt heima fyrir, því að þar er það markmið hans, að útvega öllum fasta atvinnu og aukin lífsþægindi („60 milljón new jobs“, segja landar hans, að sé markið í atvinnumálunum). Grein Budenz er skrifuð rétt fyrir kosningamar í nóvember. Brezkur samvinnumaður skýr- ir frá ferð til Sovétríkjanna Þann 30. janúar síðastliðinn j voru 62 ár síðan Franklín D. I Roosevelt fæddist í Hyde Park, sem er.ættaróðal þessarar grein ar Rooseveltættarinnar í New j York-ríki. Forfeður hans voru hollenzkir landnemar, sem settust að í New Amsterdam, löngu áður en hún var nefnd New York. — En enskt, þýzkt, franskt og sænskt blóð rennur í æðum hans. Fjölskylda hans var eins ná- lægt því að vera sveitaaðall og hægt er í Bandaríkjunum. Tuttugu og átta ára að aldri var hann eggjaður til að bjóða sig fram fyrir Demokrataflokk- inn í öldungadeildarkosningum í New York-ríki. Var það í kjör dæmi, þar sem Demokrati hafði aðeins einu sinni verið kosinn á' undanfömum 50 árum. Roosevelt vann sigur, sum- part vegna þess álits, sem fjöl- skylda hans naut í kjördæminu og vegna þess, hvað kjósendum leizt vel á þennan unga mann. — En þetta var líka merki um þá straumbreytingu, sem 5 ár- um seinna bar Woodrow Wilson upp í forsetastólinn. Barátta Wilsons fyrir Þjóða- bandalaginu hafði djúptæk á- hrif á hinn framsækna hluta almennings í Bandaríkjunum, þó að bandalagshugmynd hans hefði mikla galla. Roosevelt hreifst með af þess um áhuga. Á stjórnarárum Wilsons var hann aðstoðarflotamálaráð- herra. Öðlaðist hann víðtæka þekkingu á herafla Bandaríkj- anna og hermálum í stríðinu. Hann ráðgerði að hætta af- skiptum af stjórnmálum eftir tíu ár. — Á fertugasta ári sínu veiktist hann skyndilega og varð máttlaus fyrir neðan mitti. — Skapgerð hans stóðst þessa raun. „Eg get sigrazt á þessu“, sagði hann við 'félaga sína. — Og hann gerði það. — Hann hóf aftur þátttöku í stjórnmálum, eftir L0UIS 6UDENZ í New York varð ríkisstjóri í New York og svo æðsti maður landsins. Roosevelt byrjaði aftur af- skipti af opinberum málum 1928 samkvæmt beiðni Alfreds Smith, sem þá bauð sig fram í forsetakosningunum. — Á ráð stéfnu Demokrataflokksins í Houston sat Roosevelt í öku- stól og mælti með Smith sem frambjóðanda flokksins í for- setakosningunum. Smith var valinn forsetaefni og fékk Roosevelt til að vera frambjóðanda flokksins í ríkis- stjórakosningunum í New York. I ★ Hoover, forsetaefni Repúblik ana, sigraði Smith, sumpart af því að sá síðarnefndi var ka- þólskur, en að miklu leyti, af því, að hann (Hoover) lofaði látlausri hagsæld. En á forseta- árum hans skall kreppan á, og Hoover kunni engin ráð við henni nema ný gagnslaus lof- orð og að beita byssum gegn Frásögn brezka þingmanns- ins séra G. S. Woods, eins af meðlimum brezku sam- vinnumálanefndarinnar, ^ sem fór til Sovétríkjanna fyrir nokkrum mánuðum. Þessi heimsókn til Sovétríkjanna á stríðstímum var mér erfitt ferða- lag, en úm leið afar upplífgándi. Þarna er'svo margt að sjá og gera, allt ei‘ í svo stórum stíl. að maður getur ekki látið sér detta í hug. að maður sé orðinn kunnugur Rúss landi og þessari yndislegu rúss- nesku þjóð eftir þriggja vikna flýt- ishéimsókn. — En samt sem áður langar mig til að skrifa um dálítið af því, sem ég sá og heyrði. Við flugum frá Ttíheran til Rakú og áfram til Stalíngrad og Moskvu. friðsamlegri kröfugöngu fyrrver andi hermanna. Atvinnuleysingjar voru meir en 17 milljónir, þjóðin var ráð- þrota, en virtist skyndilega von vakna, er hún heyrði Roosevelt ríkisstjóra í New York segja: „Góð foi-ysta getur sigrazt á kreppunni.