Þjóðviljinn - 30.01.1945, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 30.01.1945, Blaðsíða 8
Itla Bpetar ei gete eieotiearaðstoði / olíufélðgunniD í Istaidi? þlÓÐVILIINN Hve lengi eiga Norðmenn að bíða? Eins og kunnugt er hafa útvegsmenn í ýmsum verstöðvum myndað samlög til að kaupa olíu og hafa þau og síldarverk- smiðjur ríkisins selt olíuna fyrir stórum lægra verð en olíu- hringamir. Olíuhringamir, S'hell, B. P. og H. í. S. hafa gert allt sem í þeirra valfli hefur staðið til að hindra þessa starfsemi. Nú virðist hringunUm hafa borizt hjálp. Svo lítur út sem brezkur sendimaður sem hér er nú staddur sé að reyna að koma því til leiðar að olíuhringamir fái hér fullkomna einokimaraðstöðu svo samkeppni olíusamlaganna og ríkisverksmiðjanna sé úti- lokuð. Að svo stöddu er ekki mik- ið um þetta mál að segja. Sú alkunna staðreynd liggur fyrir að olíufélögin hafa féflett út- gerðarmenn á hinn herfilegasta hátt. Skilningur útgerðar- manna á þessu hefur verið vax- andi og hvert olíusamlagið hef- ur risið af öðru til stórfelldrar hagsbóta fyrir útgerðarmenn og sjómenn. Olíuhringarnir hafa beitt hvers konar brögð- um til að koma í veg fyrir þessa starfsemi, en ekki getað komið henni á kné með öllu. Launalagafrumvarpið kom til 3. umræðu í efri deiid í gær, og hafði Kristinn Andrésson framsögu fyr- ír meirihluta fjárhagsnefndar, sem ber fram 34 breytingartillögur. Aðalbreytingarnar í þessum breytingartillögum meirihlutans eru fjórar: 1. Bætt verði við einum launa- flokki, er verði 1. flokkur, og séu laun þar ákveðin 16.000 kr. í þess- um flokki verði ráðherrar einir. 2. Byrjunarlaun í 13. flokki, en í þeiín flokki eru nær eingöngu konur, verði 3300 kr. í stað 3000, og bætt við því ákvæði, að þegar starfsmenn 13. flokks hafi verið eitt ár á hámarkslaunum flokksins, skulu þeir færast í næsta flokk fyr- ir ofan, og taka síðán aldurshækk- anir þess flokks, en þar eru launin 4200—5400 kr. Efri deild felldi við 2. umræðu tillögu meirihluta fjárhagsnefndar um hækkun á hámarkslaunum 13. flokks. Taldi Kristinn Andrésson það ekki vansalaust fyrir þingið, að láta sitja við þá afgreiðslu, þar sem um væri að ræðá lítilfjörlegar kjarabætur til starfsmanna, sem mjög lágt eru launaðir. 3. Laun héraðslœkna. í frum- varpinu eru laun héraðslækna flokkuð eftir .læknishéruðum, en Læknafélag íslands og* landlæknir töldu skiptinguna í flokka' mjög af handahófi og ósanngjarna og komu með nýjar tillögur. Fjárhágsnefnd tók þetta mál til rækilegrar athug- unar og taldi sig hvorki geta fall- izt á skiptinguna eins og hún er í frumvarpihu né hinar nýju tillög- Nú mun vera 'hér á landi brezkur sendimaður sem fjall- ar um olíumálin og lítur út fyr- ir að hann sé að reyna að koma því til leiðar að olíuhringarnir fái hér fullkomna einokunarað- stöðu. Hér virðist vera í uppsiglingu eitt hið mesta hneykslismál, sem vert er að fylgjast vel með. Þess er vænzt að réttir að- ilar geri allt sem gert verður til að hindra að útvegsmenn og sjómenn verði ofurseldir olíu- hringunum. ur Læknafélagsins. Var ákveðið að flokka ekki læknishéruðin með nöfnum í frumvarpinu, heldur á- kveða aðeins þrjá launaflokka hér- aðslækna, og fela ráðherra þeim sem fer með heilbrigðismál að setja, að fengnum tillögum land- læknis og Læknafélags íslands, reglugerð um skiptingu læknishér- aða í þessa þrjá flokka. „Skal við þá flokkun einkum farið eftir fólks- fjölda, samgöngum og þéttbýli, með hliðsjón af því, livar erfiðast hefur reynzt að fá lækna í héruð- in“, segir í breytingartillögum fjár- hagsnefndar. 