Þjóðviljinn - 25.02.1945, Blaðsíða 8

Þjóðviljinn - 25.02.1945, Blaðsíða 8
InnflufníngS" og úfflufníngsverzlun sX árs Janúar-hejti „IIagtíðinda“ er komið út. Er í því yfirlit yjir inn- og útjlútningsverzlunina á s.l. ári. í því yjiÆti sést, að um 93% af útjlutn- ingstekjum landsmanna á s.l. ári lcomu frá sjávarátvegnum, og er það 5% meira en s.l. ár. Ymsar jróðlegar upplýsingar eru í þessu yfirliti og jer nokkuð af þeim hér a eftir. ÚTFLUTNINGURINN. Á s.l. ári nam útílutningur ís- lenzkra afurða kr. 253.844.530.00 eða kr. 20.825.570.00 meira en árið 1943. Langstærsti liðurinn í út- flutningi s.l. árs, eins og undanfar- in ár, er ísfiskurinn. Útflutningur hans nam að verðmæti tæpum 120 millj. kr. s.l. ár eða tæpum 10 millj. kr. meira en árið 1943. Næst v stærsti liðurinn var freðfiskur, rúmlega 47 millj. kr. eða rúmum 26 millj. kr. meira en 1943. Þriðji stærsti liðurinn var síldarolía, rúmlega 26 millj. kr., heldur minna en 1943. Annars er útflutnings- verzlun s.l. árs nokkuð svipuð og árið 1943. Nokkrar breytingar hafa þó orðið á. Útflutningur verk- aðs saltfisks he'fur minnkað veru- lega eða úr l1/? millj. kr. niður í rúml. 160 þus. kr. Sala niðursoð- ins fisks hefur aukizt um 300 þús. kr. og er nú tæplega 800 þús. kr. Lax og silungur var ekkert fluttur út s.l. ár, en nam tæpum 80 þús. kr. árið áður. Síldarmjölssalan jókst um rúman helming, og var rúml. 13 millj. kr. Saltkjötssalan jókst verulega, eða úr 170 þús. kr. í rúmar 900 þús. kr. Ullarsalan var engin á s.l. ári, en var rúmar 9 millj. árið áður. Útflutningur á refa- og minkaskinnum minnkaði verulega, eða urn tæpar 800 þús. kr. INNFLUTNINGURINN. Á s.l. ári nam innflutningurinn rúmum 240 millj. kr., eða um 10 millj. kr. minna en árið 1943. Það, sem sérstaka athygli vekur í sam- bandi við innflutninginn, er, að inmflutningur á framleiðslutækjum hefur minnkað verulega frá því árið áður. Þe'ssi framlciðshdæki heyra undir liðina vélar og áhöld og rafmagnsvélar og áfhöld í yfir- litinu yfir innflutninginn. Þessir liðir hafa minnkað um rúmar 9 millj. kr. frá árinu 1943 og nema tæplega 25 millj. kr. Innflutningur á járni og stáli hefur og minnkað um 4.5 millj. kr. Hins vegar hefur innflutningur á leirmunum og glervörum, sem að miklu leyti mun vera óþarfa glysvai'ningur, aukizt um meira en heiming, og^ nam 6 millj. 165 þús. kr. Einnig er það atihyglisvert, að um leið og innflutningur á alls konar vélum og áhöldum minnkar,,eins og áður er sagt, eykst stöðugt inuflutning- ur á álnavörum og vef.iaðarvör- um, og „höttum alls konar“, eins og það heitir í Hagtíðindunum. Inn'flutningur á þessum vörum jókst um 6.7 millj. kr. á s.l. ári og nam um 41.5 millj. kr. eða 15 millj. kr. meira en innflutningur véla og áhalda. — Þessar tölur eru at- hyglisverðar fvrir okkur íslend- inga, sem höfum ákveðið að gera byltingu í framleiðsluháttum okk- ar. Sú stefna, sem.ráðið hefur í verzlunarmálum okkar undanfarin ár, verður að hverfa. Við verðum að hætta að eyða gjaldeyri okkar í ónytsaman glysvarning að veru- legu leyti eins og verið hefur, en beina í þess stað því fjármagni. sem við höfum, — og það skortir okkur vissulega ekki, — inn á rétt- ar brautir, — við verðum að kaupa framleiðslutæki fyrir gjaldevri okk- ar, framleiðslutæki, sem munu gefa okkur margfaldlegan arð í fram- tíðinni. Kveðjuhljómleikar Guðmundar