“ Og þjóðin varð ennþá eftir- væntingarfyllri, þegar hún hafði kosið þennan mann for- seta og sá hann hamast við að gera hverja ráðstöfunina á fæt- ur annarri til að stöðva hrun bankanna og koma viðskiptum á stað aftur. Atvinnubótalögin, húsabygg- ingalögin, viðurkenning verk- lýðssamta'kanna sem óaðskiljan legan hluta þjóðlífsins, hvatn- ing til verkamanna að efla sam tök sín í því skyni að auka kaupgetuna, — allt þetta og meira til voru þættir í þeirri stefnuskrá, sem Roosevelt i nefndi hinu vinsæla nafni „Ný- skipting“ („New Deal“). í lok fyrsta kjörtímabils, árið 1936, var búið að efla velmeg- unina talsvert, og vissir brask- arar byrjuðu að ráðast á þjóð- félagslegar umbætur Roose- velts. — Þeir stofnuðu svo kall- að „Frelsisfélag“ og réyndu með ofsóknum gegn „rauðliðum“ og óhróðri gegn Roosevelt að koma Alfred M. Landon, skjólstæð- Framhald á 5 síðu. Franklin Delano Roosevelt. — Frá Moskvu fórum við á járn- braut til Leníngrads. — Hvar sem við fórum gat að líta voðalegar eyðileggingar af völdum stríðsins, — vafalaust óskaplegri en nokkuð annað, sem áður hefur þekkzt í sögunni. Til dæmis var aðeins eitt hús uppi standandi í ístrú, sem.er borg á stærð við Epping í Eng- landi og stendur i jafnfögru um- hverfi. — Það var sannarlega sorg- leg sjón, og sams konar sjón er 'hægt að sjá um allt Rússland. — Mikið af eyðileggingunum var auð- sjáanlega framið af ásettu ráði af tómum vandalisma, svo sem eins og eyðileggingin á hinni afbui’ða- fögru höll Katrínar drottningar, Peteúhof í Púskín, sem er nú rúst- ir einar, og eyðilegging dómkirkj- unnar í ístru og margra annarra sögulega merkilegra húsa. Leníngrad.-íbúar skýrðu mér frá hinni atlhyglisverðu sjálfboðavinnu sem þar er unnin. Allir vinna að uppbyggingunni um helgar og á kvöldin. Nemur þessi AÚnna sam- tals um einni vinnuviku á mann hvern mánuð. Engri þvingun er beitt, — Leníngradsbúar sögðu mér, að þeir gætu ekki hugsað sér neinn, sem vildi ekki taka þátt í uppbyggingunni. Alls staðar í Sóvétríkjunum er afstaðan til Þjóðverja feiknarlega einbeitt og á'kveðin. Eg hugsa, að engin þjóð í heiminum sé jafn- ákveðin í að láta Þjóðverja bera fulla ábyrgð á glæpum sínum. Það er engin hálfvelgja til í Rússum um það mál. Þar eru ekki til nein- ir formælendur hinna „góðu Þjóð- verja“. Skoðun Rússa er sú, að geti Þjóðverji sannað, að hann hafi bar izt gegn nazistum, beri að rétta honum bróðurhönd. En fyrst munu þeir rannsaka sannanir hans lit í æsar. Og þeir líta á það, sem á- kveðið mál, að milljónir Þjóðverja verði að hjálpa til við uppbygging- una í Sovétríkjunum. Þeir skoða það sem einfalt réttlæti, sem ekki sé hægt að koma með neinar mót- bárur á móti. Eg held, að þjóðar- 'búskap þeirra sé þannig farið, að þessi stefna valdi engum erfiðleik- um í atvinnumálum. Það verður samt nóg vinna til handa hverj- um vinnufærum Rússa. Við ferðuðumst mjög víða um landið, heimsóttum margar borg- ir, bæi og þorp, kkoðuðum iðjuver, sveitabúskap og menntastofnanir og einnig mörg hinna eyddu hér- aða, sem nú hafa verið frelsuð. — Það var