4. Aukatekjur embættismanna. Meirihluti fjáráhgsnefndar leggur til að sú grein frumvarpsins, sem fjallar um aukatekjur embættis- manna, orðist svo: „Um leið og lög þessi taka gildi, skulu niður falla hvers konar greiðslur fyrir aukastörf, sem rétt er að telja til aðalstarfsins, aðrar en fyrir óhjákvæmilega yfirvinnu, svo og greiðslu skrifstofufjár em- bættismanna, sem ætlað hefur ver- ið til launa starfsfólks, er lög þessi taka til. Ríkisstjórnin, Bandalag starfs- manna ríkis og bæja og Hæsti- réttur tilnefna einn mann hver í nefnd, sem skal úrskurða um, hver aukastörf rétt sé að telja til aðal- starfs og hver beri að launa sér- staklega. Ráðherra setur reglur um greiðslu fyrir yfirvinnu, að fengn- um tillögum B.S.R.B. og forstöðu- manns stofnunar þeirrar, sem í hlut á. Aðalfundur Sjómannafélagsins Aöalfundur Sjómannafélags Reykjavikur var haldinn s. I. sunnudag. Enda þótt stjórnarkosning stœði yfir 2 mánuði greiddu ekki nema 610 atkvæði af yfir 1500 félagsmönnum. Stjórnarkosning fór þapnig: Formaður: Sigurjón Á. Ólafs- son, kosinn með 417 atkvæðum. Guðmundur Dagfinnsson hlaut 53 atkvæði og Ólafur Kristjáns- son 43. Varaformaður var kosinn Ól- afur Friðriksson með 365 atkv. Jón Ármannsson hlaut 113 og Ólafur Kristjánsson 43. Ritari var kosinn Garðar Jóns son með 402 atkvæðum. ísleifur Ólafsson hlaut 84 atkv. og Ólaf- ur Sigurðsson 83. Gjaldkeri var kosinn Sigurður Ólafsson með 552 atkv. Rósin- kranz ívarsson hlaut 22 atkv. og Þorsteinn Guðlaugsson 10. Varagjáidkeri var kosinn Karl Karlsson með 338 atkv. Guðni Thorlacius hlaut 160 at- kvæði og Óli Kr. Jónsson 65. Auðir seðlar voru 11 og ógildir 9. Eins og kunnugt er fer upp- stilling til stjórnarkosningar þannig fraih í Sjómannafélag- inu, að kosin er uppstillingar- nefnd á fundi og stillir hún 2 mönnum í hvert sæti og félags- fundur stillir þeim þriðja. Alþýðuflokkurinn hefur alltaf litið á Sjómannafélagið sem einkafélag sitt og gengið það langt, að fundir í félaginu eru aðeins auglýstir í Alþýðublað- inu. Lögmælt innheimtulaun sýslu- manns, bæjarfógeta og- hliðstæðra embættismanna af verðtolli, stimp- ilgjaldi, skipagjöldum, lífeyris- sjóðsgjöldum og iðgjöldum slysa- trygginganna skulu renna að hálfu til ríkissjóðs. Hinn hluti inn- heimtulaunanna skal renna að hálfu til hlutaðeigandi" embættis- manns, en að hálfu í sérstakan sjóð, sem fjármálaráðunevtið varð- veitir og vera skal til tryggingar því tjóni, er hlutaðeigandi embætt- ismenn kunna að verða fyrir vegna innheimtustarfsins, og til þess að greiða beinan kostnað, er á }>á kann að falla í sambandi við það. Ráðherra setur nánari reglur um sjóðinn. Héraðslæknar og prestar taka greiðslur fyrir embættisverk sam- kvæmt gjaldskrám, er hlutaðeig- andi ráðherrar setja. í gjaldskrá héraðslækna skal setja sérstök á- kvæði um afslátt, þegar sjú'kra- samlag annast um greiðslu. Gjald- skrár þessar skal endurskoða, þeg- ar ástæða þykir til, í fyrsta sinn þegar eftir gildistöku laga þessara“. Launalögin til þriðju um- ræðu f efri deild Breytingartillðgur um 13. flokk (lágt launaðar konur), héraðslækna, aukatekjur embættismanna, ráðherralaun o. fi. QLAV RYTTER, dagskrárstjóri norska útvarpsins er ný- kominn úr 700 km. ferð á hreindýrasleða um þau hér-. uð, sem sovéther hefur leyst undan hernámsokinu, með að- stoð norskra hersveita. Rytter segir m. a. frá samtali við odd- vitann í Kistrand, fiskiþorpi á vesturströnd Porsangerfjarð- ar, sem sagði meðal annars: „Okkur veitist örðug