Jónssonar Guðmundur Jónsson, söngv- ari hélt kveðjuhljómleika í Gamla Bíó í fyrrakvöld, fyrir fullu húsi. 14 lög voru á söngskránni, en söngvarinn varð að syngja 2 aukalög. Mestan fögnuð áheyr- enda vakti meðferð söngvarans á þessum atriðum söngskrárinn ar: Sverrir konungur, eftir Sveinbjörn Sveinbjörnsson; Mamma, eftir Sig. Þórðarson; Til kvöldstjörnunnar, úr óp. „Tannhauser“, eftir Wagner, Prologo úr óp. „Pagliacci“, e. Leoncavallo, (var því lagi sér- staklega vel fagnað og söngvar- inn hylltur hvað eftir annað), Song of songs, eftir Moya, og Söngur ferjumannsins á Volga, rússneskt þjóðlag. Síðustu hljómleikum Guð- mundar að þessu sinni, er halda átti í kvöld, er frestað til þriðju dagskvölds kl. 11,30. Aðgöngu- miðar er seldir hafa verið að hljómleikunum, gilda á þriðju- dagskvöld. Þjóðleikhúsnefnd skipuð Hinn 19. þ. m. skipaði mennta- málaráðherra eftirgreinda menn í nefnd til þess að gera tillögur um og hafa með höndum undirbúning að rekstri Þjóðleikhússins. Þorstein O. Stephensen, leikara, Brynjólf Jóhannesson, leikara, Halldór Kiljan Laxness, rithöfund, Jakob Möller, alþingismann, og Ólaf Björnsson. skrifstofnmann. Þorsteinn Ö. Stephensen er for- maður nefndarinnar. Leiöretting í niðurlagi greinarinnar: Rann- sókn á skólaihúsnæði, á 8. síðu Þjóðviljans í gær, hefur fallið nið- ur lína og skökk lína verið sett í staðinn. Línan, sem féll burt og er 6. iína að neðan, er rétt þannig: Steinþór Guðmundsson kvaðst sammála því o. s. frv. Er Sæmundur Ólafsson að hóta brottrekstrum úr Sjómannafélaginu? Sæmundur Ólafsson — sá sami og sjómenn þekkja eftir um- mæli þau er hann lét falla í þeirra garð á síðasta Alþýðusam- bandsþingi — lét ljós sitt skína í Aiþýðublaðimi í gær og beindi í þetta sinn geiri sínum einkum að Páli Helgasyni. Þar segir hann m. a. þessi eftirtektarverðu orð: „Það mun engum sjómannafélaga haldast uppi til lengdar að bera formann Sjómunnafélags Reykjavíkur, Sigurjón Ólafs- son, lognum sökum. Þeim sjómannafélögum, sein ætla að verða miklir menn á slíkri iðju, er bezt að flytja sig þegar yfir í þau verkalýðsfélög sem grundvalla starfsemi sína á svikum og blekk- ingum“. Þótt sleppt sé bæði þvættingi Sæmundar um að P. II. hafi borið S. Á. Ó. lognum sökum og aðdróttunum hans í garð verk- lýðssamtakanna, gefa þessi orð Sæmundar og starfsaðferðir sjó- mannafélagsforustunnar ástæðu til nokkurrar unxhugsunar. Aðalfundur Sjómannafélags Reykjavíkur er aðeins auglýst- ur í blaði gins flokks, Al'þýðublaðinu. Á fundinum fá gæðingar sjómannafélagsstjórnarinnar ótakmarkaðan ræðutíma til árása á þá menn er ekki voru á línu „sálufélaganna“ á síðasta Alþyðu- sambandsþingi. Þegar einn úr röðum sjómanna biður um orðið þá meina þeir honum að tala nema í 5 mínútur af því þcim finnst ó'heppilegt að félagsmenn hlusti á það sem hann hefur !«ð flytja. Þegar þeir þannig neyða þenna félagsmann til að ræða málið á opinberum vettvangi svarar Sæmundur því, að slíkum mönn- um sé „hezt að jlytja sig þegar“. — Ber að skoða þessi orð Sæ- mundar sem hótun um að reka eigi úr Sjómanna'félaginu alla ])á sem ekki eru sammála Sæmundi og „sáluifélögum“? 