ánægjulegt að sjá, livað bæði iðnaðarverkamenn og samyrkjubændur unnu af miklu feiknarkappi að því að birgja hin- ar hugprúðu hersveitir sínar upp að öllum náuðsynjum, ákveðnir í . því. að þær skyldu ekki þurfa að eiga neitt á liættu vegna birgða- ■ skorts. Rauði hérinn hefur for- gangsrétt. i— Nei, það er engin hætta á, að rauða herinn skort.i neinar þær birgðir, sem hann 'á að fá frá þeim. - - - .7' Það var fallegt að sjá verkamenn ög bændur frá ýmsurrt þjóðum og kynþáttum vinna sanian eins ög bræður og stefna að' einu marki. ekki aðeins að losa sitt eigið land og alla Evrópu við fasismann, lieldur koma upp iðnaði og akur- . yrkju, sem geti tryggt öllum alls nægtir og menningarlíf. Það var augljóst af viðtali okk- ar við fjölda Rússa, að þeir báru hlýjan hug til Bretlands og Banda- ríkjanna og ATar vel kunnugt unx þátt okkar í stríðinu. Bæði opin- berlega og í einkaviðtölum var oft látið þakklæti í Ijós fyrir hjálp og samvinnu þessara landa. Allir voru nákunnugir 20 ára 'sáttmálanum milli Bretlands og Sovétríkjanna og létu mikinn á- huga í ljós fyrir, að hann yrði grundvöllur undir sambúð þessara landa eftir stríðið, og ég er sann- færður um að hann verður það að svo miklu leyti sem það er komið undir sovétþjóðinni og sovétstjórn- inni. Samvinnufélögin eru að gera miklar áætlanir um endurskipu- lagningu og aukna starfsemi fannst okkur mikið til um lífskraft og fjör hreyfingarinnar. — Samvinnu- félögin starfa með allt öðrum hætti en þau brezku, en ég get fullvrt, að tíkki er um að ræða neinar „fyr- irskipanir“ frá æðri stöðum. — Eg kynnti mér skipulag þeirra mjög nákvæmlega, og er það skoðun mín, að þau séu algerlega lýðræð- isleg og undir stjórn almennings sjálfs. Leiðtogar hreyfingarinnar virtust mér afar duglegir og vel menntaðir karlar og konur, með mikla ábyrgðartilfinningu og á- hugasamir samvinnumenn. Rússneska þjóðin hefur þjáðst mjög á stríðsárunum vegna skorts á nauðsynjavörum. Föt eru slitin og mikið af þeim úr lélegu efni. Mestallri franxleiðslugetu landsins á þessu sviði hefur auðvitað verið beint að því að klæða rauða her- inn, sem er framúrskarandi vel út búinn. — Þjóðverjar eyðilögðu mik ið af vefnaðarvöruverksmiðjunum. Þrátt fyrir matvæla og klæða- skort er sovétþjóðin full af lífsfjöri, sem vekur bæði undrun og aðdá- un aðkonxumanna. Þetta fólk nýt- ur sannarlega lífsins. Því finnst það vera þátttakandi í þjóðará- ætlun. Það er næstum barnalega hanxingjusamt og mannlegt. Ollum stéttamisnxun og öðrum tálmunúm hefur verið rutt úr vegi þess. Braut þess er hrein, og það trúir á fram- tíðina. , . Mjög sjaldan í sö.gu mannkyns- ins er hægt að segja, að sköpunar- niættinunx liafi verið gefinn laus táiímur, að liæfileikar manna hafi fengið að njóta sín fullkomlega. Þetta átti sér ,stað á Ítalíu á end- urfæðiugartímabilinu. — Skoðun mín er, að sarns konar leysing xir læðingi hafi farið fram i Rússlándi og hvergi annars staðar í heinxin- um í svo stórum stíl eða með svo glæsilegum fyriiheitum. Ef hægt er að tengja reynslu og hugsjónatrú brezku þjóðarinnar við trú og raunsæi rússnesku þjóð- arinnar, mun verða hægt að binda endi á þ.etta langa, hörmulega tímabil skorts og stríðs og byrja íi.vja öld öruggs friðar. Þessi tvö lönd verða að vinna saman.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.