byrjun nýja ársins, næstum eins og forfeðrum okkar fyrir mörgum öldum. Þjóðverjar hafa slátrað nær öllum bústofni héraðs- ins, nautgripum, hestum og sauðfé, svo að við stöndum eft- ir allslausir, en til allrar hamingju er kjarkurinn eftir og við erum þegar farnir að hugsa til vorannanna. Við förum aft- ur til bæjanna okkar, en nú verðum við að hafa samvinnu um vinnuaflið. Fjölskyldur sem hafa óskertan vinnukraft verða að hjálpa þfeim sem eru fáliðaðar eftir hernám fasist- anna. Við erum albúnir til erfiðra átaka, en þurfum samt hjálp utan frá, við þörfnumst kartöfluútsæðis, sæðiskorns, tilbúins áburðar og þó framar öllu landbúnaðarverkfæra. Fáið okkur verkfæri, við skulum vinna vei’kið“. Og Rytter bætir við þessi orð oddvitans: „Ég er sannfærður um að fólk- ið á Finnmörku er að ná sér eftir þá ægilegu raun, sem Þjóðverjar leiddu yfir það, er þeir hörfuðu á brott. Með góðri hjálp Bandamanna við að koma atvinnulífinu á fót og halda áfram baráttunni, mun fólkið hér norðurfrá berj- ast yfir veturinn fram á vorið og úrslitasigurinn". — En, því miður, aðeins lítill hluti Noregs er frjáls, og getur horft til vorsins með bjartsýni oddvitans í Kistrand. • þAÐ ER EKKI FURÐA þó Noi'ðmönnum finnist biðin orðin löng, enda bendir margt til þess, ‘ að þeir muni ekki una núverandi ástandi öllu lengur. í vor ei'u fimm ár síðan Noregur var hernuminn, fimm löng kúgunarár. Hvað eftir annað hefur blossað upp vonin um lausn, þegar Banda- menn hafa gert strandhögg við Noreg, hafa menn vænzt þess, að nú væri stundin komin, mennirnir í þorpunum, sem töluðu við brezka og norska hermenn, komna með al- væpni yfir hafið, áttu bágt með að trúa því að þetta væri aðeins snögg ferð, aðeins „raid“ en ekki innrásin, sem þýddi lausn frá kúgunarstjórn nazista og kvislinga. Og ekki hef- ur Norðmönnum í Breli .ndi, konungi Noregs, norskum stjórnmálamönnum og hermönnum, liðið betur í þess- ari átakanlega löngu bið. Norðmenn hafa barizt hetjubar- áttu á mörgum vígstöðvum, getið sér góðan orðstír og hlotið mikla hernaðarreynslu, en þeir hafa ekki verið sendir heim að berjast við herskara fasismans í Noregi, fyrr en nú fyrir skömmu, að norskar hersveitir taka þátt í bardögunum um Norður-Noreg, ásamt sovéthernum. þEIR SEM HAFA KYNNZT Norðmönnum þessi síðustu ár,' vita hvað biðin hefur kostað þá, að hún hefur oft gert þeim lífið nærri óbærilegt. Et vi enna fá og sváke kan vi ikke stá avmektig vi vi\ hjem, vi vil tilbake Það er ekki Nordahl Gi'ieg einn sem þannig hugsar, held- ur allir norsku hermennimir og tugir þúsunda norska sjó- manna, sem kusu útlegð í því skyni að sækja sér kraft til að leysa Noreg úr f jötrum. Þeir hafa lagt allt sitt til hinnar sameiginlegu baráttu Bandamanna gegn fasismanum og skerfur þeirxa er svo stór, að rödd þeii-ra ætti að vei'a þxmg- væg þar sem ráðið er hemaðaraðgerðum Bandamanna. En um það er ekki að villast, að síðustu mánuðina hafa norsk stjórnarvöld gripið til ráða, sem benda til þess að þeim þyki lítt á. sig hlustað. Norskir ráðherrar hafa opinberlega lýst yiir, að þeir telji nauðsynlega innrás Bandamanna af sjó, ef taka eigi að hindra að nazistar eyði landið á undanhaldi suður eftir öllum Noregi. Það er ekki hægt að ganga fram hjá þessu áliti norsku stjómaivaldanna, og ef til vill er slík innrás þegar fyrirhuguð. En norska stjómin virðist hafa talið nauðsynlegt, að vekja almenningsálit til stuðn- ings kröfum sínum, —og er enginn efi á að það hefur tekizt.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.