0JÓÐVILIINN LL.0. og nýja Þjóðabandalagið leita að aðsetursstað JSLENDINGAR hafa fergið áhuga á I.L.O., hinni al- þjóðlegu verkamálastofnun, vegna þeirrar ákvörðun- ar Alþingis að ísland genzi þátttakandi í stofnuninni. Und- anfarið hefur stofnunin haft aðalstöðvar í Montreal, Kana- da, en í nýkomnum enskum blöðum er talið að I.L.O. sé að leita sér að stað fyrir aðalstöðvar í framtíðinni. New Statesman and Nation segir m. a.: „Höllin sem I.L.O. lét bySgía í Genf hefur staðið laus síðan íbúarnir fluttu til Montreal snemma í stxðinu. Nú er talið að I.L.O. þurfi að líta eftir nýjum aðseturstað, því enginn virðist því hlynntur að áfram verði haldið í Genf; byggingar stofnun- arinnar og Þjóðabandalagsins mætti sem bezt nota sem bækistöðvar nýs alþjóðaháskóla.“ |MÝJA alþjóðabandalagið mun einnig vera að leita sér að samkomustað, segir New Statesman ennfremur, því ekki er líklegt að Sviss verði fyrir valinu á ný, eink- um myndu Sovétríkin hafa á móti því. Um það er að ræða hvar hægt væri að koma I L.O. og Þjóðabandalaginu fyrir með sæmilegu samkomulugi og hagsýni. Haag, aðseturs- staður alþjóðadómstólsins, er auðvitað möguleiki, Ant- werpen og Kaupmannahöfn hafa einnig sína áhangendur, einnig hefur verið orðað spánný borg, alþjóðleg frá byrj- un, og ef til vill undir alþjóðlegri stjórn. En einnig slík borg yrði að vera emhversstaðar. London er hugsan- legur staður, en skyldu Stalín og Bandaríkjamenn verða því samþykkir. Sennilegc er að þetta vandamál verði að r leysast innan skamms, því Montreal verður ekki heppi- legur staður á hinum erfiðu tímum eftirstríðsáranna.“ Brezka afturhaldið íbraski með einn [inn enn kóngi pALL Francostjórnarinnai’ getur ekki dregizt lengi. Meiri- hluti þjóðarinnar er honum nú þegar mótsnúinn, og hann hefur misst alla von um erlenda hjálp. — Þessi um- mæli eru ekki úr neinu málgagni spænskra lýðveldissinna, heldur úr Observer, hinu erkiafturhaldssama blaði enska íhaldsins. Segir blaðið að Franco sé nú orðið ljóst, að hann þurfi ekki að vænta stuðnings Bx’eta, og er það vel farið, því langlundargeð biez'ku stjórnarinnar við hina fasistisku kúgunarstjórn Spánar hefur vægast sagt verið furðulegt. Þangað hafa verið flutt frá löndum Banda- manna dýrmæt hernaðarhráefni, kol og olía, enda þótt Francostjórnin hafi raunverulega tekið þátt í stríðinu með Þýzkalandi, sent fimmta hluta spánska hersins til austur- vígstöðvanna og beitt iðnaði Spánar í þjónustu þýzka naz- ismans. Bretar hafa í afstoðunni til Spánar verið mun aftur haldssamari en Bandaríkjastjóm, sem lét snemma á árinu sem leið opinberlega í ljóo andúð sína á fasistastjóm Spánar (Cordell Hull). JJNDANFARIÐ hefur vei’ið mikil hreyfing meðal spánskra lýðveldissinna heima og erlendis, sem vinna ótrautt að falli hinnar fasistisku Francostjómar. Dr. Juan Negrin, hinn heimskunni forsætisráðherra lýðræðisstjóm- arinnar, hefur ferðazt miili aðalstöðva spánskra lýðveld- issinna í útlegðinni, en að sjálfsögðu hefur ekkert verið látið uppi um árangur ferða hans enn. Hinsvegar virðist svo sem' brezka afturhaldið hugsi sér að styðja „kóngs- efnið“ Don Juan til valda á Spáni. og hefur fulltrúi hans Senor JLópez Olivan veric kvaddur til London, að því er ráða má af Observer, tii skrafs og ráðagerða við brezka áhrifamenn. En hætt er við að Churchill takist ekki betur me? kónginn á Spáni, en hátignimar á Ítalíu og Grikklandi. — Spánverjar geta sjálfsagt komizt af kónglausir, — og vonandi öðlazt frelsi án pess að harmleikurinn frá Aþenu endurtaki sig í Madrid.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.